Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995
19
Þrefalt ríkari
ástæða til þess að
hafa það betra heima
varða
■ útgjaldadreifing og greiðsluþjónusta
ÞJÓNUSTU
— — — - siminti
* þjónustar þig allan sólahringinn
EINK
BANKI
■ í beinu sambandi við tölvuna þína
• Varðan er sniðin aö þörfum hvers og eins
viðskiptavinar og byggist á persónulegri
ráðgjöf og aðstoð þjónustufulltrúa.
• Þjónustufulltrúinn gerir greiðsluáætlun
greiðir fyrir þig reikninga - og sparar þannig
tíma og fyrirhöfn.
• Þjónustufulltrúinn veitir meðal annars
upplýsingar og ráð um sparnaðarleiðir,
útlán og tryggingarmál. Hann aðstoðarvið
gerð fjárhagsáætlana og leiðbeinir við
útfyllingu ýmissa gagna og umsókna, svo
sem til Tryggingastofnunar.
• Þjónustufulltrúinn dreifir útgjöldum
með því að millifæra fasta upphæð af
launareikningi þínum og greiðir þá reikninga
sem þú óskar að bankinn annist.
Ef útgjöld einhvers mánaðar eru hærri en
nemur mánaðarlegri greiðslu þá lánar
bankinn þér mismuninn.
• Þjónustusími Landsbankans gefur þér
kost á að færa á milli eigin reikninga,
borga greiðsluseðla og fá stöðu á
tékkareikningi þínum með einu símtali.
• Þjónustusíminn er opinn allan
sólarhringinn, alla daga ársins.
• Þjónustusíminn byggir á tölvutengdum
símsvara og það eina sem þú þarft að
gera til að fá aðgang er að fá leyninúmer
hjá útibúinu þínu.
• Þjónustusíminn hefur grænt númer,
þannig að allir landsmenn geta nýtt sér
þjónustu hans á verði innanbæjarsímtals.
• Þeir sem tengjast Einkabankanum geta
sinnt öllum daglegum bankaerindum í
gegnum eigin tölvu - þegar þeim hentar.
Einkabankinn auðveidar yfirsýn yfir fjár-
málin, sparar ferðir í bankann og gerir þér
kleift að greiða reikningana.
• Með tengingu við Einkabankann getur þú
fengið heildaryfirlit um viðskipti þín við
bankann og þannig t.d. auðveldað gerð
skattframtals. Þú sérð nýjustu stöðu og
hreyfingar á reikningum þínum og getur
prentað út yfirlit. Auk þess millifært, greitt
reikninga (frá kl. 8:00 - 19:00), skoðað
gengi gjaldmiðla og fengið allar upplýsingar
um vexti og vísitölur.
• í Einkabankanum getur þú reiknað út
greiðslubyrði skuldabréfalána, fengið
aðgang að þjóðskrá, sent boð til
þjónustufulltrúa o.fl.
• Til þess að tengjast Einkabanka
Landsbankans þarf tölvu, síma og mótald.
Haföu samband við þjónustufulltrúa okkar
Utan afgreiðslutíma bankans veitum við allar nánari upplýsingar um
Einkabankann mánudag til föstudags milli kl. 17:00 - 21:001 síma 560 6030
Landsbanki
íslands
Banki alira landsmanna
•s
s
'S
•«
■i