Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995
59
Afmæli
Steinþór Einksson
Steinþór Eiríksson, myndlistar-
maður og vélvirki, Hjarðarhlíð 1,
Egilsstöðum, er áttræður í dag.
Starfsferill
Steinþór fæddist á Fremraseli í
Hróarstungu og ólst þar upp fyrstu
fjögur árin en síðan að Þórsnesi í
Hjaltastaðaþinghá við öll almenn
sveitastörf þess tíma.
Steinþór naut bamaskólakennslu
í einungis fimm mánuði. Á ungl-
ingsámnum var hann m.a. í brúar-
vinnu við brúna yfir Selfljót. Hann
fór síðan til Bjarna Runólfssonar,
þjóðhagssmiðs í Hólmi í Landeyjum
og vann hjá honum í eitt ár en starf-
aði síðan á vélaverkstæði Sigurðar
Sveinbjörnssonar í Reykjavík í þrjú
ár.
Steinþór flutti aftur austur á
stríðsárunum, lauk þá sveinsprófi í
vélvirkjun og hóf rekstur vélaverk-
stæðis á Reyðarfirði en flutti til Eg-
ilsstaðai944, byggði þar hús sem
einn af frumbyggjum staðarins og
hóf þar rekstur búvélaverkstæðis
sem hann starfrækti um árabil.
Steinþór hætti verkstæðisvinnu
um 1970 vegna heilsubrests. Þá tók
hann hið meira bifreiðapróf, stund-
aði leigubílaakstur á Egilsstöðum
og annaðist leiðsögn fyrir ferða-
menn, auk þess sem hann var frétta-
ritari Morgunblaðsins um árabil.
Steinþór kynntist málaralistinni
tíu ára er Freymóður Jóhannesson
listmálari gisti í Þórsnesi hjá for-
eldrum hans. Hefur Steinþór alla tíð
síðan haft mikinn áhuga á málara-
list. Hann málaði lengi í stopulum
tómstundum en sneri sér að málara-
hstinni fyrir alvöru um 1970 og hef-
ur málað síðan, einkum landslags-
myndir frá Austurlandi.
Fyrstu einkasýningu sína hélt
Steinþór í Hamragörðum í Reykja-
vík 1973 og seldust þá upp allar
myndirnar. Hann hefur síðan haldið
á fiórða tug einkasýninga víðs vegar
um land, einkum þó á Austurlandi.
Auk þess hefur hann tekið þátt í
samsýningum.
Steinþór var einn af stofnendum
slysavarnafélagsins Gróar á Egils-
stöðum, gegndi trúnaðarstörfum
fyrir félagið og er heiðursfélagi þess.
Þá hefur hann starfað með Rotary-
hreyfingunni og í Frímúrararegl-
unni. Um þessar mundir er að koma
út bók um líf og hst Steinþórs: Mag-
isterinn, eftir Vilhjálm Einarsson,
fyrrv. skólameistara.
Fjölskylda
Steinþór kvæntist 1.9.1946, Þór-
unni Þórhahsdóttur, f. 16.2.1920, d.
6.2.1995, saumakonu oghanda-
vinnukennara við Húsmæðraskól-
ann á Hallormsstað. Hún var dóttir
Þórhalls Bjömssonar, óðalsb. á
Ljósavatni í Ljósavatnsskarði, og
k.h., Jennýjar Karitasar Björnsdótt-
ur húsfreyju.
Börn Steinþórs og Þórunnar: Ei-
ríkur, f. 12.7.1947, d. 10.11.1973, vél-
smíðameistari í Reykjavík, var
kvæntur Hrefnu Loftsdóttur hús-
móður og era dætur þeirra Ehn
Þórunn og Elfa Björk en seinni
Steinþór Eiriksson.
maður Hrefnu er Hjörtur Karlsson
rafvirkjameistari og er dóttir þeirra
Tinna; Stefanía, f. 3.4.1949, veflistar-
og teiknikennari á Hallormsstað,
gift Gissuri Þór Árnasyni húsa-
smíðameistara og eru börn þeirra
Rannveig sem á dótturina Hrefnu
Rós, Steinþór Hannes og Árni
Kristján; Jenný, f. 2.6.1956, húsmóð-
ir á Egilsstöðum, gift Guðmundi
Kristjánssyni verkamanni og eru
börn þeirra Eiríkur Gauti, Kristján
Friðrik og Karitas Eir; Þórhalla, f.
