Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 31
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 39 Þær hófu nám vegna áhuga á bókmenntum, íslensku og öðrum tungumálum. Þegar þær voru komnar nokkuð áleiðis lá það nokkuð beint við að fara alla leið. Erna Friðfinnsdóttir og Erna Grét- arsdóttir voru meðal 40 nemenda sem útskrifuðust úr öldungadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti í vor. Þær eru 47 og 52 ára gamlar og stunduðu báðar fulla vinnu samhliða náminu Og ráku jafn- framt heimili, önnur þriggja manna og hin sex manna. Þær gera lítið úr afreki sínu og segja márga hafa verið í svipaðri aðstöðu og þær en viðurkenna að tíminn hafi oft verið knappur. Vantaði nokkra tíma í sólarhringinn „Það vantaði eiginlega nokkra tíma í sólarhringinn. Maður fór oft- ast í skólann beint úr vinnu. Tímas- korturinn kom eðlilega niður á náminu. Við heföum viljað gefa okkur meira að því,“ segja þær. Erna Grétarsdóttir, sem í upphafi náms var með sex manna heimili og í fullu starfi sem matráðskona og síðar liðsmaður fyrir fatlaða, segist upphafiega hafa farið í Námsflokka Reykjavíkur til að læra ensku þar sem henni hafi leiðst yfir sjónvarpinu heima á kvöldin. Henni þóttu fleiri greinar áhugaverðar og innritaði sig í kjarnagreinar sem voru, auk ens- kunnar danska, íslenska og stærö- fræði. „Ég var þrjár annir í Náms- flokkunum og fannst svo gaman í náminu að ég ákvað að halda áfram á félagsfræðibraut í framhalds- skóla og byrjaði haustið 1991. Ugg- laust hefur blundað í mér gamall draumur um stúdentspróf," segir hún. Hún hyggur á framhaldsnám í Háskóla íslands en ætlar fyrst að taka sér ársfrí frá námi. Átti ekki von á að geta þetta Erna Friðfinnsdóttir, sem hefur verið við flugfreyjustörf í 27 ár, segir það hafa alls ekki hafa verið markmið hjá sér að taka stúdents- próf þegar hún hóf nám á nýmála- braut í öldungadeildinni 1988. „Ég átti ekki von á að ég gæti verið í þessu námi vegna minnar vinnu. Maður er bara þannig skapi farinn að maður klárar það sem maður byrjar á. Það tók reyndar sinn tíma því ég eignaðist dóttur fljótlega eft- ir að ég hóf námið. í rauninni geta fáir.í fullri vinnu klárað öldunga- deildarnámið á fjórum árum. Það er miklu samþjappaðra en í dag- deild skólans." Hélt stúdentsveislu með syninum Hún kveðst hafa tekið út fríin sín í flugfreyjustarfinu þegar próf stóðu yfir. „Það kom sér líka vel að sonur minn var að að ljúka stúd- entsprófi um leið og ég. Hann út- skrifaðist úr Menntaskólanum við Sund degi eftir að ég útskrifaðist og við héldum stúdentsveisluna saman. í prófunum vöktum við hvort annað á morgnana og lásum svo saman og skiptumst á glósum. Við fengum stundum að vera ein Erna Grétarsdóttir og Erna Friðfinnsdóttir settu upp hvita kolla í vor að loknu miklu erfiði. Með náminu í öldungadeild Fjölbrautaskólans i Breiðholti voru þær í fullu starfi og ráku stór heimili. DV-mynd GVA heima í próflestrinum til að við fengjum næði.“ Nutu fulls stuðnings heima Þær nöfnur eru sammála um að ekki hefði verið hægt að stunda námið hefðu þær ekki notið fulls stuðnings heima fyrir. „Maðurinn minn var svo hugulsamur að færði mér stundum leigusamning upp á nokkra daga í Ölfusborgum fyrir próf,“ segir Erna Grétarsdóttir. „Reyndar skildu margir ekki hvernig ég fór að þessu því þeim þótti heimili mitt eins og járnbraut- arstöðin í Kaupmannahöfn þar sem allir eru að koma og fara allan tím- ann. Börnum og barnabörnum þótti sjálfsagt að ég væri í náminu. Sjö ára dóttursonur minn, sem fór með mér að sækja stúdentshúfuna, Þó svo aö þetta hafi verið strang- ur tími að mati beggja þótti þeim óskaplega gaman meðan náminu stóð og eru vissar um að þær eigi eftir að glugga í auglýsingar frá tómstundaskólum eða öðrum kvöldskólum næsta haust. Erna Grétarsdóttir stefnir á nám í heim- speki og sögu við Háskóla íslands eftir eitt ár. Nafna hennar Frið- finnsdóttir hefur ekki hug á að fá sér aðra starfsmenntun, þó svo að hún fari í einhverjar greinar í há- skóla. Hún segir nám ágætis leik- fimi fyrir heilann og ætlar að halda áfram í sínu starfi. Ósáttar við skyldu- tíma í saumaskap Sumt í náminu voru þær ekki sáttar við eins og til dæmis að þurfa að sækja kennslustundir í smíði og saumum. Erna Grétarsdóttir hafði verið verkstjóri á saumastofu í nokkur ár og nafna hennar kvaðst einnig hafa saumað mikið í gegnum tíðina, dragtir, kjóla og annað. Þeim þótti því svolítið kjánalegt að þurfa að setjast niður í skólastofu til að læra að sauma einfalda hluti. „En það er verið að breyta þessu sem betur fer. Það hefði verið betra að fá fleiri tíma í þeim greinum sem maður hefur sérstakan áhuga á og hyggst jafnvel leggja stund á í há- skóla. Þegar fólk er komiö á okkar aldur veit það betur hvað það ætlar sér. En auðvitað verður að vera viss kjarni í náminu.“ Kennararnir skilningsríkir Kennararnir sýndu aðstæðum nemenda í öldungadeildinni mik- inn skilning, að mati nýstúdent- anna. „Þeir voru ótrúlega tillitss- amir. Ef maður gat ekki vegna vinnu verið viðstaddur þegar skila átti verkefnum eða þegar skyndi- próf fóru fram fékk maöur frest. Það þýddi í raun aukavinnu fyrir kennarana því þeir þurftu þá að búa til annað próf. Én svo erum við líka þeirrar skoðunar að kenn- urunum þyki yfirleitt gaman að kenna í öldungadeild. Nemendurn- ir eru áhugasamir og horfa kannski öðrum augum á námsefnið og hafa kannski meira til málanna að leggja en þeir sem yngri eru. Við höfum grun um að kennararn- ir læri svolítið á okkur líka.“ Síðastliðið haust voru um átta hundruð nemendur innritaðir í öldungadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti, að því er nöfnurnar greina frá. Meðalaldur nemenda hefur lækkað frá því sem hann var í upphafi. Þeir sem horfið hafa frá námi í dagskóla hefja oft nám í öld- ungadeild fáeinum árum seinna. Félagslíf meðal nemenda var lítið sem ekkert því allir þurftu að flýta sér heim seint á kvöldin að loknum löngum vinnudegi. Strangur en skemmtilegur tími vildi meira að segja að ég færi aftur í stúdentspróf til þess að ég gæti fengið aðra húfu handa honum.“ Það vantaði nokkra tíma í sólarhringinn - Erna Friðfinnsdóttir og Ema Grétarsdóttir lögðu á sig mikið erfiði til að ljúka stúdentsprófi 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.