Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 menmgzs Kvartett Frits Landesbergens: Fljúgandi Hollendingar Einn erlendra gesta á RúRek er hollenski víbrafónleikarinn Frits Landesbergen. Hann kom hingað ásamt félaga sínum, Marteen van der Valk, sem Islendingum er að góðu kunnur frá því að hann bjó hér og starfaði sem slagverksleikari með Sinfóníuhljómsveitinni og lék auk þess djass, meðal annars með hljómsveitunum Gömmum og Súld. Á Jazzbarnum í Lækjargötu á þriðjudagskvöld léku með þeim Ey- þór Gunnarsson og kontrabassaleik- arinn Gunnlaugur Guðmundsson sem reyndar kemur einnig hingað til lands frá Hollandi þar sem hann hefur dvalið við nám. Gunnlaugur lék hér heima með Milljónamæring- unum og fleiri hljómsveitum. Hann er nú þegar orðinn eftirsóttur hljóð- færaleikari ytra. Það er skemmst frá þvi að segja að Kvartett Frits Landesbergens vsir í fljúgandi sveiflu, jafnt Hollending- ar sem íslendingar, og heillaði sam- komugesti alveg upp úr skónum. Landesbergen er alveg magnaður spilari sem ræður yfir mikilli tækni þannig að hraöinn og yfirferðin er oft ótrúleg. En þetta voru ekki bara Djass Ingvi Þór Kormáksson tóm læti í honum heldur eins og yf- irveguð ákefð sem skilaði sér ekki síður í ljúfustu ballöðum. Hann er líka hreint frábær lagasmiður sem vel mátti heyra í sömbunni „Flipp- ed Frits“ og „Six to the Bar“, latin- lagi í 6/8 takti og „Cal’s Mood“ sem óf sig mjúklega í gegnum raðir af hljómum. Áhrifin frá meisturum latin-sveiflunnar, Tjader og Clare Fischer eru nokkuð greinileg í þess- um lögum en ekki eru þau verri fyr- ir það, nema síður sé. Þeir Marteen höfðu líka samið saman lag tileink- Hollenski víbrafónleikarinn Frits Landesbergen lék á Jazzbarnum í Lækjar- götu á þriðjudagskvöld. að íslandsferðinni, „Thats it“, sem var í gospelfonkstíl. - En það var leikið fleira en frumsamið. Ég hef til að mynda aldrei heyrt flottari út- gáfu af „Killer Joe“ og gamli vals- inn hans Thielemans, „Bluesette", var algjört eyrnakonfekt í hröðum sambatakti. í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum lýsti Eyþór Gunnarsson af hógværð því yfir að hans helsta áhugamál væri að verða djasspí- anisti. Hann var þaö þá þegar og meira að segja góður en nú er hann tvímælalaust á heimsmælikvarða, ef það segir einhverjum eitthvað. Marteen er greinilega ekki trommari sem situr við settið tíu tíma á dag en er svo músíkalskur og smekklegur að unun er á að hlýða. Og enginn sem heyrði í Gunnlaugi ætti að vera hissa á því að hann sé aö gera það gott í útlandinu. Þessu lauk svo með því að Fritz settist við aukatrommusett og síðan hófst . . . ekki einvígi, heldur kankvíst samtal milli tveggja trommuleikara. - Frábærir tónleik- ar. TAEKWONDO Byrjendanámskeið íþrótt fyrir alla! Kóresk bardaga og sjálfsvarnaríþrótt Aukin eínbeiting og sjálfstraust og þar með betri námsárangur Allar uppl. í síma 896 8560 eða í síma 557 9037 á kvöldin Kvondódeild ÍR. Skógarsel I Sa»»»m laf staaalApt.T99S|Mai. 13a5|jún. 193íi~ VerSbféf Nauðsynjar Trygglngor TeUlWP Launin Hans Launin Hennar 100 100 50.000 100.000 100.000 100.000 105.000 105.000 105.000 Skattar.: HEIMILISLÍNAN Ódýra heimiliskjálpin! Hómer er einfaldur og þægilegur „Windows" hugbúnaöur, sérstaklega ætlaöur fyrir heimilis- bókhaldið. Þú þarft ekki bókhaldsþekkingu til aö nota hann, þú færir aðeins inn upphæö- irnar og Hómer sér um framhaldið. Hómer færöu í Búnaðarbankanum á 900 kr. og ef þú ert í Heimilislínunni kostar hann aðeins 450 kr. Með Hómer veistu hvað þú átt - og hvað þú mátt! BUNAÐARBANKINN - traustur heitniib banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.