Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Side 29
28
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
37
Með heimili á tveimur stöðum:
Alvaran tók við
af tívolílífinu
segir Anna Ólafsdóttir, eiginkona Ólafs Jóhanns Ólafssonar, en þau eru að koma sér fyrir í nýju húsnæði í Reykjavík
„Það má kannski segja að við lif-
um tvöföldu lífi í þeirri merkingu að
við eigum nú tvö heimili. í rauninni
hentar það mér ágætlega. Ég er mik-
m íslendingur í mér og hér er öll fjöl-
skylda mín. Einnig kann ég vel við
mig í New York. Þó geri ég mér grein
fyrir að eftir því sem strákarnir
verða eldri og komast á skólaaldur
getur þetta orðið erfiðara,“ segir
Anna Ólafsdóttir, eiginkona Ólafs Jó-
hanns Ólafssonar, forstjóra Sony og
rithöfundar, í viðtali við DV. Þau
hjónin eiga tvo syni, Ólaf Jóhann,
sem er tveggja og hálfs árs, og Áma
Jóhann, sjö mánaða. „Það er mikið
um Ólafa og Áma í ættum okkar,“
útskýrir Anna en bróðursynir Ólafs
Jóhanns, Ólafur og Ámi, voru stadd-
ir hjá henni þegar viðtalið var tekið
og gættu Árna Jóhanns. Eldri sonur-
inn var hins vegar í leikskólanum.
Miklar endurbætur
Anna og Ólafur Jóhann festu kaup
á eldra steinhúsi við Freyjugötu í
Reykjavík um síðustu áramót. Húsiö
hefur þarfnast heilmikUla endurbóta
og í sumar hefur verið mikið að gera
hjá þeim hjónum að koma heimilinu
á íslandi í rétt horf. „Nei, við erum
ekki að flytja heim,“ svarar Anna
þegar hún er spurð hvort húsakaup-
in þýði breytingar á högum þeirra.
Hún viðurkennir þó að húsið sé
þeirra framtíðarheimili. „Við flytjum
vonandi einhvem tíma heim en ég á
ekki von á að það verði á næstu
árum. Mig langar að búa á íslandi
fimm til sex mánuði á ári. Hingað til
höfum við alltaf búið inni á foreldr-
um mínum en það er bara ekki leng-
ur hægt þegar fjölskyldan er orðin
þetta stór. Við vorum búin að leita að
hentugu húsi hér í meira en tvö ár.
Mig langaði að flytja í Fossvoginn,
þar sem ég er alin upp, en Óla í Þing-
Það er gott að fá pabba heim til að
leika en ritstörfin verða að bfða.
holtin. Reyndar skoðuðum við hús
víða áður en við fundum þetta. Ég
var lengi að ákveða mig og við kom-
um hingað margoft að skoða áður en
við tókum endanlega ákvörðun. Nú
erum við hæstánægð þótt enn sé ým-
islegt ógert.“
Það vekur athygli blaöamanns að
heimili þeirra Önnu og Ólafs Jó-
hanns er ákaflega laust við allan
íburð en ailar endurbætur gerðar á
vandaðan og smekklegan hátt.
Veikindi settu strik í
reikninginn
Anna hefur dvalið hér á landi frá
því í byrjun júlí og ætlar að vera
fram í október.
Ólafur Jóhann hef-
ur átt við veikindi
að striða í sumar og
var óvinnufær um
þriggja vikna skeið.
„Hann fékk snert af
einhvers konar sí-
þreytu sem lýsti sér
með hita og slapp-
leika í þrjár vikur.
Hann er byrjaður
að vinna aftur en
þarf að fara varlega
með sig. Þessi sjúk-
dómur er afleiðing
mikils álags en ég
vona að hann nái
sér fljótlega," segir
hún.
Vegna veikinda
Ólafs Jóhanns í
sumar kom það að
mestu í hlut Önnu
að flytja og stand-
setja húsið. Hún
segir að þetta hafi
verið erfiður tími,
þar sem hún haföi
einnig börnin að sjá
um, en Ólafur mátti
ekkert reyna á sig. í
raun má segja að
það hafi verið tals-
vert álag á þeim
báðum allt þetta ár.
í byrjun ársins
fæddist yngri son-
urinn, móðir Ólafs
Jóhanns, sem var
honum mjög náin,
lést mánuði síðar
en föður sinn missti
hann fyrir sjö
árum. Þá hefur ver-
ið mikið að gera í
sambandi við flutn-
inginn í nýja húsið,
endurbæturnar á
því og síðan veik-
indi Ólafs í sumar.
