Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995
45
Merming
Fidla og píanó
Þær Margrét Kristjánsdóttir fiöluleikari og Nína
Margrét Grímsdóttir píanóleikari léku á síðustu
þriðjudagstónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
nú í vikunni.
Margrét nam við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá
Guðnýju Guðmundsdóttur og síðar við Mannes College
of Music í New York þar sem hún lauk bæði bachel-
or- og mastersprófi. Hún hefur leikið með Sinfóníu-
hljómsveit íslands þar sem hún er fastráðin síöan 1993.
Nína Margrét stundar doktorsnám í píanóleik við
City University of New York en starfar auk þess við
Bloomingdale tónlistarskólann þar í borg. Hún hefur
undanfarið unnið að rannsóknum um þróun píanó-
leiks á íslandi. Hún hefur víða komið fram, m.a. á
vegum EPTA, í Purcell Room í London og Rockefeller
Center í New York og starfar að staðaldri með fiðlu-
leikaranum Nicholas Milton í dúóinu NOMOS, en þau
fluttu m.a. allar fiðlusónötur Beethovens á síðasta
starfsári í New York.
Þær Margrét og Nína hafa starfað saman í nokkur
ár og haldið tónleika í Reykjavík og New York.
Efnisskráin hófst á Sónötu nr. 3, op. 30 í G-dúr, eftir
Beethoven. Þær Nína og Margrét eru báðar hinar
vönduðustu tónlistarkonur og einkenndist leikur
þeirra af vönduðum vinnubrögðum. Nokkuð skorti þó
á kraft og stærð í tón Margrétar, einkum í síðasta
þætti verksins, en Nína lék af miklu öryggi og sterkri
tilfmningu. Þijár rómönsur fyrir fiðlu og píanó op. 22
Tórúist
Askell Másson
eftir Clöru Schumann voru samdar u.þ.b. 50 árum eft-
ir sónötu Beethovens sem á undan fór á efnisskránni.
Þetta er verk einfalt að gerð, en áferðarfallegt og vand-
að í mótun. Þær Margrét og Nína léku verkiö mjög
fallega. Tónn Margrétar er kannski ekki mjög kraft-
mikill og fylltur, en hann er bæði hreinn, tær og fall-
ega myndaður. Þannig naut hún sín best í meistara-
verki Janacek, Sónötunni frá árinu 1913, samdri rétt-
um 60 árum eftir rómönsum Clöru. Átti þetta kannski
sérstaklega við um Ballöðuna, sem Margrét lék mjög
vel. Saman fóru þær Margrét og Nína á kostum í flutn-
ingi þessa frábæra verks.
Aðstandendum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er
að lokum þakkað fyrir athyglisverða tónleikaröð í
sumar.
Djassplata
ársins
- Movin' Out
Movin’ Out, geislaplata Jespers Thilo, var kjörin
djassplata ársins 1994 í Danmörku.
Tenórsaxistinn Jesper Thilo er einn af þekktustu
djassleikurum Dana. Hann er fæddur 1941 og er stíll
hans mótaður af Coleman Hawkins og litaður af Ben
Webster, og er einstaklega lipur og léttleikandi. Á
nýjustu geislaplötu Radioens Big Band er hann í lykil-
hlutverki sem sólisti, en sú plata er helguð verkum
Dukes Eflingtons. Jesper Thilo er einn af gestum okk-
ar á RúRek ’95 og blæs við opnunina 3. september í
Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt Bent Jædig, öðrum dönsk-
um tenórrisa sem við þekkjum frá fyrstu RúRek hátíð-
inni.
Movin’ Out er tríóplata - meðleikarar Thflos eru
þeir Ben Besiakov á píanó og Jesper Lundgárd á bassa,
en honum muna menn eftir frá RúRek ’93 með Svend
Asmussen og einnig Freddie Hubbard. Trommaraleys-
ið hijáir þá félagana ekki baun, þetta er dúndrandi
swingmúsík, ágætlega afslöppuö og dönsk. Þeir leika
eingöngu gamlar perlur á plötunni, On Green Dolphin
Street er upphafsópusinn, vel og lipurlega keyrður,
síðan There Will Never Be Another You sem er spilað
mun hægar en yfirleitt tíðkast. Blue Monk er einnig
í rólegri kantinum, jafnvel um of fyrir smekk rýnis,
en þar beitir Lundgaard boganum á bassann í sínu
sólói. Stardust er stundum sagt vinsælasta lag ailra
tíma, og ekki dvína vinsældir lagsins við þessa útgáfu.
Tenórinn snöktir þetta hunangsþýtt í Websterskum
anda, dönsk huggulegheit eins og þau gerast best, og
ásamt Thou Swell eftir Rogers og Hart kannski það
Jesper Thilo er einn af þekktustu djassleikurum Dana.
Djass
Arsæll Másson
besta á plötunni. Síðasta lagið er Till There Was You
eftir Meredith Wflson sem flestir þekkja kannski best
í flutningi Bítlanna, og fær það' góða meðferð hér.
Movin’ Out er plata fyrir alla sveifluunnendur, hún
er ekki kjörin djassplata ársins út á frumlegheit eða
nýjungar í spilamennsku heldur fyrir frábæran flutn-
ing og fallega spilamennsku á sígildri djasstónlist. Ég
vil að lokum skora á menn að koma og hlusta á Je-
sper Thilo á RúRek, því miðað við spilamennsku hans
á þessari plötu verður það svo sannarlega þess virði.
