Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 13
Teikning írá Færeyjum eftir JACK KAMPMANN egar hér á landi er rætt um Færeyjar og Færeyinga berst talið oft fyrr en varir að grind og grindadrápi. Þó uggir mig að hugmyndir okkar um grindadráp Fær- eyinga séu nokkuð oft úrleiðis raunveruleikanum og að sjálfsögðu vegna þess hversu íslendingar þekkja lítið t'T þessarar veiðimennsku og einnig hins að þeir hafa allflestir óljóst hugboð um hvern þátt grindin og veiði hennar hefur átt í lífi færeysku þjóðarinnar. |jað er síður en svo að grindaveiðin sé Færeyingum " drápið eitt og veiðigleðin. Grindin hefur gegnum aldir verið lífsbjörg Færeyinga og stundum nálega sú eina. Hennar er neytt á margan hátt og má ásamt skerpikjötinu kallast þjóðréttur þeirra. Grindin og grindadrápið á líka margan gróðurgeirann í menningar- sögu Færeyja, þjóðsögum, skáldskap og myndlist. Og framhjá því verður heldur ekki gengið að hún er löngu orðin þeim að íþrótt — enda þótt hún sé ekki lengur sá snari þáttur í lífi fólksins sem hún var fyrr á dögum eða allt fram yfir síðustu aldamót. Þá métti grinda- drápið með sanni kallast lífsbjargaríþrótt Færeyinga. |játtur sá, sem hér birtist, er frá grindadrápi í Þórshöfn miðsumars 1960. En það er rétt að taka fram að Þórshöfn er nú talin mjög óhagstæður grindavcgur sök- um þess að þar er ekki lengur nein sandströnd, svo ekki er unnt að reka grindina á land, heldur veröur að stinga hana niður eins og það er kallað. Ég hef heyrt „byggða- menn“ og raunar Þórshafnarbúa sjálfa tala um það að íéttast væri að banna Þórshöfn sem grindavog af fyrr- greindum ástæðum, en auk þess kynnu Þórshafnarbúar ekki lengur að stinga grind. Þeim fjölgar þar sjálfsagt, sem ekki er sú íþrótt lagin og fleiri fást við drápið en kunna. Hitt fannst mér þó augljóst að margur Þórs- hafnarmaður kann ennþá réttu tökin á grind. STEFÁN ÖGMUNDSSON: Eg er á leið niður Bókbindaragötuna í Þórshöín. Veðrið er gott eins og það hefur verið undanfarnar vikur, ýiið rneiri kaldi, sólfar með vind- skýjahimni. Ég finn þess merki að eitt- hvað óvenjulegt liggur í ioftinu. Þetta hægláta fólk, sem yfirleitf „skundar sér spakulega“, er búið að fá spennu hraðans í líkamann. Þarna sé ég diengsnáða taka undir sig stökk og hlaupa til húsa, stór maður með myndavél er tekinn að hlauna allt hvað af tekur, hann heldur annarri hendi um vélina, en „hleypur“ með hinni og svo er ferðin mikil að lang- ir fætur hans nema næstum við þjó- hnappana, en þegar hann sveigir eft- ir krókóttri braut, sem hann fer til þess að stytta sér leið, þá slengjast fæturnir til eins og tagl á hesti, sem er að berja frá sér mýbit. í sama mund, sé ég mann koma \ hlaupandi með stóra tréstöng í hönd- um, og blikandi sveðju á endanum, og nú heyri ég kaliað úr mörgum áttum í senn: Grindaboð. Jæja, er þá grindin loksin-s komin til Hafnar. Ég hef beðið eftir henni í þrjá mánuði. Hún er búin að vera í Trangisvogi, Vestmanna og tvisvar í Klakksvík, en hingað hefur hún ekki lagt leið sína enn, aðeins einu sinni hafði sézt ti! hennar, en það urðu bara vonsvikin ein, Síðan koma fleiri menn og konur út úr húsunum, mennirnir með vopn: Löngu stangarsveðiuna, hvalvopnið. sóknaröngla og grindaiínu, auk hnífs- ins, sem þeir hafa við beiti sér. Er grind, spyr ég mann sem þýtur fram hjó mér. — Já, það er grind, áVarar hann, — þeir eru byrjaðir að reka í Nolseyjarfirði. Skömmu síðar Framhald á 15. síðu. Grindadráp í Þórshöfn JÖLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS — ( \ ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.