Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Side 22
22 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Sérstæd sakamál Staðfesting hinnar látnu Tess Sandford var aöeins fimmtán ára þegar hún komst af tilviljun yfir bók um yfimáttúruleg efni. í fyrstu leit hún svo á að hún væri aðeins áhugaverð lesning en hefði ekki að geyma neitt sem mark væri takandi á. Þeir sem tryðu á slíkt væru á einhvem hátt að gefa sig á vald ímyndunarafiinu og fjar- lægðust þar með raunveruleikann. Arið 1977, þegar Tessa var nítján ára, fór hún í framhaldsnám, enda hafði hún þá ákveðið að leggja fyr- ir sig fornleifafræði. Hún lenti í deild með Tim Moffett, sem var tvítugur, og Melindu Polk, jafn- aldra sínum. Skólasystkinin tvö höfðu áhuga á dularfullum fyrir- brigöum og sögðu Tessu frá því. Hún fór þá að segja þeim frá bók- inni sem hún hafði lesið fjórum árum áður. Ungmennin þrjú ræddu meðal annars um stöfunarborð fyrir andaglas en það er sérstakt borð eða plata með öllu stafrófinu og halda sumir því fram að það megi nota til þess að komast í samband við framliðna. Vantrú en forvitni „Ég trúi ekki einu einasta oröi af því sem sagt er um það sem gera megi með þessu stöfunarborði," sagði Tessa. „Það er hins vegar mynd af því í þessari gömlu bók. Hún er frá árinu 1681 en fólk vissi heldur fátt um sumt á þeim árum og var haldið hvers kyns hjátrú og fordómum. Þá hélt það enn að jörð- in væri flöt.“ Þau Tim og Melinda hlustuðu á hana en orð hennar fengu þau ekki til að falla frá þeirri hugmynd, sem hafði þá skotið upp kollinum fyrir nokkru, að gera tilraun með stöf- unarborðið. Ekki varð samt neitt úr því í þetta sinn að þau kæmu sér upp slíku boröi en þar eð þau voru öll frá borginni Bath á Suður-Englandi höfðu þau samband sín á milli í leyfum og af og til ræddu þau möguleikann á því að gera tilraun með stafaborðið. Dag einn hittust þau og þá urðu þau öll sammála um að nú væri tími til kominn að gera tilraunina margumtöluðu. Þau fóru í bóka- verslanir og búðir þar sem þeim fannst líklegt að stafaborð væru til sölu en þau voru hvergi á boðstól- um. Tilraunin Eftir margar árangurslausar til- raunir til að fmna borð í verslun ákvað Tessa að taka fram gömlu bókina. Þau gætu gert sér stafaborð eftir myndinni í henni. Ákveðið var að gera tilraunina 18. mars 1979. Þremenningamir settust að kvöldi þess dags við borð sem ekk- ert var á nem^ stafaborðið, tómt glas og logandi kerti. í gömlu bók- inni sagði að glasið myndi færa sig sjálfkrafa milli bókstafa ef framlið- inn gerði vart við sig og þannig mynduðust orð sem fælu í sér skilaboð aö handan. Þegar Tessa rifjar upp þá atburði sem tengjast tilrauninni segir hún: „Ég sagði með undarlegri röddu sem átti að vera í samræmi við aðstæður: „Er nokkur hér sem vill hafa samband við okkur?““ Síöan segist hún hafa beðið þá framliðnu að gera vart við sig. „Ekkert okkar þriggja var við því búið sem nú gerðist,“ segir Tessa. „Eftir smáþögn var eins og einhver ósýnilegur kæmi inn í herbergið. Svo fór glasið allt í einu að hreyf- ast.“ Sagan af morðinu Melinda varð hrædd og Tim virt- ist vart trúa sínum eigin augum. Tessa Sandford við fornleifarannsóknir. Georgina Curtis. Þá sagði Tessa: „Við erum vinsam- leg. Við viljum aðstoða ef við get- um. Við viljum fá að vita sannleik- ann og fræðast um hvort það er til einhvers konar líf eftir dauðann." Aftur fór glasið að hreyfast. Nú færðist þaö frá einum bókstafnum yfir á annan. Tim skrifaði þá jafn- óðum hjá sér. Brátt var komið fram: „Ég er dáin.“ „Hver ertu?“ spurði Tessa. „Barbara Grant," var svariö á stöfunarborðinu. „Hvar bjóstu, Barbara?" spurði Tessa. „í Darlington," var svarað. Nú fór fram „samtal" en megin- efni þess var á þessa leið: „Hvernig dóstu, Barbara?" „Maðurinn drap mig.“ „Hvaða maður?" „Herra Sutton." „Hve gömul varstu þá?“ „Tólf ára.“ „Hvernig drap hann þig?“ „Hann kyrkti mig.“ „Hvenær gerði hann það?