Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 35
ur. En svo kom annar með fjarlægðar- ljómann yfir sér, líkt og kóngssonur úr fjarlægu ríki. Hann sá og sigraði, Forlögin hafa manneskjuna margvís- lega að leiksoppi. Mér er nú fyrir öllu að mega treysta þeim, sem mér eru nákomnastir, helzt öllum, sem ég hef í kringum mig. Til þeirra sárabóta finnst mér ég hafa unnið. Treysta ...“ Hún sneri sér að telpunni. •„Vel get ég tekið við reitunum þín- «m og gert að öðru leyti að þínum vilja. En hverju sem fram vindur verðurðu mér sem dóttir, Una litla örnólfsdóttir, því er mér efst í hug að mitt skuli vera þitt, engu síður en þér, sem býður fram að þitt skuli vera mitt. Og hver veit.... ?“ ★ Eagnar kallaði bróður sinn máttar- stólpa jarðarinnar, kvað hann ánetjað- an henni og þegar á unga aldri þrúg- aðan af áhyggjum þess, sem allt sitt ó undir sól og regni. Sjálfur kvaðst hann vera hinn glaði og ljúfi sonur 7 himinsins, regn í dag sól á morgun, eða sól í dag regn á moi’gun hverju skipti það hann. Faðir Ásbi’æðx’a hafði dáið í fi’am- andi landi, ef hann var þá dáinn? Það grúfði: dtmm dul-'yfir örlöguriv' hans-og hánn var ekki nefndurm inafn. af konu og sonum, en smám saman fékk ' telpan • þó vitneskju um eitt og annáð. íJóhahiiés RagnarsSon var fangt að kóminh. ráðinn srhfður ’að baéjár- byggih’gunni í Ási.1 Sölvi, fáðir In'giríð- ar reisti bæinn, nafn hans var skorið á þverbrík yfir bæjardyrunum. Menn sögðu Jóhannes hi’eppa betri smíðalaun en kirkjusmiðui’inn á Rein hafði áskil- ið sér, hann fékk kóngsdótturina og ríkið allt. Samt festi hann ekki yndi í Ási, hann hneigðist ekki að búskap, heldur smíðum og þó'einkum tréskurði. Dag einn fór hann að heiman til náms- dvalar að sögn, leið hans lá út í heim og hann kom aldi’ci aftui’. Ingiríður sat að búi með börn sín þrjú, fyrir löngu var hún talin ekkja. Það var virðing- arhreimur, þegar nafn hennar var ’ nefnt, ekkjunpar í Ási. Ragnar vai’ð Unu hinn skemmtileg- asti félagi, glaður og síreiðubúinn til leiks og spáugs. Sölvi fámáll en nota- legur og nærfærinn, hann vakti traust, en til Ragnars sótti hún, því að þar var gleðin og gamanmálin, sem hann var. Una var vart meira en þrettán vetra þegar Ingiríður sagði áminnandi við Ragnar: „Vei’tu ekki með þetta kossaflens við stúlkuna." „Hún er lifla kærastan mín,“ sagði Ragnar. Hann varð stöðugt eirðarlausari og óstöðugi’i við vinnu, vildi fara að heim- an og sjá sig um, til Reykjavíkur fyrst, helzt lengra. „Þú verður að læra eitthvað,“ sagði móðir hans. En Ragnar hafði ekki mikinn hug á námi. „Þú verður að haía eitthvert mai’kmið," sagði móður hans. „Það er nóg mai’kmið að vilja njóta lífsins, maður lifir ekki nema einu sinni. Þú getur lofað mér að fara og fljúga hvert sem ég vil, þú hefur Sölva, hann er Ásbóndinn. Kannski fer ég til Ameríku og græði mikið fé, svo kem ég aftur og vitja unnustu minnar. rós- arinnar fögru á bakka jökulfljótsins." „Ég harðbanna þér að setja grillur f kollinn á stúlkubarninu," sagðí Ingi- ríður þungbúin. Hún hugsaði margt um Ragnar, á bei’nskuái’unum hafði hann veríð augasteinninn hennar, fallesur og glaðvær drengur, uppkominn pilt- ur var hann henni áhyggjuefni. „Hann er stefnulaus og síngjarn, en háska- lega aðlaðandi“ Þessi orð lét hún falla við Unu. Hún boðaði sóknarprestinn á sinn fund. sjálf átti hún erfitt uirr ferðalög, þjáðist af gigt og stirðleika í mjöðm, sem stöðugt ágerðist. Presturinn tók Ragnar á heimili sitt og kenndi honum meiri hluta vetrar, á hausti komanda skyldi hann fara suð- ur til náms. Samvinnuskólinn varð fyr- ir valinu. „Það er stutt leið að ákveðnu marki,’1 sagði prestui’. Um vorið vai’ Una fermd á sólbjört- um hvítasunnudegi. Hún var í blóm- saumuðum kirtli með skautafald á höfði, bezt búin af fermingartelpunum. Oi’ð var á gert hvað hún væri þroskuð og fríð. „Þú hefur sóma af fósturdótturinni, Ingiríður mín,“ sagði konan, sem Ingi- í’íður hafði féngið til að skauta Unu, hún átti svo bágt með að standa við það sjálf. „Þú hefur stói’vel til henn- ar gert, en svo ei’tu nú líkast til að koma þér upp tengdadóttur. Láttu það verða Ásbóndann, sem hreppir hana.