Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 12
12 Wlend bóksjá LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: í. Patrlcla Cornwell: The BtKly Farm. 2. Stephen Klng: Insomnia. 3. Celeu Carr: The Alienist. 4. Carol Sliields: The Stone Dlaries. 5. Tom Clancy: Debt of Honor. 6. Barbara Taylor Bradford Everythlng to Galn. 7. John Grlsham: The Chamber. 8. John T. Lescroart: The 13th Juror. 9. Philiip Margolin: The Last Innocent Man. 10. Nora Roberts: Born tn lce. 11. Ellzabeth George: Playlng for the Ashes 12. Jude Deveraux: Romembrance. 13. Peter Benchley: Whlte Shark. 14. Chatherlne Coultor: The Nightingale Legacy. 15. Jayne Ann Krentz: Trust me. Rit almenns eöli í. RlcharrJ Preston: The Hot Zone. 2. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 3. Mary Plpher: Reviving Ophelia. 4. BJ. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Light. 5. Thomas Moore: Care of the Soul. 6. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 7. Hope Edelman: Motherless Daughters. 8. Maya Angelou: I Know why the Caged Slngs. 9. Thomas Moore: Soui Mates. 10. Balley Whlte: Mama Makes up Her Ml 11. Delany, Delany & Hearth: Havlng Our Say. 12. Nicholas Dawldoff: The Catcher Was a Spy. 13. LouAnne Johnson: Dangerous Minds. 14. Karen Armstrong: A History of God. 15. Gail Sheehy: The Silent Passage. (Bygot ð Nsw %k limos Book floview) Ende - skáld ævintýranna ísindi Langvinsælasti barnabókahöf- undur Þjóðverja á þessari öld, Mich- ael Ende, lést á dögunum, 65 ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein. Hann fæddist í bænum Garmisch- Partenkirchen i fjallahéruðum Bæj- aralands 12. nóvember árið 1929. Faðir hans, Edgar, var listmálari af skóla súrrealista. Michael vandist snemma á félagsskap málara, mynd- hóggvara og rithöfunda. I verkum sínum fjallar Michael um átök góðs og ills. Þar gat hann skrifað út frá eigin reynslu. Lista- verk föður hans lentu á bannlista nasista árið 1936. Sjálfur lærði hann á barnsaldri mikilvægi þess að þegja um það sem rætt var á heimil- inu. „Það efldi sköpunargáfu mína," sagði hann í viðtali í fyrra. „Börn læra yfirleitt ekki að meta sérhvert orð en það varð ég að tileinka mér mjög ungur." Hann var neyddur til inngöngu í Hitlersæskuna á lokaárum stríðs- ins, þegar hann var 15 ára, og kall- aður til herþjónustu. Þrír félagar hans féllu á fyrsta degi. Fékk þýsku barnabókaverðlaunin Að stríðinu loknu gerðist Michael leikari, gagnrýndi kvikmyndir fyrir útvarpsstöð og samdi stutta gaman- þætti fyrir svið. En honum gekk illa að slá í gegn. Loks ákvað hann á síðari hluta sjötta áratugarins að gera lokatil- raun til að ná árangri sem rithöf- undur. Hann samdi langa sógu, Jim Knopf und Lukas der Lokomoti- lestina Emmu og lestarstjórann Lúkas í Lummerlandi. Michael varð samstundis metsöluhöfundur. Flúði til ítalíu Umsjón Elías Snæland Jónsson vefuhrer. Handritinu var hafnað af tíu forlögum. En þegar það kom loks út í tveimur bindum stóð ekki á við- brögðunum. Fyrir fyrra bindið, sem kom út árið 1960, fékk hann þýsku barnabókaverðlaunin. í kjölfar seinna bindisins fylgdu bæði út- varps- og sjónvarpsleikrit sem byggð voru á þessari óvenjulegu sögu um drenginn Jim, járnbrautar- Hann lenti hins vegar í kröppum dansi þegar leið að lokum sjöunda áratugarins. Þá var hann gagnrýnd- ur harkalega fyrir að semja bara ævintýri. Arásirnar fengu mjög á Michael sem flutti úr landi og settist að á ítalíu. Þar skrifaði hann næstu metsölubók sína, Momo, sem