Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Side 15
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995
15
„Pabbi, hvað er atkvæðisréttur,"
spyr 7 ára hnokki foreldra sína. Það
verður fátt um svör því að spurn-
ingin er óviðeigandi. Það er ekki
talað um snöru í hengds manns
húsi.
Lífskjör á íslandi eru margbreyti-
leg eins og atkvæðisrétturinn. Þeir
einstaklingar sem búa vestur á
fjörðum eða austur á landi búa við
ólík kjör í þessum efnum. Vestfirð-
ingur sem kýs til Alþingis er einn
í kjörklefanum þegar hann krossar
við þá sem hann vill að verði
landsfeður hans. Hann hefur þó
umtalsvert meira vægi en þeir
landsmenn sem kjósa í öðrum
landshlutum. Þetta hefur verið
reiknað út af talnaglöggum mönn-
um, m.a. á DV i mörg ár, og út frá
mismunandi forsendum þess frum;
skógar sem kosningalöggjöfin er. Á
einhverjum tímapunkti, þegar
„flakkarinn" lenti fyrir mistök hjá
Vestfirðingum, var vægi hvers ein-
staklings innan þess fjórðungs um
4,3 ef miðað er við að hver Reykvík-
ingur vigti nákvæmlega einn. Eftir
sömu reiknireglum hefur hver
Sunnlendingur með kosningarétt
ráðstöfunarrétt yfir 2,4 atkvæðum.
Drengurinn sem í upphafi vildi
vita hvað atkvæðisréttur væri er
hluti fjölskyldu sem væntanlega á
íslandsmet í að glutra niður at-
kvæðisrétti sínum í áfóngum. Þetta
byggist á þeirri staðreynd að á einu
og hálfu ári hefur hann ásamt fjöl-
skyldu sinni átt heima í þremur
kjördæmum sem hvert um sig hef-
ur upp á að bjóða mismunandi at-
kvæðavægi fyrir sitt fólk. í sjálfu
sér er þessi þriggja kjördæma bú-
seta ekkert tiltökumál ef ekki hefði
alltaf verið flutt í vitlausa átt.
Vel útilátinn
kosningaréttur
Á Flateyri, þar sem fjölskyldan
Atkvæðisréttur, sem áður hafði skapað reisn og djörfung til að takast á við illviðri og fjandsamlegt verðlag
vestur á fjörðum, hafði rýrnað um ailt að helming.
stigaganginn og þótti lítið til koma
þeirra smáaura sem ylurinn kost-
aði.
Bjarmi
auglýsingaskiltanna
1 Þégar þrautagöngunni yfir kjör-
dæmin þrjú lauk og ferðamóð fjöl-
skyldan stóð við stofugluggann í
Ljósheimum kviknaði vonar-
glampi í hrjáðum hugum. Bjarm-
inn af auglýsingaskiltum stór-
markaðanna varpaði notalegri
birtu á fól andlitin og framtíðin
blasti við björt og fógur. Innkaupa-
körfur með hræódýrum varningi
kættu lund og allir fengu nóg að
borða og drekka. Tilboðsverð hér
og þar og kókópuffsi var umhugs-
unarlaust slengt á matarborðið,
yngsta fjölskyldumeðlimnum, sjö
ára gutta, til ómældrar ánægju.
Þannig liðu dagarnir við leik og
störf og fólk var farið að halda að
einmitt þessi hæð við Ljósheima
væri rétta hillan í lífinu. En þá kom
babb í bátinn og skugga brá á sæld-
arlífið. Gleymst hafði að taka kosn-
ingaréttinn með í dæmið. Sú stað-
reynd blasti við að enn nýtt kjör-
dæmi bauð upp á þriðja atkvæða-
vægið og ekki nóg með það heldur
var botninum náð. Atkvæðisbærir
einstaklingar innan fjölskyldunnar
voru hver um sig komnir niöur í það
vera einn eða samanlagt þrír. Viö
þessa uppgötvun hætti að vera gam-
an að vera til. Bjarmi auglýsinga-
skiltanna skar í augu og þráabragð
varð af kókópuffsinu. Allt sem áður
gladdi fólk var nú til ama og þing-
menn hættu að senda póst. Fólki varð
tíðrætt um góðar stundir vestur á
fjörðum og suður á landi. Alvöru at-
kvæðisréttur, vestfirsk fjöll og verð-
lag sem náði ofar hæstu tindum varð
nú hluti þess fyrirheitna lands sem
áður hafði komiö fjölskyldunni á ver-
gang.
