Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Síða 50
58 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 ftfmæli Leifur Breidfjörð Leifur Breiöíjörð myndlistarmaður, Laufásvegi 52, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Leifur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, lauk námi í frjálsri myndlist við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1966, stundaði nám við The Edin- burgh College of Art í Skotlandi 1966-68, stundaði nám við Burleigh- field House í Englandi 1973 og 1975 og hefur farið námsferðir til Eng- lands, Frakklands ogÞýskalands. Leifur var kennari í teiknun, mál- un og steindu gleri við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1969-75 og hefur veriö myndlistamaður með eigin vinnustofu frá 1969. Hann hef- ur haldið fjórtán einkasýningar á verkum sínum hérlendis og í Þýska- landi 1969-95 og tekið þátt í á þriðja tug samsýninga hérlendis, í Þýska- landi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Sviss, Finnlandi, Skotlandi og Kanada. Þá hefur hann haldið tvær einkasýningar í samvinnu við Sig- ríði Jóhannsdóttur á myndvefnaði, auk þess sem þau hafa tekið þátt í fjölda samsýninga. Aðstoöarmaður Leifs frá 1971 er Sigríður Jóhanns- dóttir en þau hafa unnið saman við myndvefnað frá 1978. Leifur hlaut dvalarstyrk lista- manna 1973 ogfékk listamannalaun frá 1978 og á meðan þau voru við lýði. Hann hlaut viðurkenningu Fragile Art 1978, verðlaun Fragile Art f Architectural Category 1983 og bjartsýnisverðlaun Broste 1990. Þá vann hann samkeppni 1990 um sýningarskála íslands fyrir heims- sýninguna í Sevilla 1992. Fjölskylda Eiginkona Leifs er Sigríður G. Jó- hannsdóttir, f. 27.9.1948, vefari og vefnaðarkennari. Hún er dóttir Jó- hanns I. Péturssonar vélstjóra, sem lést 1990, og k.h., ísafoldar Krist- jánsdóttur húsmóður. Synir Leifs og Sigríðar eru Jóhann Guðmundur, f. 26.6.1974, nemi, og Ólafur Agnar, f. 28.7.1977, nemi. Systkini Leifs eru Eiður, f. 17.8. 1933, blikksmíðameistari; Guð- mundur, f. 22.11.1938, blikksmíða- meistari; Gunnar, f. 8.1.1947, bygg- ingatæknifræðingur. Foreldrar Leifs: Agnar Breiðfjörð, f. 14.10.1910, d. 19.6.1983, blikk- smíðameistari og forstjóri í Reykja- Leifur Breiðfjörð. vík, og k.h., Ólafía Bogadóttir Breið- íjörð, f. 9.11.1914, húsmóðir. Leifur og Sigríður eru að heiman. Til hamingju með afmælið 24. júní 90 ára 60 ára Magnús Magnússon Pálína Betúelsdóttir, Hátuni lOb, Reykjavík. 85 ára Guðrún Heigadóttir, Flókagötu 13, Reykjavík. Kristborg Sigurðardóttir, Hrafnisíu, Reykjavík. 80 ára Bergþóra Magnea Haraldsdóttir saumakona, Tunguseli 1, Reykjavík. Maður hennar var Þorsteinn Gunnarsson, verkamaöurog organisti, sem lést 1990. Bergþóra tekur á móti gestum i félagsheimiliSeltjarnarness, Suð- urströnd,ídag. 75ára Helga Fossberg, Ásvallagötu 7, Reykjavík. Guðjón Bj arnason, Víkurbraut 30, Höfn. Arnfríður Aradóttir, Kveldúlfsgötu3, Borgarnesi. 70 ára Guðmundur Árnason, Fífuseli 13, Reykjavík. Jóna Jóhanna Mortensen, Vlk. Magnús Ásgeir Lárusson, Svínafelli 3, Fagurhólsmýri. Elínborg Benediktsdóttir, Teigaseli 7, Reykjavík Málfríður Hrólfsdóttir, Miðvangi 22, Egilsstöðum. Hrefna Magnúsdóttir, Hraunási 1, Hellissandi. Lorens Rafn Kristvinsson, Álfaskeiði 123, Hafnarfirði. Kristófer MagnússoH', Breiðvangi 69, Hafnarfirði. Ósk Óskarsdóttir, Spónsgerði 1, Akureyri. 