Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
Stofnandi og forstjóri Microsoft-fyrirtækisins:
Einn valdamesti
maður heims
Fyrirtækiö Microsoft er fremst í
flokki í tölvubransanum og stofn-
andi og forstjóri fyrirtækisins, Bill
Gates, er einn af valdamestu mönn-
um heims. Hann munaði víst lítiö
um þær 30,8 milljónir dollara sem
hann gaf fyrir minnisbók lista-
mannsins Leonardos da Vinci á
uppboði hjá Christie’s á dögunum.
Taliö er að persónulegar eignir for-
stjórans nemi aö minnsta kosti 9
milljörðum dollara. Velta Micro-
soft-fyrirtækisins var á síðasta ári
4,65 milljarðar dollara og nettó-
hagnaður 1,15 milljarður dollara.
En Bill Gates, sem er 39 ára, læt-
ur sér ekki nægja að safna milljörð-
um. í hans augum er skortur á
endurnýjun þaö sama og skipbrot.
Microsoft-fyrirtækið á ekki bara aö
sjá tölvum fyrir hugbúnaöi. Nú vill
forstjórinn að fyrirtækið verði ráð-
andi á upplýsingahraðbrautinni
sem allir eiga að fá að ferðast á á
næstu árum.
Mynd af Ford
til viðvörunar
Áætlanirnar eru gerðar í aðal-
stöðvum Microsofts í Redmond
sem er úthverfi Seattle í Washing-
tonríki. Skrifstofa forstjórans er á
1. hæð í byggingu 8. Á skrifstofunni
hefur forstjórinn nokkrar tölvur
og myndir af eiginkonu sinni, móð-
ur sinni, sem er látin, og Henry
Ford.
Þaö er sagt að þaö sé ýmislegt líkt
með Bill Gates, Leonardo da Vinci
og Henry Ford. Eins og da Vinci
gerir tölvuséníið sér ljóst að kunn-
átta er sama og völd. Og eins og
Ford fékk Bill Gates fyrstur
ákveðna hugmynd. En myndin af
Ford hangir ekki á skrifstofu-
veggnum tilað forstjórinn fái anda-
gift. Hún hangir þar sem viðvörun.
Bill Gates vill ekki gera sömu mis-
tök og bílajöfurinn sem gleymdi að
endurnýja sig og var því visað í
annað sæti af General Motors.
Einn af þeim
klárustu
Sagan um Bill Gates og tölvumar
er orðin ein af þekktustu goðsögn-
unum í Bandaríkjunum. Hann var
nemandi í einkaskóla í Seattle. Bill
var einn af þeim klárustu en ekki
einn af þeim sém aúðveldast var
að eiga við. Hann ákvað að miklu
leyti sjálfur hvaða tölur stóðu í ein-
kunnabókinni. Hann hafði áhuga á
stærðfræöi og eðlisfræöi. í því sem
hann hafði engan áhuga á fékk
hann lágar einkunnir. Faðir Bills
var málflutningsmaður og það
voru til nógir peningar til að senda
piltinn í hinn fræga Harvard há-
skóla í Boston. En áður en aö því
kom hafði piltur kynnt sér frum-
stæða tölvu einkaskólans og hann
hafði kynnst Paul Allen sem var
tveimur árum eldri en hann sjálf-
ur. Dag eftir dag léku piltamir sér
með tölvuna en foreldramir, sem
voru auðugir, borguðu himinháa
símareikninga.
Hætti í
Harvard
Faðirinn var samt ekki ánægður
með áhuga sonarins á tölvunni og
gladdist því þegar hann hóf nám
viö Harvard háskólann. En Bill var
eirðarlaus og honum féllu ekki stíf-
ar reglur skólans. Paul Allen, vinur
hans, kom til Boston til starfa. Þeg-
ar þeir gengu saman yfir Harvard
torg í janúar 1975 komu þeir auga
á nýjasta tölublaö tímaritsins Poþ-
ular Electronics. Á forsíðu tíma-
ritsins var fyrsta heimilistölva
heimsins, MITS Altair 8800. Gates
hætti í skólanum eftir tveggja ára
nám og stofnaði Microsoft fyrir-
tækið ásamt Allen vini sínum. Á
menntaskólaárunum höfðu þeir
þegar stofnað fyrirtækið Traf-O-
Data sem bjó til frumstæð tölvu-
kerfi fyrir umferðarstjórnun.
Framsýnni en IBM
Eftir nokkra mánaða erfiði höfðu
ungu mennirnir búiö til kerfi sem
gerði fleirum en sérfræðingum á
tæknisviöi kleift aö nota nýju Alt-
air tölvuna. Það var BASIC forrit-
unarmálið. Á næstu árum fins-
pússuðu þeir ekki bara BASIC
heldur þróuðu nýtt undir nafninu
Fortran. Vendipunkturinn varð
1980 þegar fyrirtækið fékk umboð
til að þróa stýrikerfið í fyrstu heim-
ilistölvu IBM. Það kom árið eftir
með stýrikerfmu MS-Dos version
1.0. Starfsmönnum fyrirtækisins
hafði fjölgað úr þremur í fjörutíu.
