Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 10
c „Fáið þér bonum Schultz þetta frá Smásaga eftir ELÍAS MAR mér> Pétur miun- °e veriö Þér nu sæl' ir á meðan.“ Oft hafði fólk velt því fyrir sér, hvað í ósköpunum þessi kona gat sífellt verið að tauta. Hún masaði við sjálfa sig svotil linnulaust, ýmist í hvísli eða stundarhátt, en engum tókst * nokkru sinni að greina orðaskil hvað- þá samhengi. Það kom meðfram til af því, að stundum var margt um manninn í borðsal Vertshússins og mik- ill kliður, og þá lét ungfrú Petrúnella einatt móðan mása yfir disk sínum eða kaffibolla, án þess menn heyrðu hvað hún sagði eða tækju eftir henni yfirleitt. Ef hún varð þess vör, að ein- hver veitti henni forvitnislega athygli, snöggþagnaði hún einsog rekinn væri í hana tappi. Og þannig var þetta búið að ganga til árum saman, ■ eða alltfráþví hún kom alkomin frá útlandinu; það var nokkru fyrir stríci. Ef til var á jarðríki óspjölluð mey, sem fyrir þær sakir var skapverri en andskotinn, þá varr það þessi kona. Allt hennar taut bar vott um það; sömuleiðis flest tilsvör hennar þá sjald- an hún átti orðaskipti við fólk. Þjón- aistupíurnar í Vertshúsinu máttu gæta sín að móðga hana ekki í grandaleysi með því tildæmis að segja þú í stáð- irin fýrir þér, eða með þvf að láta hana bíða of lengi eftir því að fá að borga (því að ungfrú Petrúnella borg- aði jafnan eftirá), að maður tali nú ekki um. ef þeim láðist að segja þakka yður fyrir og verið þér sælar, um leið ■og hún fór. Hún var alþekkt kona á Broddeyri og Teyndar í ýmsum nærhéruðum, enda engin furða, því að hún var borin og barnfædd í þéssum upprennandi kaup- stað og hafði dvalizt þar framundir tvítugt, vænstur kvenkostur talin í heil- um landsfjórðung, einkadóttir mektar- kaupmanns og héraðshöfðingja; Patreks Pálssonar, fædd til að erfa verzlun, húseignir, jarðir og bankabækur. Enda hafði Petrúnella frá fyrstu tíð óneit- anlega verið sá persónuleiki sem eftir var tekið, ekki aðeins á sínum yngri árum á meðan hún hrærðist í æsku- blómanum og fjaðraði í líkamsspennu frumvaxta konu sem neitaði biðlum í fugatali, heldur einnig eftir að hún hvarf frá útlandinu heimtil æsku- 3-töðvanna fyrir fullt og allt, skvap- holda ungmey á stútungsaldri, og far- in að tauta. Enginn skyldi heldur ganga í þeirri dul, að Petrúnella Patreks hafi þá ekki enn haft sitthvað sér til ágætis, því það hafði hún. Þetta var hámenntuð kona, sögðu Broddeyringar allir sem einn. Það var ekki til sú handavinnu- kúnst sem hún hafði ekki fullkomlega á valdi sínu, enda sat hún að hann- yrðum sínum daglangt og fékk send hannyrðablöð í pósti milliliðalaust frá útlandinu. Framleiðsla hennar prýddi nú ekki aðeins öll heldrimannaheim- ili kaupstaðarins og sýslunnar allrar, heldur var liún einnig 'seld í verzlunum höfuðborgarinnar og hafði jafnvel kom- izt á lopasýningar erlendis sem fing- urdútl par excellence. Sömuleiðis var hún vel menntuð til munnsins, ekki aðeins hvað það snerti að láta aldrei heyrast stakt orð af því tauti sem eng- um kom við (og sumir staðhæfðu, að væri allt á útlenzku), heldur var það mál manna, að hún kynni reiprenn- andi tungumál þeirra fjölmörgu landa þar sem hún hafði dvalizt um aldar- fjórðungs skeið. (í reynd hafði konan aldrei dvalizt annarsstaðar en í Dan- mörku). Til ágæta hennar ber enn-. fremur að telja dæmafáan heiðarleika, staka reglusemi, hreinlæti og snyrti- mennsku, að ógleymdri sparseminni. Hún sindraði af hreinleik, þessi kona. Hún var sannur methafi í nýtni og eyddi aldrei eyri í óþarfa. Flíkur henn- ar entust ogsvo betur en flíkur þeirra kvenna sem veikar eru fyrir tízku og tildri. Loðkápa sú, sem hún spand- eraði á sig hjá Júlíusi Kopp, daginn sem Friðrik krónprins trúlofaðist Ingiríði, var enn sem ný; fleiri dæmi þarf ekki að nefna. Sem sagt: ein höf- uðdyggð ungfrúarinnar var hversu á- gætlega hún kunni að fara með pen- inga. Allur sá auður, sem safnazt hafði á hendur henni að foreldrunum látn- um, var enn harla lítt skertur, þrátt fyrir nám og langdvalir erlendis. Verzl- unina hafði hún fyrir löngu selt, sömu- leiðis húseignimar og höfuðbólin. Og sett allt í eldtrygga vörzlu þeirra stofnana fyrir sunnan, þarsem pen- ingar ekki aðeins varðveitast einsog gull á