Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 33

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 33
ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR: DIMMT YMUR FLJÖTI Hún sneri sér að telpunni (Teikning: Ragnar Lár> SÖGUKAFLI Maðurinn sagði telpunni að fara af baki, þegar þau komu að brúar- sporðinum og ganga austur yfir: „Þig kynni annars að sundla, heillin.“ Hún var orðin stirð áf larigri reið bg skjögraði, þegar hún steig í faet- urna, það voru ónot í henni og ekki tþk betra við, þegar hún var komin út á slingrandi hengibrúna og horfði nið- qr í beljandi fljótið fyrir neðan, sem byltist kolmórautt og hvásandi í ham- förum vorleysinganna, telpuna sundl- aði. Ég vil ekki eiga heima við þetta ótugtarlega vatnsfall, það hlýtur að granda bæði mönnum og skepnum, kannski henni Flugu minni, hugsaði hún í ugg og uppnámi. Hún var þreytt og sárhrygg, buguð af umkomuleysi sínu og óvissunni framundan. Ekkert þekkti hún þessa ekkju í Ási, sem hafði boðizt til að taka hana. Hún nam staðar og skalf af áköfum hrolli, kalt næddi frá fljótinu og brúin sýndist óendanlega löng. Ég sný aftur, strýk til baka, hugsaði hún í örviln- an og fannst miklu varða að hún færi ekki alla leið austur yfír brú. En maðurinn var á undan með hestinn hennar og aldrei skyldi hún skílja við Flugu hennar mömmu. Hún kreppti hnefana, kreisti aftur augun óg gekk hratt áfram, hún varð fyr- ir hvern mun að komast fljótt yfir þessa ótryggilegu, slingrandi brú hátt yfir kolmórauðu fljótinu. sem þeytti öldum sínum hátt u.pp líkt og í ofsa- bræði og hvæsti eins og óargadýr. ' ..Jæja“, sagði maðurinn, hann beið hennar með hestana við brúarsporðinn að austan. „Var þetta mjög slæmt, væna mín?“ spurði hann góðlátlega. „Þú ert grá í gegn og skjálfandi á beinunum. Ég vænti þú hafir þó ekki selt upp?“ Hún hristi höfuðið. Maðurinn tók af sér þykka vettlinga og vermdi hendur hennar, setti hana síðan á bak Flugu, en hélt um taum- inn og talaði. Hún beit saman tönnunum og horfði út í bláinn, hún varðist gráti og reyndi að hlusta ekki á það, sern rnaðurinn sagði um bágindi hennar. Rétt eins og þyrfti að rifja það upp fyrir henni að hún var munaðarlaus, að mamma hennar hafði dáið af barnsförum og litli bróðir v.erið lagð- ur í kistuna hjá henni. Svo bárust mislingarnir að Heiðarbæ og þau veikt- ust öíl, systkinin þrjú. Hún var víst með mikið óráð því að henni fannst hún svífa í loftinu og horfa á sjálfa sig liggjandi í rúminu fyrir neðan. Á milli hennar í loftinu og hennar í rúminu lá lýsandi þráður. Svo lá hún öll í rúminu og byrjaði að batna. Þá voru systkini hennar dáin og pabbi kom hóstandi heim frá jarðarför- inni og eitthvað svo undarlegur. Eft- ir viku var öllu lokið og hún ein eftir af fjölskyldunni í Heiðarbæ. Menn sögðu, að annað eins hefði ekki gerzt þar um slóðir i mannaminnum. Hún var tekin á næsta bæ við heið- arbýlið og það var mikið talað um hvað ætti um hana að verða. „Átti pabbi minn ekki jörðina?" spurði hún. , „Nei, það var landsjóðsjörð." „Get • ég ekki fengið byggingu fyr- ir jörðinni?“ „Þú, barnið!“ „Ég er tíu ára, í sumar verð ég ellefu. Ég get rakað og mjólkað ær og kýr og hárað skepnum á veturna. Ég get eldað og lært að búa til brauð. Ég fæ Fúsa gamla til að vera hjá mér, hann vill vera í Heiðarbæ. Þá get ég búið og þarf ekki að fara á sveitina." „Þú ferð ekkert á sveitina, þér leggst eitthvað til“. Þegar Ingiríður í Ási bauðst til að taka hana urðu fleiri um boðið. Menn sögðu það ekki vanzalaust fyrir sveitunga hennar að hrekja hana aust- ur yfir fljót. „Sér er nú hVer hrakn-' ingurinn", sögðu aðrir, þeir, sem ekk- ert boð höfðu gert og sögðu að þeir vildu ekki fara í kapp við Ingíríði í Ási. „Hún fær ekki betri stað, og arti hún sig vel sleppir Ingiríður ekki af henni hendi“. „Arti sig vel, hún Una litla, dóttir Hrefnu og Örnólfs í Heiðarbæ; það þarf nú líkast til ekki að draga það í efa.“ Hugsanir tglpunnar og vingjarnlegt tal fylgdarmanns hennar fóru hvort sinnar leiðar. Fluga hengdi haus döp- ur og þrjózkuleg, henni var sárnauð- ugt þetta ferðalag frá heiðardalnum frjálsa og fagra með óravíddir afrétt- arins að baki, hingað í kreppuna við jökulfljót og skógarþykkni. Maðurinn fékk telpunni tauminn. „Það er aðeins snertispölur heim að Ási. Líttu nú upp, Lóan mín, það er fallegt heim að líta og staðarlegt. Þeir hafa ekki verið neinir búskussar Ás- bændur, og jörðin er mikil og góð. Ingiríður hefur haldið vel í horfinu og nú eru synir hennar að færast í aukana, einkum sá eldri, búfræðingur- inn. Það er ekkert smáræði flagið hans, þarna suður frá.“ Telpan horfði heim að bænum, meira sakir forvitniblandinnar eftirvænt- ingar én fýrirmæla mannsins. Ástún- ið var stórt óg ræktarlegt í aflíðandí halla frá Ásnum, breiðum, vöxnum kjarri og skógviði að fljótsbakkanum. Bærinn var, háreistari en hún átti að venjast, fleiri timburstafnar fram á hlaðið en hún háfði annarsstaðar séð. Gömul vindmylla spöíltorn sunnar á túninu. Henni varð starsýnt á myllu- hjólið. Fyrir dyrum úti stóö kona, hávaxin, eilítið lotin í herðum, andlitið stórt og bjart, hárið alhvítt i miklum fléttu- sveig umhverfis höfuðið. Hjá konunni stóð unglingspiltur, í bæjardyrunum sáust einhver.iir á gæium. Telpan á ellefta ári roðnaði niður á háls af feimni við piltinn; hann var svo lag- legur. Hún hikaði við að fara af baki og heilsa þessu ókunna fólki, hvemig átti hún að heilsa konunni? Með kossi eða handabandi? Hún hélt PRENTMYNDASTOFAN LITROF 4M ♦ kaV*-* iis »;»i ■ 111 * f* • Íí-iV. Yeghúsastíg 9 Sími 1-71-95. ■•MHÍlMmMhÍMtMlrttÉÍHtfÍ nanHúiana'M ■■■■■•■■■■i ■MMHMMBHMtai JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS — {33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.