Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Page 12
12 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 Metsölukiljur Bandarlkin Skáldsögur: 1. Stephen King: Insomnla. 2. Patricia Cornwell: The Body Farm. 3. Sidney Sheldon: Nothlng Lasts Forever. 4. Celeb Carr: The Allenist. 5. Carol Shields: The Stone Di- aries. 6. Tom Clancy: Debt of Honor. 7. Barbara Taylor Bradford: Ev- erythfng to Gain. 8. Phllllp Margolln: The Last Inn- ocent Man. 9. John Grisham: The Chamber. 10. John T. Lescroart: The 13th Juror. 11. Jayne Ann Krentz: Trust me. 12. Elizabeth George: Playing for the Ashes. 13. Sandra Brown: Prime Time. 14. K. E. Woodlwlss og fleiri:Three Weddings and a Kiss. 15. Nora Roberts: Born In lce. Rit almenns eölis: 1. Rlchard Preston: The Hot Zone. 2. Tim Allen: Don't Stand To Ciose To a Naked Man. 3. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 4. Mary Pipher: Revlvlng Ophelia. 5. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 6. Thomas Moore: Care of the Soul. 7. Delany, Delany & Hearth Hav- ing Our Say. 8. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 9. Maya Angelou: I Know why the Caged Blrd Sings. 10. Hope Edelman: Motherless Daughters. 11. LouAnne Johnson: Dangerous Mfnds. 12. Bailey Whlte Mama Makes up Her Mind. 13. Thomas Moore: Soul Mates. 14. Karen Armstrong: A History of God. 15. Nlcholas Dawfdoff: The Catcher Was a Spy. (Byggt á New York Tlmes Book Rovlew) vísindi Sykurvatn við sársauka Sykurvatn er mjög árang- ursrikt þegar kemur að því að lina sársauka ungbarna. Svo segir í niðurstöðum rann- sóknar sem gerð var við hér- aðssjúkrahúsið í Örebro í Sví- þjóð. Yvonne Skogsdahl, hjúkr- unarfræðingur við barna- og unglingadeild sjúkrahússins, stóö að rannsókninni. Blóðsýni er tekið úr hæl allra nýfæddra barna og er það sársaukafullt. Yvonne Skogsdahl segir að börn sem þjáist af sjúkdómum í upphafi lífs síns þurfi oft að þola slík- ar blóðtökur. Þvi sé gott að tekist hafi finna ódýra leið til aö lina sársaukann. Rann- sókn Svianna leiöir í Ijós að só börnunuu gefinn einn millilítri af 30 prósent sykur- uppiausn í munninn áður en blóð er tekiö, veini rúmlega helmingur barnanna ekki. Steingerð risaeðla Fundist hafa steingerðar leifar átta til tiu metra hárrar risaeðlu sem lilði fyrir um 210 milljónum ára. Eöla þessi var grasbítur og hafa vísinda- menn gefið henni nafniö Eu- skelosaurus. Hún var meö langan hala, stóran skrokk en lítiö höfuð. Steingervingurinn fannst í Kruger þjóðgárðinum í Suð- ur-Afríku. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Salman Rushdie (t.h.) ásamt sjónvarpsmanninum Melvyn Bragg og rithöf- undinum Fay Weldon á umræðufundi í London í síóustu viku. Enski rithöfundurinn umdeildi Salman Rushdie hefur sent frá sér nýja skáldsögu og mætt á fjölmenn- um samkomum í London og Edin- borg til að kynna hana fyrir lesend- um. Nýja sagan heitir The Moor’s Last Sigh, sem útleggja mætti á ís- lensku sem Síðasta andvarp Már- ans, og hefur verið vel tekið af breskum gagnrýnendum sem segja hana skyldasta Midnight Children af fyrri skáldsögum Rushdies - en fyrir þá sögu fékk hann hin eftir- sóttu Booker-verðlaun. Þetta er fyrsta almenna skáldsag- an sem Rushdie hefur samið í fel- um, en hann var sem kunnugt er dæmdur til dauða af Khomeini, trú- arleiðtoga í íran, árið 1989. Síðan hefur hann farið huldu höfði og not- ið lögregluverndar sem mun hafa kostað breska