Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 ★ * * ir 4 * ééttir Forseti Farmannasambandsms fiskiskipstjóri á hentifánaskipi: Kjaftasögur að ég sé meðal eigenda - segir Guðjón A. Kristjánsson sem er á leið í Smuguna „Viö forum vonandi sem fyrst á sjóinn. Það þýöir ekkert að vera aö hanga hér og því fylgja endalaus vandamál," segir Guðjón A. Krist- jánsson, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, sem tekiö hefur aö sér að vera fiskiskipstjóri á lettneska úthafsveiöitogaranum Od- incova. Eins og DV skýrði frá í gær er þaö Fanney hf. á Brjánslæk sem gerir út skipið ásamt fyrirtæki á Suðumesj- um. Ekki er taliö trúlegt að skipið leggi nokkum tíma í höfn á Bijáns- læk en áformað er að það landi afla sínum í Reykjavík. Skipið tekur um 300 tonn af hausuðum afla í lest. Skipið er skráð í Lettlandi og skip- stjórinn er þaðan ásamt stærstum hluta áhafnarinnar. Skipiö hefur leg- ið síðan í nóvember á síðasta ári en þá hafði það verið gert út á Reykja- neshrygginn til veiða á úthafskarfa. Ekki fer neinum sögum af þeirri út- gerð en þar átti útgerðin við olíu- leysi og önnur vandræði að stríða. „Það verða 24 menn í áhöfn. Þar af verða fjórir íslendingar. Ég legg áherslu á að það séu vanir menn,“ segir Guðjón. Hann segir að farið verði í Smug- una til að byrja með. „Ég vona að við komumst af stað á sunnudag og þá verður haldið beint í Smuguna þar sem við verðum næsta mánuðinn. Ef þær veiðar ganga ekki upp munum við fara á Flæmska hattinn til rækjuveiða," segir Guöjón. „Það hafa gengið um það víðtækar kjaftasögur aö ég sé eigandi að þessu skipi en það er alrangt. Ég á ekkert í þessu,“ segir Guðjón. Sæmundur Árelíusson, útgerðar- maður skipsins, vildi lítið tjá sig um framtíðaráformin en sagðist tiltölu- lega bjartsýnn á reksturinn. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð skipsins en samkvæmt heimildum DV er það um eða innan við 40 milljónir króna og samningur að baki um eins konar kaupleigu. -rt World Press Photo í Kringluimi: íslenskir Ijós- myndarar taki þátt - segir sýningarstjórinn, Michiel Munneke „Þetta byijaði mjög smátt 1955 í Amsterdam. Nokkrir ljósmyndarar tóku sig saman og fóru að ræða hvort ekki væri sniðugt að halda svona keppni, keppni sem rnætti verða til þess að auka veg ljósmyndunar í fjölmiðlum. Ég held að fyrsta árið hafi 40-45 ljósmyndarar teldð þátt en nú eru þeir tæplega þrjú þúsund og koma frá 97 löndum. Islendingar áttu engan ljósmyndara í keppninni í fyrra og ég vona að þessi sýning megi verða til þess að kveikja áhuga hjá íslenskum ljósmyndurum og að þeir verði með næsta ár,“ sagði Mic- hiel Munneke, hollenskur sýningar- stjóri World Press Photo, þegar DV hitti hann að máli í Kringlunni í gær. Sýning World Press Photo hefst í Kringlunni í dag og á sýningunni að þessu sinni verða 230 ljósmyndir. Sýningin er þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndun- ar. Michiel Munneke sagði að mynd- imar á sýningunni væra margar hverjar mjög dramatískar og sorg- legar, t.d. fréttamyndir frá Rúanda og fleiri slíkum stöðum þar sem að- stæður fólks hafa verið mjög slæm- ar. Hann sagði að myndir úr öðrum flokkum væru á mýkri línunni, nátt- úra- og umhverfismyndir, myndir úr hinu daglega lífi og íþróttamynd- ir, svo eitthvaö sé nefnt. „Þetta er í raun sorgleg sýning og hún héfur áhrif á fólk á marga vegu. Mér finnst ágætt að sýna í húsi eins og hér í Kringlunni því hingað kemur margt fólk og það er auðvitað það sem við viljum. Að fólk komi og sjái sýninguna. Alls munum við sýna í 47 löndum á þessu ári,“ sagöi Michiel Munneke. Fyllsta ástæða er til þess að mæla með því við fólk að það staldri við og skoði þessar frábæru myndir sem á sýningunni eru. Kringlan og DV standa að sýningunni hér á landi í samstarfi við Listasafn ASÍ og Jóna hf.,flutningaþjónustu. -sv Michiel Munneke, sýningarstjóri World Press Photo, við myndir sem verið var að hengja upp í Kringlunni í gær. DV-mynd BG Guðjón A. Kristjánsson hefur ráðið sig sem fiskiskipstjóra á 2500 tonna hentifánaskip og hyggst halda til veiða í Smugunni. DV-mynd ÞÖK Haraldur Kristjánsson kemur meö Eyvind vopna í togi til Vopnafjarðar. Við athugun kom i Ijós að ekkert alvarlegt var að vél skipsins. DV-mynd Ari Hallgrimsson Ekkert var að vélinni í Eyvindi vopna: Svarf úr snúningshraða- mæli eina vandamálið - veiðitap og kostnaður nemur millj ónum „Það er auðvitað auðvelt aö vera vitur eftir á en við athugun á vélinni hefur komið í ljós að þar er í raun og veru ekkert annað að en að svarf hefur komið úr snúningshraða- mæli,“ segir Reynir Ámason, útgerð- arstjóri hjá Tanga á Vopnafirði, út- gerðarfélags togarans Eyvindar vopna. Togarinn var dreginn út Smugunni í vikunni og var talið að vélin væri úrbrædd. Svo reyndist ekki vera og ekkert bendir til að „bilunin" hefði átt að hindra för togarans. Togarinn Haraldur Kristjánsson HF kom með Eyvind vopna til heima- hafnar í fyrradag. Reikna má með að kostnaðurinn við dráttinn nemi 4 til 6 milljónum króna og að auki bætist viö tjón vegna veiðitaps. Úti- lokaö er að reikna það út en tjónið gæti í heild verið milli 10 og 20 millj- ónir. Aðspurður um hvort ekki stæði tíl að skamma vélstjóra togarans fyrir rangt mat.á ástandi vélarinnar sagöi Reynir að slíkt þekktist ekki í fyrir- tækinu. „Þetta gat verið alvarlegt og það er mikil áhætta að halda áfram að keyra vélina eftir að ljóst er að eitt- hvaðerað,“sagðiReynir. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.