Auk alls þessa hef-
ur verið mikið að gera hjá Ólafi í
vinnunni og endalaus ferðalög sam-
fara henni. „Honum hefur ekki gefist
sá tími sem hann heföi viljað til rit-
starfa og þau hafa því setið á hakan-
um,“ segir Anna. „Ég veit að hann
hugsar mikið um efni bókar áður en
hann hefst handa við hana og það er
áreiöanlega eitthvað í sigtinu. Hann
gantast reyndar með það núna að
skrifborðið vanti hvort sem er. Ætli
hann byrji ekki um leið og það er
komið."
Betra á íslandi
Anna segir að það sé mun auðveld-
ara að ala upp börn á íslandi en í
New York. „Hér er hægt að fá dag-
vistarpláss en úti þarf maður að ráða
stúlku heim til sín. Þetta er því
miklu frjálsara hér. í New York er ég
úti við allan daginn með bömunum,
fer á morgnana ásamt barnfóstrunni
og viö erum nánast úti fram á kvöld.
Hér heima er maður inni alla daga og
fer á bílnum út í búð. Ég geng oft
með börnin í Central Park, þar sem
er róluvöllur, en það má að vísu ekki
líta af þeim eitt augnablik. Mæður og
bamfóstrur sitja yfir börnunum með-
an þau leika sér og hafa ekki augun
af þeim. Annars er ég aldrei hrædd í
New York. Það er helst að maður sé
hræddur um börnin. Þó ætti enginn
að vera einsamall á ferli á kvöldin í
Þau voru lengi búin að leita að rétta
húsinu og fundu það loks á Freyju-
götunni.
vissum hverfum. Ég fékk reyndar
áfall fyrir stuttu þegar eldri strákur-
inn hvarf frá mér í um tíu mínútur í
Central Park. Ég hef líklega litið
augnablik undan og á meðan skaust
hann burt. Allir sem þarna voru
hjálpuðu mér að leita. Hann fannst
stuttu síðar og hafði þá sloppið út af
róluvellinum," útskýrir Anna og
bætir við að þessar mínútur hafi ver-
ið ólýsanlega erfiðar.
Mikil
ferðalög
Anna og Ólafur Jó-
hann höfðu verið
saman í tíu ár þeg-
ar eldri drengurinn
fæddist. Hún segir
að það hafi verið
gífurleg breyting
fyrir sig að eignast
hann og enn meiri
þegar sá yngri
fæddist. „Ég ferðað-
ist mikið um heim-
inn og uppliföi
margt. í rauninni
lifði ég hálfgerðu
tívolílífi. Nú er
bara annað tekið
við - alvara lífsins
og hún er ekkert
síður skemmtileg.
Það breytist auðvit-
að margt þegar
börnin fæðast. Það
er alltaf jafn mikið
að gera í vinnunni
hjá Óla og honum
gefast færri stundir
tfl ritstarfa þar sem
bamastússið tekur
oft við þegar heim
kemur. Eldri strák-
urinn okkar er
óvenju fyrirferðar-
og kraftmikill. Hon-
um veitir því ekki
af aðhaldinu.“
Þau Anna og Ólafur
Jóhann hafa þurft
að kaupa alla hluti
í nýja húsið þar
sem þau eru ekki
beinlínis að flytja
sig um set. „Maður
uppgötvar á hverj-
um degi að eitthvað
vantar, t.d. bara
ostaskera eða eitt-
hvað þess háttar,
þannig að þetta er
eins og að byrja búskap upp á nýtt,“
segir hún. „En það hefur verið virki-
lega þægUegt hversu sammála við
höfum veriö um afla hluti.“
Áhugamálið bíður
Um síðustu helgi skaust Anna tU
New York og hún segir að það hafi
vissulega verið skrítið að koma inn á
gamla heimUið sitt eftir að hafa ver-
ið að móta það nýja. „Það var reynd-
ar notalegt að koma í íbúðina í New
York en mér finnst betra að vera hér,
þetta er miklu stærra."
Þau hjónin nafa leigt húsnæði á
Manhattan og hafa búið þar frá því
þau fluttu tU borgarinnar fyrir fimm
árum. Anna segir að það hafi aldrei
komið til greina að byggja upp fram-
tíðarheimili þar. „Hér eru fjölskyld-
ur okkar,“ segir hún. „Við höfum
aUtaf lagt áherslu á að vera hér yfir
jól, áramót og á sumrin. Ég hef líka
kosið að fæða börnin mín hér heima
enda er það miklu persónulegra en
úti.“-
Áður en börnin komu tU sögunnar
starfaði Anna sem líkamsræktar-
kennari í New York. „Ég hef alveg
þurft að leggja þetta áhugamál mitt á
hiUuna sem mér finnst slæmt,- Hins
vegar vonast ég til að þegar um
hægist geti ég farið að hreyfa mig
meira.“
Á flakki milli
heimsborganna
Þegar viðtalið var tekið á fimmtu-
dag var Ólafur Jóhann í viðskipta-
ferð í London en
Anna átti von á
honum um kvöldið.
