Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 24
 JOHANN BRIEM: EYÐISKÓGAR OG ÆVINTYR Teikningar eftir höfundinn Alandamærum Saxlanös og Bæ- he;ms eru víðáttumiklir skógar- fiákar milli byggða. Þar er fjöllótt land og erfitt yfirferðar. Hásléttan er grafin sundur af þröngum dölum og gjám, en háar klettaborgir risa yfir skógana, og hamrabelti með múlum og skorningum teygja sig svo langt sem augað eygir. Hér voru áður veiði- lönd konunga og kjörfursta, og höfðu þeir veiðihús í óbyggðinni miðri. Þar er nú fornfálegt gestgjafahús, þar sem göngumenn geta fengið bjór- könnu og næturhvíld. Ennþá er margt um v.llidýr á þess- um skógum, og veiðimenn eru þar oft á ferð. Einnig sækja skógarhöggs- menn þangað til fanga, þótt leiðin sé löng og erfið neðan úr byggð. Og gamlar konur með körfu á handlegg reika skammf inn á skógana til að tína sveppij sem þær seljg ni{Sri í þorpinú; Á miðöldum voru mannaferðir hér tíðari en nú. Ræningjar höfðust v:ð í skógunum, og riddarar reistu borg- ir sínar á bjargtindum og kletta- snösum. Þaðan réðust þeir á íerða- menn og gerðu langar ránsferðir nið- ur í byggðina...,En -engjnn fékk rönd við reist. Þegar þeir komu heim í sín víggirtu fjallabyrgj voru þeir óhultir. • Til að kynnast þessu furðulega landi bjó ég mig út með nesti og nýja skó. (Þetta var f.vrir þrjátíu árum). Ég lagði af stað snemma morguns frá þorpi bví, sem næst var, og spurði engan til vegar. Leiðin lá eft'r þröngum dal sem varð því mjórri sem ofar kom. Lítil á rann eftir dalnum milli steina. Skógur var í hlíðum, en grasi grónir bakkar .með- fram ánni. Ekki sást til mannaferða og hvergi byggt ból. Þannig gekk ég lengi. Framundan sást aðeins skammt, og leiðin lokaðist að baki. Loks kom ég þangað, sem afdalur skarst inn í hæðirnar, þröngur og skuggalegur. Eftir honum rann vatnsmikill fjalla- lækur í fossum og flúðum, næstum hulinn í skógi. Á dalamótum var riokkurt undirlendi, grón.'r vellir, en lágur klettamúli skagaði fram úr fjallshlíðinni, þar sem dalirnir mætt- ust. Fremst á honum voru íornlegar nístir, gráir múrar, meira en hálf- falln'r, og léifar af síýölúm tumi. ■ Ég lagði leið mína upp að borgarrústum þessum. . Kom .ég þá að læknum, ,og sem ég litaðist um eftir góðum stað til að vaða yfir, sá ég einkennilega brú beint niður undan fjallsmúlanum. Hún var úr einum stein:, höggnum, sem lagður var yfir lækinn. Hann var geysilangur og nægilega breiður fyr- ir gangandi mann, jafnvel r'ðandi. Ég gekk yfir brúna og áleiðis upp hlið'na, sem var klettótt og viði vax- in. Brekkan var ekki há, og þegar upp kom, var skógurinn gisnari. Sá þaðan vel niður yfir dalinn. En nú var lítið eftir af hinni fornu riddara- borg, enda hefur bygg:ngin aldrei ver- ið mikil um sig, og landrými er lítið uppi á klettinu n. Há skógartré og villtir runnar vaxa milli hruninna múra, \gólf'ð er ber klöpp, og úti í hallargarðinum er ferhyrnd þró höggv- in í bergið. Þar hefur áður verið safn- að regnvatni. Nú er þar ekki deigur dropi. — Ég lagði frá mér malpok- ann og settist niður til að hvila mig. Þessj staður var illræmdur á sinni tíð. Eftir. að höllin ha.fði yerið lögð í eyði, höfðust stigamenn við í rúst- Einu sinni. leyndust ,hér 60 ræn.'ngjar frá FJseheimi. t>eir voru teknir höndí Ég gekk sömu leið til baka ofan fjallshlið'na og yfir steinbrúna, hélt síðan áfram inn eftir dalnum. Kom ég þá að gamalli myllu og drakk þar kaffi hjá kerlingu. Lagði síðan á brekkuna upp undan myllunni og stefndi til fjalla. Hér voru endalausir greniskógar og engin byggð fram und- an fyrr en langt suður í Bæheimi. Hvassar hamrastrýtur gnæfðu yfir dökka trjátoppq.na, dalir og ásar skiptust á, og hvergi var skóglaus blettur nema hamrarnir siálfir, og þó voru tré í hverri skoru o.g á hverri syllu. Hér mætti reika- um dögum saman án þess að sjá til mannaferða. Það var heitt í veðrj og ég varð þyrstur af göngunni. Sól skein í heiði, en enginn vindblær hreyfði greinar trjánna. Þannig hélt ég áfram, unz degi tók að halla. Kom ég þá í lít ð dalverpi. Niðri á dalbotninum var dá- lítið rjóður, en skógurinn eins og veggur allt í kring. Lækur rann yf- ir rjóðrið. Þar lagðist ég niður og svalaði þorstanum, en hélt síðan á- fram göngunni. Nú var sól gengin til vesturs og rautt kveldskin á hömr- um og hlíðum. Framundan gnæfði brattur fjallshnúkur, girtur háum hömrum, en örlítill flatur kollur uppi. Þegar ég kom að brekkurótunum, rakst ég á götutroðning, er lá í ótal krókum upp hlíðina. Á þessu fjalli höfðust v.'ð rángjarnir riddarar á mið- öldum, qg stfið af þeim ógn um ná- lægar, byggðir. Ég gekk áleiðis upp brekkuna, sem var snarbrött. Hár og þéttur skógur allt i kring og gatan alsett grjótþröskuldum og gildum við- arrótum. Ég sá ekkért fyrir trjám, fyrr en ég kom upp að klettunum. Varð þá fyrir mér hár og djúpur hellir, og gekk ég þangað-inn. Svo v-ar stallar eða . bekk.'r. höggnir , meðfram báðum veggjum, en djúp þrój aflöng. á miðju gólfi. Hellirinn náðL.djúpt . að sjá, sem hann væri lagaður til af unum hvað eftir annað, o.g áttu mannahöndum, víkkaður nokkuð pg byggðamenn sífellt i höggi við þá. 24) — JÓHABLAÐ ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.