Vinimir tveir voru framsýnni en
IBM sem vildi einungis framleiða
tölvur. Gates og Allen gátu því boð-
ið öðrum tölvuframleiöundum
hugbúnað sinn. Á næstu tíu árum
varð Microsoft leiðandi í bransan-
um. Paul Allen dró sig i hlé 1983
eftir að í ljós kom að hann var með
krabbamein. Hann er þó enn í
stjórn fyrirtækisins.
Óttaðist sjónvarp
Hvorki velgengnin né auðæfin
hafa haft teljandi áhrif á Bill Gat-
es. Hann ferðast enn á venjulegu
farþegarými. Hann hefur sér-
stakan hæfileika til að falla inn í
umhverfið og getur meira að segja
farið um í heimabæ sínum án þess
að fólk þekki hann.
Bill leyfir sér stöku sinnum aö
fara í bíó og sést oft aka um í leit
að bílastæði við stöðumæli. Honum
þykir það ónauðsynlegur lúxus að
borga 10 dollara í bílastæðahús.
Þegar Bill var piparsveinn vildi
hann ekki fá sér sjónvarp af ótta
við að festast við einhvern mynda-
flokk sem myndi taka allt of mikinn
tíma frá honum. Hann fékk að lok-
um sjónvarp frá vini sínum. Lokað
var fyrir rásavalið svo það er ein-
Biil Gates, stofnandi og forstjóri Microsoft-fyrirtækisins, á milljarða doll-
ara.
Bækistöðvar Microsofts fyrir utan Seattle. Hér starfa 10 þúsund manns.
ungis hægt að nota sjónvarpið við
myndbandagláp.
Mörg þúsund
fermetra villa
Þann 1. janúar 1994 gekk Bill að
eiga Melindu French. Hún er yfir-
maður í bókhaldsdeild fyrirtækis-
ins og þau hittust fyrir nokkkrum
árum í starfsmannaferð.
Áður en ástin fór að blómstra
hafði Bill hafist handa um bygg-
ingu mörg þúsund fermetra villu á
eyju í miðri Seattleborg. Talið er
að húsið kosti á milli 40 og 50 millj-
ónir dollara.
Að sögn Bills er hér ekki einung-
is um einkahíbýli að ræða heldur
einnig sýningarsali. Komiö verður
upp stórum skjám þar sem nútíma
og klassískri list verður endur-
varpað. Húsbóndann langar einnig
til að láta alla gesti fá sérstök arm-
bandsúr sem samtímis virka sem
aðgangskort að hinum ýmsu her-
bergjum hússins.
Bill Gates er tækjafrík. Hann og
samstarfsmenn hans eru með sér-
hönnuð úr sem með infrarauðum
geislum frá tölvuskjám geta lesið
af dagbók þar sem fundir eru
skráðir. Úrin gefa frá sér píp þegar
komið er að fundartíma.
Langur vinnudagur
Frá því að forstjórinn gekk í það
heilaga hefur hann aðeins dregið
úr vinnunni. Hann yfirgefur nú
skrifstofuna um miðnætti en ekki
klukkan tvö að nóttu eins og gerð-
ist oft áður. En eins og allir aðrir
er Bill mættur í vinnuna klukkan
átta á morgnana. Og svo leyfir
hann sér að taka þriggja vikna frí
á ári. En hann hefur ekki verið
vanur að taka sér frí eins og aðrir.
Fyrir nokkrum árum var hann í
eina viku í Brasilíu ásamt vini sín-
um. í farteskinu voru þykkar bæk-
ur um nýjustu tækni í sambandi
við erfðavísa.
Það dregur enginn í efa að for-
stjórinn er ljóngáfaöur og setur
þess vegna markmið sem allir aðrir
eiga erfitt með að ná. En starfs-
mennirnir 10 þúsund gera sér fulla
grein fyrir því að forstjórinn vill
vera í fyrsta sæti og gera sitt besta
til þess að standast kröfurnar. And-
rúmsloftið er samt afslappað og
vinnustaðurinn er vinsæll. I hverri
viku sækja fimm þúsund manns
um störf hjá fyrirtækinu. Þeir sem
valdir eru úr veröa um kyrrt. Menn
líta á það sem sjálfsagðan hlut að
vinna 50 stunda vinnuviku, flestir
vinna 60 stundir. Launin eru
þokkaleg en lægri en gengur og
gerist í bransanum. Það er af hluta-
bréfunum sem starfsmennirnir
græða en þau eru hluti af launun-
um. Sagt er að þrjú þúsund starfs-
manna Microsoft séu orðnir millj-
ónamæringar þar sem hlutabréf
fyrirtækis hafa hækkað í verði ár
eftir ár. Starfsmennirnir eiga rétt
á tveggja vikna fríi á ári auk
tveggja vikna frís vegna veikinda
og fjölskyldumála. Fæstir taka sér
svo langt frí. Menn afsaka sig með
því að þróunin í tölvubransanum
sé svo hröð að menn verði alltof
of langt á eftir, þó svo að þeir taki
sér ekki nema nokkurra daga frí.
Bill Gates hefur lýst því yfir að
hann vilji vera meö í kapphlaupinu
næstu tíu árin. Lengra fram í tím-
ann sé ekki hægt að sjá í þessum
bransa.
Endursagt úr Jyllands-Posten