Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Page 36
44
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
Sviðsljós
Haraldur konungur hefur losað
sig við 20 kiló.
Hafa
léstum
sam-
tals 40
kíló
Norðmenn hafa tekið eftir því
aö það er ekki bara forsætisráð-
herrá þeirra, Gro Harlem
Brundtland, sem hefur grennst í
vetur heldur einnig Haraldur
konungur. Menn velta því fyrir
sér hversu mörg kíló hafa runnið
af þeim og sumir giska á að hvort
um sig hafi misst allt að tuttugu
kílóum.
Hvorugt þeirra hefur farið í
töfrakúr heldur einungis borðað
minna en áður og gætt þess að
snæða hollan mat. Þau hafa foriö
varlega í sakimar við hlaðin
veisluborð og haft í buga aö
áfengi er fitandi. Haraldur kon-
ungur hefur alltaf iðkað íþróttir
en á síðustu árum hefur hann
þyngst talsvert. Síöastliðinn vet-
ur ákvað hann að tími væri kom-
inn til að gera eitthvað í málinu
og hefur greinilega tekist það.
Gro forsætisráðherra hefur
gengið vel við megrunina.
Karl og Díana:
Sættir ekki
útilokaðar
Karl Bretaprins og Díana prinsessa
hafa komist að samkomulagi um að
skilja ekki vegna barnanna, að því
er bresk slúðurblöð greina frá. Sagt
er að Elísabet drottning hafi ekki
gefið upp von um aö Karl og Díana
sættist.
Haft er eftir þeim sem fylgjast vel
með málum innan konungshallar-
innar að Elísabet geri sér vonir um
að innan fárra ára muni Karl og
Díana taka saman aftur, fyrst og
fremst vegna sonanna en einnig
vegna konungdæmisins og landsins.
Elísabet og móðir hennar eru sagð-
ar hafa unnið að því bak við tjöldin
aö koma í veg fyrir skilnað. Þær voru
báðar mótfallnar því að Karl gæfi út
tilkynningu um skilnað að borði og
sæng fyrir þremur árum. Þær voru
heldur ekki sáttar við yfirlýsingu
Díönu fyrir ári um að hún drægi sig
í hlé frá opinberum skyldustörfum.
Þíða virðist nú vera í samskiptum
Díönu og Karls. Þau komu saman við
opinbera athöfn í síðasta mánuöi og
voru bæði viðstödd íþróttadag nú í
júní í skóla sona sinna. Almenningur
var ánægður með að sjá Karl og Dí-
önu saman á ný og vill gjarnan aö
Díana verði drottning.
Dæmi eru fyrir því í Bretlandi að
drottning og konungur hafi lifað að-
skildu lífi. Eiginkona Játvarðs sjö-
unda, Alexandra prinsessa frá Dan-
mörku, samþykkti á sínum tíma að
hún og eiginmaðurinn byggju ekki
saman og sætti sig jafnframt við aö
hann hefði hjákonur. Alexandra var
krýnd drottning og sinnti opinberum
■ skyldum þar til hún lést 1925. Hún
var ein af vinsælustu og virtustu
drottningum Bretlands.
Fullyrt er aö Karl hafi hlýtt skipun-
um drottningarinnar móður sinnar
um að láta ekki sjá sig opinberlega
Þíða er nú i samskiptum Díönu og Karls sem nýlega voru baeði viðstödd
íþróttadag í skóla sona sinna.
Fyrir þremur árum var greinilegt að Díönu og Karli leið ekki vel saman.
með Camillu Parker Bowles, gamalli það vonir manna um að Díana verði
kærustu sinni og ástkonu, og eykur drottning.
Julia Roberts ætlar að
búa með Daniel Day Lewis
Fregnir um aö kvikmyndaleikkon-
an Julia Roberts ætli í sumar að búa
með gamla kærastanum sínum,
Daniel Day Lewis, hafa vakið at-
hygli. Hún er nýskilin og orörómur
var á kreiki um að Richard Gere
hefði fljótt veitt henni huggun. Það
reyndist hins vegar bara vera kjafta-
saga. Hins vegar er fullyrt að Julia
hafi haft talsvert samband við Daniel
Day Lewis sem nýlega er orðinn fað-
ir. Hann hefur sagt skilið við barns-
móður sína, frönsku leikkonuna Isa-
belle Adjanis.
Tilfinningarnar milli Juliu og
Daniels eru svo heitar að hún ætlar
að búa hjá honum á írlandi á meðan
hún leikur í kvikmynd með öðrum
gömlum kærasta, Liam Neeson.
Julia, sem gegnt hefur embætti
sendiherra Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, var nýlega í vikuheimsókn
á Haití þar sem hún skoðaði aðstæð-
ur barna þar.
„Hjarta mitt var að bresta þegar
ég sá aðstæðurnar sem börnin í fá-
tækrahverfunum búa við,“ sagði Jul-
ia eftir heimsóknina. Barnahjálpin
vonast til að heimsókn Juliu verði
til þess að fjárveiting fáist til aöstoð-
ar börnunum.
Forseti Haítí, Jean-Bertrand Aristide, var hrifinn af því að fá Juliu Roberts Daniel Day Lewis og Julia Roberts
i heimsókn. ætla að deila húsi í sumar.
... að Christie Brinkley og eigin-
maður hennar, Rick Traubman,
væru eðlilega yfir sig hrifin af
nýfæddum syni. Sá stutti svaf
vært þegar hann fór heim af
sjúkrahúsinu í New York ásamt
foreldrunum. Fyrir átti Chrístie
niu ára dóttur, Alexu Ray, meö
söngvaranum Billy Joel.
... að Madonna hefði hitt eitt af
stærstu goðum sinum, hnela-
leikakappann Muhammed Ali, á
góðgerðarsamkomu á dögunum
þar sem verið var að safna fé
handa parkinsonssjúklíngum.
Madonna talaði fyrir Muhammed
sem hefur misst röddina vegna
parkinsonsveiki sem hefur hrjáð
hann i nokkur ár.
... að Andie MacDowell væri
ánægð með að vera búin að
missa aukakílóin sem hún hlóð
á sig er hún gekk með dótturina
sem fæddist i október síðastliðn-
um. Andie kveðst hafa farið að
neyta makróbiótisks fæðis og er
búin að léttast um 10 kíló í vetur.
... að Nlck Nolte væri kominn á
toppinn i Holiywood eftir margra
ára áfengisvandamál. Nick er
nýskilinn við þriðju eiginkonuna
sem hann á einn son með. Nick
lék nýlega Jefferson forseta i
stórmyndinni Jefferson i Paris
sem frumsýnd verður á næst-
unnl.
... að Stefanía prinsessa og
sambýiismaður hennar, Daniel
Ducruet, hefðu verið óvenju al-
varieg á svipinn þegar þau komu
á MTV-hátíðina í Monte Carlo á
dögunum. Nærstaddir veltu því
fyrir sér hvort það væri hugsunin
um væntanlegt brúðkaup sem
hefði gert þau svo hátiðleg.