“ „Guð ræður,“ sagði Ingii’íður. „En þú hefur nú hönd í bagga með himnaföðurnum, ef ég þekki þig rétt,“ sagði konan brosleit. Unu ux’ðu þessi orðaskipti minnis- stæð. ° 0°' i n — -+r — Ragnari var bersýnilega kóttiið ’@ð heiman þetta sumar £ ýmis fei’ðalög og til dvalar. Að hausti skyldi hann hefja nám. tlna og Sölvi voru nú meira saman en áðúr,' smám saman færðist heimil- isforstaðan yfir á þau. Ingii’íður stóð að baki' með reynsluna og ráðin, en vai’ð meira og meira þjökuð af gigt og böguð til vinnu. Hún hafði ekki rnikla trú á að hún sækti láekningu suður, en ti.1 þess að geta ekki sakað sig um að hafa látið neins ófx’eistað, er til lin- unar mætti verða á sjúkdómsböli hennar, réðst hún til suðurfei’ðar með Ragnari. Hún var fram á miðjan vet- ur syðra, en kom heim litlu bættari og sýnu þungbúnari en fyrr. Dag einn tók hún Unu á eintal. „Nú hef ég fengið fullar sönnur fyr- ir því að ég er ekkja og mér vei-ður léttara að hugsa til Jóhannesar liðins en líf-s. Hann brást mér og börnunum og elti sínar eigin kvikulu óskii’. Allt að einu er Ragnar, en Sölvi er bjargið, sem stöðugt stendur. Vonandi ertu nú oi’ðin nógu þroskuð til að sjá manna- muninn, Una mín, og velja þér hið beti’a hlutskiptið." „Ragnar segir að ég sé unnustan hans, hann hefur skrifað mér ástar- bréf,“ sagði Una og heitum roða sló á vanga hennar. „Guð forði þér frá þvfh'ku kviksyndi, barn. Hafi hann unnið þér heit hefur hann það að engu, svo mikið hef ég séð í vetur þó að ég hafi ekkert átt að, sjá. Ragnar minn er lifandi eftir- mynd föður síns, það hefur verið mér áhyggjuefni síðustu árin, en ég ætla ekki að segja meix'a um það, sá dáni hefur sinn dóm með sér, þeim lifandi stendur leiðin til þroska opin. Sölvi er allur úr Ásættinni, hyggðu að kostum hans, góðin mín. í sumar verðui’ðu sextán ára, en hefur þroska átján ára stúlku. Þér er vel fært að hugsa til giftingar og mannsefnið er ekki langt undan. Þú ferð nærri um við hvei’n é<? á og hvað ég tel þér til mestrar gæfu og Ási til sannrar farsældar." „fiegðu ekki þetta, fóstra mín, mér finnst ég-veraibarn”ehnþa,“l-'Sðgði tJbáf' en henni varð tíðhugsað ura þetta sam- tal og fræið, sém Ingiríður hafði sáð í huea hennar byrjaði að skjóta fi;jó- öngum. Húri virti SÖlva oft fyrir sér í laumi og roðnaði, ef hann snei’ti hana þó óviljandi væri. Hún fór nærri um huga hans, það kitlaði sjálfsálit henn- ar og hún gat ekki látið ógert að gefa hoTWTn undir'fótinn, en þó með tví- ræðinni ;—■/ haltu mér, slepptu. mér, Hún tók ekki ýkja nærri sér, þó að s- í.-.jyt- ..3 - Við þökkum viðskiptamönnum okkar nær og fjær íyrir viðskiptin á yfirstandandi ári. Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Kaupfélag Hvammsfjarðar BÚÐARDAL. •ss' •>** KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAGFIRÐINGA HOFSÓSI óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla. ÞAKKAR VIÐSKIPTIN Á LÍÐANDI ÁRI. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga KAUPFÉLAG BORGARFJARÐAR BORGARFIRÐI EYSTRA óskar öllum viðskiptamönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskipti og gott samstarf á árinu sem nú er að kveöja. KAUPFÉLAG BORGARFJARÐAR Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökkum viðskiþtín5; áf<liðna áririiiV ’=; •.:ar:v:>.- lt Kaupfélag Suðurnesja Keflavík — Grindavík 1ÖLAÐLAÐ ÞJÓÐVILJANS — (3f-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.