Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Page 19
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 19 íslenskir keppendur í svifdrekaflugi náðu góðum árangri í Skotlandi: Alþjóðlegt svifdreka- mót hérlendis eftir tvö ár „Það voru flmm íslenskir svifdreka- menn sem tóku þátt í Celtic Cup mótinu í Skotlandi í síðasta mánuði, en keppendur á því móti voru alls 70. Þeir voru af öllum þjóðernum frá Bretlandseyjum, Gotar, Keltar, Wa- lesbúar, írar, Englendingar og síðan íslendingar. íslensku keppendurnir enduöu í 2., 3., 5., 11. og 12. sæti. Við höfum reynd- ar einu sinni áður unnið sigur á Celtic Cup, en þetta var í fimmta sinn sem íslendingar taka þátt í þessari keppni," sagði Sveinn Ásgeirsson, svifdrekakappi og einn keppendanna á mótinu. „í keppninni í Celtic Cup flugum við um 30 km vegalengd frá flugtaks- stað að lendingarstað (sjá meðfylgj- andi kort hér til hliðar). Tveir okkar náðu alla leið að þeim punkti en það vantaði aðeins herslumuninn hjá þremur okkar. Fjöldi keppenda var hins vegar langt frá því að komast aila þessa 30 km. íslendingarnir sem kepptu voru Árni Gunnarsson, Kjartan Sigurðs- son, Haukur Sigurðsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og ég (Sveinn Ás- geirsson). Á mótinu sem við kepptum á í Skotlandi var ákveðið að Celtic Cup yrði haldið á íslandi árið 1997. Ég vil koma á framfæri þakklæti til Flugleiða sem fluttu allan búnað fyr- ir okkur keppendurna til Skotlands, okkur aö kostnaöarlausu. Öryggið í fyrirrúmi - Er þetta ekki hættuleg íþrótt? „Svifdrekasport er þannig að tækin sem notuð eru til flugsins eru mjög örugg. Framleiðendur væru ekki að selja okkur þau ef þau væru vafasöm og ströngum stöðlum og reglum er fylgt við smíði þeirra. Hönnun svif- drekans er einnig þannig að ef svo kynni að fara að hann færi á hvolf á ferð á hann að fljúga út úr því.“ Sveinn ságði að það færi einnig mikiö eftir manninum sjálfum, sem flýgur drekanum, hvort hann lenti nokkurn tímann í hættu. „Góður svifdrekamaöur er sá sem er tilbúinn að fara á flall, vega og meta aðstæður á flugstað og er ávallt reiðubúinn til þess að pakka öllu saman aftur og hætta við flug ef að- stæöur bjóða ekki upp á það. Menn mega ekki vera þrjóskir í þessu sporti og það er hægt að steindrepa sig ef menn vilja.“ Svipað og flugvélavængir „Grindin á svifdrekanum er úr áli og segliö er úr gerviefni og það er stífað upp með sperrum til þess að ná vænglögun. Vængirnir eru byggð- ir upp mjög líkt og flugvélavængir og miðast við það að auðvelt sé að stjórna fluginu. Til að stýra er aðeins beitt líkams- hreyfingum. Drekanum er ýtt til hliðanna ef taka skal beygjur, ýtt niður á við ef auka þarf hraðann og upp á við ef hægja þarf á.“ - Fylgir þessari íþrótt ekki óhemju kostnaður? „Kostnaður við þessa íþrótt er mis- munandi. Hægt er að kaupa sér svif- dreka, hjálm og flugvesti fyrir um 80-100 þúsund krónur að meðtöldu námskeiðagjaldi. En þeir sem eru í íþróttinni af al- vöru kaupa sér góða keppnisdreka, talstöö sem tengd er inn í hjálminn, hæðarmæli, tæki sem gefur upp klif- urhraða og öryggisfallhlíf. Þá er kostnaðurinn kominn upp í 300 þús- und krónur. Crianlarich 8vifrir#§caflug f Skotlandf Flugleiðin í keppninni lá á milli Killin og Kenmore / ' með fram Loch Tay-vatninu'' /wcí # Til Glasgáw: Loc^afnhead tveggja tíma akstur / wm /L._______ Til Stirling og eins tíma akstur JCilHn Loch Tay Kenmore n', X 'AjfPJty&hry CROFT-NA-CABER H Aberfejdy wríX/ wm y yTil Edinborgar: / tveggja tíma akstur Grindin