Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 9 i>v Stuttarfréttir Útlönd Ennrættum bila Pulltrúar Bandaríkjanna og Japans ræddust við um bílaviö- skipti landanna en án árangurs. Velur friðsamlega ieid Jeltsín Rúss- landsforseti ætlar að leita friðsamlegrar leiðar út úr deilum þings og ríkisstjóm- ar áður en sáttaviðræður viö Tsjetsjena hefjast. MannfallíPakistan Tuttugu og tveir létust x átökum í Karachi, hafnarborg Pakistan, i átökum þjóöemisminnihluta. Kosið í Suður-Kóreu Góð þátttaka var i fyrstu sveit- arstjórnarkosningunum í Suð- ur-Kóreu í 35 ár. Ekkiáuppboð Súpermann- búningurinn sem leikarinn Christopher Reeve klæddist í Súpermann- myndunum fer ekki á uppboð i\já Christies í London vegna sly ssins sem Reeve lenti í á dögunum. ÍHaldiíKína Harry Wo, kínversk-bandarísk- ur baráttumaður fyrir mannrétt- indum, er í haldi í Kina. Hann fullyrðir að Kínverjar flytji út og selji líffæri úr líflátnum fóngum. Rætt um olíuborpalla Á fundi 14 landa um mengun Norðursjávar og norðaustur- hluta Atlantshafsins verður rætt hvort sökkva eigi olíuborpöllum. Lést í flugeldabáli Þrettán ára ítalskur drengur lést og flórir vinir hans slösuðust illa þegar þeir kveiktu 1 flugeld- um sem ekki höfðu sprungið á flugeldasýningu. Verkfræðíngum rænt Byssumenn rændu þremur þýskum verkfræðingum sem starfa við byggingu orkuvers í Pakistan. Gyðingar nema land Landnemar Gyðinga, sem eru andsnúrúr aukinni sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakk- anum, námu meira land. Krónprinstekurvið Seikh Hamad bin Khalifa al- Thani, krónprins Qatar, hefur tekið við völdum af fóður sínum. Hitlary i dálkaskrif Hillary Clin- ton, forsetafrú Bandarikj- anna, hefur lýst því yiir að hún muni verða vikuleg- ur dálkahöf- undur í blöðum og tímaritum. ThatcherstyðurDole Margrét Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, segist styðja Bob Dole sem forsetaefni repúblikana. I Lítil verðbólga Verðbólgan í ríkjum ÉSB var 3,3 prósent í maí og hefur veriö stöðug þijá mánuði í röð. Reuter/Ritzau Misheppnuð tilraim til að ráða Egyptalandsforseta af dögum: CfintonBanda- Fé sett til höf uðs tilræðismönnum Eþíópískar öryggissveitir leita nú dyrum og dyngjum að tilræðismönn- um sem komust undan eftir mis- heppnaða tilraun til að ráða Hosni Mubarak Egyptalandsforseta af dög- um í Addis Ababa, höfuðborg Eþí- ópíu, í gær þar sem hann ætlaði að sitja leiðtogafund Einingarsamtaka Afríkuríkja (OAU). Allar öryggisráð- stafanir í borginni voru hertar til muna. Stjórnvöld buðu „umtalsvert" fé til höfuðs nokkrum tilræðismönnum. Eþíópíska sjónvarpið sýndi lík af tveimur tilræðismönnum, sem féllu í árásinni, þar sem þau lágu á hrað- brautinni frá flugvellinum en þar var fyrirsátin gerð. Mennimir vom ljósir á hörund, klæddir í gallabuxur og bláa jakka. Glöggt mátti sjá að menn- imir höfðu fengið skot bæði í höfuð og skrokk. í tilkynningu sem eþíópísk stjóm- völd sendu frá sér sagöi að tveir til- ræðismenn af arabískum uppruna og tveir eþíópískir öryggisverðir hefðu fallið í skotbardaganum. Ekki var skýrt frá því hversu margir til- ræðismenn komust undan. Þá fékkst ekki staðfesting á orðrómi þess efrús að þriðji tilræðismaðurinn hefði annaðhvort verið drepinn eða náðst lifandi. Mubarak flaug aftur heim til Egyptalands eftir tilræðið. Ibúar sögðu að árásarmennirnir hefðu leigt hús nærri flugvallarveg- inum nokkrum dögum fyrir leiðtoga- fund OAU. Eþíópíska sjónvarpið sagði að lögregla hefði fundið þrjá yfirgefna bíla og ónotuð vopn, þar á meðal tvær sprengjuvörpur og tvo Kalasníkov árásarriffla. Miklar vangaveltur voru um hverj- ir tilræðismennirnir væru en grunur leikur á að þeir séu íslamskir bók- stafstrúarmenn. Stjórnvöld í Súdan voru þó fljót að þvo hendur sínar af verknaðinum en þau hafa verið sök- uð um að kynda undir trúarofstæki í Egyptalandi. Reuter ríkjaf orseti iýsir yfiriraustiáSÞ Bandaríkjafor- seti lýsti í gæi yfír trausti sinu á Sameinuðu þjóðunum i fimmtíu ára af- mælisveislu samtakanna sem haldin var í San Francisco. í ræöu sem hann hélt af því til- efni veittist hann aö einangrun- arsmnum heima fyrir og sagði enga lausn felast í því að snúa baki við SÞ. Slík afstaða kæmi niöur á mönnum síðar. Stuðningur Clintons viö SÞ er kærkominn þar sem repúblikan- ar, sem eru í meirihluta á Banda- ríkjaþingi, hafa gagnrýnt sam- tökin m.a. fyrir getuleysi í Bosníu og óreiðu. Veislan var