Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 23
MAGNÚS JÓHANNSSON frá Hafnarnesi: Á LEIÐ í VERID TciUning cftir Ragnar Lár Við lögðum af stað í janúarmorguns- árinu köldu og mistruðu.. Bryggju- f Ijósin urpu sæinn daufum ljósgormum t og úti í drífunni blés hvalur kuldalega. ’ Hann hafði verið þarna undanfarið í ufsanum, en nú var orðið fátt til fanga. Þorpið var myrkt og tómlátt utan ljós í nokkrum gluggum, dauf í mugg- ! unni. Konurnar sem fylgt höfðu mönn- ! um sínum til skips, uppdúaðar og rauð- 1 nefjaðar í frostinu, hurfu álútar í fjúk- | ið. Sleppa! r Vélin breytir um gang, það skröltir í stýriskeðjum og skrúfan þeytir löðri. Það djarfar fyrir degi í austrinu, kóldum degi gegnum 'kólgubakka. í Fjöllin beggja vegna fjarðarins eru f nálæg og hrikaleg í hálfmyrkum ! morgninum. Við erum átta á, sjómennirnir sex, landformaðurinn og ég einn af beitu- f skörfunum, hinir komnir í verið fyrir 1 nokkrum dögum. f Það liggur við maður öfundi þá. r Veðrið er fremur óyndislegt, norð- vestanbelgingur með éljahreyting ann- að veifið, andnesin hélugrá í fölrl birt- unni. Ferðinni er heitið t'il San<jgerðis. í" Vélstjórinn kemur upp um gat á stýr- ! ishúsgólfinu, þrekinn og herðibreiður. f Það leikur hýr glampi í augum hans ! í daufri glætu kompássins og hann ■ leikur við hvern sinn fingur þrátt fyr- ' ir vaxandi velting. ! Kallinn er niðri að kalla. r Það eru fleiri bátar á leið í verið og r gott að hafa við þá samband. ! Annars er spáin vægari og niður- r gangur í norðanáttinni. Það hefur dagað ef dögun skyldi ! kalla. Það sést aðeins rönd af landinu kóigugráu frammí tær og dimman ligg- ! ur eins og mara í loftinu. r Báturinn lætur illa að stjórn, rúss- ar sitt á hvað eins og drukkinn næt- urhrafn og strikið er ekki alltaf uppá gráðu. Vélstjórinn tekur við. Hann er vanari þessu stýri og bátur- inn verður strax mýkri og auðsveipari r undan stjórn hans. ' Ég fer fram í. Kokkurinn er kominn á stjá. Hann hefur kaffi og vínarbrauð á boðstól- um. ' Það er bölvaður veltingur og maginn ^ annað slagið uppi í hálsi á manni. r Helvítis læti eru þetta, segi ég og er r ekki ginkeyptur í vínarbrauðið. Veltingur, segir hann. Þetta er blíða. , Sér er nú hver blíðan, segi ég og ( kingi f erf Þó ekki sjóveikur, segir hann. p Alvahur sjómaðurinn. Þetta er bara bfæluskratti. 1 Meira kaffi? ^ 1 Eri lystin er ekki fnargra fiska virði, f enda þarf ég upp í kappann og færi í fómir. • Það er hörkufrost og sílar á stögum ! og böndum. Við höfum skotið Papey aftur fyrir f og Lónsfjöllin eru á stjór hvít frammí f Sjói Kallinn kemur niður. Það er blessað leiðið, segir hann, tek- ur snússdós upp hjá sér, skóflar í vör- ina. Blessaður farðu í koju, segir. hann. Það er auður bás afturí. Ég geri eins og fyrir mig er lagt. Hvernig hafði mig' dreymt? Kven- fólk? Ég segi eins og satt var, mig hafði ekki órað fyrir neinu. Hann segir það sé hábölvað að dreyma sumt kvenfólk, annars fari það eftir náfni draumkonu manns. Hann S JL' V i, í- mm iœ *' ' v -______ X >>xj ;> ív Veltingsins gætir minna í káhettunni og bulluslögin og ventlabankið er svæf- andi. Glas! Það er annar meistari sem stendur í káhettustiganum. Hvar erum við? Hrollaugseyjar, segir hann. Blíða. Ég fer upp. Myrkrið hefur skollið á. Sjóndeildarhringurinn er þröngur, hvergi ljós eða landsýn. Stýrsi er á vakt. Hann er berhöfðaður og strákslegur í kompásljósinu. Hann stýrir með annarri hendi og strikinu skakkar ekki um hárbreidd. Ég gef honum sígarettu til þess hann stýri lengur, enda er unun að sjá hann svona öruggan og leikandi. hafði