Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 „Hugmyndin aö þessum fram- kvæmdum kviknaði fyrir nokkrum árum. Viö reyndum mikið aö fá lóð hingað og þangað, en við erum með fellihýsi, en það gekk ekki. Svo var það í gegnum kunningsskap að við fengum þessa lóð hér í Þingvalla- hreppi og fórum af stað,“ segja Rík- arður Ingibergsson og Ágústa Sum- arliðadóttir en þau eru að byggja sér sumarbústað á Þingvöllum. Það óvanalega við framkvæmdagleði skötuhjúanna er að þau eru á þeim aldri þegar flestir eru sestir í helgan stein. Ríkarður varð 83 ára fyrir tæp- um mánuði en Ágústa er átta árum yngri, verður 75 ára fljótlega. Þegar blaðamaður frétti af fram- kvæmdum þeirra var forvitni hans eðlilega vakin og skundað var snar- lega austur í sveitir. Fúslega skal viðurkennt að á leiðinni hvarflaði að undirrituðum að þetta væri allt sam- an á misskilingi byggt. Það gæti ekki veriö að eldra fólk stæði í bygginga- framkvæmdum! Sjálfsagt hafa fleiri hugsað í þá veru en Ríkarður og Ágústa segja að margir hafi komið í heimsókn og skoðað bústaðinn eða „kofann" eins og þau kalla hann stundum. . Smiðirnir Ágústa Sumarliðadóttir og Ríkarður Ingibergsson. Þau hófu framkvæmdir á Þingvöllum í vor en grindurn ar voru smíðaðar heima í bílskúr í vetur. Ef allt gengur að óskum munu þau flytja inn í sumarbústaðinn næsta sumar. segir Ríkarður og brosir út í annað. Þau halda sitt heimilið hvort en eyða miklum tíma saman og hann er duglegur að heimsækja hana, ekki síst á matartímum! Ríkarður dvelur síðan oft hjá Ágústu langt fram á kvöld og segir misjafnt hvenær hann fari til síns heima, stundum sé það mjög seint. Við dvölina fyrir austan í sumar hafa þau skilið sjónvarpið, sem margir geta ekki lifað án, eftir heima og njóta félagsskapar hvors annars. Þau eru greinilega samhent og aðspurð um hvort þeim gangi vel að vinna saman svara þau því bæði strax játandi. Þau eiga líka önnur áhugamál en Ágústa er mikil hann- yrðakona er. Ríkarður fæst við að skera út. Eftir hann liggja margir glæsilegir munir og gefur að líta nokkra þeirra á mynd hér á síðunni. Hvorugt þeirra er hins vegar fyrir það að gorta af afrekum sínum en blaðamanni tókst samt að fá mynd af útskurði Ríkarðs. Full aflífskrafti Hann er einnig meðlimur í Sjó- stangaveiðifélagi Reykjavíkur og á lítinn sportbát til að stunda veiði- Eldhressir „unglingar" byggja sér sumarbústað á Þingvöllum: Fólki finnst þetta alveg í fínu lagi - segja Ríkarður Ingibergsson, 83 ára, ogÁgústa Sumarliðadóttir, 75 ára Ágústa og sonarsonur hennar, Bjarki Sigurjónsson, og fellihýsið góða. Þegar ekkert gekk að fá pláss undir það ákváðu þau bara að byggja sér sinn eigin sumarbústað. Gera allt sjálf Ríkarður smíðaði grindumar að húsinu í bílskúrnum heima hjá sér í vetur og fékk svo kunningja sinn, sem hefur stóran bíl til umráða, til að ílytja þær austur í vor. Hann teiknaði sjálfur húsið og eftir að byggingafulltrúinn á Laugarvatni hafði lagt blessun sína yfir pappírana leið ekki á löngu þar til byggingaleyf- ið fékkst. Sonur Ríkarðs og sonur Ágústu aðstoöuðu við að reisa þær en að öðru leyti hafa þau gert allt sjálf. „Við erum búin að vera hér meira og minna í allt sumar," segir Ágústa en hún lætur ekki sitt eftir liggja viö húsbygginguna. Hún gegnir jafn- framt því veigamikla hlutverki aö sjá um eldamennskuna fyrir þau en það ætti að reynast henni létt verk enda fyrrverandi ráðskona. Þegar mikið er unnið þarf mikið að borða og það þýðir lítið að klifra upp á þak með tóman maga. Og talandi um þakið neitar Ágústa því ekki alveg að hún hafi verið eilítið smeyk þegar Ríkarð- ur var þar uppi. Þær áhyggjur eru sjálfsagt óþarfar enda Ríkarður húsasmíðameistari að mennt og veit hvað hann syngur. „Sólarmegin" í lífinu Þrátt fyrir stöðugar kvartanir íbúa Suðvesturlands yfir veðurfarinu er annað hljóð í „byggingamönnun- um“. „Við höfum verið sérstaklega heppin með veður og þeir hafa verið að tala um það hérna í nágrenninu að við þyrftum alltaf að vera héma. Það kæmi ávallt sól þegar við birt- umst,“ segir Ríkarður og bætir við hann muni bara eftir einum rigning- ardegi. Eins og áður er getið hafa margir sótt þau heim og barið bygginguna augum en hvað skyldi fólki nú finnast almennt um þetta uppátæki þeirra? „Því finnst þetta bara vera allt í fínasta lagi,“ segir Ágústa að bragði. Og Ríkarður liggur ekki held- ur á svari sínu. „Yngri sonur minn var í fyrstu að tala um það að þetta væri nú kannski ekki rétt fyrir mig en í dag er hann kominn á allt aðra skoðun," segir húsasmíðameistarinn og bætir við að þau ráðgeri að dvelja þar langdvölum þegar smíðinni lýk- ur. „Við komum til með að dvelja hér eins mikið og við getum. Það er helst að við förum í bæinn til að sækja gluggapóstinn." skap. Ágústu hefur hann tekið með í þannig veiðiferð en um þessar mundir gefst lítill tími til slíks. Sum- arbústaðurinn tekur mestan þeirra tíma. Ekki kvarta þau undan því fremur en öðru enda eru draumar þeirra að rætast með byggingu sum- arhússins. Þegar blaðamaður loksins kveður þau að kvöldi dags getur hann ekki annað en dáðst að þessu fólki sem er svona fullt af lífskrafti. Og óskandi væri að miklu fleiri væru líka svona bjartsýnirálífiöogtilveruna. -GRS Rikarður hefur gert mikið að því að skera út og ekki verður annað sagt en hann sé listamaður á því sviði, eins og glögglega sést á munum hans á þessari mynd. DV-mynd BG Tekinn traustataki Ríkarður og Ágústa hafa þekkst í sex ár en þau rákust fyrst hvort á annað á Spáni. „Við kynntumst á Benidorm. Ég fór þá einn út og var að ráfa þar niöur við hafnargötuna þegar að mér véku sér fimm konur. Þær spurðu mig hvort ég væri einn á ferð og ég játti því. Þá sögðu þær að ég kæmi bara í þeirra hóp og ég var með þeim í sjö vikur. Þær tóku mig bara traustataki. En svo fór ég nú að líta svona aðeins á Ágústu,“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.