Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 29
I ! / ) ! F ! ! ! T J r r r f J r r r i i ! ( ! r i góðsemi til, að framfæra sig. Erlendur hafði alla stund verið bláfátækur, og sennilega lengst af staðfestulítill, eða lausingi einn. Verið gat að meðal barna Árna Þorleifssonar hefðu verið dætur, sem gleymzt hefur að geta um, eins og Þorleif, en ekki verður nú úr því bætt. Þórður bjó nú á Árnheiðarstöðum. Hann fékk auknefnið Poka-Þórður. Átti saga að liggja til þess, en í sam- bandi við þennan poka átti Þórður að auðgast mjög og þó einkum Árni son- ur hans, er bjó eftir hann á Arnheið- arstöðum, fékk þá byggða 1718, þá 29 ára gamall. Hann var kallaður Árni auðgi. Hann eignaðist drjúgum fasteignir, og veit enginn tölu þeirra jarða, sem hann komst yfir, því þegar skýrslur koma fram um jarðeignir manna 1762, er Árni búinn að láta börn sín hafa jarðir til heimanfylgju, einkum dætur sínár, GdÖrúnu er giftist Hans Wíum sýslumanni um 1741, og Sigríði er giftist' Halldóri presti Gíslasyni 'á‘ Desjarmýri fyrir 1750. Auður Árna mun hafá kýnt undir þá grunsemd, að hann stýddist við arfafé, er menn vissu óglöggt deili á, því þótt Þórður faðir hans hefði verið góður bóndi á sinni tíð og 'Árni tékið' við góðu búi, og ábýii golt, þá vai- hagur íslenzkra bænda ekki slíkur á 18. öld að stórum ’a'uðí' ýrði sáfnað á búskap einum, því ekki hafði Árni nein umboðsleg völd, er gætú' géfið fé f aðra hönd, utan það að hann vár lögréttumaður, en það mun fáum bændum hafa reynzt gróðalind. Sögurnar urn pokann, sem gáfu Þórði auknefnið, og menn ætluðu að hefði haft að geyma alla undirstöðu þessa óhemju auðs, sem var í höndum Árna, voru á ýmsa lund sagðar fram í minni þeirra manna er til skamms tíma lifðu. Nú skeyta menn þeim í engu. Allar þessar sögur, eða flestar þeirra segir séra Einar í Ættum Austfirðinga, og hefur eftir móður sinni, að sú saga sem mest hefði gengið og flestir tekið mark á, var á þá leið, að Þórður kom í Djúpavogskaupstað, syðsta kaup- staðinn á Austfjörðum á einokunar- tíma, en þangað lá verzlun Fljóts- dæiinga, er í umdæmin var skipað um 1624. Skip er þá inni og fer Þórður um borð. Hann rekur þar augun f peninga- poka einn allgildan og ágirnist hann fastlega. Eigi sá hann sér þess kost að ná pokanum, en gefur sig á tal við skipsdrenginn og spyr hvernig honum líki lífið. Drengur lét lítið af vist sinni á skipinu. og þar kemur að Þórður segist skuli koma honum undan, ef hann geti komið með peninaapokann á afvikinn stað, þar sem Þórður hafði afburðahest til staðar að komast und- an. Drengúr kvað það bana sinn ef mistækist, en Þórður stappaði f hann stálinu og kvaðst skipta peningunum - til helminga, og gera hann að ríkum bónda á Islandi. Tókst drengnum nú að ná pokanum, en Þórður stígur á bak hesti sínum, er nefndist Óði-BIeik- ur, með pokann fyrir framan sig en drenginn fyrir aftan. Þessa Óða-Bleiks er getið í þjóðsöe- um, er þeir Þórður og séra Benedikt í Bjarnanesi háðu kappreið. en prestur reið á Bjarnanes-Kokk, hesta fræg- ustum. og vann prestur. Þórður fer sém leið liggur inn með Berufirði og upp á fjallveg þann er Öxi heitir og lá fyrir innan daladrög Skriðdals í áft að Fljótsdal, og var komið ofan í Suðurdal hjá Víðivallagerði. Er nokkuð kom upp á Öxi verður Þórður þ$ss var, að honum er veitt eftirför„. o$ þykist hann sjá að Bleik beri ekki undan með svo þunga byrði. er hann ný bar. Hrindir Þórður þá drengn- um af baki, en eftirreiðarmenn hirtu 'V-i'S!