Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Baldur Sigbjörnsson, hásetinn sem slasaðist um borð í varðskipinu Óðni:
Ég þeyttist um allt dekk
„Við vorura að koma vír um
borð í Sindra VE og notuðum keðju
tO að taka af slaka. Allt í einu slitn-
aði keðjan og slóst í fæturna á mér.
Þetta var mikið högg og ég þeyttist
eins og bolti um allt dekkið," segir
Baldur Sigbjörnsson, háseti á varð-
skipinu Óðni, í simaviðtali við DV.
Baldur slasaðist þegar verið var
að koma taug milli varðskipsins og
togarans Sindra VE eftir bilun í gír
togarans í Smugunni nú í vikunni.
í gær var Baldur í aðgerð hjá
læknum sjúkrahússins en til stend-
ur að flytja hann til Óslóar í dag
þar sem sérfræðingar í beinbrotum
munu rannsaka hann.
Þegar DV ræddi við Baldur í gær
var hann nývaknaður eftir aðgerð-
ina og sagðist vera nokkuö vankað-
ur en samt ekki illa á sig kominn
eftir því sem við væri að búast.
„Þetta er auðvitað gríðarlegt
áfall. Ég geri mér ekki sjálfur grein
fyrir hve alvarlegt ástandið er en
læknamir hér hafa sagt mér að ég
muni ná fullum bata, þótt það geti
tekið nokkurn tíma,“ sagði Baldur.
Hann er tvítugur Reykvíkingur,
einhleypur og hefur verið hálft
annað ár háseti hjá Gæslunni.
„Mér líður í raun 'og vem vel,
hér er sól og blíða og vel um mig
hugsáð. Ég er þó enn mikið dasað-
ur eftir aðgerðina í dag og það er
ekki fyrr en nú að ég átta mig á
hvar ég er staddur," sagði Baldur.
Ólýsanlegar kvalir
Baldur hélt meðvitund eftir
keðjuhöggið sem hann fékk. Báðir
fætur brotnuðú þó illa og að auki
tvö rifbein og viðbein. Honum var
gefið morfín eftir slysið og upp frá
því man hann lítið af því sem gerð-
ist.
„Ég var víst fluttur með þyrlu
hingað á sjúkrahúsið en eftir því
man ég ekkert. Mér leið hrikalega
fyrst eftir höggið. Kvalirnar voru
hreint ólýsanlegar. Núna finn ég
litið til en get líka lítið hreyft mig.
Læknirinn sagði að hann hefði sett
skrúfur í fæturna áður en þeir
vom vafðir. Þannig verð ég fyrst
um sinn,“ sagði Baldur.
Baldur sagði að veður hefði ver-
ið mjög slæmt þegar slysið varð,
þungur sjór og 8 til 9 vindstig.
Veðrinu mætti að öllum líkindum
kenna um hvernig fór. Baldur hef-
ur þegar fengið heimsókn frá ræð-
ismanni íslands í Hammerfest.
„Það var i mér einhver beygur
eftir að Baldur fór í Smuguna og ég
óttaðist að illa færi. Þetta er erfltt
hafsvæði og aldrei að vita hvað
gerist," segir Kristín Sigbjömsdótt-
ir, systir Baldurs, í samtali við DV.
Hún sagði að sér hefði verið illa
við að hann færi með Óðni en
Baldri varð ekki haggað. Nú er
Kristín að velta fyrir sér að fara
utan og heimsækja bróður sinn á
sjúkrahúsiö í Hammerfest.
„Foreldrar okkar eru látnir og
ég hef verið eins og móðir hans síð-
ustu árin. Nú er erfitt fyrir hann
að vera einn við þessar aðstæður,
svo fjarri fjölskyldunni," sagði
Kristín.
-GK
Ingibjörg Sólrún til Kína:
Mun ekkert
liggja á mínum
skoðunum
„Ég þykist vita að mannréttinda-
mál muni bera á góma í þessari
heimsókn. Mín skoðun á þeim ligg-
ur alveg ljós fyrir og að sjálfsögðu
mun ég ekkert liggja á þeim skoð-
unum. Ég er ekki að fara til Kina
sem fulltrúi kvenna fyrst og fremst
heldur sem borgarstjóri í Reykja-
vík,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri í samtali við DV.
Þann 22. september hefst opinber
heimsókn borgarstjóra Reykjavík-
ur til Kína og stendur til 30. sept-
ember. Með í för verður 6 manna
sendinefnd frá borgarstjórn Reykja-
víkur.
vK M
LOKI
Ég held bara að ég verði líka
að fara til Kína til
að mótmæla!
Tígri, lukkudýr Krakkaklúbbs DV, heimsótti Selásskóla í gær og afhenti Fríðu Haraldsdóttur, form. Félags skóla-
safnskennara, fyrsta eintakið af íslandsævintýrum Tígra en í bókinni eru sögur 50 ungra höfunda. Skólabókasöfn
um allt land munu fá eintak af bókinni en gjöfin er í tilefni af alþjóðlegum degi læsis og 20 ára afmælis Dagblaðsins.
DV-mynd ÞÖK
Hafnarfjörður:
Teknir við
tækjastuld
Tveir menn hugðust birgja sig
upp af tækjum í fiskibátnum Jóni
Guðmundssyni í Hafnarfjarðarhöfn
í gær. Lögreglan kom auga á menn-
ina að verki og hafa þeir setið í
fangageymslum í nótt. -GK
Stálu mynd-
bandi en skildu
tækin eftir
„Þetta er örugglega bara hreinn
fíflagangur. Krakkarnir hafa ekk-
ert gaman af að sjá kynningu á ilm-
vatni og geta því skilað spólunni
aftur án þess að nokkur eftirmál
verði af,“ segir Kristín Einarsdóttir
hjá versluninni Sigurboganum á
Laugavegi.
Verslunin sýndi nú í vikunni
myndband med kynningu á ilm-
vatni úti á götu og hafði þar bæði
myndbandstæki og sjónvarp. Spóla
úr tækinu hvarf en tækin sjálf voru
skilin eftir. Kristín sagði að þetta
hefði verið eina eintakið af mynd-
bandinu og saknaði hún þess sárt.
-GK
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Búast má viö smáskúrum
Á sunnudag og mánudag verður fremur hæg austlæg átt. Súld eða rigning með köflum austan til á landinu. Um landið vestanvert verður yfirleitt
þurrt og skýjað með köflum en á sunnudaginn má þó búast við smáskúrum.
Hitinn verður á bilinu 7_13 stig, hlýjast um landið sunnanvert en kaldast við norðausturströndina.
Veðrið í dag er á bls. 61