Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995
Hún á þrjár taílenskar tengdadætur:
Þær eru svo
góðarsálir
- segir Ásta Sigurðardóttir sem lætur sár vel líka þó synirnir heillist af austurlensku útliti
„Ég eignaðist fyrstu tengdadóttur-
ina frá Taílandi fyrir þremur árum.
Sonur minn er verkstjóri í Toppfíski,
sem er útflutningsfyrirtæki, og þar
starfaði hún. Mér fannst það allt í
lagi. Ég hef aldrei verið fordómafull
og lít þannig á að allir séu jafnir hvar
sem þeir eru fæddir á jörðinni. Það
eina sem mér þótti leiðinlegt var að
við gátum lítið talað saman. Núna er
hún farin að skilja miklu meira. Mér
leist strax vel á þessa stúlku. Ári síð-
ar fékk ég aðra taíienska tengdadótt-
ur. Annar sonur minn, sem einnig
starfar í Toppfiski, en þeir starfa þar
reyndar allir, kynntist konu sinni
þar líka. Hún er vinkona fyrstu
tengdadótturinnar þannig að sam-
skiptin voru talsverð. Þriðju tengda-
dótturina eignaðist ég í sumar. Hún
er systir fyrstu tengdadótturinnar og
kom hingað í febrúar til að heim-
sækja hana. Það kviknaði ást milli
hennar og sonar míns, sem er reynd-
ar aðeins sextán ára gamall en hún
tvítug, og þau trúlofuðu sig fyrir
stuttu,“ segir Ásta Sigurðardóttir
sem er í þeirri sérstöðu að eiga þrjár
tengdadætur frá Taílandi. Ásta á sjö
börn, fjóra syni og þrjár dætur. Þrír
synir hennar hafa allir fallið fyrir
hinu austræna útliti.
Sú þriðja
ekki með
Þegar viðtalið var tekið á heimili
Ástu gátu aðeins tvær tengdadætur
hennar verið viðstaddar. Sonurinn
Sigurður, sem fyrstur kom með taí-
lenska konu, og Ella, kona hans,
höfðu ekki tök á að mæta.
Ásta segist ekki eiga neina skýr-
ingu á því hvers vegna þrír sona
hennar hafí orðið ástfangnir af taí-
lenskum konum. „Ætli þetta sé ekki
bara eitthvað úr fyrra lífi,“ segir hún
og hlær.
Ástu brá ekkert þegar annar son-
urinn kom einnig heim með taí-
lenska stúlku. „Hún er svo sérlega
glaðleg og lifandi manneskja. Þær
eru allar líka svo hjálplegar. Vilja að
ég setjist niður meðan þær sjá um
allt, vaska upp og gera alla hluti. Ég
býst við að það sé þeim í blóð borið
að bera virðingu fyrir sér eldra
fólki.“
En varð henni ekki um og ó þegar
sá sextán ára var einnig kominn með
austurlenska stúlku? „Jú, en þetta er
auðvitað hans mál,“ segir Asta og
lætur ekki á sér sjá að henni hafl
brugðið. „Ég hef gefið þeim öllum
blessun mína. Þetta er þeirra lif og
foreldrarnir geta lítið sagt. Sex af
börnum mínum eru gengin út en
yngsta dóttirin er aðeins tólf ára. Ég
á átta barnabörn og tvö á leiðinni. Ég
er 51 árs en finnst ég í raun jafnung
og elsta dóttir mín. Fjölskyldan er
mjög samrýnd og kemur mikið hing-
að til okkar hjónanna. Á hverjum
sunnudegi fyllist húsið en þetta eru
þrjátíu manns í allt þannig að oft er
glatt á hjalla. Við fórum líka oft sam-
an út á veitingahús og skemmtum
okkur saman þannig að ég býst við
að við séum óvenju samhent. Mér
finnst yndislegt að hafa allt þetta fólk
í kringum mig,“ segir hún.
Ásta varð fimmtug 17. júní 1994
þannig að hún er eitt af lýðveldis-
bömunum og birtist mynd af henni á
forsíðu DV vegna þess fyrir ári.
Engir árekstrar
Ásta segir að dætur hennar hafi
tekið því vel að bræðurnir veldu sér
austurlenskar konur og engir
árekstrar hafi komið upp vegna þess.
„Við tókum þessu öll vel og tengda-
foreldrar mínir líka. Dætur mínar
hafa ágætt samband við þessar mág-
konur sínar. Þessar stúlkur eru allar
góðar og elskulegar við okkur og við
höfum sannarlega tekið þeim
opnum örmum. Móðir
mín er hins vegar að
venjast þessu, henni
finnst þetta
skrýtið og
spurði
hvort
ekki
hefði
verið
Maður getur margt af þeim lært.
