Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 2
féttír LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 Kötturinn Tumi slær öllum öðrum köttum við: Skilaði sér eftir 40 mánaða fjarveru Fyrir nokkru birtist frétt í DV þar sem sagt var frá ketti sem týndist og fannst aftur eftir 14 mánuði. Nú viröist það met hafa verið slegið út af honum Tuma sem skilaði sér sjálfur eftir 40 mánaða fjarveru. „Þegar ég sá konuna með köttinn, sem hafði komið heim eftir 14 mán- uði, í DV skellti ég upp úr. Fjórtán mánuðir, hvað er nú það? Það er líka merkilegt að hann skuli hafa skilað sér sjálfur," segir Sigrún Finnjónsdóttir en dóttir hennar, Eva Ásgeirsdóttir, á köttinn Tuma. Stuttar fréttir Minnisvaröi um Friörik Minnisvarði um séra Friðrik Friðriksson, æskulýðsleiðtoga og stofnanda KFUM og KFUK, verður afhjúpaður á fæðingarstað hans, Hálsi í Svarfaðardal, á morgun kl. 14. Sungnir verða sálmar eftir séra Friðrik en bænagjórð annast séra Jón Helgi Þórarinsson. Smuguafli kannaöur Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur ákveðið aö láta yarðskipsmenn á Óðni fara í ís- lenska togara í Smugunni til að kanna hvort þeir fari illa með afla. Bylgjan greindi frá. Óánægja með samning Háskólaráð hefur lýst yfir megnri óánægju með nýgerðan kjarasamning ríkisins og háskóla- kennara. Ráðið segir samninginn sýna lítilsvirðingu við þá vinnu sem unnin er í skólanum. RÚV greindi frá þessu. Tveir vinir á flugi Flugieiðir og SAS. hafa gert samning um aö Flugleiðir fljúgi frá og með 11. september milli íslands og Skandinavíu í nafni beggja félag- anna. Bókanir, verða þó í nafni hvors félags um sig. Laust í Hruna Biskupinn hefur auglýst Hruna- prestakall laust til umsóknar en séra Halldór Reynisson sóknar- prestur hefur verið ráðinn prestur að Neskirkju i Reykjavík. Fleiri f erðamenn Alls komu rífiega 48 þúsund far- þegar til íslands í síðasta mánuði, þar af um 28 þúsund erlendir ferða- menn. í sama mánuði í fyrra komu til landsins rífiega 27 þúsund er- lendir ferðamenn. Lottókona Kona á Patreksfirði, sem höfðaði mál vegna glataðs lottómiða, tapaði málinu fyrir undirrétti. RÚV skýrði frá. NIÐURSTAÐA Átti forseti íslands að gagnrýna Kínverja í ræðu sinni í Kína? Kötturinn er nú um sjö ára svo að hann hefur verið u.þ.b. hálfa ævina fjarri heimili sínu. Sigrún segir: „Vorið áður en hann týndist hvarf hann að heiman en kom aftur að hausti þegar kólnaði. Svo hvarf hann aftur snemma að vorinu og lét ekki sjá sig fyrr en bara núna í júlí. Hann birtist bara hérna á túninu. Hann rataði sjálfur heim eftir allan þennan tíma. Þegar hann birtist vor- um við búin að fá okkur hund. Dótt- ir mín, sem á köttinn, er með hund líka. Þeir voru báðir staddir hér þeg- ar Tumi birtist á lóðinni en hann lét þá ekki fæla sig í burtu." Sigrún veit ekki hvar kötturinn hefur haldið sig. En að minnsta kosti hefur Tumi látið á sjá því tvær vígtennur vantar hvorum megin frá því hann strauk að heiman. „Hann hefur greinilega þurft að hugsa mikið um sig sjálfur því hann er hrikalega grimmur þegar hann matast. Engu að síður er hann enn mannelskur," sagði Sigrún. -GJ/bjb Kötturinn Tumi er kominn í réttar hendur eftir 40 mánaða fjarveru að heiman. A myndinni, frá vinstri, eru Katrín Birg- isdóttir, Kristín Ásgeirsdóttir með Tuma og Hólmfríður Kristjánsdóttir. Systir Kristínar, Eva, á Tuma en hún býr ekki lengur í foreldrahúsum þannig að hún komst ekki á myndina. DV-mynd ÞÖK Sautján ára drengur: Tok bilprof og f lug próf sama daginn „Ég tðk fyrsta tímann minn þegar ég var tólf ára. Þá byrjaði ég að fikta við þetta og hef verið að dunda mér við það síðan. Og fimmt- án ára tók ég bóklega einkaflug- mannsprófið. Svo hef ég bara verið að bíða eftir því að verða saurján ára til að geta tekið sólóprófið," segir Brynjar Örn Sveinjónsson sem tók flugpróf og bílpróf sama daginn, 