kom út árið 1972, en hún fjallar um lítla stúlku sem tekst á við tímaþjófa. Sagan féll sérlega vel 1 kramið hjá umhverfisverndarsinnum sem sóttu í sig veðrið í Þýskalandi á þessum árum. Það átti ekki síður við um frægustu sögu Michaels, Die unendliche Geschlchte eða Söguna endalausu sem kom fyrst út árið 1979. Sú saga fór sigurfór um heim- inn, var þýdd á nærri fjörutíu tungumál, seldist í meira en þremur milljónum eintaka og varð efni í þrjár kvikmyndir. Michael Ende var mjög andvígur ríkjandi gildismati nytseminnar. Hann gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn i sögum sínum og var bjartsýnn á sigur hins góða. Ýmsir gagnrýnendur hafa skipað sögum hans á bejtk með sígildum ævintýr- um á borð við Pétur Pan og Lísu í Undralandi. Michael var tvíkvæntur. Fyrri kona hans andaðist árið 1985 en sú síðari, japanski þýðandinn Marika Sato, lifir mann sinn. Síðustu árin bjó hann á ný í Þýskalandi og and- aðist á sjúkrahúsi í Stuttgart. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Tom Clancy: Debt of Honour. 2. Patrlcla D. Cornwell: The Body Farm. 3. Maeve Blnchy: The Glass Lake. 4. Danlelle Steel: Accldent. 5. Italo Calvino: Ten Itallan Folk Tales. 6. Anais Nin: A Model. 7. Barbara Taylor Bradford: Everythlng to Gain. 8. Oscar Wilde: The Happy Prlnce. 9. Anton Chekhov: The Black Monk. 10. Jolin Grisham: The Chamber. Rit almenns eölis: 1. Albert Camus: Summer. 2. Splke Mlllígan: Gunner Mllltgan 954024. 3. Ellzabeth Davld: l'll Be with Vbu In tho Squeezlng of a Lemon. 4. Sigmund Freud: . Five Lectures on Psycho-Analysls. 5. Marcus Aurellus:' Meditations. 6. James Herriot: Seven Yorkshlre Tales. 7. Kahlll Glbran: Prophet, Madman, Wanderer. 8. Paul Theroux: Down the Yangtze. 9. Vlrglnla Woolf: Killing the Angel In the House. 10. Dirk Bogarde: From Le Plgeonnler. (Brjjl i Thc Srniday Times) Danmörk 1. Jung Chang: Vilde svaner. 2. Joanna Trollopo: Den spanske elsker. 3. Llse Norgaard; Kun en pige. 4. Jostein Gaarder: Sofies verden. 5. Bao Ninh: Krlgens sorg. 6. Ib Mlchael: Vanlllepigen. 7. G"nell G"n: Pú vejen tll Bagdad. i Alsæla veldur heilaskaða Vísindamenn við Johns Hopkins háskólann í Baltimore hafa fundiö nýjar sannanir fyrir því að hið vin- sæla fíkniefni, alsæla, geti valdiö varanlegum heilaskaða sem hefur skapgerðarbreyt- ingar í för með sér. Liffræðingar vissu að lyfið olli þvl að taugafrumur misstu taugasímana sem tengja þær viö frumur annars staöar í heilanum. En þar sem nýir taugasímar geta sprottið töldu margir að skaðinn væri ekki varanlegur. Nú hefur hins vegar komið á daginn að taugasímar í rottum og öpum sem fengu alsælu vaxa óeðli- lega, segir í grein i ritinu New Scientist. Bólusetningin virkar Bólusetning gegn inflúensu virkar og þvi oftar sem menn láta sprauta sig þeim mun minni hætta er á að leggjast i bælið. Það eru breskir læknar sem halda þessu fram. Læknarnir rannsökuðu dánartíðni meðal eitt þúsund manna. Þeir komust að því að 41 prósents mínnt líkur voru á því að sjúklingur dæi af völdum inflúensu ef hann heföi einhvern tíma verið bólusettur. Enn minni líkur voru svo á að deyja af völdum sjúkdðmsins ef menn höföu verið bólusettir oftar en einu sinni. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Maraþonhlaup geta styrkt ónæmiskerfið Maraþonhlaup eru þess kannski vald- andi að ónæmiskerfi líkamans missir tímabundið hæfni sína til að berjast gegn sýkingum. Langtímaáhrifin kunna hins vegar að vera þveröfug. Mara- þonhlaup virðast nefnilega styrkja ónæmiskerfið þegar til lengri tíma er lit- ið, segja vísinda- menn við Appalachia rikisháskólann í Boo- ne í Norður-Kar- ólínufylki í Banda- ríkjunum. Rannsóknir hafa bent til þess að mara- þonhlaupurum sé hættara við að fá kvef og ýmsa kvilla í efri hluta öndunar- vegarins næstu vik- una á eftir maraþon- hlaupi. Þeir ¦ sem hlaupa maraþon reglulega virðast aftur á móti ekki jafn gjarnir á að leggjast í rúmið vegna veikinda og þeir sem æfa ekki jafn stíft. Vísindamennirnir í Appalachia ríkisháskólanum, undir forustu Davids C. Niemans, fengu starfs- bræður sína við sjúkrahús Loma Linda háskólans og Austur-Tenn- essee ríkisháskólann í lið með sér og rannsökuðu tuttugu og tvo karl- Maraþonhlauparar eru alla jafna hraustari en þeir sem ekki æfa jafn stíft. menn sem höfðu lokið að minnsta kosti sjö maraþonhlaupum og höfðu stundað æfingar í fjögur ár hið minnsta. Meðaltími mannanna í maraþonhlaupi var 175 mínútur, sem þýðir að þeir eru í fremstu röð þótt ekki nái þeir í úrvalsflokk. Hlaupararnir voru bornir saman við samanburðarhóp átján karla sem stunduðu líkamsrækt ekki oft- ar en tvisvar til þrisvar í viku og ekki lengur en í fimmtán til þrjátíu mínútur í senn. Meðalaldur beggja hópa var 38 ár en maraþon- hlaupararnir voru áber- andi grennri og þolmeiri en samanburðarhópur- inn. Þátttakendur í rannsókn- inni föstuðu og.féllust á að stunda ekki neitt lík- amlegt erfiði í tólf til fimmtán klukkustundir áður en tekið var úr þeim blóösýni. Vísindamenn- irnir mældu einnig hæð karlanna, þyngd, hjart- slátt í hvíld og líkams- byggingu. Blóðprufur sýndu að fjöldi ákveðinna tegunda hvítra blóðkorna, eins konar fótgönguliða ónæmiskerfisins, var jafn í hvorum hóp fyrir sig. Hins vegar var munur milli hópanna í starfsemi náttúrulegra dráps- frumna sem hafa stjórn á sýkingum af völdum bakteria og veira og nokkurra teg- unda krabbameins. Frumur þessar voru 57 prósent virkari hjá mara- þonhlaupurum en hinum, en það er gífurleg aukning, segir Nieman. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að' starfsemi þessara drápsfrumna minnkar við mikla áreynslu og kann það að skýra að maraþon- hlauparar fá gjarnan kvef fyrstu vikuna eftir hlaupið. Leyndarmál skallans Franskir læknar skýrðu frá því nýlega aö þeir hefðu hugs- anlegá fundið leyndardóminn á bak við skalla. Þeir fengu aðstoð úr heldur óvæntri átt. Sú hjálp kom frá konu einni sem hafði skorist illa á enni og höfuðleðrinu þar fyrir ofan fyrir fímm árum. I kjölfar slyssins missti hún alla til- finningu á svæðinu. Hún skýrði einnig frá því að hár yxi ekki eðlilega afrur. Læknar skoðuðu konuna og komust að því að mikilvæg taug hafði skaddast. Læknarn- ir, sem hafa verið að gera rannsóknir á taugaboðefnum, sögðu að samband gæti verið þarna á milli. í grein í breska læknablað- inu Lancet vísuðu þeir í aörar rannsóknir sem sýndu fram á tengsl milli taugaboðefna og hárkirtla. Hljóð getur drepið Visindamenn telja aö búr- hveli lami bráð sina með hljóði áður en það sporðrenn- ir henni. Rannsóknir á hvaln- um sýna að hann getur sent frá sér hJjóðbyigjur upp á 265 desíbela styrk. í vatninu mundi slíkt bJj'óð lama hverja einustu lifandi veru í allt að fimmtíu raetra fjarlægð. Næsta víst er talið að hljóð sem nær 200 desíbela styrk geti drepið en erfitt er að sannreyna það. Til þess þyrfti kjarnorkusprengju í 500 metra fjarlægð. Þá yrði hitinn frá sprengjunni fyrri til að drepa en hljóðið. »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.