Núna er orðið erfiðara fyrir stúlkur
að koma hingað og vinna, það er búið
að loka fyrir þetta enda atvinnuleys-
ið orðiö meira. Yngsta tengdadóttirin
átti í erfiðleikum með að fá að vera
lengur þar sem hún kom aðeins hing-
að upphaflega í tveggja mánaða
heimsókn.
Halda hópinn
Það eru mjög margar taílenskar
stúlkur hér á landi og þær halda
mjög vel saman. Þær hittast gjarnan
og borða saman. Hér er taílenskur
búddamunkur sem er með bæna-
stundir fyrir þær og þannig geta þær
viðhaldið trúarbrögðum sínum.
Þegar Ásta var spurð hvað henni
þætti öðruvísi í fari þeirra en ís-
lenskra stúlkna sagði hún að það
væri ýmislegt. „Það er þessi tillits-
semi, þær vilja þjóna okkur eldra
fólkinu og eiginmönnunum.
Húsbóndinn kemur
fyrst í forgangs-
röðinni enda
eru þær ald-
ar upp við
það fjöl-
nog
segir
hún og
brosir.
Ásta og eiginmað-
ur hennar, Tómas
Þórðarson, hafa
aldrei hitt tengdafor-
eldra bræðranna
enda hafa þau aldrei
farið til Taílands. „Okkur
langar að fara þangað ein-
hvern tíma en við höfum hitt systur
Ellu. Þær eru sex systurnar og ein
þeirra er enn þá í Taílandi, hinar
hafa flutt út í heim, tvær til íslands.
Það hefur veriö erfitt fyrir þær að fá
atvinnu í Xáílandi og þess vegna
hafa þær leitað að vinnu annars
staðar. Mér skilst að þessar
stúlkur hafi komið hingað
upphaflega til að vinna en
þær þekktu aðrar sem
voru komnar á undan.
Flestar eru þær að
vinna í fiski og segja að
launin séu mun betri
en þær þekkja heima
hjá sér. Þær vinna
mikið, eru sparsamar
og leggja fyrir. Þess- j
ar stúlkur búa ti’
mjög góðan mat ú’ _
litlu og eru nýtnar
á alla hluti. Þær a
hekla og sauma.
Asta Sigurðardóttir er ánægð með að eiga þrjár taílenskar tengdadætur.
skyldumynstur. Mér finnst sérstakt
að sjá hversu sparsamar þær eru.
Þær henda engu, eru ákaflega þrifn-
ar og hugsa vel um heimilið.
Tengdadæturnar hafa sýnt fjöl-
skyldunni myndir frá heimalandi
sínu og eru stoltar af. Hins vegar eru
þær aldar upp í fátækt og því óvanar
vel búnum heimflum eins og tíðkast
á íslandi. Ásta og Tómas búa í stóru
húsi í Kópavoginum, enda búin að
koma mörgum börnum á legg. Ásta
viðurkennir að tengdadætrunum
finnist heimilið fínt og hafi oft orð á
því. „Það er mikfl stéttaskipting í
þeirra landi - annaðhvort er fólk ríkt
eða fátækt."
Finnur fordóma
- En finnst vinkonum Ástu og ætt-
ingjum ekki undarlegt aó' hún skuli
eiga svo margar austurlenskar
tengdadætur?
„Jú, fólki finnst það mjög skrýtið.
Það liggur við að ég finni stundum
vorkunnsemi í orðum fólks.“
- Finnst þér fólk fordómafullt?
„Já, svolítið, en ég þykist ekki
heyra það. Ég lít á góðu kostina hjá
stúlkunum og tek þeim eins og þær
eru. Drengirnir eru hamingjusamir
og þess vegna er ég það líka.“
Asta segist hafa lært heOmikið í
austurlenskri matargerð af tengda-
dætrunum. „Mér þykir taOenskur
matur góður, hann er kannski held-
ur bragðsterkur en þær taka tOlit tO
þess. Þeim finnst líka íslenskur mat-
ur góður: hangikjöt, lambalæri,
jafnvel svið. Þær borða
mömmumatinn minn með
góðri lyst,“ segir hún.
