Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Side 21
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Anne Grete og Per eru námsmenn frá Danmörku sem hafa dvalið í sumar á Hofsósi. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson. Danir sem dvöldu um tíma á Hofsósi: Heillud adf landslaginu og sigrumst á aukakílóum Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Á Hofsósi hefur dvalið í sumar danskt par, þau Per Dumstrei og Anne Grete Jessen. Þau eru náms- fólk og hafa eytt su'marfríinu á Hofs- ósi. Kunningsskapur við Pál Brynj- ólfsson, bóksalason á Sauðárkróki og knattspyrnuþjálfara Neista á Hofsósi, er ástæða fyrir komu þeirra til landsins. Dönunum, sem settu talsverðan svip á bæjarlífið á Hofsósi í sumar, líkaði dvölin þar svo vel að það var með söknuði sem þau héldu til síns heima í Árósum nú í byrjun vikunnar. Anne Grete var í sama háskóla og Páll Brynjarsson í Árósum og leggur þar stund á trúarbragðasögu ásamt þýsku. Faðir hennar rekur bygginga- markað í Árósum og til að standa straum af dvölinni hér á landi og til öflunar eyðsluíjár varð Anne Grete sér m.a. úti um styrk frá dönskum byggingavöruútflytjendum gegn því að hún kannaði möguleika á auknum útflutningi hingað til lands. Hún heimsótti helstu byggingavörumark- aöi landsins í sumar í þeim tilgangi, svo sem kaupfélögin á Blönduósi og Sauðárkróki og Hegra á Sauðár- króki, auk Bykó, Husasmiðjunnar og fleiri aðila. Per var slátrari aö atvinnu en hyggst nú snúa sér að námi í hjúkr- unarfræði. Per er frábær kokkur og um mitt sumar var efnt til mikillar veislu á Hofsósi. Þar var átta rétta jólamatur Dana á boðstólum, svo- kallaður julefrokost, sem reyndar var í þetta sinn kallaður Júlífro- kosf‘. Rúmlega 50 manns sóttu þetta matar- og skemmtikvöld og þótti það heppnast með afbrigðum vel. Hefur komið til tals að gera danskan júlí- kvöldverð að árlegum viðburði héð- an í frá á Hofsósi. Danirnir ferðuðust nokkuð um landið og hrifust mjög af landi og þjóð. Fannst þeim mikið til hinnar íslensku náttúru koma. Per, sem æfði og lék knattspyrnu með Neista, sást gjarnan í afslöppun að æfingum loknum virða fyrir sér fjallahring hérðaðsins með aðdáun, enda slíku ekki fyrir aö fara í flatlendri Dan- mörku. Þar mun aðeins vera hóll sem hinir alþekktu dönsku húmor- istar kalla „himnaklettinn". Þau Per og Anne Grete bjuggu í litlu húsi í Kvosinni. Það heitir Brú- arlundur og stendur á árbakkanum. Anne Grete spurði eitt sinn hvaðan í ósköpunum allt þetta vatn kæmi sem rynni í þessu beljandi fljóti. Okkur finnst svona spurningar skrítnai;. Það sem við höfum fyrir augunum dagsdaglega er varla íhug- unar- eða hrósvert. Það er í mesta lagi á fallegum sumarkvöldum að við sjáum ástæðu til að dást að kvöldsól- inni. Fitubrennslunámskeiðin hefjast 4. september 8 vikur, lokaðir hópar og opnir. Innritun hafin - takmarkað pláss Hringið strax í síma 565 9030 og 895 0795 Fitubrennsla aðeins fyrir konur sem eru að slást við 10-20 kg eða meira. •Siemens S3+- Simens S4 er enn minni og handhægari en þó verulega öflugur. Hann er hlaðinn innbyggðumstillanlegum atriðum, s.s. símaskrá með nöfnum, símtalsflutningi, stillanlegri hringingu, 5 númera endurvalsminni, 50 tíma rafhlöðu (240 mín. í stöðugri notkun), sem tekur 8 tíma að hlaða, öflugu loft- neti sem draga má út til að ná enn betra sambandi og fjölmörgu fleiru en er rétt eins og S3+ súninn einstaklega auðveldur í notkun. Svo vegur hann ekki nema 250 g. Kr. 69.900 Hradþjónusta i/ið (Kostar innanbæjarsímtá landsbyggðina: Grænt númer: 800 6886 iiarsímtal oa vörurnar eru sendar samdægurs). er lítill og handhægur en þó sérlega öflugur. Hann er hlaðinn innbyggðum stillanlegum atriðum, s.s. símaskrá með nöfnum, _ símtalsflutningi, stillanlegri hringingu, 5 númera endurvalsminni, 20 tíma rafhlöðu (100 mín. í stöðugri notkun), sem tekur aðeins klukkustund að hlaða, föstu loftneti sem ekki þarf að draga út og fjölmörgu fleira; en samt er hann einstaklega auðveldur í notkun. Þyngdin er aðeins 280 g. Kr. 44.900 Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Staður aðeins fyrir konur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.