Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Page 47
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
55
Fréttir
Séð yfir heitu pottana við nýju sundlaugina á Egilsstöðum. Linda Karen Guttormsdóttir, afsprengi Jökuldælinga og Egilsstaöabúa,
hellti vatni úr gömlu lauginni yfir í þá nýju. DV-myndir Sigrún
Skiptu á gömlu sund-
lauginni og dráttarvél
Smáauglýsingar
Ford Econoline, árg. ‘85, til sölu, 6 cyl.,
sjálfskiptur, ekinn 127 mílur, Síeti
fyrir 7. Selst með akstursleyfi á stöð.
Skipti á fólksbíl koma til greina. Uppl. í
símum 557 4929 og 853 7095.
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum:
Hér laug er kvödd og lýðs því
hvarmur þrútinn
en laugin sú mun auka mjög þinn
hróður.
Að sveitarvenju set þitt traust á kút-
inn
ef syndari þú reynist ekki góður.
Þessa vísu fékk Arnór á Hvanná,
oddviti Jökuldælinga, frá Stefáni
Bragasyni, bæjarfulltrúa á Egilsstöð-
um, ásamt með sundkút er sá síðar-
nefndi afhenti Arnóri gömlu laugina
á Egilsstöðum sem Jökuldælir
hrepptu og verður nú sett upp við
skólann á Skjöldólfsstöðum. Stefán
gaf þá skýringu að Jökuldælingar
væru vanir að hafa kúta við höndina
og kynnu vel með þá að fara.
I staðinn lætur Jökuldalshreppur
dráttarvél eina mikla sem gekk und-
ir nafninu „Undrið" uppi á dal en
hefur nú fengið nýtt nafn og heitir
Sundri.
Til þess að minnka fráhvarfsein-
kenni við missi þessa ágæta grips
fékk Arnór einnig minidráttarvél til
að geyma í lófa sér. Arnór gat þess
að ekki hefði þótt ástæða til að verð-
leggja þessa gripi, dráttarvélina og
sundlaugina, enda kæmi að því fyrr
en síðar að þessir hreppar yrðu sam-
einaðir með öðrum á Héraði.
Eftir athöfnina í gömlu sundlaug-
inni marseruðu gestir út í nýja laug
þeirra Egilsstaðabúa meö dráttarvél-
ina í fararbroddi og var öllum nema
Sundra boðið að prófa nýju laugina
og þiggja kaffi og með því.
Nýja laugin er 12,5 x 25 metrar með
sambyggðri barnalaug, einnig eru
þar tveir heitir pottar. Er þetta hið
glæsilegasta mannvirki.
Hreinn Halldórsson, umsjónar-
maður íþróttamannvirkja á Egils-
stöðum, fyllti flösku af vatni úr
gömlu lauginni til aö flytja yfir í þá
nýju en það var afsprengi þeirra
tveggja hreppa sem hér voru að
höndla, Linda Karen Guttormsdóttir,
sem fékk að hella úr flöskunni í nýju
laugina.
Stefán Bragason sagði að nú yrði
hafm óvígð sambúð með nýju laug-
inni en vígsla hennar fórst fyrir dag-
inn áður vegna veðurs og aðalgestur
þeirrar athafnar, Sigrún Huld
Hrafnsdóttir, var veðurteppt í
Reykjavík.
Hópferðabílar
Vinnuvélar
21 sætis M. Benz, árg. ‘81, til sölu.
Upplýsingar í síma 587 9798.
Körfulyfta, bíldregin, meö 13 m lyftigetu.
• Körfubíll VW LT31 m/14 m lyftigetu.
• 2 stk. HYMO lyftur, keyranlegar.
• Bobcat 543, dísil, árg. ‘87, notkun
1300 tímar, með vökvahamri, gröfu-
stykki m/breiðri og mjórri skóflu. Enn
fremur gafflar og venjuleg skófla.
Upplýsingar f síma 553 1792.
Mercedes Benz 0309, árg. 1981.
Til sölu Mercedes Benz 0309, árg. ‘81,
26 manna, ekinn 287 þús., aðeins einn
eigandi frá upphafi. Staðgreiðsluverð
2,1 milljón. Uppl. gefur Kjartan
Ingimarsson f síma 567 4455.
Hef oft óskað þess að allt gam-
alt f ólk hef ði það eins gott og ég
- segir Helga á Syðri-Hofdölum sem býr heima
Fimm ættliðir á Syðri-Hofdölum; Helga Rögnvaldsdóttir situr fremst á mynd-
inni, fyrir aftan hana Rannveig Jóna dóttir hennar, við hlið Rannveigar er
Trausti Kristjánsson sonur hennar, Atli Már, sonur Trausta, situr með son
sinn, Friðrik Andra. DV-mynd Þórhallur
Þórhatlur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki:
„Ég hef oft óskað þess með sjálfri
mér að allt gamalt fólk heíði þaö eins
gott í ellinni og ég. Ég er heppin og
hef alltaf verið lánsmanneskja," seg-
ir Helga Rögnvaldsdóttir á Syðri-
Hofdölum í Viðvíkursveit. Helga,
sem orðin er 92 ára gömul, á enn sitt
heimili á Syðri-Hofdölum og eyðir
þar ævikvöldinu í skjóli Rannveigar
Jónu dóttur sinnar og hennar fólks.
Segja má að á Syðri-Hofdölum finn-
ist í dag eitt fárra dæma á landinu
um tilvist gömlu kjarnafjölskyld-
unnar sem heyrir nú nánast sögunni
til. Þar eiga mú heimili fiiflm ættlið-
ir, sá fimmti bættist við 10. mars í
vetur.
„Ég á ákaflega gott heimili og fólk-
iö sér til þess að mér líði vel. Það er
margur kominn á elliheimili sem
gjarnan vildi geta verið heima en
aðstæður leyfa það víst ekki víða.
Fólk þarf að fara í vinnu og það er
ekki hægt að skilja gamla fólkið eftir
eitt heima. Ég hef mína eigin íbúð
en dóttir mín sér um mat handa mér
og svoleiðis,“ sagði Helga enn
fremur.
Helga hafði lengi búsforráð á
Syðri-Hofdölum ásamt Trausta
Árnasyni manni sínum sem lést fyrir
12 árum. Við búi af þeim tók á sínum
tíma dóttirin Rannveig Jóna og mað-
ur hennar, Kristján Hrólfsson. Fyrir
tæpum tveimur áratugum tók síðan
við sonur þeirra, Trausti Kristjáns-
son, ásamt konu sinni, Ingibjörgu
Aadnegard. í vetur fæddist síðan
Atla Má syni þeirra sonur er hlotið
hefur nafnið Friðrik Andri.
Þess má til gamans geta að í móður-
ætt Friðriks Andra eru einnig fimm
ættliðir á tífi.
Hreinlætistæki
á lagerverði:
Gler-bogahorn
frá kr. 26.719
Heilir sturtuklefar, 80x80,
frá kr. 29.638
Oras baðtæki, hitast. og
einangrað,
frá kr. 11.305
Oras handlaugartæki
C
Salerni m/harðri setu
frá kr. 11.397
Handlaugarblöndunartæki
Eldhusblöndunartæki
frá kr. 2.705
Baðblöndunartæki með
handsturtu
frákr. 4.172
Allt verð er staðgreiðsluverð
Sendum um allt land.
N0RMANN
Ármúla 22 - simi: 581 3833