Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 UV
Dagur í lífi Björgvins Halldórssonar, dagskrárstjóra Bylgjunnar:
Ég vaknaði snemma, tíu mínút-
ur yfir sjö, þennan mánudagsmorg-
un. Eins og alla aðra morgna byrj-
aði ég á því að fá mér te og horfa á
Sky News, ég er nefnilega svolítið
fréttasjúkur. Síðan voru börnin
keyrð í skólann og konan líka því
hún er einnig í skóla. Það eru allir
í skóla nema ég.
Ég fer hins vegar upp á Bylgju
upp úr klukkan átta og þar hitti ég
samstarfsfólkið’ Ég hef það fyrir
vana að kíkja í útsendingu þegar
ég kem á staðinn. Þar situr Þorgeir
Ástvaldsson með Margréti Blöndal
í morgunþættinum. Þau eru fyrst á
fætur og þvi alltaf með það nýjasta
sem gott er að heyra á morgnana.
Síðán er sest niður með kaffi-
bolla og pósturinn skoðaður og
flokkaður. Sumu þarf að svara
strax og sumt þurfa aðrar deildir
að sjá um. Klukkan tíu var viku-
legur sviðsstjórafundur með Jafet
útvarpsstjóra þar sem sviðsstjór-
arnir fara yfir stöðuna í sínum
deildum. Þetta eru mjög gagnlegir
fundir sem enginn missir af. Fund-
urinn gekk mjög vel.
Lagalistar skoðaðir
Næst á dagskrá var tónlistar-
ráðsfundur á Bylgjunni. Þar hittist
valið fólk og við hlustum á það
nýjasta, bæði erlent og innlent, við
tökum lög út úr spilun og setjum
önnur lög inn. Við skoðum einnig
lagalista hinna ýmsu útvarps-
stöðva um heim allan og sjáum
hvar púlsinn slær í hinum ýmsu
löndum á sambærilegum útvarps-
stöðvum.
Hádegisverður var snæddur á
Lynghálsinum og bragðaðist bara
ágætlega. Eftir hádegi settist ég
niður og skrifaði nokkur bréf tO
viðskiptavina í Evrópu og Amer-
íku, það er aðila sem við kaupum
efni af. Síðan tók ég mér smásíma-
Björgvin Halldorsson, dagskrárstjóri og tónlistarmaður, í sýningu sinni, Þó líði ár og öld.
tíma því það voru ýmsir sem reynt
höfðu að ná í mig á meðan ég sat á
fundum.
Að símatíma loknum tóku við
fleiri fúndir. Það voru stuttir fund-
ir með dagskrárgerðarmönnum
um hitt og þetta sem tengist dag-
skránni og rekstrinum. Einnig var
unnið að vetrardagskránni og því
sem koma skal á Bylgjunni í fram-
tíðinni.
Gunnar Þórðarson hringdi
vegna sýningar minnar, Þó líði ár
og öld, sem er að hefja göngu sína
á ný á Hótel íslandi núna um helg-
ina. Við mæltum okkur mót um
kvöldið. Það er margt sem þarf að
athuga, eins og smábreytingar á
sýningunni, nýja lýsingu og svo
framvegis.
Ég hélt heim um sexleytið og
kom við í Stúdíó Sýrlandi í leið-
inni og heilsaði upp á Bubba
Morthens, Jon Kjell og Þóri Bald-
ursson. Þeir eru að byrja á plötu til
heiðurs Hauki Morthens.
Gæluverkefnum sinnt
Ég var kominn heim um sjöleyt-
ið. Það var svo gott veður að
ákveðið var að grilla, bæði lax og
kjöt og ýmislegt sem til var í ís-
skápnum. Kvöldverðurinn heppn-
aðist ágætlega og ég var kominn á
fund vegna sýningarinnar klukkan
níu um kvöldið.
Þetta var búið að vera góður og
afkastamikill dagur. í þeim litla
frítíma sem ég hef reyni ég að
sinna ýmsum gæluverkefnum sem
tengjast tónlistinni, lögum og hug-
myndum, og það gerði ég þetta
kvöld. Ég settist einnig fyrir fram-
an tölvuna til að skoða ýmis forrit
og Internetið. Það var farið
snemma í háttinn til að takast á
við nýjan dag.
Finnur þú fimm breytingar? 327
•:-c)
bílinn okkar heilmikið.
Nafn:__________________
Heimili:---------------
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð tuttugustu og
fimmtu getraun reyndust vera:
1. Einar Öm Konráðsson 2. Anna Rut Ágústsdóttir
Völusteinsstræti 15 Fannafold 24
415 Bolungarvík 112 Reykjavík
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betnr
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myn'dinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að
verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið-
stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í
verðlaun heita Líkþrái maðurinn og
Athvarf öreigans, úr bókaflokknum
Bróðir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790.
Bækumar eru gefnar út af Frjálsri
fjölmiðlun.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú Fimm breytingar? 327
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík