Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Page 12
12 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 erlend bóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Patrlcla Cornwell: The Body Farm. 2. Stephen Klng: Insomnla. 3. Celeb Carr: The Alienlst. 4. Carol Shlelds: The Stone Dlarles. 5. Tom Clancy: Debt of Honor. 6. Barbara Taylor Bradford: Everythlng to Galn. 7. John Grlsham: The Chamber. 8. John T. Lescroart: The 13th Juror. 9. Phillip Margolln: The Last Innocent Man. 10. Nora Roberts: Born In lce. 11. Ellzabeth George: Playlng for the Ashes. 12. Jude Deveraux: Remembrance. 13. Peter Benchley: Whlte Shark. 14. Chatherlne Coulter: The Nlghtlngale Legacy. 15. Jayne Ann Krentz: Trust me. Rit almenns eölis: 1. Richard Preston: The Hot Zone. 2. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 3. Mary Plpher: Revivlng Ophella. 4. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 5. Thomas Moore: Care of the Soul. 6. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 7. Hope Edelman: Motherless Daughters. 8. Maya Angelpu: I Know why the Caged Bird Slngs. 9. Thomas Moore: Soul Mates. 10. Balley Whlte: Mama Makes up Her Mlnd. f 11. Delany, Delany & Hearth: Havíng Our Say. 12. Nlcholas Dawldoff: The Catcher Was a Spy. 13. LouAnne Johnson: Dangerous Minds. 14. Karen Armstrong: A Hlstory of God. 15. Gail Sheehy: The Sllent Passage. (ByflUt n New Yark limoi Boík Roview) vísindi Alsæla veidur heilaskaða Vísindamenn viö Johns Hopkins háskólann í Baltimore hafa fundið nýjar sannanir fyrir því aö hið vin- sæla fíkniefni, alsæla, geti valdið varanlegum heilaskaða sem hefur skapgerðarbreyt- ingar í fór meö sér. Líffræðingar vissu að lyfið olli því að taugafrumur misstu taugasímana sem tengja þær viö frumur annars staöar í heilanum. En þar sem nýir taugasímar geta sprottið töldu margir að skaöinn væri ekki varanlegur. Nú hefur hins vegar komiö á daginn að taugasímar í rottum og öpum sem fengu alsælu vaxa óeðli- lega, segir í grein í ritinu New Scientist. Bólusetningin virkar Bólusetning gegn inflúensu virkar og því oftar sem meim láta sprauta sig þeim mun minni hætta er á að leggjast í bælið. Það eru breskir læknar sem haida þessu fram. Læknarnir rannsökuðu dánartíðni meðal eitt þúsund manna. Þeir komust að því að 41 prósents mínni líkur voru á því að sjúklingur dæi af völdum inflúensu ef hann heföi einhvern tíma veriö bólusettur. Enn minni líkur voru svo á aö deyja af völdum sjúkdómsins ef menn höföu verið bólusettir oftar en einu sinni. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Ende - skáld ævintýranna Langvinsælasti barnabókahöf- undur Þjóðverja á þessari öld, Mich- ael Ende, lést á dögunum, 65 ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein. Hann fæddist í bænum Garmisch- Partenkirchen í íjallahéruðum Bæj- aralands 12. nóvember árið 1929. Faðir hans, Edgar, var listmálari af skóla súrrealista. Michael vandist snemma á félagsskap málara, mynd- höggvara og rithöfunda. I verkum sínum íjallar Michael um átök góðs og ills. Þar gat hann skrifað út frá eigin reynslu. Lista- verk föður hans lentu á bannlista nasista árið 1936. Sjálfur lærði hann á barnsaldri mikilvægi þess að þegja um það sem rætt var á heimil- inu. „Það efldi sköpunargáfu mína,“ sagði hann í viðtali í fyrra. „Börn læra yfirleitt ekki að meta sérhvert orð en það varð ég að tileinka mér mjög ungur.