Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 39

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 39
Það er sjálfsagt ekki öllum ''kunnugt að á styrjald- arárunum • var, hér -stofnuð- björg-' unarsveíf ' íslendinga á vegum brezka sjóhersins og unnu oft- ast fjórtán íslendingar í henni, þó stundum væru þeir fleiri. Yfirmenn í þessari sveit unair yfirstjórn brezkra foringja voru lengst af beir Einar Einarsson, fyrrverandi skipherra á varð- skipinu Ægi, og Guðjón Guð- björnsson skipstjóri. Ég var nýlega að léita hjá mér' í gömlum bréfum þegar ég rakst á meðmælaskjal stimplað og undirskrifað af „Fleet Salvage Oíficer", Þar var sagt að ég hefði verið þátttakandi í björg- unarliði brezka sjóhersins frá 20. október 1942 til 7. júlí 1945. Mér datt í hug að gefa les- endum Þjóðviljans dálitla mynd frá styrjaldarárunum, með því að seg-ja frá einum starfsdegi hjá mér, meðan ég starfaði í björgunarliðinu. JÓHANN J.E. KÚLD: Á VEGUM SJÓHERSI Það var í febrúarmánuði 1943 í hálf- gerðum útsynningsrudda, að ég og Brynjólfur, sem báðir vorum i björgunarsveitinni, komum á litlum vélbát innan af Viðeyjarsundi í fylgd með Einari skipherra. Þetta var rétt um miðdagsmatarleytið og við á leið- inni í land að fá okkur eitthvað í svanginn. Á ytri höfninni mættum við hval- veiðiskipinu Estellu á útleið, sem hægði skriðinn þegar hún sá okkur, og gaf síðan merki um, að við ættum að koma upp að skipssíðunni. Þegar svo Þjóðverjinn sem stjórnáði vélbátn- um, og komið hafði hingað sem flótta- maður frá Svalbarða, hafði sett okkur um borð í Estellu þá setti skipið á fulla ferð með stefnu út Faxaflóa. Strax á þilfari Estellu mættum við Worslin gamla yfirflotaforingja, en hann var aðmíráll yfir öllu björgunar- starfi brezka sjóhersins á Norður-Atl- antshaíi, op næsta aðstoðarmanni hans, Kanadamanninum Dolmas sjó- liðsforingja. Þeir tóku Einar skipherra strax tali og skýrðu fvrir honum hvað til stæði. Einar kom svo til okkar Brynjólfs og sagði fréttirnar. Við vor- Um á leið í björgunarleiðangur, áttum að bjarga skipshöfn af hollenzku vöru- flutningaskipi sém var strandað á skeri einhversstaðar út af Reykjanesi. Hvalveiðiskipið Estella klauf nú öld- tir Faxaflóa. méð stefriu fyrir Garð- skaga. Þetta var norskt skip, kriúið kolakyntri gufuvét. Skipshöfnin var líka norsk og' samanstóð að mestu a£ flóttamönnum, sem flúið höfðu undan Þjóðverjum frá Noregi á þessu skipi. Mikill fjöldi veiðiskipa strauk þannig úr höfnum í Noregi sérstaklega fyrri hluta styrjaldarinnar. sum komu bein- ustu leið hingað til íslands en önnur fóru til Bretlandseyja. Við höfðum ekki lengi stanzað á þil- farinu, þegar boð komu um, að við ættum að koma inn í borðsalinn mið- skips, þar sem aðmírállinn og sjó- liðsforinginn væru. Þegar þangað kom sagði aðmírállinn að við skyldum fá okkur sæti bví matur yrði brátt fram borinn. Að vörmu spori var svo borin á borð ilmandi smásteik úr nauta- kjöti og öl með. Það stakk í stúf við veniur inn- an brezka hersins, að við Brynjólfur skyldum vera settir til borðs. með aðmírálnum, þar sem við vorum að- eins óbrevttir björgunarliðsmenn. Hinsvegar gegndi öðru máli um Ein- ar. í fyrsta lagi var hann fyrrverandi varðskipsforingi íslenzka ríkisins, og nú á vegum