Andstæður og dulúð
Þeir Þórhallur og Snorri Sigfús Birgissynir komu
fram á tónleikum Óháðrar listahátíðar sl. miðvikudag.
Á efnisskránni var eingöngu íslensk tónlist.
Tónleikarnir hófust á einleiksverkinu Æfingar fyrir
píanó, sem höfundurinn, Snorri Sigfús, lék sjáifur.
Þetta stóra og ágæta verk samdi Snorri á árinu 1981
og frumflutti á ógleymanlegum tónleikum í Háskóla-
bíói skömmu síðar. Verkið er í 21 þætti og er tónræn
skoðun höfundarins á tarot-spilunum.
Hér kennir margra grasa, en mikill agi og dulúð eru
meðal þess sem er mest áberandi. Undirritaður hefur
heyrt verkið nokkrum sinnum, bæði á tónleikum og
í upptöku, og var þessi flutningur eftirminnilegur.
Næst frumflutti Snorri einleiksverk eftir Finn Torfa
Stefánsson, Preluda-Toccata-Fuga, samið fyrr á þessu
ári. Eins og titill verksins gefur í skyn er um fremur
heföbundnar vinnuaðferðir að ræða í samsetningu
þess. Finni tekst þó að gera tónmáliö áhugavert og
skrifa um leið athyglisverða píanótónlist. í fyrsta þætti
verksins er mikið um þríundir sem mynda oft á tíöum
hefðbundna dúr-hljóma. Toccatan einkennist m.a. af
miklum og snöggum styrkleikabreytingum, en Fúgan
er ljóöræn og falleg og einkar vel gerð af Finni. Ekki
var aö merkja annað en að verkið væri mjög vel flutt.
Þá kom nýtt píanóverk frá hendi Leifs Þórarinsson-
ar, einnig frá þessu ári, og var það frumflutt. Preludio-
Intermezzo-Finale fyrir píanó heitir það og er tileinkað
Jóhönnu Sveinsdóttur sem lést sviplega fyrr á árinu.
Preludían er tveggja radda hugleiðing, eins konar
hæglátar harmónískar samræður sem oft eru kanón-
ískar, þ.e. byggðar upp eins og keðjusöngur. Annar
þátturinn, Intermessóið, ber fremur einfalt yfirbragð,
en er geysifalleg músík sem eins og leitar stöðugt að
einhverju æðra takmarki. Síðasti þátturinn hefst á
kraftmiklum upphrópunum, sem á stundum eru brú-
aðar með ljúfustu hljómum. Andstæðum er teflt sam-
an, en verkið endar á kraftmikinn hátt. Þetta verk
Tónlist
Askell Másson
Leifs er áreiðanlega meðal ágætustu píanóverka okk-
ar, ásamt Æfingum Snorra.
Síöasta verk tónleikanna var Novelette fyrir fiðlu
og píanó frá árinu 1993 eftir Snorra. Þetta er í fyrstu
draumkennd tónlist, mjúkt líðandi og oftast fremur
ljúf, en þó ekki án átaka, einkum er á líður. Þetta er
gott verk frá hendi Snorra og óvenju djúp tónsmíð af
Novelettu að vera. Þeir bræður Þórhallur og Snorri
fluttu verkið mjög vel og af innlifun.
Gamla Iðnó býr greinilega yfir miklum möguleikum
sem tónleikahús. Sviðsopið þyrfti að víkka og ein-
angra þarf útveggi þannig að hljóð berist síður inn að
utan. Hljómburðurinn er hlýr og mátulega opinn og
sem slíkur kjörinn fyrir hvers kyns kammertónlistar-
flutning. Vonandi rætist draumurinn.
ENSKA ER OKKAR MAL
Sérmenntaðir enskukennarar
Samuel
INNRITUN
STENDUR YFIR
i síma 552 5900 & 552 5330
Enskuskólinn
VINSÆLUSTU ENSKUNAMSKEIÐ A LANDINU -TUNGOTU 5
I
BHEiOABLIK
Kópavogsbúar
Mætum á völlinn í dag kl. 14.
Sjóvá Almennradeildin
BREIÐABUK- FH
. Áfram, Breiðablik .
UKAMSRÆKT
JÚDÓ
..,isife
TAEKWONDO
■ ÞREKTIMAR IHADEGINU
• FITUBRENNSLA í HÁDEGINU
• EINKAÞJÁLFUN FYRIR HÁDEGI
• RÁÐGJÖF UM MATARÆÐI
..og svo á eftir - Ljós og Sauna
láttu sjá þig semfyrst
kmm
Júdó GYM
E I N H O L T I 6
S : 562 7295
Gasmiðstöðvar ^
í stærðum: 1800 - 2400 - 2800 og 4000 W, 12 og
24 volt. Fyrir: vörubíla, vinnuvélar, báta, húsbila,
hjólhýsi, sumarbústaði o.fl.
* Eyðslugrannar á gas og rafmagn.
* Thermostat til að halda réttu hitastigi.
* Mjög örugg tæki.
* Mjög hreinleg og án mengunar.
* Mjög hljóðlátar.
* V-þýsk gæðaframleiðsla í áratugi.
* Einnig tilheyrandí lagningarefni, s.s. barkar, rör, beygjur, ristaro.fi.
Láttu ekki kuldann kvelja þig.
BILARAF HF.
Borgartúni 19, sími 552 4700 - fax 562 4090