“ Hann var neyddur til inngöngu í Hitlersæskuna á lokaárum stríðs- ins, þegar hann var 15 ára, og kall- aður til herþjónustu. Þrír félagar hans féllu á fyrsta degi. Fákk þýsku barnabókaverðlaunin Að strfðinu loknu gerðist Michael leikari, gagnrýndi kvikmyndir fyrir útvarpsstöð og samdi stutta gaman- þætti fyrir svið. En honum gekk illa að slá í gegn. Loks ákvað hann á síðari hluta sjötta áratugarins að gera lokatil- raun til að ná árangri sem rithöf- undur. Hann samdi langa sögu, Jim Knopf und Lukas der Lokomoti- Umsjón Elías Snæland Jónsson veftihrer. Handritinu var hafnað af tíu forlögum. En þegar það kom loks út í tveimur bindum stóð ekki á við- brögðunum. Fyrir fyrra bindið, sem kom út árið 1960, fékk hann þýsku barnabókaverðlaunin. í kjölfar seinna bindisins fylgdu bæði út- varps- og sjónvarpsleikrit sem byggð voru á þessari óvenjulegu sögu um drenginn Jim, járnbrautar- lestina Emmu og lestarstjórann Lúkas í Lummerlandi. Michael varð samstundis metsöluhöfundur. Flúði til Ítalíu Hann lenti hins vegar í kröppum dansi þegar leið að lokum sjöunda áratugarins. Þá var hann gagnrýnd- ur harkalega fyrir að semja bara ævintýri. Arásirnar fengu mjög á Michael sem flutti úr landi og settist að á ftalíu. Þar skrifaði hann næstu metsölubók sína, Momo, sem kom út árið 1972, en hún fjallar um litla stúlku sem tekst á við tímaþjófa. Sagan féll sérlega vel 1 kramið hjá umhverfisverndarsinnum sem sóttu í sig veðrið í Þýskalandi á þessum árum. Það átti ekki síður við um frægustu sögu Michaels, Die unendliche Geschichte eða Söguna endalausu sem kom fyrst út árið 1979. Sú saga fór sigurför um heim- inn, var þýdd á nærri fjörutíu tungumál, seldist í meira en þremur milljónum eintaka og varð efni í þrjár kvikmyndir. Michael Ende var mjög andvígur ríkjandi gildismati nytseminnar. Hann gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn í sögum sínum og var bjartsýnn á sigur hins góða. Ýmsir gagnrýnendur hafa skipað sögum hans á bekk með sígildum ævintýr- um á borð við Pétur Pan og Lísu í Undralandi. Michael var tvíkvæntur. Fyrri kona hans andaðist árið 1985 en sú síðari, japanski þýðandinn Marika Sato, lifir mann sinn. Síðustu árin bjó hann á ný í Þýskalandi og and- aðist á sjúkrahúsi í Stuttgart. Maraþonhlaup geta styrkt ónæmiskerfið Maraþonhlauparar eru alla jafna hraustari en þeir sem ekki æfa jafn stíft. Maraþonhlaup eru þess kannski vald- andi að ónæmiskerfi líkamans missir tímabundið hæfni sína til að berjast gegn sýkingum. Langtímaáhrifin kunna hins vegar að vera þveröfug. Mara- þonhlaup virðast nefnilega styrkja ónæmiskerfið þegar til lengri tíma er lit- ið, segja vísinda- menn við Appalachia ríkisháskólann í Boo- ne í Norður-Kar- ólínufylki í Banda- ríkjunum. Rannsóknir hafa bent til þess að mara- þonhlaupurum sé hættara við að fá kvef og ýmsa kvilla í efri hluta öndunar- vegarins næstu vik- una á eftir maraþon- hlaupi. Þeir • sem hlaupa maraþon reglulega virðast aftur á móti ekki jafn gjamir á að leggjast í rúmið vegna veikinda og þeir sem æfa ekki jafn stíft. Vísindamennirnir í Appalachia ríkisháskólanum, undir forustu Davids C. Niemans, fengu starfs- bræður sína við sjúkrahús Loma Linda háskólans og Austur-Tenn- essee ríkisháskólann í lið með sér og rannsökuðu tuttugu og tvo karl- menn sem höfðu lokið að minnsta kosti sjö maraþonhlaupum og höfðu stundað æfingar í fjögur ár hið minnsta. Meðaltími mannanna í maraþonhlaupi var 175 mínútur, sem þýðir að þeir eru í fremstu röð þótt ekki nái þeir í úrvalsflokk. Hlaupararnir voru bornir saman við samanburðarhóp átján karla sem stunduðu líkamsrækt ekki oft- ar