hersins sem yfirmaður. sérfróðui- um björgun. Það hefði t.d. aldrei getað komið fvrir, að brezkur foringi settist til borðs með óbreytt- um brezkum liðsmanni, hað var brot á heraganum. En ef islendingar áttu í Hlut þá gegndi öðru máli, því siíkt var hvergi bannað í ‘herlögúrri. og um frarhkomu gagnvart okkur var engin gömul brezk hefð til. Af þessum sök- um umgengust sjóliðsforingjarnir okk- ur íslendineana í björgunarliðinu jafnan á frjálslegan hátt sem jafn- ingja. og á ég ekki nema góðar end- urminningar frá kynningunni við þá. Aðmírállinn saeði að við skyldum bara láta fara sem bezt um okkur á leiðinni. því trúlega gæti beðið okk- ar rrnikið erfiði við björgunina. Við létum þetta okkur að kenningu verða og sátum inni í hlýindunum að lokinni máltíð. Se|ir svo ekki af ferð okkar fyrr en við hevrðum að Estella hægði ferð- ina, en þá þustum við út á þilfarið og horfðum framundan. Við fórum upp á bátaþilfarið svo skyggnið yrði befra útyfir hafið. Það var ekki mikið að sjá, því tals- vert mistur var oa hvergi sást til lands. Það var ekki slæmt veður á sjómannamáli, aðeins dálítil storm- svelja, en talsvert úfinn sjór. Einar, aðmírállinn og sjóliðsforinginn voru nú komnir upp í stýrishúsið á Est- ellu ásamt norska skipstjóranum. Við sáum að þeir mændu út ura opna gluggana og báru öðru hvoru sjón- auka fyrir augu. Skipið mjakaðist á- fram með rólegri ferð og hafði öld- una og kaldann skáhallt á stjórn- borðskinnung.' Þannig héldum við á- fram ferðinni góða stund ,án þess að neitt bæri til tíðinda. Svo allt i einu heyrðmn við hring- Ragnar Lár. teiknaði ineu í vélsímanum frá stýrishúsinu, vélin var stöðvuð eitt andartak, svo. var hún aftur sett af stað og gekk nokkra snúninga aftur á bak, svo var allt kyrrt og skipið lá ferðlaust á hafinu, en tók smádýfur í suðvest- anölduna. Ég horfði nokkur andartök útyfir hafið og sá víða grunnbrot ekki langt frá skipinu. Úti við sjóndeildarhring í einnar til tveggja sjómílna fjarlægð sást dökk þústa gegnum mistrið. og við nána athugun mátti greina að þetta var skip, sem hafaldan braut á, svo hvítt löður myndaðist útfrá því. En nú var hvorki tími til að horfa lengur á skipið, né hugsa um hvað biði okkar í þessari ferð. Skipunin var gefin: Setjið stjórn- borðsbjörgunarbátinn á sióinn. f sarna biii komu Einar og Dolmas sjóliðsfor- ingi ásamt tveimur Norðmönnum. Með hröðum höndum losuðum við festingar bátsins, svefgðum gálgana út, og með öruggum handtökum lét- um við bátirih síga miúklega niður á hafflötinn. Að andartaki liðnu vorum við lagðir frá skipinu með stefnu á hið strandaða skip, sem lá baðað I haflöðri úti við sjóndeildarhring'. Við Brynjólfur ósamt Norðmönnun- um tveimur sátum undir árum og rér- um lcnáléga. Einar skipherra sat und- ir stýri' og hafði vakandi auga á haf- inu umhverfis, því hér og þar mátti greina grunnbrot. Dolmas flotaforingi stóð í barka bátsins og hafði ekki sugun af hafinu, þannig rérum við góða stund, þegjandi, þvi hver maður var upptekinn við sitt verk. Einar skimaði allt i kring og sveigði fyrir öIL’grunribrpi sé|rv-á;;leið okkar. urðu. Nú var hann í essinu sínu karl- JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS — (39

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.