„Einnig eru þær mjög hrifn-
ar af tertum og vöfflum með
rjóma. Þær eru duglegar að
læra og Malí, tengdadóttir
númer tvö, eldar yfirleitt ís-
lenskan mat fyr-
manninn
sinn. Mér
finnst mjög
skemmtilegt
að bjóða aUri
fjölskyldunni
saman í mat
svona tvisvar
á ári. í nóv-
ember eigum
við hjónin
þrjátíu ára
brúðkaups-
afmæli og þá
ætla ég að
bjóða allri
fjölskyld-
unni. í leið-
inni verður
skírn og ég
hlakka mik-
ið til. Það
hefur verið
mikið um að
vera. Mað-
urinn minn
var fimm-
tugur fyrir
stuttu og
síðan trúlof-
aði yngsti
sonurinn
sig þannig
að við höf-
um mikið
hist undan-
farið.“
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995
,Það er alltaf fjölmenni hjá mér og húsið fyllist á sunnudögum," segir Ásta sem býður sonum sínum, eiginmanni og tengdadætrum kaffi.
— * J
. jjSgÖJ|vJ :■ i
: : ■
^ A / : |§!
1 1 I 1
i\t % 1 fl.
- Ert þú þá
góð tengdó?
„Þær eru góð-
ar við mig og ég
reyni að launa
það. Ég lít á þær
sem stelpurnar
mínar.“
fslenskan
mætti vera
betri
Tvær tengda-
dætranna hafa
farið á nokkur
námskeið til að
læra íslensku og
sú þriðja er rétt
að byrja að læra.
Ásta segist skOja
þær ágætlega
þótt þær þyrftu
að læra meira í
málinu. Mér sýn-
ist að þessar
stúlkur hafi átt
mjög auðvelt
með að aðlagast
íslensku um-
hverfi og ég hef
aldrei frétt af því
að þær hafi orðið,
fyrir aðkasti eins
og stundum er
talað um.“
Allir fjórir
synir Ástu og
Tómasar starfa
hjá Toppfiski og
þar vinna einnig
tvær tengdadæt-
ur þeirra. Sú
þriðja starfaði
þar einnig en er
nú í bameignar-
fríi. „Það eru
mjög márgir út-
lendingar sem
starfa hjá þessu
fyrirtæki," segir
Asta. „Bræðum-
ir eru mjög sam-
rýndir, eins og
þau öll systkinin,
þannig að þeir
eiga gott með að
starfa saman.“
- Hefur það ekki leitt synina þrjá
meira saman þegar þeir eiga allir
austurlenskar konur?
„Jú, ég myndi segja það. Þær vilja
koma saman og borða og oft er glatt
á hjaOa. Hins vegar tala þær oft taí-
lensku þegar þær eru saman og
kannski er það slæmt þar sem þær
Því miður gat þriðja tengdadóttirin ekki komið því við að vera með á mynd-
inni. Ásta er hér með Sumalí og Samat.
þurfa að ná íslenskunni betur.“
- Hvað með íslenska trúarsiði, eins
og jól og páska? Taka þær þátt í okk-
ar jólaundirbúningi?
,jJá, þær hafa tekið upp afla ís-
lenska siði og finnst einmitt mjög
gaman á jólunum. Þær voru sérlega
spenntar fyrir gjöfunum og góða
matnum. Þeim
fannst ekki minna
gaman á gamlárs-
kvöld þegar flug-
eldunum var skot-
ið upp.“
Ánægð á Is-
landi
Sumalí, sem gift er
Þórði, sagði við
blaðamann að
henni líkaði mjög
vel á íslandi. Hún
hefur verið hér í
fimm ár, starfaði
fyrst hjá breska
sendiráðinu áðpr
en hún hóf störf
hjá Toppfiski. Hún
sagðist hafa komið
til íslands þar sem
vinkonur hennar
höfðu komið hing-
að á undan. „Ég sá
snjó I fyrsta skipti
á íslandi," segir
hún. „Það var
mjög skrýtið."
Þórður, eiginmað-
ur hennar, segir að
Sumalí sé ákaflega
áhugasöm að
temja sér ís-
lenska siði og
venjur. „Hún
eldar yfirleitt
íslenskan mat
og þykir hann
góður,“ segir
hann. Þórður
segir að það
hafi ekki ver-
ið neitt öðru-
vísi fyrir sig
að kynna taí-
lenska stúlku
fyrir foreldr-
um sínum
heldur en ef
hún hefði ver-
ið íslenskt.
Hins vegar
hafi hann
óneitanlega
verið hissa
þegar litli
bróðir náði 'sér líka í taOenska
konu. „Það leynir sér ekki að
þetta er smitandi."
Ásta bætir við að ekki sé ann-
að hægt en að láta sér vel líka.
„Þær eru svo góðar sálir.“
Þórður og Sumalí.
Yngsti sonurinn, Tómas, sem er aðeins sextán ára, ásamt unnustu sinni, Samat.
DV-myndir GVA