Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 17
17 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 Þúsund læknar og vísindamenn á ráðstefnu í Kaupmannahöfn: Offita er rándýr fyrir þjóðfélagið - offita meðal bama veldur áhyggjum Á alþjóðlegri ráðstefnu um offitu, sem haldin var í Kaupmannahöfn nú í júní, kom fram að fjöldi of feitra barna í Danmörku hefur nær tutt- ugufaldast síðustu fimmtíu árin. Of- fita meðal harna er einnig vandamál sem hefur aukist á undanförnum árum og áratugum á íslandi. Hreyf- ingarleysi og rangt mataræði er talin aðalástæðan. „Þegar ég var í barnaskóla fyrir nokkrum áratugum var kannski einn feitur nemandi í hverjum bekk. Núna eru þrír til fjórir feitir nemend- ur í hverjum bekk og fleiri skvapað- ir,“ segir Hilmar Björnsson, fram- kvæmdastjóri hjá forvarna- og end- urhæfingarstöðinni Mætti. Síðastliðin tvö ár hefur Máttur haldið námskeiö fyrir of feit börn og unglinga á aldrinum 10 til 16 ára. „Við höfum beint námskeiðunum að fjölskyldunni. Foreldrar hafa komið með börnunum og fengið fræðslu um leið og þau,“ greinir Hilmar frá. Hann segir það hafa komið á óvart að í mörgum tilfellum hafi foreldr- arnir sjálfir ekki átt við offituvanda- mál að stríða. „Maður getur spurt sig hvort það séu ekki þeir sem ekki eru feitir sem bregðast fyrr við en hin- ir,“ segir Hilmar. Óreglulegt mataræði stærsti vandinn Ólafur Sæmundsson næringar- fræðingur, sem stýrt hefur nám- skeiðunum, segist ekki meta þyngd- artap sem slíkt þegar árangurinn er metinn. „Á þessum árum lengjast unglingarnir verulega og það er tekið tillit til þess. Ef viðkomandi hækkar um 10 sentímetra og þyngdin stendur í stað þá hafa í raun tapast 10 kíló. Aðalvandamálið hjá of feitum börn- um hefur verið of mikil neysla sæl- gætis og skyndibitafæðis og svo óreglulegt mataræði. Það síðast- nefnda er í raun stærsti vandinn. Ef sleppt er úr máltíðum erum við veik- ari á svellinu fyrir mat sem gefur mikla orku. Ég set á oddinn að krakkarnir borði vel og reglulega. Það versta sem hægt er að gera sjálf- um sér er að halda of mikið í hitaein- ingarnar. Það getur dregið úr mögu- legum vexti og þroska. Lágmarkskal- oríufjöldi fyrir fólk sem er að þrosk- ast er hátt í tvö þúsund á dag,“ segir Ólafur. Hilmar getur þess að bandarísku Of feitum börnum fjölgar ört í hinum vestræna heimi, að því er fram kom á ráðstefnu í Kaupmannahöfn sem um eitt þúsund læknar og vísindamenn sóttu. Fimm til tiu prósent af útgjöidum vegna sjúkdóma f hinum vestræna heimi eru vegna offituvandamála. hjarta- og æðaverndarsamtökin séu að snúa sér að börnum sem mark- hóp. „Mér finnst sláandi auglýsing frá þeim sem sýnir krakka í snúsnú. Undir auglýsingunni stendur: Munið þið þegar leikir barna voru svona. Núna eru börnin bara með stýripinn- ann fyrir tölvuleikina. Samtökin hafa birt fleiri auglýsingar í þessum dúr.“ Hilmar segir áróðrinum beint að krökkum þar sem það virðist vera mjög erfitt að breyta lífsstíl fullorð- ins fólks. Hann kveðst sannfærður um að offita og þolleysi meðal full- orðinna nú verði stórt heilsufarslegt vandamál í framtíðinni. 