Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 12
Gott og vel unnið rúðugler flytur meiri birtu inn í híbýli og vinnustaði. Við flytjum inn og seljum úrvals gler sem framleitt er úr völdu hráefni í fullkomlega sjálfvirkum verksmiðjum. Fyririiggjandi er rúðugler í flestum þykkt- um og stærðum. Hafið samband við okkur sem fyrst varð- andi glerpantanir yðar til afgreiðslu nú strax eða síðar. — Einnig er væntanlegt slipað gler í verzlanarúður og til speglagerðar. Mars Trading Company Klapparstíg 20 — Sími 17373. Bókbandsvinnustofan Bókfell hí. HVERFISGÖTU 78. Hjá BÓKFELLI er bókbandið bezt. Bókbandsvinnustofan Bókfell h.f. . " ..............r ... t Ilverfisgötu Í8 Sími 1^8-25. / V'xÝ< * . V i i •. £■■■ ;■•■• ' ' ' ....................{ : '•-- ■••:*-' •' ' ' • i legri. forundran, alltaðþví brosi. Enginn hafði áður séð andlit hennar fá á sig þessháttar svip; það var stór- kostleg sjón. Frammistöðupían var komin á vett- vang Hún ýtti þéttingsfast við dón- anum og þokaði honum framað dyr- um. Hann lét það gott heita, oa það var engum vandkvæðum bundið að fá hann tíl að drattast út í regnið og myrkrið þar sem hann átti heima. Af ungfrú Petrúnellu er aftur það að segja, að hún bej'gði sig auðmjúk niður í gólfið eftir aurunum sem hún hafði misst. Hún sagði ekki orð, hvorki hátt né í hljóði. Þegar þjón- ustustúlkan lét þau orð falla. að þetta hefði nú verið meiri dóninn og að hann skyldi aldrei koma þarna inn fyrir dyr framar, o.g apótekarinn sagði skjálfraddaðúr; láta lögregluna hirð'ann, lögregluna hirð’ann bara, þá var það ungfrú Petrúnella sem ekkert sagði, nema: gjörið þér svo vel, góða, um leið og hún borgaði fyrir matinn sinn, Og þakka vður fyrir væna mín, það er óþarfi, — þegar stúlkan ætlaði að hjálpa henni í káp- una. — Það er ekki hættulaust fyrir yð- ur, Petrúnella. að fara ein heim í myrkrinu, sagði bókavörðurinn fyrr- verandi og var staðinn upp frá matn- um En ungfrú Petrúnella afþakkaði gott boð. Hún hló við, örsnöggt, og fremur með augum en munni, — það hafði enginn vitað hana hlæia um áratugi — og svaraði í ryðguðum tón þeirrar konu, sem óvön er að tala upphátt, en í þetta sinn allt að því með glettni: að hún rataði enn um götur Broddeyrar og þvrfti enga hjálp. Svo bauð hún góða nótt í skyndi og hvarf útúr húsinu. I 9 T|aginn eftir var sunnudagur. Þá kom ” tvennt í ljós sem benti til, að ekki væri ailt með felldu varðandi ungfrú Petrúnellu Patreksdóttur. Hið fyrra var, að hún, sem ætíð var stund- vísin sjálf, lét ekki sjá sig í ’nádeg- ismat á Vertshúsinu. Ráðskona Verts- hússins sendi stúlku heim til hennar strax eftir matinn. Stúlkan barði að dyrum oftar en einu sinni, en enginn anzaði. Hið síðara var ekki minna dularfullt: Sú trúaða og kirkjurækna Petrúnella kom heldur ekki til kirkju um nónbil. Þetta varð ekki skilið á annan hátt en þann, að hún væri eitt- hvað miður sín og það meira en lít- ið; gottefekki dauð. Þegár svo Schultz Vertshússhaldara barst til eyrna hvað gerzt hafði í mat- salnum kvöldið áður, lét hann til von- ar og vara spyrjast fyrir um hana á nokkrum betriheimilum í bænum, ef ske kynni að henni hefði verið boðið út i mat. En hún kom ekki í leitirn- ■ar; það hafði enginn sé.