22.11.1961, húsmóðir í Garðabæ, gift
Óskari Baldurssyni framkvæmda-
stjóra og eru börn þeirra Ýmir og
ErlaYlfa.
Steinþór er einbirni.
Foreldrar Steinþórs voru Eiríkur
Þorkelsson, f. 18.8.1874, bóndi að
Þórsnesi, og k.h., Stefanía Eyjólfs-
dóttir, f. 8.10.1875, húsfreyja.
Steinþór dvelur á afmælisdaginn
hjá dóttur sinni og tengdasyni að
Smáraflöt 38 í Garðabæ.
Kristján Guðmundur Sigurmundsson
Kristján Guðmundur Sigurmunds-
son framkvæmdastjóri, Kvisthaga
27; Reykjavík, verður níræður á
morgun.
Starfsferill
Kristján fæddist að Fossá á Baröa-
ströndinni og ólst þar upp. Hann
stundaði nám við Verslunarskólann
í Reykjavík og lauk þaðan prófum.
Að námi loknu var Kristján sölu-
maður hjá smjörlíkisgerðinni Bláa
borðanum og síðan hjá sælgætis-
geröinni Víkingi. Hann stofnaði fyr-
irtækiö Crystal 1939 og starfrækti
þaðtilársins 1992.
Fjölskylda
Krisfián kvæntist23.7.1953
Guðnýju Jóhannsdóttur, f. 15.6.
1916, d. 17.3.1993, húsmóður. Hún
var dóttir Jóhanns Jónsson, f. 14.7.
1877, d. 8.7.1921, skipstjóraogbónda
að Auðkúlu í Arnarfirði, og k.h.,
Bjarneyjar Jónínu Friðriksdóttur,
f. 8.6.1876, d. 16.2.1952, húsfreyju.
Börn Kristjáns og Guðnýjar eru
Snæbjörn Kristjánsson, f. 23.7.1939,
framkvæmdastjóri, kvæntur Huldu
í. Kristinsdóttur og eru börn þeirra
Guðný K. Snæhjörnsdóttir og Krist-
ján G. Snæbjörnsson; Smári Krist-
jánsson, f. 26.5.1947, sjómaður, var
kvæntur Bergljótu Davíðsdóttur en
þau skhdu og eru dætur þeirra Erna
Sif, Ragnheiður Sif og Silja Sif en
dætur Smára fyrir hjónaband eru
Hulda Kristín, f. 3.5.1968, og María
Smáradóttir, f. 21.2.1971.
Synir Krisfiáns frá því fyrir hjóna-
band eru Kristján Steinar Kristjáns-
son, f. 26.3.1937, og Grétar Svan
Kristjánsson, f. 17.6.1938.
Systkini Kristjáns: Haraldur S.
Sigurmundsson, f. 2.8.1902, d. 15.8.
1988, bóndi að Fossá á Barðaströnd;
Sigríður, f. 24.6.1904, d. 6.1.1985;
Magöalena Sesselja, f. 24.6.1904, d.
26.2.1953; Ingvi Óskar, f. 15.6.1912,
d. 24.6.1935; Kristinn Valberg, f. 30.1.
1920, d. 11.9.1985.
Foreldrar Kristjáns voru Sigur-
Kristján Guðmundur Sigurmunds-
son.
mundur Katrínus Guðmundsson, f.
13.10.1873, d. 7.11.1955, bóndi að
Fossá á Barðaströnd, og k.h., Kristín
Kristjánsdóttir, f. 20.8.1879, d. 2.9.
1963, húsfreyja.
Krisfián verður að heiman á af-
mæhsdaginn.
Til hamingju með afmælið 3. september
90 ára 75ára
Þorgerður Bjarnadóttir,
Efri-Ey 3, Skaftárhreppi.
85 ára
Gunnar Jónsson,
Blikanesi 14, Garðabæ.
Auður Gísladóttir,
Eyrarbraut 16, Stokkseyri.
Jóhanna Davíðsdóttir,
Kópavogsbraut la, Kópavogi.
Kristjana Bjarnadóttir húsmóðir,
Þórsgötu 10,
Reykjavík,
Maöur hennar
erSigurður
Kristjánsson
listmálari.
