Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995
Dagur í lífi Úmars Valdimarssonar blaðamanns fyrir 20 árum:
Ekki var það allt fallegt
- en mikið var gaman
Jónas Kristjánsson horfði á mig
alvöruþrunginn og sagði: „Eina
leiðin til að þetta geti gengið upp
er að þetta verði andskoti gott
blað. Þú verður að vera reiðubúinn
að leggja mikið á þig.“
Ég var það og var þar með ráð-
inn í erlendar fréttir á nýju dag-
blaði sem enginn vissi þá fyrir víst
hvað ætti að heita eða hvort kæmi
yfirleitt út nema í nokkra daga. En
það var uppreisnartónn í þessu
öllu saman og það hentaði mjög vel
á þeim árum.
Svo hófust dagarnir og næturnar
og oft rann það allt saman. Blaða-
mennska á Dagblaðinu sáluga var
ekki vinna heldur lífsmáti. Við
Helgi Pje byrjuðum á erlendu síð-
unum klukkan flmm á morgnana
og vorum búnir með þær klukkan
átta.
Eftir það fórum við í innlendar
fréttir þar til blaðinu var lokað um
tíuleytið. Þá var farið í að skrifa
erlendar greinar og safna ein-
hverju í sarpinn fyrir morgundag-
inn. Síðdegis var blaðamannafund-
ur úti í bæ og ef von var um vín-
veitingar fór stundum öll ritstjórn-
in í einu - enda skorti ekkert á
samkvæmislíf og góðan félagsanda
hjá starfsmönnum blaðsins. Ef eitt-
hvað stórt var í fréttum var unnið
fram á nótt og fyrir kom að menn
sofriuðu fram á spónaplöturnar
sem áttu að heita skrifborð. Eftir
nokkra mánuði af svona
vinnu/lífsmáta fórum við út á Hót-
el Loftleiðir með konunum okkar
og sofnuðum út af í sófanum um
níuleytið.
í 14 fermetra skonsu
Við sátum þétt fyrstu mánuðina.
Fréttastofan var í 14 fermetra
skonsu í Síðumúlanum og ekki
nema 30-40 sentímetrar á miUi
arslúðrið eða tala Ula um keppi-
nautinn, Vísi garminn, hinum
megin við vegginn. Aldrei vafðist
það fyrir okkur 'að við vorum
miklu betri en Vísir - og hvert
tækifæri sem gafst (og miklu fleiri
raunar) var notað til að raupa af
yfirburðum Dagblaðsins. Vísir og
Mogginn voru bara venjuleg
flokksmálgögn, sem var það
ljótasta sem hægt var að hugsa sér
í þá daga, og haUir undir Kerfið og
flokkspólitíska spUlingu. Af öUu
slíku var DB blásaklaust. Annar
eins meydómur hefur aldrei
þekkst.
Það skorti heldur ekkert upp á
að menn tækju sig alvarlega - enda
var ekki verið að gera neitt minna
en að frelsa íslenskt samfélag úr
klóm Kerfisins og rótgróinnar
spiUingar. Það var fjölmennt á AU
The President’s Men í Austurbæj-
arbiói og í framhaldinu gerði rit-
stjórinn samnefnda bók eftir
Woodward og Bernstein að skyldu-
lesningu með þeim orðum að
svona ættu blaðamenn Dagblaðs-
ins að vinna.
Sumar máttu
missa sig
Auðvitað brást okkur stundum
bogalistin í atgangi dagsins. Sjálf-
sagt er fleirum okkar farið eins og
mér, að muna eftir einni eða
tveimur fréttum sem óskandi væri
að aldrei hefðu verið skrifaðar.
En eftir á að hyggja getum við
sagt eins og fyrrum ritstjóri banda-
ríska tímaritsins Esquire, sem ný-
lega hefur skrifað endurminningar
sínar undir heitinu Ekki var það
allt fallegt - en mikið óskaplega
var gaman!
Kveðja, Ómar
Ómar Valdimarsson var einn af upphafsmönnum Dagblaðsins fyrir tuttugu árum. Nú rekur hann ráðgjafarfyrir-
tækið Athygli. DV-mynd GVA
borða. Menn urðu að skáskjóta sér
inn í bás - hver með sínum hætti.
Jón Birgir Pétursson fréttastjóri
var með flottustu sveifluna þegar
hann kom inn og hafnaði í sæti
sínu og svo sat hann í öllu kraða-
kinu í félagi við þrjá blaðamenn
aðra, lengst af okkur Braga Sig-
urðsson, Ásgeir Tómasson, og Jó-
hannes Reykdal útlitshönnuð og
tæknistjóra að auki. Þeir sem áttu
erindi við einhvern okkar máttu
gjöra svo vel að tala við alla í einu
- sem auk þess voru að tala í sím-
ann, beija á handknúnar ritvélar
og skipuleggja saklausa óknytti
gagnvart hinum hluta ritstjórnar-
innar, sem sat í nokkru stærra
herbergi handan við ganginn.
Keppinauturinn
hinum megin
Stöðugur straumur var af fólki
inn á ritstjórnina og jarðsamband-
ið meira og öflugra en á nokkurri
annarri ritstjórn sem ég hef komið
nærri. Sumir komu daglega til að
spjalla, flytja fréttir, hlusta á bæj-
Finnur þú fimm breytingar? 326
Nafn: _
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð tuttugustu og
fjórðu getraun reyndust vera:
1. Erla Björk Gísladóttir 2. Kristinn G. Wium
Esjubraut 27 Hátúni 11
300 Akranesi 230 Keflavík
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt..
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að
verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið-
stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavik.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í
verðlaun heita Líkþrái maðurinn og
Athvarf öreigans, úr bókaflokknum
Bróðir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790.
Bækumar eru gefnar út af Frjálsri
fjölmiðlun.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 326
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík