Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Page 53
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995
DV
Helgi Björnsson í eldlínunni.
SSSÓIá
Gauknum
Helgi Björnsson og félagar hans
í SSSól verða í eldlínunni annað
kvöld en þá ætla strákamir að
troða upp á Gauki á Stöng.
Laugardagsganga í Kópa-
Vogi
Vikuleg laugardagsganga Hana
nú í Kópavogi er í dag. Lagt er
af stað frá Gjábakka, Fannborg
8, kl. 10.
Samkomiir
Opíð hús
Opiö hús er hjá Bahá’ium í
kvöld kl. 20.30 að Álfabakka 12.
Leyndirdraumar
Leikfélagiö Leyndir draumar
sýnir Mitt bælda líf eða Köttur
Schrödingers í Möguleikhúsinu
við Hlemm á morgun.
Aftansöngur Maríu meyjar
Maríuvesper eða Aftansöngur
Maríu meyjar verður fluttur á
tónleikum á Akm-eyri i kvöld kl.
20.30.
Kúmentínsla í Viðey
í dag veröur farin vikulega
laugardagsganga um norður-
strönd Viðeyjar og hefst hún við
kirkjuna kl. 14.15. Athyglier vak-
in á því að í eyjunni er nóg af
kúmeni sem gestir geta haft með
sér heim.
Listsköpun
í dag verður opið hús í Brunn-
inum í Hólmgarði 34. Þar er boðið
upp á námskeiö fyrir alla aldurs-
hópa en lögð er áhersla á listsköp-
un i fjölbreyttri mynd.
Gönguferðir
Á morgun býður Ferðafélag ís-
lands upp á nokkrar gönguferðir.
Farið verður í Þórsmörk kl. 8 og
tveimur og hálfri klukkustundu
síöar er farin skemmtileg göngu-
Útivist
leið austan Þingvalla, sem fáir
hafa farið.
Eftir hádegið, kl. 13, er svo boð-
ið upp á nýja ferð á svæðið milli
Kálfatínda og Hrafnabjarga.
Brottfarir eru frá BSÍ, austan-
megin, og frá Mörkinni 6. .
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 210.
01. september 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 65,520 66,860 66,120
Pund 101,690 102,210 102,240
Kan. dollar 48,740 49,050 49,330
Dönsk kr. 11,5080 11,5690 11,5890
Norsk kr. 10,2190 10,2750 10,2630
Sænsk kr. 8,9530 9,0020 9,0270
Fi. mark 14,8860 14,9740 15,1060
12,9880 13,0620 13,0350
Belg. franki 2,1708 2,1838 2,1869
54,4600 54,7600 54,5200
39,8600 40,0900 40,1500
Þýskt mark 44,6800 44,9100 44,9400
0,04025 0,04050 0,04056
6,3510 6,3900 6,3940
0,4297 0,4323 0,4329
Spá. peseti 0,5218 0,5250 0,5269
0,67140 0,67550 0,67750
104,000 104,650 104,690
SDR 97,69000 98,28000 98.49000
ECU 83,6000 84,1000
Slmsvari vegna gengisskráningar 623270.
Hlýjast sunnanlands
I dag veröur noröan og norðaustan
kaldi og smáskúrir norðaustanlands
en annars þurrt og víða léttskýjað.
Veðrið í dag
Hiti verður á bilinu 6-14 stig, hlýjast
sunnanlands en svalast við norð-
austurströndina.
Á höfuöborgarsvæöinu verður
norðlæg átt, gola eða kaldi og léttir
til. Hiti á bilinu 8-12 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 20.42
Sólarupprás á morgun: 6.14
Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.44
Árdegisflóð á morgun: 12.34
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri skýjað 12
Akumes léttskýjaö .12
Bergsstaöir skýjað 11
Bolungarvík skýjað 8
Grímsey skýjað 11
Egilsstaðir skýjað 13
Kefla víkurílugvöilur úrkoma 10
Kirkjubæjarklaustur skýjað 11
Raufarhöfn skýjað 10
Reykjavík skýjað 10
Stórhöföi úrkoma 10
Bergen skýjað 12
Helsinki skýjað 16
Kaupmannahöfn skýjað 17
Ósló skýjað 19
Stokkhólmur rigning 15
Þórshöfn súld 12
Amsterdam léttskýjað 20
Barcelona skýjaö 25
Feneyjar skýjað 18
Frankfurt skýjað 16
Glasgow skýjaö 17
Hamborg súld 15
London skýjað 19
LosAngeles léttskýjað 18
Lúxemborg skýjað 17
Madríd skýjað 29
Maliorca skýjað 27
Montreal heiðskírt 19
New York léttskýjað 24
Nice léttskýjað 23
Nuuk rigning 5
Orlando þokumóða 25
París hálfskýjað 18
Róm léttskýjað 22
Vín rigning 10
Winnipeg léttskýjað 11
“’er 1 < ?f|
9° / m * 1 „ ^
OT 13°0^ 15‘
12” Veöríö kl. 12 á hádegi
Hótel Örk í Hveragerði:
Stjómin
á blómaballi
Hið árlega blómaball verður
haldið í kvöld á Hótel Örk í Hvera-
gerði. Eins og jafnan áður verður
þar mikið um að vera en það er hin
landskunna hljómsveit, Stjómin,
sem ætlar að halda uppi íjörinu.