70 prósentmeð þol undir meðallagi Á síðustu mánuðum hefur Máttur framkvæmt á annað þúsund mæling- ar á vegum sjúkrasjóðs Verslunar- mannafélagsins. „Tæplega 40 pró- sent af félögum Verslunarmannafé- lagsins reykja. Undir 30 prósent voru með þol í meðallagi eða betra. Sem sagt yfir 70 prósent félaganna voru með þol undir meðallagi. Þetta er ekki bara Verslunarmannafélagið. Við erum búin að mæla sjö togaraá- hafnir og niðurstaðan var nákvæm- lega sú sama. Það má því draga þá ályktun að víða sé pottur brotinn," segir Hilmar. Á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn kom fram að fimrn til tíu prósent af útgjöldum vegna sjúkdóma í hinum vestræna heimi eru vegna offitu og sjúkdóma sem orsakast hafa vegna offitu. Tugmilljarðakostn- aður vegna offitu Ný rannsókn, sem gerð var í Sví- þjóð, hefur leitt í ljós að offita er dýr fyrir samfélagið. Veikindadagar og brotthvarf af vinnumarkaði vegna offitu áður en venjulegum ellilífeyr- isaldri er náð kostar sex milljarða sænskra króna, eða um 48 milljarða íslenskra króna, á hverja milljón íbúa í Svíþjóð. Tekið er fram að þetta sé einungis óbeinn kostnaður, enn er ekki búið að reikna út beinan kostnað. Ráðstefnuna í Kaupmannahöfn sóttu um eitt þúsund læknar og vís- indamenn. Þetta var 80 prósenta meiri þátttaka en skipuleggjendur höfðu gert ráð fyrir og þykir benda til þess að vísindamenn séu farnir að taka offituvandamál alvarlega. Feitbörn í hættu Meðal vísindamannanna, sem sóttu ráðstefnuna, var Stephan Rössner frá Svíþjóö. Það er kenning hans að feit börn verði feit þegar þau verða fullorðin og það þýði í raun að þau verði undir í hinum vestræna heimi ef ekki er gripið í taumana, að því er greint er frá í danska blaðinu Politiken. Boðskapur Rössners er að vinna beri bug á fituvandamálum eins fljótt og hægt er í samráði við fjölskyldur barnanna. Þaö er mat hans að taka verði meira tillit til sál- fræðilegra og félagslegra vandamála sem fylgja 1 kjölfar offitu. Rannsóknir sýna að því eldri sem of feit börn eru því meiri líkur eru á því að þau verði feit þegar þau verða fullorðin. Það eru sagðar 27 prósenta líkur á því að of feitt fjögurra ára barn verði feitt á fullorðinsárum en 70 prósent of feitra barna á aldrinum 10 til 13 ára verða feit þegar þau eru orðin fullorðin. Vísindamennirnir lýstu eftir sam- vinnu milli skóla og lækna í barátt- unni gegn offitu. Einnig var nefndur sá möguleiki að í framtíðinni myndu arkitektar skapa samfélag þar sem hægt væri að hreyfa sig án bíls. í því sambandi var bent á Bandaríkin þar sem víða væri ekki hægt að komast leiðar sinnar án þess að vera á bíl. Greint var frá bandarískri könnun sem leiddi í ljós að á Vesturlöndum ættu of feitar konur og karlar erfitt uppdráttar félagslega séð. Könnunin leiddi einnig í ljós að of feitt fólk er ósátt við sjálft sig. Hvernig sendibíl þarftu ...néikvæmíegal LDV sendibíllinn er fáanlegur frá framleidanda sem: Hefðbundinn sendibíll, sjúkrabíll, verkstæöisbíll, tankbíll, ísbíll, björgunarbíll, háþekjubíll, gámabíll, með kælikassa, smárúta og vinnuflokkabíll. Auk þess er í boði svo margbreytilegur aukabúnaður, að líkur þess að þú fáir sendibíl með nákvæmlega þeim eiginleikum sem þú kýst, eru mjög miklar. VELAR& ÞJéNUSTAnr SOUDi cnimAT HÚSASMIÐJAN JÁRNHÁLSI 2. 110 REYKJAVÍK, SÍMI 587 6500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.