hafsbotni. heldur jafnvel tímg- ast, beturen sjálft -mannfóikið getuý riokkrusinni gert í lukkulegustu hjóna- böndum. Síðast en ekki sízt: Petrún- ella Patreks var einkar trúuð kona og það sást bezt á kirkjurækni hennar. Hana vantaði aldrei í kirkju hvorki við messu né jarðarför. Hún hylltist að vísu til að sitja sem fjærst öðru fólki, rétteinsog~ hún var vön að forðast umgengni við fólk utankirkju, en það mátti hún eiga, að hún sýndi guðshúsinu fullan sóma, gaf meira að segja forkunnar fagurt klæði á altarið í tilefni af vísitasíu biskups hér um árið. Og éndaþótt hún tæki ekki þátt í messu með þeirri ágætu söngrödd sem orð hafði farið af á meðan hún var ung. þá var hitt öllu virðingar- verðara að hún tautaði ekki heldur. Hún steinhélt kjafti og leyfði prestin- um einum að tala. En á götum úti, í verzlunum þar sem hún þurfti að bíða, að maður tali nú ekki um í Vertshúsinu þar sem hún inntók máltíðir sínar tvisvar á dag, sást hún sjaldan svo, að ekki upp- hæfust líflegustu ræðuhöld og samtöl við ósýnilega aðila. Og einsog áður er sagt: það bar yfirleitt vott um linnu- lausa og ákafa skapvonzku. Hún var sífellt ill. Hún skammaðist — án þess nokkur heyrði orð —, hún vandaði um, hún lagði kollhúfur og sló jafnvel hnúum í borð, til að leggja áherzlu á orð sín, og stundum kom fyrir að hún bar augljósan sigur úr býtum f við- ureigninni við þessa ósýnilegu viðmæl- endur, því að hún rak upp stutt hlát- ursbofs og á andlitinu brá fyrir sigri- hrósandi' storkunarsvip. Þá þagði hún líka oft góða stund á eftir. Engum blandaðist hugur um, að þannig var þetta einnig þegar hún dvaldist í einrúmi við hannyrðir í tveggja herbergja vistai’veru sinni í Kaupmannshúsinu gamla. En þan.gað kom aldrei nokkur sála, og fólkið, í húsinu vissi varla af henni. Það lét hana í friði og umgekkst hana með köldum virðuleik, einsog hún það. Því eitt var það. sem ekki hafði breytzt fráþví ungfrú Petrúnella var að vaxa upp hér á Broddeyrinni: hún hélt virðingu sinni óskertri í augum allra og þrátt fyrir allt; sama hvort um var að ræða fullvaxið fólk, sem mundi eftir henni ungri, eða strák- pattana á götunni, sem annars létu engan í friði. Allir sýndu Petrúnellu Patreks óttablandna virðingu. Því að hún var óneitanlega holdiklædd tradi- sjón þessa virðulegasta kaupstaðar landsfjórðungsins. Hún var meira: hún var dæmigerð kvendyggðin, trúhneigð- in og sjálf sívilísásjónin. Þrátt fyrir allt taut. Einsog þegar er sagt, telst Broddeyri til merkari kaupstaða og énda landsfrægur staður fyrir hverskyns menningarviðleitni, framfarir og spor- göngu í öllu sem verða má landi og þjóð fyrir beztu. Þannig hefur þetta verið um langt skeið og þarf reyndar engum að segja. Á meðan land-slýður drakk ekki aðeins vatn úr óhollum brunnum, heldur kaus að þamba brennivín í stað pestarvatnsins, fundu Broddeyringar upp á því fyrstir manna á landinu að stofna bindindisfélag og leggja heldur á sig að fá taugaveiki en timburmenn. Þetta var aðeins eitt af mörgu, sem Patrekur kaupmaður og aðrir frammámenn þeirra Broddeyringa gerðu á sínum tíma til þess ef verða mætti að siðmennta okkar forpokuðu eyþjóð. Enda er það svo enn í dag, að á Broddeyri eru áfengir drykkir ekki almennt viðurkenndir sem fínir drykkir, og það fólk sem þeirra neytir, ekki talið þess virði að umgangast fínt fólk og sannleikurinn líka sá að flest er það aðkomið. En þar sem kaupstaðurinn er nú fyrir löngu orðinn blómleg byggð og athafnalífið fjölskrúðugra en víðast- hvar, einkum á sumrin, fer ekki hjá því, að þahgað safnast margskonar skríll, sem yfirleitt á enga samleið með Bindindisfélagi Broddeyringa og hefur jafnvel enga hugmynd um að það landsfræga félag er til. Alla þessa að- komuhjörð kalla Broddeyringar einu nafní ’L’SDhnartfótk,"' og ''éh Sáhia þótt blessað fólkið sé komið úr allt öðrurri áttum en af Suðurlandi. Það er hálf- gildings útlendingar á meðan það dvelst á staðnum, og þegar það er farið aftur til síns heima á haustin, fjölmennir Bindindisfélag Broddeyr- inga á aðalfund sinn og skipuleggur vetrarstarfsemina af. meiri einbgitni óg eldmóði en nokkru sinni, guðsfegið yf- ir því að hafa losnað við aðskotadýr-. in burt af staðnum. 'yj 0) — JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.