-. hann og hengdu i skipsreiðanum dag- inn eftir. Eftir það bar Þórð undan með pokann. Þessi saga líkist að ýmsu sögum Er- lendar. því um margt er hún ótrúleg, því ætla má að drengurinn hafi sagt sögu sína 'og Þórð ekki borið undan lögunum, ef þannig hefði verið í pott- inn búið. Aðrar sögur, sem sagðar hafa verið í þessu sambandi, fá heldur eigi staðizt. Haft var það fyrir satt, að að mála- ferli hafi orðið út af pokanum og böndin borizt að Þórði, en Erlendur átt að verja hann mjög kænlega; var sagt, að Björn sýslumaður á Bustar- felli Pétursson hefði gengið mjög hart fram í málinu og meðal annars borið tjöru i skegg Þórðar, en Þórður átti að ríða á Alþing með tjöruna í skegg- inu. Allt er þetta uppspupi. Fyrir Alþing kemur þetta mál ekki, hafi nokkurt mál verið rekið. Björn tók ekki sýslu fyrr en 1695, og Fljótsdalur var ekki í sýslu hans. heldur syðsta hlufa Múla- þings, en því var á þessum tíma skipt í þrennt. Jón Þorláksson, biskups Skúlasonar, hafði þann sýslupart á þeim dögum, sem Þórður bjó í Fljóts- daþ. ep BjörA gat h^fa verið settur sa^óknarý Er(þá líkfegt að Be?si,Guð- mundsson sýsíumaður í miðhlutanum. sen^, bjó á Skrjðuklaustri, hafi: verið verjandi, en Jón auðvitað dómari. En haíi .jpiál orðið, ,út, af pokanum þefur það - eipungisL ,Yerið i rekið í héraði.' en þingabækur frá þeim tíma eru glataðar. Það verður því ekkert sagt með vissu um þetta pokamálý Það eitt er víst, að Þórður fékk nafn af pokanum, þótt hann slyppi við sakferli af sambandi sínu við hann. Og hitt er víst að Þórður lifði og dó við misgrun um óheiðarlega höndlun á einhverjum poka, hvernig sem í málum hefur legið. Séra Einar segir frá þvi að móðir sín hafi verið stödd á Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, eitt sinn, er hún bjó á Stóra-Steinsvaði í sömu sveit. Það mun hafa verið um eða eftir 1840. Þar bjó þá Þorsteinn Gunnars- son er var fyrsti alþingismaður Norð- mýlinga. Hann var drykkfelldur og stríðinn þegar sá gállinn var á hon- um og allstórgerður. Kona hans var Snjólaug Jónsdóttir prests í Þingmúla, Hallgrimssonar, en móðir hennar var Ingibjörg Þórðardóttir frá Arnheiðar- stöðum, Árnasonar auðga. Þær Járn- gerður, móðir séra Einars, voru því frænkur samkvæmt framansögðu, báð- ar fróðar og minnugar og töluðu sam- kvæmt því. Gegndi þá Þorsteinn til, eflaust í stríðni: „Já, þú Járngerður ert komin út af Erlendi. Hann var þó heiðarlegur maður þótt hann væri fá- tækur, en þú Snjóka ert komin út af Poka-Þórði, helvítis þjófnum“. Þetta mun hafa verið gamalt orð- spor og víða uppi, en Þorsteinn var aðkomumaður í Héraði, og hlaut að hafa fræðzt um málið á Héraði. Þessi skoðun mun hafa staðið föstum fót- um í almenningsáliti á Héraði, hvort sem hún hefur átt við nægileg rök að styðjast. Um það verður nú ekkert sagt. Árni Þórðarson hefur kvænzt og hafið búskap á Arnheiðarstöðum um 1717—18. Ekki er nú kunnugur aldur barna haris, svo marka megi en þau munu byrja að fæðast um 1719. Kona Árna var Kristín Brynjólfsdóttir frá Melrakkanesi í Álftafirði, bróðurdótt- ir Bessa sýslumanns á Skriðuklaustr- inu, og séra Narfa í Möðrudal. Hún er 13 ára 1703. Árna er svo lýst að hann hafi ver- i'ð lágur meðalmaður á vöxt og þrek- inn, hægur í framgöngu, en enginn skörungur. Ekki fór orð af stórbúskap hans, en góður og