Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 43 Ljósmyndasýningin World Press Photo '95 hefst í Kringlunni næsta laugardag: Flúið yfir hafið til fyrirheitna landsins Fyrirheit um frelsi og velmegun og örvæntingar- fullt ástand heima fyrir fékk tugþúsundir Kúb- verja til að leggja á haf út í fyrra í tilraun til að kom- ast yfir til Flórída, um 150 km leið. Þegar Kastró Kúbuleiðtogi aflétti ferða- hömlum í ágúst náði flóttamannastraumurinn hámarki. Þá yfirgáfu um 2 þúsund manns Kúbu dag- lega. Flausturslega smíðuð fley af öllum stærðum og gerðum voru notuð og komust sum ekki langt áleiðis. Drukknuðu ótal flóttamenn og urðu há- körlum að bráð. Á mynd- inni hér til hliðar syndir drengur út að báti sem er að leggja frá landi en hann vill kveðja föður sinn og bræður í síðasta sinn. Myndin fékk fyrstu verðlaun í fiokki al- mennra fréttamynda í ljós- myndasamkeppni World Press Photo '95. Þessa mynd og tugi annarra verðlaunamynda má sjá á ljósmyndasýningunni World Press Photo sem hefst í~Kringluni laugar- daginn 16. september og mun standa til sunnudags- ins 1. október. Sýningin er haldin í samvinnu DV og Kringlunnar. Verðlauna- myndirnar voru valdar úr um 30 þúsund innsendum myndum frá tæplega 3 þúsund ljósmyndurum í 97 löndum. Myndunum er skipt í flokka en verðlaun eru veitt fyrir þrjár myndir í hverjum flokki. Þessir flokkar eru: fréttamyndir, myndir af einstökum at- burðum, almennar frétta- myndir, fólk í fréttum, íþróttir, tækni og vísindi, listir, náttúra og umhverfi og daglegt líf. Flokkunum er einnig skipt í flokka stakra mynda og mynd- raða. Þá eru sérstök verð- laun fyrir barnamynd árs- ins. Sumarmyndir og afmæli DB Samhliða World Press Photo sýningunni fer fram sýning á myndum úr Sum- armyndakeppni DV og Hans Petersens. Sunnu- daginn 17. september verða veitt verðlaun fyrir bestu sumarmyndirnar og þær sýndar í sérstökum bás. Frá og með 11. septem- ber verða til sýnis myndir, einnig í Kringlunni, sem sérstaklega eru valdar í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá stofnun Dagblaðs- ins, DB. Verða þær myndir til sýnis jafn lengi og mynd- irnar frá World Press Photo. Ungur drengur syndir að báti undan ströndum Kúbu til að kveðja föður sínn og bræður sem eru að leggja af stað áleiðis til fyrirheitna landsins, Bandaríkjanna. Flokkur: Almennar fréttir. Ljósmyndari: Garo Lachinan, Bandaríkjunum. Vísindamenn eru alltaf að reyna að gera bfla tæknilega fullkomnari, þægilegri og öruggari. Hér sést hópur prufubrúða bíða örlaga sinna í Wolkswagen-verksmiðj- unum í Wolfsburg í Þýskalandi. Flokkur: Vísindi, úr myndröð. Ljósmyndari: Dominik Obertreis, Þýskalandi. Starfsmenn kappakstursliðs Benettons berjast við eld sem kviknaði íbí) Jos Ver- stappens. Hann sat fastur í bflnum þegar bensín sprautaðist um allt og eldur kom upp. Hann slapp naumlega úr eldhafinu. Flokkur: íþróttir, úr myndröð. Ljósmyndari: Arthur Thill, Lúxemborg. Ungur drengur í fangelsi í Sao Paulo í Brasilíu situr í tilbúinni rólu og styttir sér stundir við að horfa út um gluggann hátt á veggnum. Hann er einn sjö milljóna barna í Brasilíu sem lifa á götunni og lenda oft ífangelsi. Flokkur: Fólk ífréttum, úr myndröð. Ljósmyndari: Francesco Zola, ítalfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.