Á mánudag heldur
hann síðan tU New
York. Anna segist
aldrei ræða vinn-
una við hann. „Mér
finnst, þegar fólk
vinnur svona mik-
ið, að það eigi að
ræða aðra hluti
þegar heim kemur.
Hann reynir að
hjálpa mér með
börnin og heimUis-
störfin þegar frí
gefst. Vissulega er
Óli mikið fjarver-
andi en þó ekki eins
og sjómenn. Maður
venst ótrúlega fljótt
þessum ferðalögum
hans þótt ég viti aldrei hvar hann
verður næsta dag; i Evrópu, Japan
eða Kaliforníu. Það hefur komið fyr-
ir að hann hefur gleymt að segja mér
að hann væri á leiðinni úr landi,
man það kannski rétt áður en hann
hoppar upp í flugvélina. Oft man
hann það varla sjálfur að hann sé að
fara. Sem betur fer er þessum ferða-
lögum heldur að fækka. Þetta var
rosalegt á tímabUi. Ég held að það sé
mjög óhollt að vera stöðugt í flugvél-
um.“
Ekkert lúxus-
eða glamúrlíf
Þegar Anna er spurð hvort það sé
ekki álag á hana að vera gift svo
frægum manni segist hún ekki finna
fyrir því í Bandaríkjunum. „Ég hef
orðið vör við það hér á landi að fólk
heldur að við lifum einhvers konar
lúxus- eða glamúrlífi. Það er aUs ekki
þannig. Ég skal viðurkenna að við
höfum það ágætt en það liggur líka
mikU vinna að baki. Við leiðum aUt
öfundartal hjá okkur en vissulega
hefur maður orðið var við slíkt,“ seg-
ir hún. Anna hefur ekki orðið fyrir
beinum óþægindum vegna afskipta
fólks en hún segir að Ólafur fái lítinn
frið þegar hann fer t.d. á .skemmti-
staði hér á landi.
Anna viðurkennir
að það fylgi því
vissar kvaðir í
Bandaríkjunum að
vera forstjórafrú.
„Það er ætlast tU
þess að maður líti
vel út. Við þurfum
að vera viðstödd
margar frumsýn-
ingar, taka þátt í
kokkteUboðum og
veislum. Ég hef
satt að segja ekk-
ert sérstaklega
gaman af því. Ég
er meira fyrir að
vera heima með
fjöiskyldunni. Mér
er alveg sama um
fræga fólkið og
finnst það ekkert
merkUegra en hver annar. Það gegn-
ir bara öðruvísi störfum."
Engin sniglaveisla
Anna segir að hennar aðaláhuga-
mál sé heUsurækt og íþróttir. „Ég er
líka mikU útivistarmanneskja. Hér
heima fer ég mikið í sund og hef gam-
an af að ferðast en því miður hefur
ekki verið tími til þess. Ég hef líka
gaman af matargerð, er kannski ekki
góður bakari en hef gaman af elda-
mennsku. Ólafur er mUcUl matmaður
og okkur finnst skemmtUegt aö bjóða
fólki í mat.“
Það liggur beinast við að spyrja
Önnu hvort hún eldi oft snigla en
hún er fljót að neita því. „Ég borða
Fjölskyldan sameinuð. Ólafur Jóhann hefur átt við veikindi að stríða en er
að ná sér.
Olafur Jóhann og Anna brugðu á
leik með strákana sína fyrir Ijós-
myndarann í nýju borðstofunni.
,Ég er mikil fjölskyldumanneskja og fræga fólkið skiptir mig engu máli,“ segir Anna Ólafsdóttir en þeim hjónum er ávallt boðið á frumsýningar í stórborginni
>g kokkteilveislur. DV-myndir Gunnar V. Andrésson
ekki snigla og mun ekki aðstoða við
þá matargerð ef Ólafur vUl halda
sniglaveislu einhvern tíma,“ segir
hún og hlær. „Ég hef gaman af að
elda pastarétti og kjúklingar eru
mjög ódýrir úti þannig að þeir eru oft
á borðum. Annars er verðlag á mat
hér og í New York mjög svipað. New
York er orðin dýr borg. Hins vegar
var mikUl verðmunur hér og í Kali-
forniu.“
Starfaði sem au-pair
Þegar Anna sá Ólaf Jóhann fyrst
fyrir tólf árum var einhver sem benti
henni á hann og sagði; „Þessi er í eðl-
isfræði". „Það kom mér mjög á óvart
því ég hélt að eðlisfræðingar væru
með kringlótt gleraugu á nefinu og
svolítið prófessorslegir,“ segir hún.
Ólafúr Jóhann fór tU Bandaríkj-
anna tveimur árum á undan Önnu.
Hann stundaði framhaldsnám í
Boston. Árið 1986 ákvað hún að flytja
út tU hans og bauðst henni þá au-pair
starf á heimUi þar sem þau bjuggu.
„Við ætluðum einungis að búa þar
meðan við værum að leita að hús-
næði en þegar mér bauðst vinnan
urðum við þar áfram. Þetta var hjá
Lovísu Fjeldsted og Magnúsi Böðv-
arssyni sem áttu fjögur börn.
Á þeim tíma datt mér ekki í hug að
við ættum eftir að setjast að í Banda-
ríkjunum. Það kom ekki upp fyrr en
eftir að Óli útskrifaðist að hann fékk
atvinnutilboð frá Sony. En það var
erfitt að fá atvinnuleyfi. Við komum
heim í eitt ár meðan beðið var eftir
því. Það lagðist vel í mig að flytja út
þá enda var maður ungur og tU í
hvað sem var. Ég sá Kaliforníu í
nokkrum hiUingum, strandlíf og sól,
eins og í bíómyndum. Hins vegar
fluttum tU norðurhluta Kaliforníu
þar sem var engin strönd en vissu-
lega næg sól.“
New York togar
„Mig langaði aUs ekki að flytja tU
New York fyrir fimm árum. Ég var
hrædd við borgina og leist ekkert á
hana. Ég átti líka
góðan vinahóp í
Kaliforníu, var
ánægð þar og í
góðri atvinnu.
Ætli ég hafi ekki
verið sex mánuði
að sætta mig við
New York. Núna
myndi ég ekki
vUja skipta. Það er
helmingi lengra tU
íslands frá Kali-
forníu, auk þess
sem New York er
yndisleg borg. Það
gæti hins vegar
breyst þegar strák-
arnir komast á
skólaaldur. Ég
fann það um síð-
ustu helgi, þegar
ég skrapp tU New
York í fjóra daga, að borgin á mikið í
mér, þar þekki ég orðið alla hluti.“
Anna segist búa í fimm hæða góðu
húsi í New York. Hún hefur ekki
mikið samband við íslendinga en ná-
grannar hennar eru konur á sama
aldri með lítil börn þannig að mikiU
vinskapur hefur myndast milli
þeirra.
Öflugt öryggiskerfi
Flestir vita hversu vandlega geng-
ið er frá öUum öryggisþáttum í íbúð-
um í New York. Það er kannski sér-
kennUegt tU þess að vita að ekki þarf
minni öryggiskerfi á íslandi. Nýja
Nýja húsið er ekki alveg tilbúið og Anna segir að enn vanti alla hluti á veggi.
Yngri sonurinn, Árni Jóhann, lætur sér fátt um finnast þó fjölskyldan búi sér
til nýtt heimili frá grunni.
húsið þeirra Önnu og Ólafs Jóhanns
í Reykjavík er búið svo fuUkomnu ör-
yggiskerfi að það fer allt í gang við
minnstu snertingu. Einhvern tíma
heföi fólk ekki grunað að þörf væri á
slíku á íslandi sem þykir nú bráð-
nauðsynlegt.
Ekki í toppformi
Þegar Anna er spurð hvort hún
hafi ekki tekið manninn sinn í tíma í
líkamsræktinni svarar hún því neit-
andi. „Hann hefur aldrei tíma. Við
höfum verið með þrekhjól heima og
æfðum talsvert á timabUi. Það er þó
ekki hægt að segja að við séum hjón
í toppformi núna.
Við vitum þó að það
er bráðnauðsynlegt
að hreyfa sig, sér-
staklega fyrir fólk
sem vinnur svona
mikið eins og Óli.
Hann verður þó að
fara varlega eftir
veikindin og þarf að
ná sér fullkomlega
áður en hann fer að
huga að líkamsrækt-
inni.“
Anna hugsar hlýtt
tU framtíðarinnar og
þégar hún er spurð
hvort það sé í raun-
inni ekki bara
skemmtUegt að eiga
heimili í tveimur
löndum svarar hún:
„Þetta er bara alveg
ágætt. Þegar mesti hitinn er í New
York er fint að vera í rigningunni
hérna.“