Skemmtanir
Sem fyrr eru það Sigríður Bein-
teinsdóttir og Grétar Örvarsson
sem eru í fararbroddi Stjórnarinn-
ar en aðrir meðlimir eru Friðrik
Karlsson, gítar, Jóhann Ásmunds-
son, bassi, og Halldór Hauksson,
trommur.
Á ballinu verður valin blóma-
drottning ’95.
Sigga Beinteins og strákarnir.
Myndgátan
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi.
- * * ■
dagsf^ftl
Draugurinn Casper i félagsskap
Kats.
Draugar á sveimi
Háskólabíó og Bíóhöllin tóku til
sýninga í gær, fóstudag, kvik-
mynda Casper en hún hefur verið
í hópi bestu sóttu mynda í Banda-
ríkjunum að undanfórnu.
Einn framleiðenda myndarinn-
ar er kvikmyndajöfurinn Steven
Spielberg og má því ganga út frá
því með vissu að hér sé mikii
ævintýramynd á ferðinni þar sem
tæknibrellum er óspart beitt.
Aðalsöguhetja myndarinnar er
draugurinn Casper. Hann er
„ágætis“ draugur þó hann sé
Kvikmyndir
stundum dálítiö einmana. Sér til
huggunar hefur hann þó frændur
sína þrjá sem auðvitað eru líka
draugar.
í híbýlum Caspers á að vera r
mikinn fjársjóð að finna og eig-
andi hússins vill ólmur koma
höndum yfir gersemarnar. Fyrst
þarf hann þó að losna við Casper
og fær til þess sérfróðan mann.
Draugasérfræðingurinn Dr.
Harvey (Bill Pullman) er fenginn
til verksins og hann flytur inn.
Dr. Harvey er þó ekki einn á ferð
því meö honum er dóttir hans,
Kat (Christina Ricci).
Breski grínarinn Eric Idle leik-
ur einnig stórt hlutverk í mynd- . f
inni en leikstjóri hennar er hinn
þrítugi Brad Silberling. Sá hefur
leikstýrt sjónvarpsþáttum á borð
viö LÁ Law.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Casper
Laugarásbió: Major Payne
Saga-bíó: Ógnir í undirdjúpum
Bíóhöllin: Casper
Bióborgin: Ógnir i undirdjúpum
Regnboginn: Dolores Claiborne
Stjörnubíó: Einkalíf
Baráttanheld-
ur áfram
Baráttan í 1. deild karla í knatt-
spyrnu heldur áfram um helgina
en þá eru þrír mikilvægir leikir
á dagskrá í 15. umferð mótsins.
Neðsta lið deildarinnar, FH,
sækir Breiðblik heim í Kópavog-
inn og þar verður örugglega hart
barist. Hafnfirðingarnir hafa 8
stig en Blikar 15 en eru samt síð-
ur en s vo lausir við falldrauginn.
í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á
móti Leiftri en hæði þessi lið eru
í efri hluta deildarinnar og berj-
ast um sæti í Evrópukeppni fé-
lagsliða að ári. Báðir þessir leikir
hefiast kl. 14.
Leik Skagamanna og Grinda-
víkur hefur veriö seinkaö um
einn dag og veröur hann leikinn
íþróttir
á morgun, sunnudag, kl. 18.15 á
Akranesi. ÍA tapaði fyrir KR i
fyrrakvöld og hefur ekki enn
gulltryggt sér íslandsmeistaratit-
ilinn fjórða árið í röð. Það gæti
þó gerst í þessari umferð. Á morg-
un lýkur 15. umferöinni með
tveimur leikjum.
Keppni í 1. deild kvenna lýkur
á morgun með eftirtöldum leikj-1
um: Breiðablik - Stjaman, ÍBA-
ÍA, Valur - KR og Haukur - ÍBV.
Þessir leikir hefjast kl. 17. Sama
dag er einnig leikiö í 2. deild
karla. Þá mætast þessi lið: KA-
HK, ÍR - Skallagrímur, Stjarn-
an-Þór og Víkingur - Fylkir og
byrja allir leikirnir kL 14.