“ Nú kom fram á stafaborðinu orð- ið: „Þreytt“. Nokkrum augnablik- um síðar fannst þremenningunum að þau væru aftur orðin ein. Rannsóknin Um hríð störðu þau Tessa, Tim og Melinda hvert á annað. Þaö sem hafði gerst hafði komið þeim á óvart, svo að ekki sé meira sagt. Barbara Grant meö litla bróður sínum. Ekkert þeirra hafði nokkru sinni komið til Darlington og ekkert þeirra hafði heyrt um morö á stúlku sem hafði heitið Barbara Grant. Eftir nokkrar umræöur urðu þau sammála um að reyna að komast til botns í þvi hvort þaö sem komið hafði fram á stafaborðinu ætti við rök að styðjast. Nokkru síðar fór Tessa á fund vinkonu sinnar, Nonu Mackenzie, en hún var aðstoðarbókavörður. Tessa spurði hana hvort hún gæti haft uppi á frásögn um gamalt morðmál sem hún hefði heyrt um og vildi kynni sér betur því að hún væri þeirra skoðunar að það væri eitthvaö óvenjulegt viö þaö. Tveimur dögum síðar hringdi Nona og sagðist hafa haft uppi á fréttafrásögnum sem hún héldi að gætu orðið Tessu að gagni. Hún afhenti henni síðan allmörg Ijósrit. Tessa gerði vinum sínum, Tim og Melindu, aðvart. Þau hittust og fóru að lesa þau. Frásögnin í apríl 1953 hafði tólf ára stúlka, Barbara Grant að nafni, verið á leið heim úr skóla í Darlington. Hún kom ekki fram og var lögregl- unni gert aðvart. Leit var hafm en hún bar ekki árangur. Enginn virt- ist hafa séð stúlkuna eftir að hún yfirgaf skólann. Brátt komu því fram kenningar um að henni hefði verið rænt og hún myrt. Tveimur mánuðum eftir hvarf Barböru hafði móðir hennar, Paula Grant, snúiö sér til miðils í Dur- ham, frú Georginu Curtis, og haft með sér nokkuð af fótum sem Bar- bara hafði átt. í eins konar transi hafði frú Curtis þá skýrt frá því að farið hefði verið með litlu stúlkuna inn í hús þar sem eldi^ maöur hefði nauðgað henni og síðan kyrkt hana. Líkið lægi grafið í garðinum fyrir aftan hús hans. Til lögreglunnar Frú Curtis gat lýst manninum og var Paula Grant ekki í neinum vafa um að hann væri Wallace Sutter en hann bjó einn. Þegar Paula kom heim til Darlington hélt hún rak- leiöis til lögreglunnar og skýrði frá því sem frú Curtis hafði „séð“. Lögreglan sýndi nokkra vantrú, enda hafði Sutter þegar verið spurður að því hvort hann hefði séð Barböru á leið heim úr skólanum. Þá hafði hann svarað því til að það hefði hann ekki gert, enda stæði hús hans um hundrað metra frá veginum sem hún væri talin hafa farið um. En lögreglufulltrúinn, sem fengið hafði málið til meðferöar, vildi ekki líta svo á að ekkert mark væri tak- andi á frú Curtis. Hann gaf því skipun um aö Sutter skyldi yfir- heyrður á nýjan leik. Jafnframt var haflst handa um að grafa upp allan bakgarðinn við hús hans. Hálftíma síðar fannst líkið af Barböru litlu. Lyktir málsins Wallace Sutter var þegar hand- tekinn og í september 1953 var hann dæmdur til dauða fyrir að hafa nauðgað og myrt Barböru Grant en þá var dauöarefsingu enn beitt í Bretlandi. Verjandi hans gerði tilraun til að bjarga honum frá lífláti með því að halda því fram að hann hefði ekki verið með sjálf- um sér þegar glæpurinn var fram- inn en honum varð ekki ágengt í því efni. Var Sutton hengdur. Tessa, Tim og Melinda höfðu í framhaldi af lestri ljósritanna sam- band við Sálarrannsóknarfélagið í London. Einn rannsóknarmanna þess, Neal Kelleher, kynnti sér máhð og staðfesti síðar að það sem fram hefði komið á stafaborðinu hefði átt við rök að styöjast. En Kelleher bætti við: „Það sem þessar þrjár ungu manneskjur tóku sér fyrir hendur er óráðlegt. Við höfum reynt að fá sölu stafa- borða bannaða en það hefur ekki tekist. Til er fólk sem telur þau aðeins henta til samkvæmisleikja, einkum meðal ungs fólks. En við höfum, rétt eins og í þessu máli, gögn sem sýna að framliðnir geta komið frá sér boðum. Ég vil hins vegar vara við því að þeir sem enga reynslu hafa af svona málum geri tilraunir með stafaborð. Það getur verið lífshættulegt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.