Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is-Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Frökkum til skammar
Frönsk stjómvöld höfðu að engu eindregin mót-
mæli heimsbyggðarinnar gegn fyrirhuguðum kjarn-
orkuvopnatilraunum á Kyrrahafi, sprengdu fyrstu
vítisvélina í vikunni og uppskáru harða fordæmingu
ríkisstjórna og almennings víða um heim - eins og
þau höfðu sáð til.
Mótmælin vegna þessarar tilgangslausu kjamorku-
sprengingar hafa af eðlilegum ástæðum verið hvað
áköfust á Kyrrahafssvæðinu sem er í mestri hættu
vegna svívirðilegs framferðis Frakka. Að frumkvæði
Ný-Sjálendinga munu Kyrrahafsþjóðir leggja málið
fyrir alþjóðadómstólinn í Haag og krefjast þess að
dómstóllinn banni frekari tilraunir.
En andstaðan hefur einnig verið mikil í Evrópu,
Suður-Ameríku og víðar. Sumar ríkisstjórnir hafa
kallað heim sendiherra sína í París en aðrar hafa lát-
ið í ljósi opinberlega harða andstöðu við kjarnorku-
sprenginguna. Virðist reyndar augljóst að franskir
ráðamenn hafi vanmetið þann alvöruþunga sem var
og er á bak við andstöðu jarðarbúa við frekari til-
raunir með gjöreyðingarvopn af þessu tagi.
En sprengingin á Mururoa-eyju hefur einnig orðið
til að vekja sérstaklega athygli umheimsins á því að
Frakkland er í reynd enn nýlenduþjóð. Frönskum her
var að vísu sparkað frá Víetnam fyrir nokkrum ára-
tugum en frönsk stjórnvöld em enn, undir lok tuttug-
ustu aldar, að ráðskast með nokkrar eyjar í Kyrra-
hafi, á svæði sem þau kalla gjarnan frönsku
Pólynesíu.
Hörð viðbrögð fólks á Tahiti gefa til kynna að
margir þar um slóðir séu búnir að fá nóg af evrópskri
nýlendustefnu á Kyrrahafi og telji frönskum valds-
mönnum þar sæmast að hundskast heim.
Jacques Chirac forseti bregst hins vegar við eins og
nýlenduherrar hafa gert fyrr og síðar og sendir herlið
frá Frakklandi til að berja á óþægum heimamönnum.
Þá svarar forsetinn mótmælum sumra annarra þjóða
með því að fara í fýlu. Þannig hefur hann hætt við að
fara í opinbera heimsókn til Japans og frestað heim-
sókn forsætisráðherra Svíþjóðar til Frakklands.
Chirac reynir hins vegar að hafa voldugustu banda-
menn sína innan Evrópusambandsins góða. í því ljósi
ber að skilja nýjasta útspil frönsku ríkisstjómarinnar
- það er tilboð Alains Juppes forsætisráðherra um
viðræður við Þjóðverja og Breta um aðild þeirra að
franska kjarnorkuhernum. Þýski utanríkisráðherr-
ann tók þessu ekki ólíklega þótt ljóst sé að innan
Þýskalands er mikil andstaða við að Þjóðverjar komi
sér með þessum eða öðrum hætti upp kjarnorkuvopn-
um í stað þess að treysta áfram á sameiginlegan
vopnabúnað NATO-ríkjanna.
Kjarnorkusprengingin í þessari viku er aðeins sú
fyrsta af mörgum sem Frakkar eru að undirbúa á
Kyrrahafi. Talið er að þeir muni sprengja þar aftur
innan tveggja vikna, og þá jafnvel mun stærri
sprengju en þá síðustu. Sú alda fordæmingar sem
skollið hefur á frönskum stjórnvöldum síðustu dag-
ana á því vafalaust eftir að rísa á ný með hverri nýrri
sprengingu.
Ljóst er að þessar kjamorkutilraunir Frakka þjóna
fyrst og síðast pólitískum tilgangi. Chirac, sem tók
við forsetaembættinu fyrir skömmu, vill láta til sín
taka á alþjóðavettvangi og sýna umheiminum að
Frakkland sé enn stórveldi sem taka þurfi mark á.
