Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 22
22 sakamál
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 DV
Það var kalt októberkvöld í
enska bænum Lincoln. Wilfred
Hawkins var í þann veginn að setj-
ast upp í bílinn sinn þegar hann
heyrði stúlku gráta. Hann stað-
næmdist og leit í kringum sig. Á
tröppum húss skammt frá sá hann
unga stúlku i hnipri. Hún var
greinilega mjög óhamingjusöm.
Hawkins, sem var faðir stúlkna á
táningsaldri, gekk til hennar til að
vita hvað væri að. Þegar hann
hafði róaö hana og sagt henni að
hann hefði ekkert illt í hyggju og
vildi aðeins hjálpa henni, sagðist
stúlkan vera þrettán ára og heita
May Bagley. Hún hefði tapað budd-
unni sinni með peningum og stræt-
isvagnamiðum og þyrði ekki að
ganga hinn langa veg að St. Dun-
stans-götu þar sem hún ætti heima.
Þótt hann byggi í Lincoln hafði
Hawkins aldrei heyrt um þessa
götu. Hann bauðst hins vegar til
þess að aka May heim og eftir smá-
hik þáði hún greiðann.
Sagan af hjásetunni
Á leiðinni sagði May að móðir
hennar ynni í verksmiðju og væri á
næturvakt þessa vikuna. Heima
væru tvær yngri systur, Felicia ell-
efu ára og Carol tíu ára. Hjá þeim
sæti kona, frú Wigton.
Þótt May væri aðeins þrettán ára
var hún þroskuð að sjá og Hawkins
gat ekki annað en brosað þegar
hún fór að segja honum frá frú
Wigton. „Hún er feit og veit ekkert
í sinn haus,“ sagði stúlkan. „Hún
kemur systrum mínum í rúmið en
sest síðan fyx ir framan sjónvarpið
þar sem hún sofnar. Ég kem og fer
eins og mér sýnist. Ég læðist út og
fer á diskótek eða í klúbbinn. Ég
tek bara lásinn á eldhúshurðinni af
áður en ég fer svo ég komist inn
aftur.
Þegar þau voru komin að heimili
May sagði hún: „Komdu inn með
mér. Mamma á dálítið viskí og mig
langar til að bjóða þér í glas af því
þú gerðir mér greiða."
Hawkins gerði þau mistök að
þiggja boðið. Hann grunaði ekki að
hann hefði gengið í gildru. May
opnaði dyrnar og augnabliki síðar
sýndi hún honum konu sem svaf i
stól fyrir framan sjónvarpið.
Nýtt hlutverk
„Komdu upp,“ sagði May. „Við
getum ekki farið inn í stofu. Svo
fast sefur gamla beljan ekki.“ Síðan
gekk stúlkan upp stigann og inn í
herbergi á efri hæðinni þar sem
hún tók fram viskíflösku.
Hawkins settist á rúmstokkinn
hjá May og drakk viskíið sitt en
hann var ekki fyrr búinn úr glas-
inu en dyrnar opnuðust og „beljan"
gekk inn. Hún reyndist nú ekki
vera hjáseta heldur móðir May og
um leið og hún gekk yfir þröskuld-
inn stökk May á fætur og sagði:
„Við höfum ekki gert neitt ljótt,
mamma. Það er alveg satt.“
Hawkins sagði nú söguna af því
hvernig fundum hans og May hafði
borið saman en þá sagði frú Bagley
kuldalega: „Þú þiggur í glas hjá
þrettán ára stúlku uppi í svefnher-
berginu hennar. Skyldi nokkur
trúa þessari sögu þinni? Við gæt-
um reynt að segja lögreglunni
hana.“ Svo sneri hún sér að dóttur
sinni og sagði: „Þekkirðu þennan
mann, May?“
„Nei. Hann bauð mér far og ók
mér heim.“
„Hvað gerði hann við þig? Segðu
sannleikann.“
„Hann káfaði á brjóstunum á
mér og lærinu. Annað ekki.“
„Svinið þitt,“ sagði frú Bagley
við Hawkins. „Ég skal sjá til að þú
farir í fangelsi."
Tilboðiö
Hawkins varð gripinn skelfmgu.
Hann sá fyrir sér hvemig færi fyr-
ir honum yrði lögreglan kölluð til.
Honum yrði aldrei trúað. Hann
yrði úthrópaður og enginn myndi
bera virðingu fyrir honum sem
kaupsýslumanni framar. Og hvað
myndi konan hans segja? Honum
var orðið ljóst að hann hafði geng-
ið í gildru og næst yrði farið fram
á greiðslu.
„Ég hef ekki gert stúlkunni
neitt,“ sagði hann, „en getum við
ekki gert með okkur einhvers kon-
ar samkomulag? Ég er að vísu að-
eins með fáein pund á mér en ... “
Frú Bagley virtist hika eitt
augnablik en sagði svo: „Ég er
Irene Bagley.
Felicia.
Herbert.
May Bagley.
Carol.
ekkja með fjögur börn og get svo
sem vel þegið peninga. En næst
sleppurðu ekki svona létt. Þá
hringi ég í lögregluna.“
Hawkins borgaði það sem hann
var með og flýtti sér burt, þakklát-
ur fyrir að hvorki móðirin né
dóttirin vissu hvað hann hét.