Þrautaganga um
þrjú kjördæmi
hafði sitt aðsetur frá stofnun og
allt fram á vordaga 1994, er boðið
upp á almennilegan og vel útilátinn
kosningarétt samkvæmt vestfirsku
vægi. Þar var hægt að ganga hnar-
reistur til kjörklefans og hrista
fram úr erminni a.m.k. þrjú at-
kvæði og í góðæri 4,3; hvort sem
það var fyrir Karvel, Matta Bjarna
eða hvern þann annan sem lýsti sig
fúsan til að leysa vanda Vestfirð-
inga og jafnvel allra landsmanna.
Samanlagt höfðu þeir einstakling-
ar innan fjölskyldunnar, sem lög
/ heimila þátttöku í kosningum, yfir
að ráða 12,9 atkvæðum sem bauð
að sjálfsögðu upp á kynni af ein-
stökum þingmönnum og jafnvel
jólakort með eiginhandarundir-
skrift verðandi landsfóður og hugs-
anlega í umbúðum merktum Al-
þingi. Þetta var sannkölluð gullöld
og oft á tíðum, þegar innkaupakörfur
með nauðsynjum og tilheyrandi
flutningskostnaði gerðu harða atlögu
að fjárhag fjölskyldunnar, var hægt
með innhverfri íhugun að oma sér
við atkvæðisréttinn og gleyma ver-
aldlegu vafstri innan um fokdýrt kó-
kópuffs og annan óþarfa.
Upphaf
harmsögunnar
Örlagarík ákvörðun fjölskyld-
unnar um að taka upp búsetu í
Suðurlandskjördæmi er raunar
upphaf þeirrar harmsögu sem hér
er færð í letur. Innkaup heimilisins
tóku að vísu á sig annan blæ og
innkaupaferðirnar hættu að vera
sama þrautagangan og áður. Birta
og ylur í kuldakasti síðasta vetrar
tóku á sig lægra verð. Eftir nokk-
urn tíma í Þorlákshöfn vaknar þó
fjölskyldan upp við vondan draum.
Atkvæðisréttur, sem áður hafði
skapað reisn og djörfung til að tak-
ast á við illviðri og fjandsamlegt
verðlag vestur á fjörðum, hafði
rýrnað um allt að helming. Sá veru-
leiki blasti við í sinni kaldranaleg-
ustu mynd að búsetuskiptin suður
höfðu kostað fjölskylduna umtals-
verðan hluta af sjálfsvirðingu.
Gleymst hafði að taka kosninga-
löggjöfina inn í myndina og nú
stóðu aðeins rétt rúm sjö atkvæði
eftir af þeim tæplega 13 sem áður
glöddu hug og hjarta.
Ekkijólakort
frá þingmönnum
Það voru hnípnir einstaklingar
sem gengu út úr kjörklefanum síð-
asthðið vor eftir að hafa sett kross
á kjörseðil merktan Suðurlands-
kjördæmi. Þessi sjö atkvæði, sem
þarna voru borin á torg, buðu ekki
upp á tengsl við þingmenn og ör-
ugglega ekki jólakort. Nokkrir
bæklingar með skælbrosandi for-
síðum voru það eina. Ástandið varð
nú svo óbærilegt að tilboðsverð,
betra veður, minni snjór og lægri
hitareikningar gátu ekki linað þá
þjáningu sem skaut rótum í sálum
flölskyldunnar. Óyndið hjálpaði á
LaugardagspistUI
Reynir Traustason
endanum til þess að ákveðið var að
stíga skrefið til fulls og flytja til
Reykjavíkur. Bónus, Hagkaup, 10-11
búðirnar, Húsdýragarðurinn og allt
sem nöfnum tjáir að nefna áttu að
verða þau smyrsl sem dygðu til að
hressa fólk við og gefa því aftur sjálfs-
virðingu og sjálfstraust.