ð hana. Og þé var senf heim til herinar öðru sinni. Fólkið í húsinu hafði hevrt hana koma heim um kvaldið, það var al- veg öruggt mál, og hún hlaut að vera innihjá sér, því enginn hafði heyrt hana ganga niður stigann um morg- uninn. Goskarlinn sem í þetta sinn -var sendur frá Vertshúsinu hélt því áfram að berja, unz hann var að því kominn að gefast upp, þá heyrir hann skræka rödd Petrúnellu að inn- an; Et öjeblik, et öjeblik, jeg kommer med det samme! Jæja, hún er þá á. lífi, konugrey- ið. En lörig sturid leið. Karliriri tvísté við dyrnar með hendur. aftanvið bak og hleraði. Ekki gat harin .greint hið minnsta taut; afturámóti .eitthvert. skrjáfuf, • lítctog . ískur í ryðguðum perina, unz-að lokúmi upplaukst öWitil glufa milli stafs og hurðar og nettleg hönd ungfrú Petrúnellu hélt á iokuðu umslagi. >— Fáið þér honum Schultz þetta frá mér, Pétur minn, og verið þér nú sælir á meðan. Síðan var dyrunum skellt í lás, en karlinn hirti umslagið. Ráðskona Vertshússins fékk bréfið y í hendur. Þar gaf að lesa eftirfarandi: BESTILLING 1 dobbelt-Portion Okseköd (Böf) m. Swppe. 2 Pk. Cigaretter (Camel) í Pk. Cigarer (Henry Clay. Habana) Kaffe pr. Kande. 1 Flaske godt Rödvin, hvis muligt. Ellers ca. 6 ■ Fl. fin Pilsner. Os imellem, kœre Hr. Schultz. Deres P. P. ♦ Siálfsagt var ungfrúin meira en lít- ið lasin. úrþví hún treystist ekki til að fara sjálf í mat, og iafnvel var hún miður sín á annan os alvarlegri hátt en nokkru sinni, eftir pöntun- inni í heild að dæma, þvíað allt var þetta á annan veg en búast mátti við af þessari ráðdeildar- og hófsemis- manneskju. Hinsv.esar var stór bót í máli, að blessuð konan virtist hafa ágæta matarlyst, enda var pöntunin afgreidd þegar í stað og Pétur gos- karl sendur með hana. Þarí var ekki aðeins ágætasta rauðvín, sem Verts- hús Brodde,vrar lumaði á þrátt fyrir allt bindindisfélag. heldur einnig sá pilsner að auki, sem nefndur hafði verið til vara. Þegar gamli maðurinn barði að dyrum ungfrúarinnar hlað- inn matvælum og drykkjarföngum í velumbúnum kassa, hevrðist rödd hennar innanfrá sem sagði, að hann skyldi bara skilja þetta eftir við þröskuldinn; hún’ kæmi fram og sækti það seinna. • Einsog ráð var fyrir gert hafði strandferðaskipið haft hér stutta viðkomu á laugardagskvöldið, og með því hafði farið svotil allt það Sunn- anfólk, sem eftir var í bryggjuskúr staðarins. Talið var víst, að þeirra á meðal hefði fyrrnefndur Jónas, auðnuleysingi og drykkjurútur, haft sig á brott. Það varð því harla pnd- arlegt upplit þeirra árrisulu Brpdd- eyringa, sem sáu hann á slangri þétt- ingsfullan árla moreuns næsta þriðju- dag. Var mannfjandinn dauður og afturgenginn. eða ætlaðj plássið aldrei að losna við þennan fant? Og hvar hafði hann látið fyrirberast undan- farin dægur? Menn gengu að honum. og vildu fá að vita, hvar hann hefði verið og hvað hann hugsaði sér. Hann var ljúfmennskan siálf, að vanda, en varðist allra frétta; kvaðst þó hafa sofið í heyhlöðu innmeð firði. — Og hvar fékk hann vínið? Það gaf hon- um það fornbýll og örlátúr bóndi þtar innfrá. En þegar hann spurði hvort mennirnir vijdu-<snafs, aíneituðu þeir því og gáfu honum í skyn að hafa sig sem fyrst á brótt, hann gæti sjálf- sagt fengið eitthvað að gera fyrir sunnan Qg hér ætti hann' ékkert er- indi lengúr. Pilturinn spurði á móti, hvenær næsta ' bílferð félli suður. Strajc - núná 'únt hádegið, -Var svárið. Eftir það sást ekki ftarriar tii Jón- asar þessa í þeim merka Broddeyrar- stað. En þennan sama dag urðu aðr- ir’ og óárrisulli' tnenn þes^ vacir, að - brotizt hafði iveríð inn-. í bifrbiðav^erk- . Framh.- á .38. síðú.' — |J 2) m JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.