Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 34
42 trimm LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 Besti fjallgöngutíminn - skórnir eru „Nú fer í hönd mjög góöur tími til þess aö stunda fjallgöngur. Það at- riði sem brýnast er að hafa í huga varðandi búnaðinn er að vera á góð- um skóm," sagði Andrés Guð- mundsson, sveitarforingi í Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík, í samtali yið Trimmsíðuna. Andrés og hans menn hvöttu almenning til þátttöku í fjallgöngum með því að standa fyr- ir árlegum Esjudegi á síðasta sunnudag og var þetta í fjórða sinn sem dagurinn var haldinn en hann komst á þegar HSR átti sextugsaf- mæli 1992. 1400 manns drifu sig af stað að þessu sinni og gengu á Esj- una undir leiðsögn og tilsjón félaga í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. „Þetta eru töluvert færri en í fyrra en það má fyrst og fremst kenna veðrinu um," sagði Andrés. Hlupu upp fjallið 20 harðjaxlar af báðum kynjum tóku þátt í kapphlaupi upp á Esjuna sem fór nú fram í annað sinn. Fyrra Esjuhlaupið var fyrir fjórum árum en tímarnir eru ekki sambærilegir þar sem hlaupið nú hófst ekki ná- kvæmlega á sama stað og hið fyrra. Sigurvegari í Esjuhlaupinu nú varð hinn 17 ára gamli Sveinn Harðarson sem spændi upp fjallið á 33:57 mín- útum. Anna Viðarsdóttir, önnur tveggja kvenna í Esjuhlaupinu, sigr- aði á 45:46 mínútum. Báðar konurn- ar fengu gullverðlaun því þær voru hvor í sínum aldursflokknum en skipt var í tvo flokka 0 til 40 ára og 40 ára og eldri. Hin konan heitir Lilja Þorleifsdóttir og fékk gull í eldri flokki. Flestir keppenda eða 11 talsins voru eldri en 40 ára. Fyrstur karla eldri en 40 ára varð Jóhannes Guðjónsson en hann fór á 34:15 mínútum upp. Einna elstur karla mun hafa verið Jörundur Guðmundsson, sem er þekktur maraþonhlaupari milli fimmtugs og sextugs, en hann fór upp á rúmum 39 minútum sem er fjórði besti tím- inn. Góður tími til að ganga á fjöli Haustið, þ.e. september og októ- ber, er góður tími til að ganga á fjöll, sérstaklega þegar gefur stillt veður með, svölu og tæru lofti sem tryggir afar gott skyggni eins og al- Nú er góður tfmi til að ganga á fjöll. gengt er um þessar mundir. Esjan er bæjarfjall Reykvíkinga og er full ástæða til þess að hverja sem flesta til að drífa sig af stað. Góðir skór, hlý lopapeysa í bakpoka ásamt vett- lingum, húfu og kakóbrúsa er ómissandi búnaður. Gott er að hafa göngustaf, sjónauka, áttavita og kort meðferðis og láta vita af för sinni. Auk Esjunnar má benda á Vífil- fell, Hengil og Bláfjöll í nágrenni Reykjavíkur. Akureyringar drífa sig á Súlur, ísfirðingar upp á Gleiðar- hjalla, Selfyssingar á Ingólfsfjall, Akurnesingar á Akrafjall, Hafnfirð- ingar á Helgafell og Reykjanesbæ- ingar á Keili. Góða skemmtun. Kópavogssundið sló í gegn Það sýndi sig síðasta sunnudag að Kópavogssundið hefur hitt í mark. 650. manns á öllum aldri komu í > sund í Kópavogslauginni og syntu í kapp við sjálfa sig og aðra. Þetta er mikil aukning milli ára því í fyrra, þegar Kópavogssund var þreytt í fyrsta sinn, voru þátttakendur 444 svo að aukningin er nálægt 40%. Að meðaltali synti hver þátttak- andi 2.124 metra sem er svipað og í fyrra en samtals syntu þátttakendur 1.378 kílómetra sem er nálægt því að vera vegalengdin umhverfis Island eftir þjóðvegi eitt. 74,5% þeirra sem tóku þátt í sundinu fengu gullpen- ing sem veittur var fyrir að synda lengra en 1.500 metra. v Erfitt er að úrskurða hver er sig- urvegari í sundkeppni eins og þess- ari en sá sem synti lengst allra var Ingólfur Steinar Margeirsson sem svam 25 kílómetra. Ingólfur er rúm- lega fertugur og synti nú fjórum kílómetrum lengra en í fyrra þegar hann sigraði einnig. Yngstu þátttakendurnir voru: María Sif Guðmundsdóttir, f. Ingólfur Steinar Margeirsson sigr- aði í Kópavogssundinu annað árið f röð og synti nú 25 kílómetra. 