Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Gísli Kristjánsson, DV, Ehrerum; „Síðasti blaðamaðurinn sem kom hingað kostaði mig jörð! Vertu vel- kominn." Tryggvi Tryggvason, bóndi á Skavhaug, er aö ljúka mjöltum og tekur hraustlega í höndina á komu- manni. í íjósi eru sextán kýr og stendur til að fjölga þeim ef leyfi fæst. „Kvótinn skilurðu," segir Tryggvi og ber sér eins og aðrir bú- menn. Tryggvi er Reykvíkingur sem var svo mörg sumur í sveit á íslandi að hann er nú bóndi í Noregi; hefur ábúð á höfuðbóli sveitar sinnar í Austurdal, nærri sænsku landamær- unum. Jörö á hann þó einnig í ná- grenninu en hrökklaðist þaðan fyrir tveimur árum undan björnum og úlfum. í Austurdal er ekkert landslag - bara skógur - endalausar víðáttur af skógi, og þar hefur íslendingurinn valið sér bólstað í sveit sem er eins ólík íslenskum sveitum og hugsast getur. Draumurinn var þó aUtaf að gerast bóndi í íslenskum dal með opnum víðáttum til allra átta. Fimmtíu íslenskir hestar Plataður í fyrsta sinn „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er,“ segir máltækið og það á við um „Innst inni hefur mig alltaf iangað til að vera bóndi á íslandi," segir Tryggvi Tryggvason, hestabóndi á Skavhaug i Austurdal t Noregi. Hann býr þar á höfuðbóli sveitarinnar með 50 íslenska hesta og er hættur að fá heimþrá. Kýrnar í fjósinu eru norskar, geit- urnar í gerðinu norskar, hundurinn norskur en hestarnir fimmtíu - þeir eru íslenskir. Búskapur Tryggva og fjölskyldu hans er óheföbundinn á norska vísu. Öll sumur rekur fólkið á Skavhaug reiðskóla fyjir unghnga, leigir út hesta og selur hesta. íslenskum hestum fjölgar ört í Nor- egi. Unglingamir taka íslandshest- ana fram yfir „venjulegu stóru hest- ana“ vegna þess að þeir em ljúfir 1 umgengni en þó fjörugir og umfram allt fjölhæfir í gangi. Þessa áhuga nýtur Tryggvi og á hverju sumri koma vel á annað hundrað stelpur í reiðskólann á Skavhaug og í sumar tveir strákar. „Það er mér hulin ráðgáta af hveiju það eru bara stelpur sem hafa áhuga á íslenska hestinum,“ segir Tryggvi þegar hann er beðinn um skýringu á þessari sérkennilegu kynjaskipt- ingu. Miriam, heimasætan á bænum, veit hins vegar svarið: „Strákarnir eru svo miklar skræfur að þeir þora ekki á hestbak," segir hún ákveöin á norsku. „Búskapurinn á Laufhaug gekk vel og við vorum með yfir 200 kindur þegar flest var. Það er nokkuð gott á norska vísu,“ segir Tryggvi. „Það var mikil ásókn í að sjá dýrin á bænum og nóg að gera við að selja gestunum vöfflur." Sveitungarnir vom þó ekki allir of hrifnir af ungu hjónunum á Lauf- haug og reyndu í byrjun að hrekja þau úr sveitinni. Þau voru útlending- ar, hann íslenskur og hún norður- norsk, sem var enn verra. „Það voru bara tveir gamlir karlar sem stóðu fyrir þessu,“ segir Tryggvi og bandar frá sér með hendinni. „Þeir lögðu af staö með undirskrifta- lista á móti okkur en fengu bara einn til að skrifa undir og þar með lauk málinu. Fólk bjó mjög einangrað hér, það giftist innbyrðis og vildi helst ekkert með aðkomumenn hafa. Flestir voru mjög vingjarnlegir og hjálplegir þannig að það er óréttlátt að dæma alla sveitina eftir þessum tveimur körlum." 208 kindur í björninn Á endanum urðu Tryggvi og Ingi- borg þó að hrökklast frá Laufhaug - ekki vegna ósættis við sveitungana heldur vegna þess að björninn fékk augastað á búsmalanum og síðar bættist úlfurinn einnig við. „Við misstum 208 kindur í björninn á þremur árum. Eftir það var ómögu- legt að búa við þetta," segir Tryggvi. Hann á jörðina enn en er leiguliði á stórbýlinu Skavhaug. Sonurinn Tryggvi „litli" Tryggva- son býr um stundarsakir á Laufhaug með villisvín og nokkrar kindur, auk þess sem hann vinnur á búi foreldr- anna. Búskapur á Laufhaug er samt ekki æðsti draumur Tryggva. Hann langar til íslands að vinna við hesta- mennsku þar. Ég er íslendingurinn Börn Tryggva og Ingiborgar eru sjö og fimm þeirra eru enn heima í hreiðrinu. Þau yngstu hafa ekki lært íslensku og á heimilinu tala hjónin bara íslensku þegar þau „vilja ekki að aðrir skilji". Tryggvi kvartar undan því að hann sé að tapa gamla máhnu og blandar oft norsku inn í íslenskuna. „Ég hef lent í því á hestamannamótum hér að fólk heldur að ég sé norskur en Ingiborg íslensk," segir Tryggvi. „Það liggur við að ég veröi að setja á mig skilti og segja: Ég er íslending- urinn.