Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 30
38 * * 2 Qfmæli Dagblaðsins LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 „Fyrstu tvö stóru dagblöðin, sem stofhuð voru hér á landi, Vísir og Morgunblaðið, áttu að vera frjáls og óháð. Þetta var vilji stofnenda blað- anna; Einars Gunnarssonar, sem stofnaði Vísi 1910, og Vilhjálms Fin- sens, sem stofnaði Morgunblaðið 1913. Vilhjálmur hafði verið mikið erlendis og var uppfullur af hug- myndum. Að hans mati áttu blöð ekki að vera áróðursblöð fyrir póli- tísk öfl heldur áttu þau að þjónusta lesendur. Einar Gunnarsson hafði svipaðar hugmyndir um sitt blað í upphafi. Þetta var á þeim tíma sem íslensk pólitík var á milli vita og glundroði einkenndi stjórnmál. Báð- ir þessir menn aðhylltust frjáls- hyggju í stjórnmálum og þegar ný öfl komu til sögunnar 1916, Alþýðu- og Framsóknarfiokkurinn, sem að- hylltust meiri ríkisafskipti, sam- vinnustefnu og sósíalisma, þá stóð- ust blöðin tvö ekki álagið. Þau tóku afstöðu gegn nýju öflunum. Það má því segja að þetta stutta skeið frá 1910 til 1916, upphafsskeið íslenskra dagblaða, sé í raun undir merkjum hins frjálsa, óháða," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. . Guðjón hefur seinustu misseri unnið að ritun sögu blaðamennsku á íslandi. í tilefni 20 ára útgáfuaf- mælis DB þótti tiivalið að fá Guðjón til að segja frá rannsóknum sínum í viðtali við blaðið og stikla á stóru í þróun frjálsrar, óháðrar blaða- mennsku hér á landi og áhrifum hennar á fjölmiðlun. Tímar flokksræðis Eftir því sem flokksræði jókst sog- uðust blóðin meira og meira undir flokkana. Þessi þróun náði hámarki í kalda stríðinu. Allt var meira og minna í fjötrum - höft á innflutn- ingi og segja má að skoðanamyndun hafi verið nokkuð heft. „Það var nær óhugsandi að menn skrifuðu í önnur blöð en þau sem tilheyrðu þeim flokki sem þeir studdu. Þeir sem voru utan flokka áttu oft erfitt með að fá inni í blöðum með skoð- anir sem ekki komu fram í stefnu flokkanna. Þó var það nú helst Vís- ir sem reyndi að halda sjálfstæði sínu og var stundum gagnrýninn á Sjálfstæðisflokkinn, enda stýrðu löngum „uppreisnarmenn" innan Sjálfstæðisflokksins Vísi." Meira frelsi komst á með Við- reisnarsrjórninni. Kalda stríðið var bjóða hvort annað með æsilegum fyrirsögnum. Það hittist líka þannig á að spennandi mál voru í fjölmiðl- um, eins og til dæmis Geirfinnsmál- ið." Þrátt fyrir mikla söluaukningu blaða á þessum tíma var ekki raun- verulegur markaður fyrir öll þessi blöð, segir Guðjón. Tíminn og Vísir höfðu haft svo til jafna útbreiðslu þar til Dagblaðið kom fyrst út. Vísir var fyrst og fremst borgarblað en Tíminn sterkur á landsbyggðinni. Dagblaðið lagði hins vegar strax lagt mikla áherslu á fréttir af lands- byggðinni, gerði m.a. blaðamenn út af örkinni í fréttaöflunarferðir og lýsti kosningafundum á landsbyggð- inni, svo að fátt eitt sé nefnt. Þetta gerði það að verkum að Tíminn tap- aði miklum fjölda áskrifenda og Dagblaðið náði forystunni með góðri hjálp landsbyggðarlesenda. Guðjón segir að mörgum hafi þótt þetta einkennilegt þegar leiðarar blaðsins um landbúnaðarmál erú hafðir í huga. Vísir lagði í kjólfarið meiri áherslu á landsbyggðarlesend- ur sína og t.d. var sérstakur blaða- maður ráðinn á Akureyri. Aðeins pláss fyrir tvo „Flokksmálgögnin nutu mikilla styrkja í gegnum safhanir, blaða- kaup ríkisins og einnig nutu þau óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu í bönk- um í gegnum stjórnmálaflokkana þegar vextir voru neikvæðir. Síðan gerðist það um 1980, þegar verð- tryggingu var komið á, að gengið var að þessum raunverulegu flokks- málgögnum, Alþýðublaðinu, Tíman- um og Þjóðviljanum, dauðum, ýmist í þeirri mynd sem þau höfðu verið gefin út eða alveg. Á þessum tíma kristallast það ástand sem hefði alltaf átt að vera. Það er ekki pláss nema fyrir tvö dagblöð, í takmark- aðri samkeppni hvort við annað, á þessum litla markaði." Við þessa þróun