skattborgara um hálf- an milljarð króna. Hann hefur að vísu oft komið fram á samkomum á þessum tíma, en ávallt í fylgd örygg- isvarða. Saga og samtími Sögusvið nýju skáldsögunnar er Indland, ekki síst stórborgin Bombay þar sem Rushdie ólst upp. Þótt nútíminn sé fyrirferðarmik- ill í sögunni lýsir hún einnig við- burðaríkri sögu lands og borgar allt aftur til þess tíma þegar evrópskir sæfarar sigldu fyrsta sinni að Ind- landsströndum. Megináherslan er þó lögð á síðustu þrjátíu árin eða svo. Gagnrýnendur segja skáldsöguna gefa hrífandi mynd af margbreyti- Umsjón Elías Snæland Jónsson leika indversks samfélags og þess- ara æskuheimkynna rithöfundarins sem hann hefur ekki getað heimsótt um árabil vegna dauðadómsins. Frásögnin sé í senn raunsæ og æv- intýraleg, tilfinningaþrungin og heimspekileg, og lýsi hörðum átök- um góðs og ills. Sögumaðurinn, Márinn Zogoiby, er sérkennilegur vanskapningur sem eldist helmingi hraðar en venjulegt fólk. Móðir hans, Aurora, er mikil fegurðardís, kunnur list- málari og eftirminnilegust fjöl- margra persóna sögunnar. Fimmtán ára að aldri varð hún ástfangin af Abraham Zogoiby, skrifstofublók í fjölskyldufyrirtækinu, og fékk hann til lags við sig ofan á sekkjum af pip- ar - en auðæfi íjölskyldunnar hafa einmitt um aldir byggst á því svarta gulli. Hörð ádeila Nafn sögunnar vísar einnig tO annars Mára; Boabdils soldáns af Granada. Sá varð aö láta af hendi síðustu lönd Mára á Spáni árið 1492 og flýja til fjarlægra landa, en sögu- maðurinn er einmitt afkomandi hans. The Moor’s Last Sigh hefur ver- iö vel tekið á Indlandi nema hjá stuðningsmönnum þess stjórnmála- manns sem andstæðingarnir kalla „Hitler hindúa” og er augsýnilega ein af persónunum í sögunni. Sá heitir Bal Thackeray og ræður sem leiðtogi öfgasinnaðra hindúa yfir Maharashtra-ríki og þar með Bombay. Hann fær harða útreið í sögunni, að vísu undir öðru nafni. Svo á reyndar við um marga nafntogaða Indverja eftirstríðsár- anna, en Rushdie dregur fram ýmis kunn spillingarmál sem upp hafa komið á Indlandi síðustu áratugi og nýtir þau í frásögn sinni. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Tom ClancDebt of Honour. 2. Patrlcia D. Cornwell: The Body Farm. 3. Barbara Taylor Bradford: Everythlng to Galn. 4. Maeve Binchy: The Glass Lake. 5. Danielle Steel: Accident. 6. John Grisham: The Chamber. 7. John Irving: A Son of the Circus. 9. Stephen King: Insomnia. 9. Jakcie Colllngs: Hollywood Kids. 10. Lynda La Plante: Cold Shoulder. Rit almenns eölis: 1. Rlchard Preston: The Hot Zone. 2. Blll Bryson: Made in America. 3. Andy McNab: Bravo Two Zero. 4. Peter de la Billiére: Looking for Trouble. 5. John Mortimer: Murderers and Other Friends. 6. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 7. Jung Chang: Wlld Swans. 8. Blll Bryson: The Lost Continent. 9. Stephen Hawklng: A Brief Hlstory of Tlme. 10. J. Redfield & C. Adrienne: The Celestine Phrophecy Ex- perientlal Guide. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Joanna Trollope: Den spanske elsker. 2. Bao Ninh: Krigens sorg. 3. Jung Chang: Vilde svaner. 4 Llse Nrgaard: Kun en plge. 5. Jostein Gaarder: Sofies verden. 