en tvisvar til þrisvar í viku og ekki lengur en í fimmtán til þrjátíu mínútur í senn. Meðalaldur beggja hópa var 38 ár en maraþon- hlauparamir voru áber- andi grennri og þolmeiri en samanburðarhópur- inn. Þátttakendur í rannsókn- inni fostuðu og.féllust á að stunda ekki neitt lík- amlegt erfiði í tólf til fimmtán klukkustundir áður en tekið var úr þeim blóðsýni. Vísindamenn- imir mældu einnig hæð karlanna, þyngd, hjart- slátt í hvíld og líkams- byggingu. Blóðprufur sýndu að flöldi ákveðinna tegunda hvítra blóðkorna, eins konar fótgönguliða ónæmiskerfisins, var jafn í hvorum hóp fyrir sig. Hins vegar var munur milli hópanna í starfsemi náttúrulegra dráps- frumna sem hafa stjórn á sýkingum af völdum baktería og veira og nokkurra teg- unda krabbameins. Frumur þessar voru 57 prósent virkari hjá mara- þonhlaupurum en hinum, en það er gífurleg aukning, segir Nieman. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að starfsemi þessara drápsfrumna minnkar við mikla áreynslu og kann það að skýra að maraþon- hlauparar fá gjarnan kvef fyrstu vikuna eftir hlaupið. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Tom Clancy: Debt of Honour. 2. Patrlcla D. Cornwell: The Botly Farm. 3. Maeve Binchy: The Glass Lake. 4. Danlelle Steel: Acddent. 5. Italo Calvino: Ten Itallan Folk Tales. 6. Anais Nln: A Model. 7. Barbara Taylor Bradford: Everythlng to Galn. 8. Oscar Wilde: The Happy Prlnce. 9. Anton Chekhov: The Black Monk. 10. John Grlsham: The Chamber. Rlt almenns eölis: 1. Albert Camus: Summer. 2. Splke Milligan: Gunner Mllllgan 954024. 3. Ellzabeth Davld: l'll Be with You In the Squeezlng of a Lemon. 4. Sigmund Freud: Flve Lectures on Psycho-Analysls. 5. Marcus Aurellus: Meditatlons. S. James Herriot: Seven Yorkshlre Tales. 7. Kahlll Glbran: Prophet, Madman, Wanderer. 8. Paul Theroux: Down the Yangtze. 9. Vlrglnla Woolf: Kllling the Angel In the House. 10. Dlrk Bogarde: From Le Plgeonnier. (Byggl á Ihe Stmday Tintei) Danmörk 1. Jung Chang: Vllde svaner. 2. Joanns Trollope: Den spanske elsker. 3. Llse Norgaard: Kun en plge. 4. Josteln Gaarder: Sofies verden. 5. Bao Nlnh: Krigens sorg. 6. Ib Mlchael: Vanlllepigen. 7. G”nell G”n: Pu vejen tll Bagdad. (Byggt á Palitiken Snttag) Leyndarmál skallans Franskir læknar skýrðu frá því nýlega að þeir hefðu hugs- anlega fundið leyndardóminn á bak viö skalla. Þeir fengu aðstoö úr heldur óvæntri átt. Sú hjálp kom frá konu einni sem hafði skorist illa á enni og höfuöleðrinu þar fyrir ofan fyrir fimm árum. I kjölfar slyssins missti hún alla til- finningu á svæðinu. Hún skýröi einnig frá því að hár yxi ekki eðliiega aftur. Læknar skoöuðu konuna og komust að því að mikUvæg taug hafði skaddast. Læknam- ir, sem hafa verið að gera rannsóknir á taugaboðefnum, sögðu að samband gæti verið þarna á mUli. í grein í breska læknablað- inu Lancet vísuðu þeir í aörar rannsóknir sem sýndu fram á tengsl mUli taugaboðefna og hárkirtla. Hljóð getur drepið Vísindamenn telja ao búr- hveli lami bráð sína með hijóði áður en það sporðrenn- ir henni. Rannsóknir á hvaln- um sýna að hann getur sent frá sér hljóðbylgjur upp á 265 desíbela styrk. í vatninu mundi sUkt hljóð lama hverja einustu liíandi veru í aUt að fimmtíu metra íjarlægð. Næsta víst er talið að hljóð sem nær 200 desíbela styrk geti drepið en erfitt er að sannreyna það. TU þess þyrfti kjamorkusprengju í 500 metra fjarlægð. Þá yrði hitinn frá sprengjunni fyrri tU að drepa en hljóðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.