Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Anne Grete og Per eru námsmenn frá Danmörku sem hafa dvalið í sumar á Hofsósi. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson. Danir sem dvöldu um tíma á Hofsósi: Heillud adf landslaginu og sigrumst á aukakílóum Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Á Hofsósi hefur dvalið í sumar danskt par, þau Per Dumstrei og Anne Grete Jessen. Þau eru náms- fólk og hafa eytt su'marfríinu á Hofs- ósi. Kunningsskapur við Pál Brynj- ólfsson, bóksalason á Sauðárkróki og knattspyrnuþjálfara Neista á Hofsósi, er ástæða fyrir komu þeirra til landsins. Dönunum, sem settu talsverðan svip á bæjarlífið á Hofsósi í sumar, líkaði dvölin þar svo vel að það var með söknuði sem þau héldu til síns heima í Árósum nú í byrjun vikunnar. Anne Grete var í sama háskóla og Páll Brynjarsson í Árósum og leggur þar stund á trúarbragðasögu ásamt þýsku. Faðir hennar rekur bygginga- markað í Árósum og til að standa straum af dvölinni hér á landi og til öflunar eyðsluíjár varð Anne Grete sér m.a. úti um styrk frá dönskum byggingavöruútflytjendum gegn því að hún kannaði möguleika á auknum útflutningi hingað til lands. Hún heimsótti helstu byggingavörumark- aöi landsins í sumar í þeim tilgangi, svo sem kaupfélögin á Blönduósi og Sauðárkróki og Hegra á Sauðár- króki, auk Bykó, Husasmiðjunnar og fleiri aðila. Per var slátrari aö atvinnu en hyggst nú snúa sér að námi í hjúkr- unarfræði. Per er frábær kokkur og um mitt sumar var efnt til mikillar veislu á Hofsósi. Þar var átta rétta jólamatur Dana á boðstólum, svo- kallaður julefrokost, sem reyndar var í þetta sinn kallaður Júlífro- kosf‘. Rúmlega 50 manns sóttu þetta matar- og skemmtikvöld og þótti það heppnast með afbrigðum vel. Hefur komið til tals að gera danskan júlí- kvöldverð að árlegum viðburði héð- an í frá á Hofsósi. Danirnir ferðuðust nokkuð um landið og hrifust mjög af landi og þjóð. Fannst þeim mikið til hinnar íslensku náttúru koma. Per, sem æfði og lék knattspyrnu með Neista, sást gjarnan í afslöppun að æfingum loknum virða fyrir sér fjallahring hérðaðsins með aðdáun, enda slíku ekki fyrir aö fara í flatlendri Dan- mörku. Þar mun aðeins vera hóll sem hinir alþekktu dönsku húmor- istar kalla „himnaklettinn". Þau Per og Anne Grete bjuggu í litlu húsi í Kvosinni. Það heitir Brú- arlundur og stendur á árbakkanum. Anne Grete spurði eitt sinn hvaðan í ósköpunum allt þetta vatn kæmi sem rynni í þessu beljandi fljóti. Okkur finnst svona spurningar skrítnai;. Það sem við höfum fyrir augunum dagsdaglega er varla íhug- unar- eða hrósvert. Það er í mesta lagi á fallegum sumarkvöldum að við sjáum ástæðu til að dást að kvöldsól- inni. Fitubrennslunámskeiðin hefjast 4. september 8 vikur, lokaðir hópar og opnir. Innritun hafin - takmarkað pláss Hringið strax í síma 565 9030 og 895 0795 Fitubrennsla aðeins fyrir konur sem eru að slást við 10-20 kg eða meira. •Siemens S3+- Simens S4 er enn minni og handhægari en þó verulega öflugur. Hann er hlaðinn innbyggðumstillanlegum atriðum, s.s. símaskrá með nöfnum, símtalsflutningi, stillanlegri hringingu, 5 númera endurvalsminni, 50 tíma rafhlöðu (240 mín. í stöðugri notkun), sem tekur 8 tíma að hlaða, öflugu loft- neti sem draga má út til að ná enn betra sambandi og fjölmörgu fleiru en er rétt eins og S3+ súninn einstaklega auðveldur í notkun. Svo vegur hann ekki nema 250 g. Kr. 69.900 Hradþjónusta i/ið (Kostar innanbæjarsímtá landsbyggðina: Grænt númer: 800 6886 iiarsímtal oa vörurnar eru sendar samdægurs). er lítill og handhægur en þó sérlega öflugur. Hann er hlaðinn innbyggðum stillanlegum atriðum, s.s. símaskrá með nöfnum, _ símtalsflutningi, stillanlegri hringingu, 5 númera endurvalsminni, 20 tíma rafhlöðu (100 mín. í stöðugri notkun), sem tekur aðeins klukkustund að hlaða, föstu loftneti sem ekki þarf að draga út og fjölmörgu fleira; en samt er hann einstaklega auðveldur í notkun. Þyngdin er aðeins 280 g. Kr. 44.900 Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Staður aðeins fyrir konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.