einu sinni sem oftar dreymt konu sem hét Björg. Fullur bátur. Það fer vel á með okkur og ég veit það er gott að vera með honum svona kátum og strákslegum og berhöfðuðum við stýrir. Hann hafði fína stráka í fyrra. Kaldir strákar, sém kunnu að taka lífinu létt. En blautir voru þeir. Eftir mestu hrotuna var einn þeirra svo sárhentur að hann heimtaði nagl- bít til að klæða sig úr sokkunum. Fínir strákar. Við skiptumst á að stýra og reykja og mér finnst ég nýkominn á vakt þeg- ar hann segir glas. Ræstu kallinn og Ara. Það hefur birt í loíti og Ingólfshöíði mílu framundan. Kallinn er vaknaður þegar ég kem niður og óþarft að segja glas enda fer hann upp. Og áfram ber báturinn okkur med myrkri ströndinni, áfram. Vélin slær’* taktbundið og reglulega og það er ekki neinn veltingur lengur. Það er ljós í káhettunni þegar ég vakna. Sigurjón annar vélstjóri situr á koju- stokknum og gælir við eitthvað seni glitrar á í ljósinu. Síld. Já, segir hann. Við fengum hana inn á dekk með einni skvettunni. Það var líkt og sturtað úr háf að sjá í ljósinu Við gómuðum nokki’ar. Þetta er hafsíld feit og væn og þegar hann strýkur kvið hennar, -spýtist úr henni hrognið. Það væri bezt að fara á síld, segir hann. Það kakklóðar hér alstaðar. Núna, segi ég. Núna. Já, núna, segir hann. Því ekki veiða síld á veturna eins og sumrin. Er glas? Nei, haltu bai’a áfram að sofa. Hann heldur á.fram að gæla við síld- ina, kjassa hana og tala vel um hana á kojustokknum. Ég get ekki sofið lengur, fer upp. Við erum fyrir miðri Meðallands- bugtinni. Það stirnir á sæinn og ljós bænda- býlanna eru strjál og einmana í blárri nóttinni. Dýpra af okkur er samfelld ljósaröst fyrir hafinu. Tjallinn í ýsunni, segja þeir. Helvít- is tjallinn. Djöfuls tjallinn, segi ég og minntist þess þegar þeir seltu á okkur sjóð- heitan smúlinn suður við Geirfugl. Þeir ætluðu yfir línuna okkar og við skip- uðum þeim að hífa. Við urðum að forða okkur. í grárri birtunni rísa Eyjarnar úr sæ, fyrst eins og heygaltar, síðan þver- hníptar með morgunsól á brúnu mó- bergi. Hér kannast maður við sig. Hér hef- ur maður sopið bæði súrt og sætt. En alltaf töfra þær mann. Og- hve oft hefur maður ekki sagt um lokin, jafnvel steytt hnefa að brúnu móberginu, fullur og ófullur: Hingað fer ég ekki aftur. Þetta hel- vítis kríusker. En hvað hefur gerzt? Tíu vertíðir hef ég komið hingað- aftur, utan þessarar. Um hádegisbilið eru eyjarnar forút og aftur eins og heygaltar í lögun og stefnan norðvestur. Það slær grænu á jökulinn og sær- inn er undarlega kyrr og dökkur. Hann spáir austan með kvöldinu. Ég minnist margra nátta á þessum miðum, margra ömurlegra baujuvakta þegar sígarettupakkinn gekk upp á tveim tímum og öll lög upprauluð og ekkert annað en bíða eftir klukkunni og birtunni. Og í morgunsárið þurfti maður oft upp á stýrishús til að1 skyggnast eftir baujunni. Þá er allt svo grátt og samlitt og svikult augunum, jafnvel einmana mái* getur villt manni sýn. Við sjáum enga báta, utan éina trillu, borðlága og eflaust fiskaða, enda sjómannaverkfall fyrir dyrum og eyja- skeggjar miklir baráttumenn og sker- ið þeirra bezta mjólkurkýr þjóðarhús- ins. öin ufifj ■(•) , i.. .f> ; luaa .t .-. Þéir vélfá þörski trillukarlarnir um leið og við skjótumst framhjá þeim og eyjarnar hverfa í kvöldið. Klukkan níu um kvöldið rénnum við inn úr sundinu, leggjumst að lít- illi trébryggju ög beituskarfarnir heilsa okkur glaðklakkalegir og sparibúnir. JÖLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS — (23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.