50 ára Rafn F. Kjartansson, Furulundi 6d, Akureyri. Kristín K. Gunnlaugsdóttir, Stigahlíö 53, Reykjavík. Baldur Valgeirsson, Brekkubyggð 10, Blönduósi Stefán Björgvinsson, Árnatúni6, Stykkishólmi. S vanhildur Jóhannsdóttir, Daltúni 1, Kópavogi. Ásgeir Ingimundarson, Brekkustíg 10, Njarðvík. Sigurður F. Kjartansson, Þórunnarstræti 129, Akureyri. Magnús Magnússon, Úthlíð 6, Hafnarfirði. 40ára Elin Kristrún Guðbergsdóttir, Kotárgerði 20, Akureyri. Úlfhildur Guðmundsdóttir, Krosshömrum 14, Reykjavík. Þráinn Guðjónsson, Bæjarsíðu 15, Akureyri. Guðmundur A. Matthíasson, Hraunási 2, Hellíssandi. Þorgeir Pálsson, Laugavegi42, Reykjavík. Sigrún Olgeirsdóttir, Álfheimum 70, Reykjavík. Lúðvíg Ferdinand Hansen, Sjávargötu 20, BessastaðahreppL GyðaS. Richter, Köldukinn 15, Hafnarfirði. Bátar óskast Óska eftir að kaupa notaða báta, úr plasti, stáli eða áli, 4-20 brt (e.t.v. stærri). Staðgreiðsluviðskipti. Einnig óskast færarúllur og línuspil. Áhugasamir sendi teikningar og nánari upplýsingar um stærð, vél o.fl. sem fylgir til: Atlantic Fishpoint PF, pósthólf 100, 172 Seltjarnarnes fram til 29. júlí, eftir 29. júlí: Sundsvegur 11, FR-100 Tórshavn, Færeyjar. Sími: 00-298-17789, fax: 00-298-16789 Sámal Joensen frá Atlantic Fishpoint verður á ís- landi frá og með þriðjudeginum 27. júní fram til 1. júlí. Vinsamlegast hringið þá í 0045-40285002 eða ofan- greint númer. Magnús Magnússon, lögreglu- maður og pípulagningameistari, Úthlíð 6, Hafnarfirði, er fimmtugur ídag. Starfsferill Magnús fæddist í Hafnarfiröi og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg, prófi frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði, lauk sveinsprófi í pípulögnum og öðlað- ist meistararéttindi í þeirri grein. Þá stundaði hann síðar nám við Lögregluskóla ríkisins, Magnús stundaði pípulagnir til 1980 en hefur síðan starfað í lög- reglunni í Hafnarfirði. Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Sigríður Haröardóttir, f. 5.6.1950, hjúkrun- arframkvæmdastjóri við Landspít- alann. Hún er dóttir Harðar Sigur- jónssonar, fyrrv. flugstjóra, og Ól- afar Magnúsdóttur sem lést 1983. Synir Magnúsar og Sigríðar eru Magnús Stephensen Magnússon, f. 13.11.1972, í flugnámi; Sigurjón Magnússon, f. 4.2.1979, nemi; Ólaf- ur Björn Magnússon, f. 26.6.1986. Systkini Magnúsar: Margrét Magnúsdóttir, f. 3.1.1950, þroska- þjálfi í Hafnarfirði, gift Sveini Jóns- syni tamningamanni; Sigríður Magnúsdóttir, f. 21.5.1954, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Einari Gylfasyni skrifstofumanni; Guð- mundur Magnússon, f. 20.12.1958, starfsmaöur hjá Sjóvá-Almennum, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fjöl- miðlafræðingi. Foreldrar Magnúsar eru Magnús Stephensen Magnússon, f. 1.12. 