6. Lone K”hlmann: Lev selv. 7. Hanne-Vibeke Holst: Tll sommer. (Byggt á Politlken Sndag) Vísindamenn velta fyrir sár hvort það sama gildi um mann og chinchillu: Suð í eyrunum getur valdið heyrnarskaða Chinchillan getur fengið suð í eyrun eins og maðurinn, enda heyrnarsvið dýrsins svipað og hjá manninum. Eyrað á okkur ger- ir meira en að nema hljóð. Það getur einnig framleitt eigin ósjálfráð hljóð og þannig er það í um þrjátíu prósentum mannfólksins. Sumir heyra hljóðin í eigin eyra, alla jafna lágt suð, ef þeir eru inni í þöglu herbergi. Aðrir verða aftur á möti ekkert varir við þau. Þegar verst lætur hefur fólk leitað til læknis vegna suðsins og það er ekki óþekkt að læknar hafi sjálfir getað heyrt óhljóðin þegar þeir standa við hlið sjúklinganna. Hingað til hafa hljóð þessi ekki ver- ið talin annað en bara hvimleið. Sál- fræðingurinn Richard Salvi og starfsbræður hans við ríkisháskóla New York í Buffalo hafa komist að því að þessi ósjálfráðu hljóð geta or- sakað óvenjulegt heyrnartap sem veldur ekki neinum áþreifanlegum skaða á öðrum hlutum eyrans. Vísindamennirnir uppgötvuðu þetta þó ekki við rannsóknir sínar á mannfólki heldur á suður-ameríska nagdýrinu chinchilla sem dáð er mjög fyrir silkimjúkan feld sinn. Salvi, sem sérhæfir sig í skynjun, og félagar hafa hins vegar áhuga á dýrinu vegna þess að það hefur svipað heyrnarsvið og maðurinn. Þeir voru að. gera tilraunir með chinchilladýr þegar þeir uppgötv- uðu, með aðstoð lítils hljóðnema að hljóð kom úr eyra dýrsins. Tíðni þessa ósjálfráða hljóðs úr eyranu var fiögur þúsund rið. Næsta skref var að kom- ast að því hvaða áhrif hljóð þetta hefði á heyrn litla nagdýrsins. Vísinda- mennirnir komu þvi fyrir örsmáum elektróðum á heyrnartaug dýrsins til að kanna næmnina fyrir ákveðnum tíðnisviðum. Þeir komust að því að chinchiUan var ekki næm fyrir utanaðkomandi hljóðum sem höfðu tíðni um fiögur þúsund rið. Svo virðist sem suðið í eyranu hafi valdið því að heili dýrsins hunsaði þetta ákveðna tíðnisvið. Talið er að hárfinar og smásæjar hárfrumur í ytra eyranu framleiði þessi ósjálfráðu hljóð. Það er hins vegar hulin ráðgáta hvers vegna chinchiUur og menn framleiða þau og hvers vegna sumir menn heyra þau en aðrir ekki. Richard Salvi vonast til að næst komist hann að því hvort mannfólk- ið verði fyrir svipuðu heyrnartjóni og litlu nagdýrin. i Innkaupavagní skjálftarannsóknum Japanskir vísindamenn hafa notað myndbandsupptök- ur frá stórmarkaði af ósköp venjulegum innkaupavagni til að kortleggja áhrif jarðskjáift- ans ógurlega sem varð i horg- inni Kobe í janúar á þessu áii. í bréfi til vísindaritsins Nat- ure segir Masayuki Kikuchi viö eðlisfræðideUd háskólans í Jókóhama aö myndavélar I stórmörkuðum hafi fangað áhrif skjálftans eins og hann birtist þar. Samkvæmt tregðulögmál- inu hreyfist innkaupavagninn í öfuga við hreyfingu góffsins í skjáffta eins og þeim sem varð í Kobe og myndar þannig eins konar jarðskjáfftamæli. Myndbandsupptökurnar gerðu vísindamönnum kleift að áætla hreyfingu yfirborðs jarðar og þar meö álykta um - eðli misgengisins undir Kobe. Stífur þvottur AUir hafa tekið eftir því að nýþveginn þvottur er oft stff- ur. Orsakanna er að leita í statísku rafmagni, það er að segja neikvæðum jónum i vatninu. Þvotturinn verður svo aftur mjúkur þegar stat- íska rafmagnið hverfur við notkun á fótunum. Skolefnin, sem margir sefia í þvottavélarnar til að mýkja þvottinn, eyða neikvæðri hleðslu sem fótin fá i vatninu. Skolefnin mynda eins konar himnu sem gerir efnið auð- veldara í meðförum, eins og þegar þarf að strauja það. Himnan leysist síðan upp næst þegar fötin fara í þvott- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.