á svifdrekanum er úr áli og seglið er úr gerviefni og það er stifað upp með sperrum tii þess að ná væng- lögun. Vængirnic eru byggðir upp mjög líkt og flugvélavængir og miðast við það að auðvelt sé að stjórna fiuginu. Flugtaksstaðurinn við Killin var með fallegu útsýni til allra átta. með hjálp hitauppstreymis. ísland er reyndar mjög spennandi land fyrir svidrekamenn og þeim flölgar sífellt útlendingunum sem koma hingað til að prófa hér flug. Á hverju ári er keppt í íslandsmót- um og jafnan keppt að Búrfelli við samnefnda virkjun. Þaðan er fallegt útsýni í allar áttir, til dæmis til Heklu, og þarna eru miklar víðáttur sem gaman er að skoða úr lofti. íslandsmótið tekur jafnan flóra daga og í ár er ráðgert að keppa frá 2.-5. júlí. Mótanefnd setur upp flug- plan eftir vindátt og aðstæðum hverju sinni. Þegar settar eru upp flugleiðir er yfirleitt miðað við að menn lendi innan ákveðinna kíló- metramarka frá ákveðnum vegum og fá menn mínusstig ef þeir eru utan þeirra marka.“ - Hvert ber að snúa sér ef menn vilja prófa þessa íþrótt? „Á hverju vori tekur Svifdrekafé- lag Reykjavíkur við nokkrum nem- endum í kennslu gegn vægu gjaldi. Öll kennsluaðstaða er fyrir hendi hjá félaginu. Dæmigerð byrjunarkennsla tekur um eina viku. Þá er farið í bóklegt nám, menn læra að umgangast drek- ann, setja hann saman og taka í sundur. Fyrstu flugtímarnir fara fram á jafnsléttu, síðan er farið að- eins í brekku og sífellt bætt við hall- ann. Menn prófa kannski 30-40 sinn- um áður en kennarinn tilkynnir nemandanum að óhætt sé að prófa sjálfur án þess að vera undir eftir- liti.“ Sjálfboðaliðastarf - Ereinhverfélagsstarfsemiígangi? „Svifdrekafélag Reykjavíkur var stofnað fyrir 16 árum af félögum sem þá þegar voru byrjaðir að fljúga. Rekstur félagsins byggist mikið á því að félagsmenn sjá sjálfir um viðhald eigna, lagfæri vegi upp á fiöll, tyrfi flugtaksstaði og leggi á sig margs konar sjálfboðaliðastarf. Við erum með húsnæði fyrir alla starfsemi á Úlfarsfelli, þar fengum við hús hjá Reykjavíkurborg sem við höfum gert upp og þar geyma menn dreka sína og annan búnað. Það er vissulega nokkurt áhyggju- efni að byggðin við Reykjavík er sí- fellt að þenjast út og farin að nálgast æfingasvæði okkar, en það þarf á engan hátt að rekast á. Félagsmenn hafa nokkrar áhyggjur af því að stuggað verði við félaginu á æfinga- svæðinu. Vel er hægt að hugsa sér að samræma mætti aðstöðu Svif- drekafélagsins og nærliggjandi byggðar," sagði Sveinn. En menn hugsa ekki svo mikið um kostnaðinn ef ánægjan er tekin með í reikninginn. Svifdrekar hafa hæst komist í 3000 m hæð hérlendis og mest er hægt að vera í um 4-5 klst á flugi. Menn geta rétt ímyndað sér hvort það sé ekki gaman.“. Vel í sveit sett - Hvernigerkeppnisaðstæðumhátt- að hér á landi? „Það er mjög þægilegt aö stunda svifdrekaflug út frá höfuðborgar- svæðinu. Reykjavík er nflög vel í sveit sett og stutt fyrir okkur að fara á aðalflugsvæði okkar, sem er við Úlfarsfell. Svifdrekamenn nota einnig Blá- flöllin og Smárafell. Kambarnir eru einnig mjög skemmtilegt svæði þar sem oft er hægt að ná mjög góðri hæð f | ö I n o Með fjölbreyttustu tækjum sem völ er á til smærri sem stærri verka í alhliða jarðvinnslu Grafa, sópur, fræsari, skerari, valtari, helluleggjari á hjólum eða beltum, í kjöllurum eða á húsþökum. Notkunarmöguleikarnir takmarkast af hugmyndafluginu. Eigum nokkrar vélar til afhendingar nú þegar VELAR & HF JÁRNHÁLSI 2, SIMI 587-6500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.