Kristjanaverö-
uraöheimaná
afmaílisdagmn.
80 ára
Jóhanna Eiríksdóttir,
Safamýri 46, Reykjavík.
Sigurbjörg Jónatansdóttir,
Vallholtsvegi 17, Húsavík.
70ára
Guðmundur Benediktsson,
Hraunbæ 140, Reykjavík.
60ára_______________
Svandís Sigurðardóttir,
Hásteinsvegi 18, Stokkseyri.
Heiða Þórðardóttir,
Hamragerði 21, Akureyri.
Gunnar Benediktsson,
Álfheimum, Dalabyggð.
Klara Björnsdóttir,
Grundargotu 70, Grundarfirði.
Rúnar Sigurður Þórisson,
Brekastíg 6, Vestmannaeyjum.
Sigríður Stefánsdóttir,
Álfheimum 66, Reykjavík.
40 ára
Björn Þrastar Þórhallsson,
Reynigrund 7, Kópavogi.
Katrín Jóna Hafsteinsdóttir,
Þórsgötu 7, Reykjavík.
Þorbjörg Guðnadóttir,
Hjahalundi 18, Akureyri.
Magnús Jónasson,
Hábrekku 4, Snæfellsbæ.
Sigrún Jóna Eyjólfsdóttir,
Fífurima2, Reykjavík.
Jón Arnfinnur Helgason,
Tungusíðu 12, Akureyri.
Björn Benediktsson,
Arnarhrauni4, Haftiarfirði.
Áslaug Sólveig Guðmundsdóttir,
Þverá, Eyja- og Miklaholtshreppi.
Laura Ann Valentino,
Vesturgötu 4, Reykjavík.
á næsta sölustað I Áskriftarsími 563-2700 |
INNANHÚSS-
ARKITEKTÚR
í frítíma yðar með bréfaskriftum
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,,. vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl.
Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ
Nafn .........................
Heimilisfang ..........................
Akademisk Brevskole A/S
Jyllandsvej 15 • Postboks 234
2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark
Umsjónarmaður orðabanka
íslensk málstöð óskar eftir að ráða mann í 2-3 ár til að
hafa umsjón með orðabanka málstöðvarinnar. Þetta er
nýtt starf sem krefst góðra skipulagshæfileika, frumkvæðis
og hugkvæmni og reynir á samvinnulipurð. Umsækjendur
þurfa að hafa háskólapróf og helst í íslenskri málfræði.
Umsjónarmanni er m.a. ætlað að gera orðasöfn málstöðvar-
innar aðgengileg á tölvuneti í samvinnu við tölvunarfræð-
ing, ef svo ber undir. Hann þarf að eiga samskipti við inn-
lendar orðanefndir og erlendar stofnanir sem málstöðin
hefir samstarf við, skipuleggja notkunarnámskeið fyrir þýð-
endur o.fl.
Starfið er launað sem sérfræðingsstarf.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um námsferil og störf,
þurfa að berast íslenskri málstöð, Aragötu 9, 101 Reykja-
vík, fyrir 1. október 1995.
Nánari vitneskju veitir forstöðumaður íslenskrar málstöðv-
ar, sími 552 8530.
ÍSLENSK MÁLSTÖÐ
Hússtjórnarskólinn
í Reykjavík
Námskeið á haustönn 1995
1. Saumanámskeið 6 vikur
Fatasaumur miðvikudaga 19-22
Bútasaumur mánudaga 19-22
Útsaumur, fatas. mánudaga 14-17
2. Prjónanámskeið 5 vikur
Kennt fimmtudaga 19-22
3. Vefnaðarnámskeið 7 vikur
Kennt mánud., þriðjud., fimmtud. 13.30-16.30
4. Matreiðslunámskeið 6 vikur
Kennt mánud. og miðvikud. 18-21
5. Stutt matreiðslunámskeið
Gerbakstur 2 skipti
Grænmetis- og baunaréttir 2 skipti
Kennt þriðjud. og fimmtud. 18-21
6. 8. janúar 1996 hefst 5 mánaða hússtjórnar-
skóli. Heimavist fyrir 15 nemendur.
Upplýsingar og innritun í síma 5511578 alla virka
daga kl. 10-14.