Honum hefur gjörsamlega mistekist þetta ætlunar-
verk sitt. Þvert á móti hafa gjörðir hans magnað upp
víðtæka andúð sem hlýtur að rýra verulega álit
Frakklands meðal þjóða heims.
Elías Snæland Jónsson
Bátur vísindamanna leggur að tækjapaflinum á lóninu á Mururoa hálftíma eftir sprenginguna á þriðjudags-
kvöld.
Símamynd Reuter
Málstaður Frakklands
jafnstaða kjamavelda
Það þótti mikil breyting'til bóta
þegar tilraunir kjarnaveldanna
með vopn sín voru færðar af yfir-
borði jarðar niður í djúp berglög.
Geislavirkt úrfelli, einkum frá
sprengingum Bandaríkjastjórnar á
Kyrrahafseyjum og í Nevadaeyði-
mörkinni og sovétstjórnarinnar í
Mið-Asíu og í Norður-íshafi, hafði
árum saman dreifst um heims-
byggðina með áhrifum á heilsufar
manna og viðkomu annarra líf-
vera sem enginn þeirra sem tök
hafa á hefur kært sig um að rann-
saka til hlítar, vegna gruns um að
niðurstöðumar yrðu áfellisdómur
yfir þeim sjálfum. Svo mikið er
víst að Kyrrahafseyjarnar Bikini
og Eniwetok, þar sem Bandaríkja-
menn gerðu fyrstu stórsprenging-
arnar, eru enn úrskurðaðar
óbyggilegar að rúmum fjórum ára-
tugum liðnum.
í nægilega þéttu bergi berst lítil
sem engin geislun frá sprengingu
upp á yfirborðið. Geislavirku nið-
urbrotsefnin lokast inni í gler-
hulstri úr storknuðu bergbráði
djúpt í jörðu og leysast ekki úr
læðingi nema við meiri háttar um-
brot í jarðskorpunni á þessum til-
teknu stöðum.
Tilraunasprengingarnar, sem
Jacques Chirac, nýkjörinn Frakk-
landsforseti, boðaði í sumar að
gerðar yrðu á eynni Muraroa á
Suður-Kyrrahafi, eru af þessu tagi.
Frá hausti til vors er gert ráð fyr-
ir átta sprengingum í borholum
niður í eldkeilu kulnaðs eldfjalls
sem nú liggur undir sjávarborði.
Chirac og stjóm hans rökstyðja
ákvörðun sína með því að Frakk-
landsstjórn stefni að því að geta
undirritað án fyrirvara alþjóðleg-
an sáttmála um algera stöðvun
kjarnasprenginga í tilraunaskyni.
Að gerð hans er nú unnið á ráð-
stefnu í Genf og miðað við að und-
irritun geti átt sér stað fyrir árslok
1996.
Fyrirvaralaus aðild að algeru
tilraunabanni er að áliti Frakk-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Úlafsson
landsstjórnar því aðeins gerleg að
Frakkland standi öðrum kjarna-
veldum jafnfætis í að tryggja við-
hald kjarnavopnabirgða sinna og
þróa ný án tilraunasprenginga
með því að beita svokallaðri eftir-
líkingatækni. Hún felst í því að
nota mælinganiðurstöður frá
sprengingunum sem gerðar hafa
verið til að láta samspil tölvulík-
ana og leysigeislatækni líkja eftir
því sem gerast myndi við geymslu-
feril kjarnavopns eða raunveru-
lega sprengingu af slíkri ná-
kvæmni að engu skeiki sem máli
skipti.
Sér í lagi Bandaríkin og Rúss-
land ráða yfir eftirlíkingatækni á
háu stigi, enda hafa þau sprengt
langtum fleiri sprengjur en Frakk-
land, Bandaríkin fimm sinnum og
Sovétríkin fyrrverandi fjórum
sinnum fleiri. Frá sjónarmiði
frönsku stjórnarinnar er því um
það að ræða að fylgja markaðri
stefnu að standa jafnfætis risaveld-
unum í kjarnavopnatækni þótt
vopnamagnið sé langtum minna.