gerðist það að pólitíkusar fengu inni í Dagblaðinu og seinna DV sem voru opin öllum og höfðu meiri útbreiðslu en þeirra -' málgögn. Morgunblaðið opnaðist einnig fyrir skrif hvers sem var, seg- ir Guðjón. Þau blöð hafi náð enn meiri útbreiðslu með því að ná til þeirra hópa sem til þessa höfðu ein- ungis fundið skoðanir sínar í flokks- málgögnunum. „Eg vil halda því fram að tímabilíð frá 1975 til 1981 hafi verið einn mesti blómatími íslenskra dagblaóa fyrr og síð- ar. 6 dagblöð voru gefin út á þessum tíma og samkeppnin varð gríðarleg," segir Guðjón Friðriksson. Hér stendur Guðjón á því horni Austurstrætis og Pósthússtrætis sem er hvað táknrænast fyrir íslenska blaðamennsku. Þarna stóð Óli blaðasali og seldi sín blöð. DV-mynd GVA Fyrsta tilraun til stofnunar frjáls, óháðs dagblaðs var árið 1910: Stofnun DB olli þáttaskilum - segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem unnið hefur að sögu blaðamennsku í rénum og um þetta leyti var líka kominn hópur blaðamanna sem leit á sig fyrst og fremst sem blaðamenn en ekki sem pólistíska erindreka, segir Guðjón og bætir við að Morg- unblaðið hafi til dæmist breytt um stíl upp úr 1960 og farið að skýra hlutlausar frá borgarstjórnarmál- efnum og Alþingi. „Tíminn, sem var í stjórnarand- stöðu, fékk meira frelsi en Sjálfstæð- isflokkurinn eignaðist Vísi undir lok sjötta áratugarins. Nokkrir at- hafnamenn tóku við blaðinu í kjöl- far mikils hallareksturs á því og Sveinn R. Eyjólfsson og Jónas Krist- jánsson voru ráðnir til blaðsins. Undir stjórn Jónasar losnaói Vísir að verulegu leyti undan hæl Sjálf- stæðisflokksins," segir Guðjón. DB stofnað Við stofnun DB, 8. september 1975, var skrefið stigið til fulls og frjálst, óháð dagblað gefið út. „Ég held að stofnun DB, með það að leiðarljósi að blaðið skyldi verða frjálst og óháð, hafi valdið þáttaskilum þótt breyting á rit- stjórnarstefnu Vís- is og Morgunblaðs- ins hafi verið að- dragandi að þess- um breytingum. Það varð aftur til þess að Vísir varð að fara í kjölfarið til að standast sam- keppnina. Stofnun Dagblaðsins losaði þannig gríðarlega um blaðamarkaðinn og í raun má segja að þarna hafi blaðran sprung- ið enda ástandið fram til þessa ver- ið óviðunandi með hliðsjón af þró- uninni erlendis. Ég vil halda því fram að tímabilið frá 1975 til 1981 Mikill mannfjöldi hópaðist um Óla blaðasala á söluhorni hans og var fjör í bænum 8. september 1975. DB-mynd Bj. þótt hann væri í rekstrarlegum tengslum við Al- þýðuflokkinn fram- an af, byrjaði jafn- framt að koma út á þessum tíma. Hin blöðin, þar með tal- in flokksblöðin, urðu að taka mið af þessu." DB lagði áherslu á landsbyggðina Ofar flokkum hafi verið einn mesti blómatími ís- lenskra dagblaða fyrr og síðar. 6 dagblöð voru gefin út á þessum tíma og samkeppnin varð gríðarleg. Helg- arpósturinn, sem í raun var í anda Dagblaðsins, frjálst, óháð vikublað, Guðjón segir blaða- lestur og blaðasölu hafa stóraukist á þessum tíma. Enda hafi blöðin orðið mjög fjörug. „Mér er til dæmis mjög í fersku minni bardagi Dagblaðsins og Vísis á götum bæjarins um hylli lesenda. Þau voru að reyna að yflr- „Þess má geta að einn forveri Dagblaðsins var Dagblaðið Mynd, sem kom að vísu ekki út nema í einn mánuð árið 1962. Að útgáfu þess dagblaðs stóð Hilmar A. Krist- jánsson, sem gaf út ýmis tímarit á þessum tíma, og ritstjóri var Björn Jóhannsson, sem nú starfar á Morg- unblaðinu. Þetta blað ætlaði sér að vera algjörlega frjálst og óháð og var sniðið eftir þýska blaðinu Das Bild. í fyrsta tölublaðið stóð: „Loksins óháð dagblað" og í blaðhausi stóð: „Óháð - ofar fiokkum". Blaðið hætti að koma út vegna prentaraverkfalls og þannig dó enn ein tilraunin að stofnun dagblaðs óháð stjórnmála- flokkum. Þannig að ef tímabilið til 1916 er talið með þá er útgáfa Dag- blaðsins og DV ekki fyrsta tilraunin til stofnun frjáls, óháðs dagblaðs en sú langlífasta." ¦ PP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.