1922, pípulagningameistari í Hafn- arfirði, og Guðrún E. Guðmunds- dóttir, f. 14.1.1925, húsmóðir. Ætt Magnús er sonur Magnúsar, bak- arameistara í Hafnarfirði, Böð- varssonar, gestgjafaþar, bróður Þorvalds, afa Haralds Böövarsson- ar á Akranesi. Böövar var sonur Böðv-ars, prófasts á Melstað, en meðal systra hans voru Þuríður, lang-amma Vigdísar forseta; Sig- ríöur, langamma Önnu, móður Matthíasar Johannessen skálds; Hólmfríður, amma Jóns Krabbe, afa Stens Krabbe, stjórnarform- anns Norden. Böðvar var sonur Þorvalds, prófasts í Holti, Böðvars- sonar, prests í Holtaþingum, Högnasonar, prestaföður, Sigurðs- sonar. Móðir Böðvars gestgjafa var Elísabet, systir Þórunnar, langömmu Jóhanns Hafstein for- sætisráðherra. Önnur systir Elísa- betar var Guðrún, móðir Hallgríms biskups og Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta. Þriöja systir Elísabetar var Sigurbjörg, móðir Þórarins B. Þorlákssonar listmálara og amma Jóns Þorláks- sonarforsætisráðherra. Elísabet var dóttir Jóns, prófasts í Stein- nesi, Péturssonar og Elísabetar Björnsdóttur, prests á Breiðaból- stað, Jónssonar. Móöir Magnúsar bakarameistara var Kristín Ólafs- dóttir, prests á Reynivöllum, Páls- sonar, prests í Ásum, Ólafssonar, prests í Ásum, Pálssonar. Móðir Páls í Ásum var Helga Jónsdóttir eldprests, Steingrímssonar. Móðir Kristínar var Guðrún Ólafsdóttir, Stephensen, dómsmálaritara í Við- ey, Magnússonar konferensráðs, Ólafssonar, ættföður Stephense- nættarinnar. Móöir Magnúsar var Sigríður Eyjólfsdóttir, ættuð úr Kjósinni. Guðrún er dóttir Guðmundar, b. að Efra-Seli og Önundarholti í Flóa, Eggertssonar og Margrétar Þ. Jónsdóttur frá Húsavík eystri, ætt- uöaf Austurlandi. Magnús og Sigríöur eru að heim- an. Aðalsteinn Thorarensen Aðalsteinn Thorarensen, Miðbraut 10, Seltjamarnesi, veröur sjötugur á morgun. Starfsferill Aðalsteinn ólst upp hjá fósturfor- eldrum sem bæði eru látin. Þau voru hjónin Lilja Jónasdóttir og Kristján Guðmundsson sem um árabil voru búsett í Kjós. Aðalsteinn útskrifaðist frá Iðn- skólanum í Reykjavik 1945, lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði ári síð- ar, stundaði framhaldsnám í Dan- mörku 1947-48 og hefur síðan sótt ýmis námskeiö. Aðalsteinn hóf kennslu viö Iðn- skólann í Reykjavík 1961 og hefur kennt þar síðan efnisfræði, teikn- ingu og trésmíöi. Sérgrein Aðal- steins er yfirborðsmeðferð viðar og hefur hann haldið fjölda námskeiöa á því sviði í Reykjavík og á Akur- eyri. Aðalsteinn hefur starfað í sóknar- nefndum og að æskulýðsstarfi kirkjunnar. Þá hefur hann verið virkur í starfi KFUM víðs vegar um borgina í meira en hálfa öld. Fjölskylda Eiginkona Aðalsteins er Hrönn Kristjánsdóttir Skagfjörö, dóttir Kristjáns Skagfjörð múrarameist- ara og k.h., Sigríðar J. Skagfjörð, en þauerubæðilátin. Börn Aðalsteins og Hrannar eru Sigríður Rut, gift Þórhalli Sigurðs- syni; Kristján, kvæntur Málfríði Vilhelmsdóttur og eiga þau tvær uppkomnar dætur, þær Hrönn og Klöru Sigríöi; Friðrik Jón sem er ókvæntur; Vilhelmína, í sambúð með Ingimar Þór Friðrikssyni og eiga þau tvær dætur, Hildi Rut og nýfædda dóttur. Hálfsystkini Aöalsteins eru Hild- ur; Elín Karitas, sem lést á liðnu ári; Ólafur Thorarensen. Uppeldissystur Aðalsteins eru Aðalsteinn Thorarensen. Katrín og Kristín Kristjánsdætur. Aðalsteinn er elsta barn sr. Jóns Thorarensens, prests og rithöfund- ar, og einkabarn Vilhelmínu Tóm- asdóttur, saumakonu og klæðskera, enþau er bæði látin. Aðalsteinn er að heiman á afmæl- isdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.