Vestfirskur
húsvörður
Til er fræg saga af Vestfirðingi
sem flutti viðstöðulaust til Reykja-
víkur. Sá ágæti maður seldi einbýl-
ishúsið sitt og fékk íbúð í blokk
syðra. íbúðinni fylgdi húsvaröar-
starf og þar með það hlutverk að
greiða reikninga þá sem til féllu.
Hinn brottflutti Vestfirðingur undi
hag sínum hið besta fyrstu mánuð-
ina og allt lék í lyndi. Honum bár-
ust hitareikningar svo lágir að
hann varð að halda niðri í sér hlátr-
inum á meðan gjaldkerinn í bank-
•anum bókaði greiðslurnar. Éftir
nokkra mánuði tók að bera á nokk-
urri ókyrrð hjá nágrönnum okkar
manns í fjölbýlinu. Þetta var fólk
sem vildi hafa reglu á sínum fjár-
málum og greiöa sína reikninga á
gjalddögum. Reikningar Hitaveit-
unnar voru hættir að berast íbúun-
um og við samanburð kom í ljós
að ástandið var almennt í blokk-
inni. Það sem fólki fannst þó undar-
legast var að fyrirspurnir leiddu í
ljós að samkvæmt bókum Hitaveit-
unnar voru þeir skuldlausir. ítar-
legri rannsókn málsins leiddi í Ijós
hið sanna í máhnu. Hinn vestfirski
húsvörður hafði greitt fyrir allan
Einu sinni sægreifi,
ávallt sægreifi
Th er sú stétt manna og kvenna
sem í daglegu tah nefnast sægreifar.
Þetta er fólkið sem á fiskinn sem
syndir í sjónum umhverfis landið og
hefur vald til að leigja eöa selja öðr-
um aðgang að miðunum. Hluti stétt-
arinnar gerir þó hvorugt og er hluti
aðalsins þrátt fyrir það. Þetta er fólk-
ið sem einfaldlega veiðir fiskinn með
tilheyrandi kostnaði. Þegar öh sund
virtust lokuð og svartnættið var nán-
ast ahsráðandi kviknaði loks ljósið
sem enn lýsir fjölskyldunni. Réttur-
inn tU að kjósa til Alþingis varð lítil-
vægur í samanburði við þá uppgötv-
un að einmitt þessi vegmóða fjöl-
skylda er pínulítill hluh þessa aðals.
Rétturinn til að veiða, selja eða leigja
nokkur þúsund kUó af þorski og ýsu,
sem fylgt hafði henni um kjördæmin
þijú, var enn tU staðar og það sem
meira er; hafði ekki rýmað um eitt
einasta gramm. LjósaskUtin tóku aft-
ur á sig þennan mjúka blæ sem áður
lék um vanga. TUboðsverðin urðu á
ný tílefni upphrópana og hitareikn-
ingarnir hlægUegir. HUlan í Ljóshei-
munum varð að þeirri réttu og sjálfs-
virðingin kom aftur. Fólk gerði sér á
sömu stundu grein fyrir þvi að rétt-
urinn til að veiða fisk er varanlegur
og gengur í erfðir á meðan atkvæöis-
rétturinn rýmar mUh kjördæma og
deyr með einstaklingnum. Skítt með
atkvæðisréttinn, einu sinni sægreifi,
ávaUt sægreifi.