Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 8
Frönskunámskeið Alliance Franciase Haustnámskeið verða haldin 18. sept. til 15. des. Innritun fer fram alla virka daga frá kl. 15.00-19.00 að Vesturgötu 2, sími 552 3870. Alliance Francaise Skattstjóri Staða skattstjóra í Vestfjarðaumdæmi er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða hlotið löggildingu íendurskoðun. Æski- legt er að umsækjendur hafi jafnframt góða þekkingu á skattalögum og skattaframkvæmd. Staðan veitist frá 1. janúar 1996. Laun skattstjóra eru ákveðin af kjaranefnd samkvæmt lög- um nr. 120/1992 um kjaradóm og kjaranefnd. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. október 1995. Fjármálaráðuneytið, 7. september 1995 Starfsnám fyrir uppeldis-, meðferðar- og stuðningsfuiltrúa og fólk í hlið- stæðum störfum. Þann 9. október næstkomandi hefst í Reykjavík starfsnám (grunnnám) fyrir uppeldis-, meðferðar- og stuðningsfull- trúa og fólk í hliðstæðum störfum. Námið er 160 kennslustundir og stendur yfir veturinn 1995-1996. Markmiðið með þessu námi er að efla þekkingu og færni starfsmanna sem vinna við viðkomandi störf. Umsóknarfrestur er til 19. september og fást umsóknar- eyðublöð í félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, Reykjavík, s. 5609000 og hjá Starfs- mannafélagi ríkisstofnana, Grettisgötu 89, Reykjavík, s. 5629644. Fræöslunefnd félagsmálaráöuneytisins JAPANSKAR SKYLM[NGAR IAIDO LIST JAPANSKA SVESÐSINS, FF.LST í EINSTAKLINGSBUNDNUM ÆFINGUM Á FYRIRFRAMÁKVEÐNUM HREYFIMYNSTRUM (KATA] SEM ERU AFRAKSTUR ÞROTLAUSRAR VIÐLEITNI SAMURAIANNA TIL FULLKOMNUNAR Á LIÐNUM ÖLDUM. KENNARI: TRYGGVI SIGURÐSSON 4 DAN. KENDO SKYLMINGAR i HLÍFÐARBÚNING ÞAR SEM ÁSTUND F.R SETT OFAR KEPPNI. GÖFUG OG KREFJANDI ÍPRÓTT SEM EFLIR LÍKAMA OG HUG. KENNARI: INGÓLFUR BJÖRGVINSSON 3 DAN. MEISHINKAN DOJO UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 555 27 25 / 587 66 48 á#!&. NÚ BJÓÐUM VIÐ UPP í 0Ofifr NÝ NÁMSKEIÐ SEM HEFJAST Á HAUSTÖNN BARNADANSAR GÖMLUDANSARNIR SUÐURAMERÍSKIRDANSAR SAMKVÆMISDANSAR KENNT I FRAMHALDS OG BYRJENDAFLOKKUM. EINNIG ER BOÐIÐ UPP Á EINKATÍMA. INNRITUN DAGLEGA FRÁ KL. 13 - 19. KENNSLA HEFST LAUGARDAGINN 16 9 95. A/W MWSKÓUNN REYKJAVÍKURVEGI 72 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 2285 NÝI DANSSKÓLINN SKILAR BETRI ÁRANGRI. tgæðingur LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 Tofu og þang með grænmeti „Þar sem það er krabbameins- sérfræðingurinn og vinur minn Sigurður Árnason sem skorar á mig sem matgæðing vikunnar þá kemur mér strax í hug tofu og þang," segir Ingunn Benediktsdótt- ir glerlistarkona og jógakennari. „Hin lága tíðni brjóstakrabba- meins meðal kvenna í Japan og það hversu þær virðast komast auðveldar í gegnum breytinga- skeiðið en konur á Vesturlöndum hefur meðal annars verið rakið til mataræðis þeirra. En eins og kunnugt er eru sojabaunir og soja- baunamassi, það er tofu, fiskur og þang, ein aðaluppistaðan í fæðu Japana," heldur Ingunn áfram. Ingunn bjó í sex ár í Ameríku og þar sem erfitt var að fá fisk fór hún að nota tofu í staðinn. Hún býður lesendum upp á tofu- og hrís- grjónarétt og þang- og grænmetis- rétt. Hennar eigin fjölskyldu þóttu þessir réttir lítið spennandi í byrj- un en er nú farin að biðja um þá. Tofu með hrísgrjónum 1 1/2 bolli brún hrísgrjón 375 g tofu 1 bolli saxað sellerí 1/2 bolli saxaðar svartar olífur 1/2 bolli pecanhnetur eða val- hnetur 11/2 tsk. tarragonlauf (mulin) 3 msk. ferskur graslaukur (11/2 ef þurrkaður) 1 dós jógúrt (án ávaxta) eða 1 bolli AB-mjólk Hrísgrjónin soðin í vatni söltuðu með sjávarsalti. Látið renna af Umsjón Ingunn Benediktsdóttir tofuinu undir krana