Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 „Það er alltaf Ijölmenni hjá mér og húsiö fyllist á sunnudögum," segir Asta sem býöur sonum sínum, eiginmanni og tengdadætrum kaffi. - Ert þú þá góð tengdó? „Þær eru góð- ar við mig og ég reyni að launa það. Ég lít á þær sem stelpurnar mínar." Islenskan mætti vera betri Tvær tengda- dætranna hafa farið á nokkur námskeið til að læra íslensku og sú þriðja er rétt að byrja að læra. Ásta segist skilja þær ágætlega þótt þær þyrftu að læra meira í málinu. Mér sýn- ist að þessar stúlkur hafi átt mjög auðvelt með að aðlagast íslensku um- hverfi og ég hef aldreifréttafþví að þær hafi orðið fyrir aðkasti eins og stundum er talað um." Allir fjórir synir Ástu og Tómasar starfa hjá Toppfiski og þar vinna einnig tvær tengdadæt- ur þeirra. Sú þriðja starfaði þar einnig en er nú í barneignar- fríi. „Það eru mjög márgir út- lendingar sem starfa hjá þessu fyrirtæki," segir Asta. „Bræðurn- ir eru mjög sam- rýndir, eins og þau öll systkinin, þannig að þeir eiga gott með að starfa saman." - Hefur það ekki leitt synina þrjá meira saman þegar þeir eiga allir austurlenskar konur? „Jú, ég myndi segja það. Þær vilja koma saman og borða og oft er glatt á hjalla. Hins vegar tala þær oft taí- lensku þegar þær eru saman og kannski er það slasmt þar sem þær Því midur gat þriðja tengdadóttirin ekki komiö þvi'við að vera með á mynd- inni. Ásta er hér með Sumalí og Samat. þurfa að ná íslenskunni betur." - Hvað með íslenska trúarsiði, eins og jól og páska? Taka þær þátt i okk- ar jólaundirbúningi? ,iJá, þær hafa tekið upp alla is- lenska siði og finnst einmitt mjög gaman á jólunum. Þær voru sérlega spenntar fyrir gjöfunum og góða matnum. Þeim fannst ekki minna gaman á gamlárs- kvöld þegar flug- eldunum var skot: ið upp." Ánægð á ís- landi Sumalí, sem gift er Þórði, sagði við blaðamann að henni líkaði mjög vel á íslandi. Hún hefur verið hér í fimm ár, starfaði fyrst hjá breska sendiráðinu áður en hún hóf störf hjá Toppfiski. Hún sagðist hafa komið til íslands þar sem vinkonur hennar höfðu komið hing- að á undan. „Ég sá snjó í fyrsta skipti á íslandi," segir hún. „Það var mjög skrýtið." Þórður, eiginmað- ur hennar, segir að Sumalí sé ákaflega áhugasöm að temja sér ís- lenska siði og venjur. „Hún eldar yfirleitt íslenskan mat og þykir hann góður," segir hann. Þórður segir að það hafi ekki ver- ið neitt öðru- vísi fyrir sig að kynna tai- lenska stúlku fyrir foreldr- um sínum heldur en ef hún hefði ver- ið íslenskt. Hins vegar hafi hann óneitanlega verið hissa þegar litli bróðir náði sér líka í taílenska konu. „Það leynir sér ekki að þetta er smitandi." Ásta bætir við að ekki sé ann- að hægt en að láta sér vel líka. „Þær eru svo góðar sálir." Þórður og Sumalí. Yngsti sonurinn, Tómas, sem er aðeins sextán ára, ásamt unnustu sinni, Samat. DV-myndir GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.