Frá vændi til
fjárkúgunar
Irene Bagley, sem stóð á fertugu,
Anthony Markey.
hafði skipulagt fjárkúgunarstarf-
semi sína vel. Undanfarið ár hafði
hópur manna gengið í sömu gildru
og Hawkins. Dæturnar þrjár höfðu
séð til þess. Og frú Bagley var ekki
ekkja heldur fráskilin. Fyrrverandi
maður hennar, Cecil Bagley, hafði
mikið reynt til að fá forræði yfir
börnunum eftir að hann skildi við
hana, í kjölfar þess að hún hélt
fram hjá honum með þremur
mönnum. En honum hafði ekki tek-
ist að fá börnin.
Eftir skilnaðinn aflaði Irene
Bagley sé nokkurs fjár með vændi.
Sandra Markey.
Hún kom heim með menn á kvöld-
in eftir að börnin voru háttuð en
kvöld eitt þegar hún hafði haldið
veislu kom hún að einum gestanna
uppi í rúmi hjá miðdótturinni,
Feliciu.
Venjuleg móðir hefði kastað gest-
inum á dyr eða hringt í lögregluna,
en Irene Bagley fór öðruvísi að.
Hún tilkynnti gestinum að borgaði
hann henni ekki jafnvirði tuttugu
þúsund króna myndi hún kæra
hann til lögreglunnar. Hann taldi
sig sleppa vel en komst svo að því
að Irene krafðist fimm þúsund
króna á viku framvegis fyrir þögn
sína.
Ráð undir rifi hverju
Daginn eftir að Wilfred Hawkins
„slapp“ af heimili Irene Bagley
hafði hún samband við bifreiðaeft-
irlitið. Hún gaf upp númerið á bíln-
um hans og sagði að ekið hefði ver-
ið á kyrrstæðan bU sinn. Hún vUdi
geta komist í samband við þann
sem það hefði gert.
Frú Bagley hafði komist yfir
númerið á þann hátt að láta átta
ára son sinn, Herbert, liggja í leyni
skammt frá dyrunum þar sem
Hawkins hafði komið að May grát-
andi. Hann hafði svo skrifað hjá
sér númerið svo hægt væri að hafa
uppi á fórnarlambinu síðar. Þar
með komst Hawkins á langan lista
yfir þá sem greiddu Irene Bagley
vikulega fyrir „þögn“ hennar.
Loks var svo komið að átján
menn voru á þessum lista og borg-
aði hver um sig jafnvirði fimm þús-
und króna á viku. Það gerði ahs
um níutíu þúsund krónur.
Lét ekki leika á sig
Það var einmitt um þær mundir
sem tekjur Irene Bagley voru ný-
komnar í jafnvirði þrjú hundruð og
sextíu þúsund skattfrjálsra króna á
mánuði að dóttirin, May, „týndi
buddunni sinni“ aftur. í þetta sinn
lét Anthony Markey, fimmtíu og
eins árs, blekkjast. Hann þáði
einnig boð um drykk og grunaði
ekki neitt misjafnt. Þegar hann
kom heim til May virtist enginn
heima. Hún bauð honum inn í
stofu en brá sér svo frá. Rétt á eftir
birtist hún aftir og var þá aðeins i
brjóstahaldara og undirbuxum. En
áður en hann gat spurt hvað May
gengi til gekk Irene Bagley í stof-
una og spurði hvað hann vildi með
dóttur sína sem væri aðeins fjórtán
ára gömul.
Markey borgaði smáupphæð og
fékk að fara. Hann hélt rakleiðis
heim til konu sinnar, Söndru, og
sagði henni alla söguna. Hún hlust-
aði með athygli en hafði síðan sam-
band við félagsmálafulltrúa sem
hún þekkti. Hann þekkti vel til hjá
lögreglunni.
Gildra gegn gildru
Viku síðar hringdi Irene Bagley
til Markeys. Féllst hann á að koma
heim til hennar með jafnvirði tutt-
ugu þúsund króna í peningum. En
áður en hann hélt þangað með
merkta seðla komu rannsóknarlög-
reglumenn fyrir á honum litlu
senditæki þannig að þeir gætu
heyrt og tekið upp allt sem honum
og frú Bagley færi á milli.
Þegar skýrt var frá handtöku
Irene Bagley tóku fórnarlömb
hennar að gefa sig fram, hvert á
fætur öðru. Skýrslur voru teknar af
þeim öllum og síðan kom málið fyr-
ir rétt i Nottingham.
„Ég hef séð margt illa gert fólk,
þar á meðal konur, um árin,“ sagði
dómarinn þegar hann kvað upp
dóminn yfir Irene Bagley, „en þú
slærð öll met. Ég dæmi þig í
þriggja ára óskilorðsbundið fang-
elsi og að auki svipti ég þig forræði
yfir börnunum fjórum. Eg vona að
enginn réttur komist nokkru sinni
að þeirri niðurstöðu að þau eigi að
búa hjá jafnslæmri móður og þú
ert.“
Henni varð
ekki bjargað
Herbert fluttist til föður síns og
eftir nokkurn tíma á meðferðar-
heimili fyrir vandræðastúlkur
voru dæturnar, May, Felicia og
Carol, sömuleiðis sendar til hans.
Hann fékk síðan fullt forræði yfir
börnunum og gerði það sem hann
gat til að tryggja að þau fengju ekki
að hitta móður sínar þegar hún
kæmi úr fangelsinu.
Cecil Bagley gerðist enn þung-
orðari í garð fyrrverandi konu
sinnar en fyrr þegar sálfræðingar,
sem fengu stúlkumar til meðferð-
ar, létu í ljós efa um að þær gætu
nokkru sinni snúið til eðlilegs lífs.
May sýndi líka fljótlega hvaða
áhrif það hafði haft á hana að geta
aflað fjár í skyndi. Hún tók að
stunda símavændi þegar hún varð
nógu gömul til að fara af heimili
föður síns.