og síðan kurl- að niður í hrísgrjónin. Öllu hinu blandað saman við. Látið í smurt eldfast fat. Muldu Ritzkexi dreift yfir og 1/2 bolla af rifnum, feitum og sterkum osti. Bakað við 200 g 1 30 mínútur eða þar til rétturinn er orðinn gulbrúnn og heitur í gegn. Gott er að bera fram með þessu heimatilbúið eplamauk, gróft brauð eða salat. Þang með grænmeti Arame-þang (fæst í heilsubúð um) 3 til 4 shitake-sveppir (fást í heilsubúðum) 1 laukur 2 gulrætur sesamolía Þangið er lagt í bleyti yfir nótt og síðan soðið i söltu vatni í 15 mínútur. Látið renna af þanginu. Laukurinn sneiddur fínt og gulræt- urnar skornar langsum (ef þær eru skornar þversum gráta þær). Grænmetið steikt í olíunni. Bland- að saman við þangið og bragðbætt með tamari-sósu eða soju (venjuleg sojasósa er of sölt). Að sögn Ingunnar passar þang- rétturinn bæði með tofu-réttinum og kjöti og fiski. Hún skorar á Jón B. Stefánsson, verkfræðing og hagyrðing, að vera næsti matgæðingur. „Hann er listakokkur sem sá um matseldina á heimili sínu þegar konan hans fór í nám." I %in hliðin Námsbækurnar eru eina lesefnið segir Tryggvi Knattspyrnulið Vestmannaey- inga, ÍBV, hefur vakiö mikla at- hygli undanfarið þegar strákarnir hafa tekiö upp á þvi að „dansa" fyrir áhorfendur og gera ýmsar kúnstir. „Þetta hefur gert fótbolt- ann meira fyrir augað jafnframt sem andinn í hópnum er frábær," segir Tryggvi Guðmundsson. í dag keppa ÍBV og KR og má segja að það sé urslitaleikur um antiað sætið. Tryggvi Guðmundsson er fæddur og uppalinn í Vestmanna- eyjum og hefur spilað meö ÍBV frá bamæsku fyrir utan eitt ár er hann gekk tíl liðs við KR. Þaö er Tryggvi sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fulltnafn: Tryggvi Guðmundsson. Fæðingardagur og ár: 30. júlí 1974. Maki: Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemi í Fjölbrauta- skólanum í Ármúla. Laun: Engin. Áhugamál: Allar íþróttir, sama hvaða nafni þær nefnast. Hefur þu unni ð í happdrœtti eða lottói? Neí, ég klikka alltaf á að vera með! því. Hvað íiniist bér skem m tilegast að gera? Spila knattspyrnu en allur minn frítími fer í það. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Þrifa heima. Uppáhaldsmatur: Svlnaham- borgarahryggur. Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur í dag? Sigrún Huld. Uppáhaldstlmarit: íþróttablaðið. Guðmundsson, knattspymumaður í ÍBV Hver er fallegasta kona sem þu Bjarni Ólafur Guðnason. hefur séð fyrir utan maka? Cindy Crawford. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóniinni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Það væri ágætt að hitta Rowan Atkinson. Uppáhaldsleikari: Rowan Atkin- sort. Uppáhaldsleikkona: Demi Moore. Uppáhaldssöngvari: Villi Vill. (Vilhjálmur Vilhjálmsson). Uppáhaldsstjórnmálamaður: Herraann Hreiðarsson. Uppáhaldsteikni- myndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjón- varpsefni: Simp- son-fjölskyldan. Uppáhaldsmat- sölustaður: ítal- ía. Hvaða bók langarþig mest að lesa? Einu bækurn- ar sem ég les um þessar mundir eru námsbækurnar. Hver útvarps- rásanna flnnst þér best? FM 957. Uppáhaldsút- varpsmað ur: Hvort horflr þú meira á Sjón- varpiö eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Valtýr Björn. Uppáhaldsskemmtistaður: Kofi Tðmasar frænda. Uppáhaldsfélag í íþrðttum? ÍBV. Stefnir þú að eiuhverju sér- stöku í framtiði nni? Já, ég stefni á að kaupa eigin íbúð ein- hvern tima. Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Ég fékk ekkert sumarfrí, ég var að vinna á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. :: ... ....,„....,,.. ,,,„.:.:.....:,.,.,:........,.. ¦ .+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.