1990, synti 500 metra. Anna Guðný Einarsdóttir, f. 1990, synti 500 metra. Agnar Ingi Traustason, f. 1991, synti 500 metra. Hlst ii þátttakendurnir voru: María B. Björnsdóttir, f. 1916, synti 1.500 metra. Ólafur H. Kristjánsson, f. 1913, synti 2.500 metra. Aðalsteinn Gíslason, f. 1913, synti 1.700 metra. Eftirtaldir syntu lengst 1 sínuin aldursflokki: 71 árs og eldri: María B. Björnsdóttir, 1.500 metra. Björn E. Kristjánsson, 7.500 metra. 61 til 70 ára: Dóra Hannesdóttir, 2.500 metra. Jörundur A. Jónsson, 10.500 metra. 51 til 60 ára: Pirkko Daðason, 7.100 metra. Sigurður Geirdal, 9.100 metra. 41 til 50 ára: Ragna María Ragnarsdóttir, 7.100 metra Ingólfur Steinar Margeirsson, 25.000 metra. 31 til 40 ára: Þorgerður M. Kristiansen, 10.000 metra. Bragi Svavarsson, 18.100 metra. 18 til 30 ára: Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, 8.200 metra. Stefán Stefánsson, 10.000 metra. 13 til 17 ára: Birna Hallgrímsdóttir, 15.100 metra. Kristín L. Guðlaugsdóttir 15.100. metra Fannar Ríkharðsson, 8.500 metra. 12 ára og yngri: Arna Björg Arnarsdóttir, 8.000 metra. Rafh Guðmundsson, 14.000 metra. Nýr Hlauparí kominn út Enn er komið nýtt eintak af tímaritinu Hlauparanum á blað-i sölustaði og er það þriðja blaðið \ á þessu ári og verður ekki armað en dáðst að atorku ritstjórans skrefdrjúga, Sigurðar P. Sig- mundssonar. Margt forvitnilegt efni er í blaðinu. Gunnar Páll Jóakimsson fjallar um lykilæfmgar og hermi- æfingar, Guðrún G. Eggertsdóttir og Sigríður Kjartansdóttir skrifa um þvagleka og líkamsrækt kvenna og Guðný Lilja Oddsdótt- ir tekur lesendur á hné sér og fræðir þá um hnémeiðsl en dokt- or Óttar Guðmuhdsson sest á rumstokk lesenda og ritar nettan pistil um hlaup og kynlíf karla. Torfi H. Leifsson ritar safaríka grein um vökvajafnvægi og sagt er frá ýmsum hlaupum sem vak- ið hafa athygli í sumar og notið vinsælda. Ekki má gleyma viðtöl- um við Jón Diðriksson og Ernu Dögg Þorvaldsdóttur. Nú er ekki annað að gera en að taka létta sprettæfingu út í næstu bókabúö og hremma ferskt ein- tak af nýjum Hlaupara. Forsíöumynd Hlauparans er tek- in f Reykjavíkurrnaraþoni. Markúsarstígurinn lengist stöðugt Trimmsíðan hefur heyrt að meðal hlaupara sé göngustígur- inn vinsæli, sem liggur utan af Ægisíðu og inn í Nauthólsvík, oft kallaður Markúsarstígur. Með þessu vilja skokkarar og útivistarfólk heiðra Markús Örn Antonsson en það var í hans tíð sem borgarstjóra sem hafist var handa við þetta þarfa verk. Margir vita að Markús er sjálfur röskur göngugarpur og hefur því skilning og samúð með þörfum okkar. Þetta er dæmi um að stjórn- málamenn fá oft viðurkenningu úr óvæntri átt og með öðrum hætti en þeir ætla. Annað dæmi um slíkt örnefni er Geirsnefið við Elliðavog þar sem hundaeig- endur viðra ferfætlinga sína á góðviðrisdögum. Geirsnefið heit- ir eftir Geir Hallgrímssyni sem lengi var borgarstjóri í Reykja- vík. Það gæti sem hægast verið keppikefli borgarstjóra að koma sér upp óbrotgjörnum minnis- varða með þessum hætti. Þetta yfirsást Davíð Oddssyni þegar hann stýrði borginni og er ekk- ert örnefni sem minnir beinlínis á valdatíð hans. Góðu fréttirnar af „Markúsar- stíg" eru þær að hann færist stöðugt inn eftir Öskjuhlíð frá Nauthólsvík og eru komnir Ijósastaurar og klæðning inn að Fossvogskirkjugarði en síðan virðist vera ætlast til þess að stígurinn liggi gegnum garðinn. Nú er beðið eftir brúnni fögru yfir Kringlumýrarbraut, sem tengir stíginn við þann sem ligg- ur út Fossvog, og þá veröur hægt að fara í einum áfanga á sam- felldum stíg utan af Ægisíðu og upp í Heiömörk. Kannski verður brúin góða skírð í hófuð núverandi borgar- stjóra og kölluð Ingibjargar- spöng? i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.