“ Tryggvi Tryggvason hestamaður á Skavhaug í Austurdal í Noregi: Bóndinn í skóginum ævi Tryggva eins og aUra annarra. Tilviljun réð því að hann gerðist bóndi í Austurdal í Noregi - og þó ekki alveg. Viö eldhúsborðið á Skavhaug segir hann sögu sína með aðstoð Ingiborg- ar konu sinnar. „Það þýðir ekkert að ljúga að þér þegar hún er nærri. Hún leiðréttir allt,“ segir Tryggvi og hlær. „Ég var tvo vetur á Bændaskól- anum á Hvanneyri," byijar Tryggvi frásögnina. „Var búinn að vera í sveit fjöldamörg sumur, lengst hjá heið- urshjónunum Bimi og Maríu í Skál- holti, og var staðráðinn í að gerast bóndi eftir það. Að námi loknu vorið 1968 langaði mig þó fyrst til að sjá mig svolítið um og hafði mestan áhuga á að vera nokkum tíma í Noregi. Ég komst í verknám við nýjan bændaskóla í Mosjöen í Norður-Noregi og þar var ég plataður í fyrsta sinn á ævinni," heldur Tryggvi áfram og lítur með stríðnissvip í augum til konu sinnar. „Að heyra í þér, Tryggvi! Þaö var ég sem var plötuð,“ segir Ingiborg á lýtalausri íslensku þótt hún sé ann- ars norsk. „Nei, ég var bara svo ungur og óreyndur og vissi ekkert. Ég reyndi að sleppa en'það bara gekk ekki.“ Tryggvi hefur nú sett upp sinn sak- lausasta svip en það dugir ekki til að koma ábyrgðinni yfir á Ingiborgu og eftir nær þrjátíu ár er það enn óuppgert mál milli þeirra hjóna hvort var platað í Mosjöen sumarið 1968. Vinnumaður hjá Birni á Löngumýri „Um jólin eftir fyrsta hálfa árið í Noregi fómm við heim,“ heldur Tryggvi áfram frásögn sinni. „Þá stóð svo á að Björn alþingismann á Löngumýri vantaði vinnumann og ég réðst til starfans.“ Ingiborg fór með norður og reyndi fyrsta veturinn í íslenskri sveit - og lærði íslensku. „Um voriö fór ég til Reykjavíkur til foreldra Tryggva," segir Ingiborg. „Við vomm þá búin að vera nógu lengi saman til að fyrsta barnið var aö koma í heiminn. En þarna í Reykjavík lærði ég endanlega málið.“ Veran á Löngumýri og í Reykjavík var henni ævintýri og gekk þó ekki allt vandræðalaust fyrir sig. „Ég þurfti einu sinni að. klippa konu Björns," segir Ingiborg og byrjar að hlæja. „Hún var með slæður um hálsinn og ég klippti allar slæðurnar í sundur með hárinu. Þetta var hræðilegt." Fjósamaður í Elverum Eftir veturvistina á Löngumýri tók við vinnumennska í Eyjaflrði þar til ákveðið var að flytja á ný til Noregs. Tryggvi fékk ádrátt um vinnu á búi í Norður-Noregi. Á leiðinni norður heimsóttu þau systur Ingiborgar í Elvemm í Austur-Noregi og þar bauðst skyndilega vinna við fjósa- mennsku á stórbúi hjá norsku félags- málatrölli og ekkert varð úr norður- ferð. „Ég held að maðurinn hafi verið í stjómum 60 félaga og hann var því aldrei heima,“ segir Tryggvi. „Ég hafði alveg frjálsar hendur heima á búinu og var þarna í rúmlega sex ár. “ Á búinu í Elverum byijaði Tryggvi einnig að hokra sjálfur með kindur að íslenskum sveitasið. Fyrsta ís- lenska hestinn fékk hann einnig í skiptum fyrir kindur sem hann átti í Skálholti eftir margra sumra veru þar. Undirskriftgegn „útlendingunum" „Á endanum vom kindurnar orðn- ar svo margar að ég varð að velja milli þess aö vera fjósamaður eða f]árbóndi,“ segir Tryggvi. Þau fóru að svipast um eftir jörð og fundu loks selið Laufhaug í Austurdal. „Við urðum að byggja allt upp á jörðinni, rífa grjót úr túninu og ryðja skóg,“ segir Tryggvi. Til að auka tekj- urnar höfðu þau hjón „opiö hús“ um helgar og komu sér upp eins konar dýragarði. Þá var gestkvæmt í selinu. Eigendur íslenskra hesta í Noregi hafa með sér landssamtök og félög hestamanna eru starfandi á nokkr- um stöðum í landinu. Dómarar eru fengnir frá íslandi til að dæma gæð- inga og gengur ekki vandræðalaust fyrir sig fremur en venja er þegar hestadómar eru annars vegar. Aftur og fram á hesti Það hleypur hiti í hestamanninn Tryggva þegar rætt er um dómara. Blaðamaður er þó ekki betur að sér í hestamennskunni en svo að hann rétt þekkir mun á íslenskum hesti og norskum fjarðahesti vegna þess að sá norski lítur út eins og asni. Tryggva skilst því fljótt að komu- maður veit varla hvað snýr aftur og fram á hesti. Tryggvi og Ingiborg hafa búiö á Skavhaug síðustu tvö árin og una hag sínum vel. Vinnan er mikil og þegar klukkan er að nálgast mið- nætti situr Ingiborg enn við aö und- irbúa matinn fyrir morgundaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.