Hér er um að ræða rótgróna
franska afstöðu, allt frá valdatíma
de Gaulle. Því lita frönsk stjórn-
völd á áróðursherferðina sem rek-
in er gegn frönsku tilraunaspreng-
ingunum að þessu sinni sem
skipulagða atlögu að stöðu Frakk-
lands á vettvangi heimsmála. Rök-
stuðning fyrir þessu áliti sínu sjá
þau ekki síst i því hve lítið veður
er gert hjá Grænfriðungum og
stjórnmálamönnum á vinsælda-
veiðum út af nýafstaðinni kjarna-
sprengingu Kínverja.
Gagnrýnendur Frakklandsfor-
seta segja hins vegar að rökstuðn-
ingur hans um þörf á sprengingum
til að ná fullum tökum á eftirlík-
ingatækni kjarnavopna sé yfir-
varp. Fyrir honum vaki fyrst og
fremst að efla tengsl milli stjórnar
sinnar og frönsku yfirherstjórnar-
innar, sem var ósátt við að Mitt-
errand, fyrirrennari hans, stöðv-
aði tilraunasprengingar fyrir
nokkrum árum.
Stjórnir Ástralíu og Nýja-Sjá-
lands hafa leitast við að taka for-
ystu meðal Kyrrahafslanda í and-
stöðu við frönsku tilraunaspreng-
ingarnar. Þykir Frökkum nú kom-
ið annað hljóð í strokkinn en þeg-
ar Ástralir æmtu hvorki né
skræmtu við tilraunasprengingum
Breta í áströlsku eyðimörkinni en
þeim fylgdi mikið geislavirkt úr-
felli.
Frakka grunar að undir búi hjá
þessum engilsaxnesku ríkjum og
reyndar bandarísku leyniþjónust-
unni líka að grafa undan stöðu
Frakklands á eyjasvæðinu sem
það ræður á Kyrrahafi. Slíkar
grunsemdir fá að sjálfsögðu byr
undir vængi við síðustu atburði,
þegar sjálfstæðssinnar á höfuð-
eynni Tahítí tóku undir sína
stjórn mótmælaaðgerðir gegn til-
raunasprengingunni á Mururoa í
höfuðborginni Papetee, lögðu eld
að byggingum og börðust við lög-
reglu.
skoðanir annarra
!! Grænfriðungum tókst þaó
„Ákvörðun Frakka um að sprengja nokkrar kjarn-
orkusprengjur í Kyrrahafmu hefur vakið upp allan
heiminn. Umfang og kraftur mótmælanna hafa gert
aila agndofa, ekki síst Frakka sjálfa, sem eiga sér
langa hefð í andófi gegn yfirvöldum. í þetta skipti
eru það samtök, sem margir Norðmenn líta horn-
auga, sem eru í fylkingarbrjósti mótmælendanna.
Grænfriðungum hefur tekist það sem engum öðrum
alþjóðasamtökum eða ríkisstjórnum hefúr tekist:
| Þeir hafa fengið allan heiminn tii að hlusta á viðvar-
anir gegn eyðileggingu sameiginlegs umhverfis okk-
f ar “
Úr forustugrein Dagbladet 6. september.
| Um fyrirvara og kjarnavopn
„Rikisstjórnin og stjórnsýslukerfið láta þessar vik-
I urnar toga út úr sér hina duldu þætti kjarnorku-
i; stefnu Danmerkur á tímum kalda stríðsins. Nú ligg-
ur ljóst fyrir að hið raunverulega inntak þeirra fyr-
irvara, sem dönsk stjórnvöld höfðu á kjarnorkusteth-
unni, var að kjarnorkuvopn fengu ekki að koma í
okkar eigin vopnabúr á sjötta áratugnum og að við
vildum ekki hafa herstöðvar í suðurhluta Danmerk-
ur. Fyrirvararair voru hins vegar engir þegar Græn-
land, yfirflug véla meö kjarnavopn og flotaheimsókn-
ir voru annars vegar.“
Úr forustugrein Politiken 5. september.
Hillary stóð sig
„Hillary Rodham Clinton reyndist einmitt vera sú
vítamínsprauta sem þurfti á kvennaráðstefnuna í
Peking. Þar sem gestgjafarnir reyndu eftir mætti að
kæfa alla umræðu þurftu konumar leiðtoga sem var
undir þaö búinn að berjast gegn höftunum og verja
mannréttindi kvenna. Frú Clinton gerði hvort
tveggja."
Úr foiTistugrein New York Times 7. septemlier.
I
I
(
(
j(
(