haldin i óperuhús- inu þar sem fulltrúar 50 þjóöa þrefuðu um stofnskrá SÞ á niu vikna ráðstefnu árið 1945. Eþíópískir lögregluþjónar standa vörð um bifreið sem notuð var í tilræðinu við Mubarak Egyptalandsforseta í Addis Ababa í gær. Slmamynd Reuter Dauðurskradd- ariísfrætóí Buenos Aires Strætisvagnastjóri nokkur í Buenos Aires, höfuðborg Argent- ínu, fór S tvígang um borgina þvera og endilanga á mesta anna- tíma meö dauðan mann aðeins fjórum sætaröðum fyrir aftan sig. Hinn látni var 72 ára gamall skraddari, Santiago Rey að nafni. Jalhvel farþegamir sem sátu við hlið hans áttuðu sig ekki á hvem- ig komið var fyrir sessunautnum. Skraddarinn hafði verið á leið til viðskiptavinar með nýsaumuö fót. Látið uppgötvaðist næsta morgun. Reuter John Redwood segist ætla að sigra John Major í fyrstu lotu: Gallharður Thatcheristi John Redwood, ráðherra málefna Wales, sagði af sér í gær og lýsti því um leið yfir að hann mundi bjóða sig fram gegn John Major í formanns- kosningum íhaldsflokksins 4. júlí. Hann segist ekki ætla að veita Major neina skeinu heldur sigra hann strax í fyrstu umferð kosninganna. Redwood er lítt þekktur meðal bresks almennings og hefur fengið viðurnefnið The Vulcan, eftir hálf- mennskri og kaldlyndri persónu úr Star Trek geimsögukvikmyndunum. Redwood er vel menntaður, fékk fyrstu úrvalseinkunn í sögu frá Ox- ford og hefur doktorspróf í heim- speki. Fljótlega gekk hann í raðir Thatcher þar sem hann lét að sér kveða sem pólitískur ráðgjafi. Hann varð þingmaður 1987, eftir að hafa starfað sem bankaráðgjafi um skeið. Hann var fljótur upp metorðastigann og varð ráðherra 1993. Fylgismenn Redwpods koma úr röðum hægriarms íhaldsflokksins, harðra fylgismanna stefnu Thatcher og andstæðinga Evrópusambands- ins. Vinir Redwoods segja að menntahroki hans og rétttrúnaður gagnvart gildum íhaldsstefnunnar séu helstu vopn hans í baráttunni. Andstæðingarnir segja að bakgrunn- ur Redwoods geti orðið honum fjötur um fót þar sem hann þykir vera held- ur hrokkafullur gagnvart vandamál- um hins venjulega Breta. Redwood er einn þeirra ráðherra sem Major er talinn hafa átt við þeg- ar hann'talaði um skepnumar sem væru andsnúnar nánari tengslum John Redwood er harður andstæð- ingur nánari tengsla við Evrópu- sambandið. við Evrópusambandið, en það mál- efni hefur klofið íhaldsflokkinn. Ákvörðun Redwoods um að bjóða sig fram byggist einmitt á andúð á Evr- ópustefnu Majors og þeirri staðreynd að Major trúði honum ekki fyrir því að hann mundi segja af sér. Red- wood, sem oftsinnis hefur lýst yfir stuðningi við forsætisráðherrann, varð æfur yfir að heyra um afsögn hans í gegnum annan ráðherra. Hann var síðan eini ráðherrann sem lét vera að lofa ákvörðun Majors. Neitar að undirrita skjöl á welsku Þó Redwood þyki hafa sinnt skyld- um sínum ágætlega sem ráðherra Wales bera þarlendir honum mis- jafnlega söguna. Þegar hann tók við starfmu vakti hann strax óánægju með því að lýsa því yfir að hann hefði einungis heimsótt Wales í fríum með fjölskyldunni. Þá neitar hann aö undirrita skjöl á welsku þar sem hann skilur ekki tungumálið. Redwood er harður Thatcheristi, ákafur talsmaður skattalækkana, harður andstæðingur evrópsks myntbandalags og vill herða til muna baráttuna gegn glæpum. Þessi mál- efni eru tahn höfða til hins dæmi- gerða kjósanda íhaldsflokksins. Redwood hefur oft vakið athygli fyrir orð sín, ekki síst þegar hann fullyrti að einstæðar mæður í vandræöum skorti fyrirhyggjusemi. Redwood er kvæntur, tveggja barna faðir, hefur mikinn áhuga á krikketi, hvers kyns vatnsíþróttum og forðast dagblaðiö The Guardian einsogheitaneldinn. Reuter Nr. Lelkur:______________Röðln 1. Trelleborg - Degerfors -X - 2. Gefle - Assyriska 1 - - 3. Luleá-Brage__________- -2 4. GIF Sundsv - Lira 1 - - 5. Visby - Forward -X - 6. Vásterás - Umeá______- -2 7. Elfsborg - Falkenberg 1 - - 8. Hássleholm - Ljungskile -X - 9. Landskrona - Stenungsun-X - 10. Myresjö-GAIS -X - 11. Oddevold - Norrby 1 - - 12. Skövde - Hácken --2 13. Norrköping - HJK Helsin -X - Heildarvinningsupphæð: 63 milljónir 13 réttir 390.450 | kr. 12 réttir 8.400 kr. kr. 11 réttir 840 10 réttirl 270 kr. Parketveisla - frábært verð! Takmarkað magn af lítið gölluðu parketi á góðu verði: askur, 2 gerðir, beyki, eik, 5 gerðir. Verð frá 600-2.200 fm. ÓM búðin Grensásvegi 14, s. 568 1190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.