6. september, þegar hann ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Já Brynjar Örn Sveinjónsson tók flugpróf og bilpróf sama daginn, þegar iiann varð sautján ára. varð sautján ára. Hann tók bílpróf- ið um morguninn en flugprófiö síð- degis og fær skírteini upp á hvort tveggja. Brynjar er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð og er á eðlisfræðibraut. Hann segist hafa farið út í flugnám einungis af forvitni og áhuga en móðir hans er einhig flugmaður. Um það hvort erfitt hafi verið að taka prófið segir Brynjar: „Ég var a.m.k. þokkalega stressaður en þetta hafðist." Eftir að hafa tekið sólóprófið má Brynjar fljúga einn með samþykki kennara en bráðlega mun hann taka verklega einkaflugmannspróf- ið og þá má han fljúga með farþega. Sólóprófið er hluti af einkaflug- mannsprófinu. Stóð sig vel Þorleifur Einar Pétursson hjá flugskólanum Flugmennt hafði um- sjón með Brynjari og segir: „Hann stóð sig alveg með prýði, drengur- inn. Þetta er vel gerður strákur og mjög góður nemandi. Annars hefði ég reyndar ekki sent harn, hefði ég ekki treyst honum fyrir þessu. Ég mat það þannig að hann væri orð- inn það gðöur að hann gæti farið þetta einn. Hann tók þrjú fiugtök og þrjár lendingar og þaö gerði hann með stökustu prýði. Þetta voru góð- ar lendingar, ég horfði á þær allar." Segir Þorleifur að gott sé að Brynj- ar skuli hafa byrjað svona ungur því þá eigi menn auðveldara með að læra. -GJ Sjúkrahúsið á Siglufirði: Þriðjung- urmeð gubbupest „Það var einhver lagður inn á sjúkrahúsið hjá okkur fyrir nokkrum dögum og smitaði okk- ur. Ég held að óvenjumargir hafi verið veikir í dag og mér skilst á hjúkrunarkonu að um þriðjungur sjúklinga sé veikur. Það er svolítið mikið. Þetta virð- ist vera bráðsmitandi en alveg hættulaust og gengur yfir á stuttum tíma," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir á Sjúkra- húsinu á Siglufirði. Óvenjuslæm gubbupest hefur gengið á Siglufirði að undan- förnu og var um það bil þriðj- ungur sjúklinga á sjúkrahúsinu, auk starfsfólks, fjölskyldna þeirra og annarra bæjarbúa með pestina í gær. í fyrstu var talið að um matareitrun á sjúkrahús- inu væri að ræða þar sem veik- in hefur svipuð einkenni, niður- gang, magaverki og uppköst, en svo reyndist ekki vera. -GHS Haustakst- ur á 150 Haustblær er kominn á um- ferðina í Húnavatnssýslu sem þýðir að ökumenn eru teknir á allt að 155 kílómetra hraða. Hef- ur lögreglan tekið tíu bráðláta ökumenn síðustu tvo daga og hafa þeir margir skeiðað á 130 til 140. Telur lögreglan á Blöndu- ósi að minnkandi umferð á haustin leiði til fieiri fara yfir mörkin í hraðakstri. -GK Haöiarrjörður: Ljós- myndirn- ar dreifðust um allan bæ „Þetta er hræðileg óheppni. Við höfum heyrt frá fólki sem sá myndirnar eins og skæðadrífu um bæinn og enn vantar 200 myndir," segir Hrafnhildur Blomsterberg, móðir stúlku sem var svo ólánsöm að dreifa 240 ljósmyndum úr sumarfríinu um Hafnarfjörð í gær. Stúlkan skildi myndirnar eft- ir fyrir vangá á þaki bifreiðar sinnar þegar hún ók úr Set- bergshverfinu og niður í miðbæ Hafnarfjarðar. Sáldruöust myridirnar smám saman af þak- inu og var engin eftir þegar í bæinn var komið. Síðdegis í gær höfðu 35 mynd- ir komist til skila en hinna 210 var enn saknað. Vildi Hrafnhild- ur að árvökulir finnendur myndanna hefðu samband í síma 565 53 54 svo hægt væri að nálgast safhið. -GK KR gegn Everton: Fjölmenni með Everton Von er á 300 stuðningsmönn- um enska liðsins Everton hing- að á leik liðsins við KR í Evr- ópukeppni bikarhafa í næstu viku. Þessir stuðningsmenn Liverpool-félagsins Everton ásamt félögum í Everton klúbbnum á íslandi ætla að koma saman fyrir leikinn í höf- uðstöðvum klúbbsins á sport- kránni Ölver og skapa þar stemningu áður en haldið er á völlinn.Daníel Ólafsson, Akranesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.