farsæll bóndi var hann talinn. Ekki fer heldur neinum sögum af harðræðum hans í auð- söfnun. Það virðist sem hún hafi koiii^ ið hægt og sígandi, en þó orðinn miktl um 1740, er hann er orðinn fimmtugur að aldri. Eflaust hefur Kristín verið mikilhæf kona. Þau Árni og Kristín áttu 7 börn, sem til þroska komust, og er nú geysi- stór ættbálkur frá þeim kominn. Þau voru: 1. Bessi bjó á Ormarsstöðum í Fell- um og fékk þá til eignar, átti Málfríði dóttur Árna á Ormarsstöðum Vigfús- sonar, Jónssonar á Ormarsstöðum, Ás- mundssonar, en Þeir langfeðgar áttu allir Ormarsstaði. Ætt frá Bessa er mikil og margt af því fólki í Ameríku. 2. Magnús. Hann bjó fyrst í Meðalnesi og átti þá jörð. ókunn er kona hans, en dóttur átti hann sem Helga hét. Magnús varð skammlífur og ólst Helga upp hjá Þórði föðurbróður sínum á Arnheiðarstöðum og átti Jón Björns- son prests Hallasonar piæsts Ólafsson- ar. Á hún marga afkomendur. 3. Jón. Hann varð sýslumaður í Snæfellssýslu og dó fimmtugur 1777. Hann var glæsi- menni og skartmenni og hélt sig eins og greifi (greifarímur). Eigi kvænt- ist hann, en börn voru honum kennd. Talinn ..var hann auðugur, en litið þótti koma fram eftir hann af þeim auði og, ýmislegt ganga í súginn. 4. Guðrún,: mun hafa verið elzt af börn- um Árna. Hún átti Hans Wíum, sem fyrr sagði. 5. Sigríður. átti Halldór prest Gíslason er fórst í Njarðvíkur- skriðum 1772. 6. Oddný, átti frænda sinn Gr:m prest Bessason. 7. Þórður, bjó eftir föður sinn á Arnheiðarstöð- um. Átti Ingibjörgu Björnsdóttur frá Böðvarsdal, Ólafssonar. Það þótti strax bera á því að börn- um Árna héldist illa á auði, og hann tærðist upp í höndum þeirra og næstu niðja, allra nema Þórðar. Hans auður komst í lengri sögu og' merkilegri. Hans Wíum var stórauðugur um tíma, en dó snauður maður, en hafði þá lát- ið einkason sinn, er á lífi var, hafa allmikið fé, en hann eyddi því mjög fljótt og synir hans voru sumir með- al húsgangara. Grímur prestur og Oddný urðu brátt snauð og áttu líf með óhægindum m.a. í sambúð. Sig- ríður og Halldór prestur héldu á nokkrum efnum, en afkomendur þeirra hafa verið fátækir menn. utan einn, er var stórbóndi og hinn mesti höfð- ingi á þessari öld. Auk þess hefur þótt bera mikið á slysförum í ættinni og örðugri glímu við örlögin fram yf- ir það, er sýnast mátti að líkindum. Aftur á móti er hér um sérlega gott fólk að ræða og ekki dæmi um mis- ferli í fari þess, fyrr né síðar. Þórður Árnason er líklega sá, sem er bóndi á hálflendu Skriðuklausturs 1753, þótt eigi sé hann þá nerna 22 ára, eftir— síðari aldursákvörðun. Á Skeggj astöðum í Fellum bjó hann 1762, en á Amheiðarstöðum eftir að faðir hans dó, 1771, og kannski áð- ur. Hann var stórbóndi og þó ekki nefndur hinn ríki. Hann átti tvær dætur er á legg komust. Heldur þótti hann lítill höfðingi og aðsjáll um efni sín. Ingibjörg dóttir hans átti Jón prest Hallgrímsson sem fvrr segir. Dó hún á undan föður sínum. Er þrengja tók að efnahag Hans Wíum, seldi hann Þórði allan Eiðastól, og sýnir það góðan efnahag Þórðar. Þórður þurfti að rýma frá Arnheiðarstöðum fyrir prestsekkju, sem átti ráð á bygging- unni, ekkju séra Páls Magnússonar d. 1788, og tók Eiða 1789. Þar bjó hann síðan unz hann dó 1798. Kristín hét hin dóttir Þórðar. Hinn 2. september 1796 giftist hún séra.Vig- fúsi í Garði í Kelduhverfi Björnssyni, Magnússonar. Hann var þá ekkjumað- ur, vel stæður og skörungur. Kristín kom með mikið fé úr föðurgarði, þar á meðal Eiðastól, í bú þeirra Vigfús- ar. Vigfús prestur dó í 808, og 'átti -nú Kristín mikið fé. er henni hélt vef við hendur. Hún giftist aftur eftirmannL séra Vigfúsar í Garði, Birni presti Halldórssyni. Hann var ekkjumaður og einbirni hans var Halldór presfur á Sauðanesi. Þau Vigfús prestur og Kristin áttu son, Benedikt f. 1797. Ólst hann upp með stjúpa sínum og móð- ur, en Kristin dó 1831. Af henni fór miklu orði og hún var kölluð Kristín ríka. Þeir Benedikt sonur Kristínar og Halldór sonur Björns gengu báðir skólaveginn og voru órofa vinir, og urðu báðir stórrikir menn að örfum úr heimagarði og þó' Benedikt enn meir. Hann varð stúdent 1816, og var þá enn heima í Garði, 2 ár, en lór þá að Mælifelli til séra Jóns Konráðs- sonar og gekk að eiga Þorbjörgu dótt- ur hans 1819. Bjó svo um stund á Hafgrímsstöðum í Tungusveit, en keypti Hóla i Hjaltadal 1825 og flutt- ist þangað, og gerðist prestur í Hóla- prestakalli 1827. Benedikt fékk mikið fé meö kvonfangi sínu, og hann gerðist einn hinn mesti fjárgæzlumaður og varð stórauðugur. Hann eignaðist margt merkilegra handrita og var heppinn læknir. Ævisögu sina samdi hann og er hún i handritasafni Jóns Sigurðssonar í Landsbókasafni. Þótti hann mikilmenni. Benedikt hafði eign- azt þrjár dætur með konu sinni, og er sögn að hann hafi verið þeim strang- ur í uppvexti þeirra. Komust þær á unglingsaldur, en dóu þá með stuttu millibili og enn átti hann 2 börn er dóu ung. Benedikt var stórum harmi lostinn af rnissi dætra sinna og settist það að honum hversu hann hafði ver- ið þeim strangur, meðan þær báru blóma sinn í föðurgarði. Litlu síðar fæddist honum sonur, hinn 11. febrú- ar 1838. er látinn var heita Jón. Minnt- ist nú Benedikt þess, sem hann iðraði mest. í sambandi við dætur sínar og skyldi nú þessi drengur eigi á sliku kenna. Eiginlega er nú ljóst að Benedikt hefur eigi verið heill heilsu eftir barnamissinn. Hann tók aðstoðar- prest 1839, og sótti burt frá Hólum 1840, og vildi fá Glaumbæ, en var synjað þess og tók hann sér það nærri. Jón tók nú að rísa á legg og eigin- lega er það að skilja, að hann hafi ver- ið alinn u.pp í vitlausara manna hönd- um, allt hafði verið látið eftir honurn, hvað sem hann af barnabrekum girnt- ist að fá í hendur eða gera, og ganga af slíku ótrúlegar sagnir, sem tæpast verða rengdar. Ekki er hugsað um að láta hann læra til prests, og hafði hann þó verið vel skynugur rnaður, heldur elst hann upp sem einn dröttur, sem enga stjórn lærir á sjálfum sér og cnga ábyrgðartilfinningu ber á lífi sínu, og kemst nú á tvítugsaldur. Það var þessi sjúka yfirbót, sem séra Benedikt var að gera við minningu dætra sinna, sem kom fram í| sjúklega uþpeldi hans á Jóni. Þannig komst Jón á tvítugsaldur, og j þá er nú ekki um annað að ræða, en j séra Benedikt annist það sjálfur að ! koma honum í hiónaband, því auðvit- að kemur það ekki til mála, að þessi j maður eigi sínar eigin tilfinningar, en -laij-þann að» hafa f frammi einhver ; barnabrek í hvf máU. að eignast lífs- förunaut, bá er nú af sú tíðin að slíku verði sinnt. i. frá Garði, fóst-| bróði^^^ú p^nedikts sat á Sauðanesi, | vel metinn velstandsklerkur. Hann * hafði fyrr átt Sigríði Vigfúsdóttur, hálfsystur séra Benedikts, og náttúr- !! lega spillti það ekki þeirra samkomu- j' lagi. En að Sigríði andaðri, hafði hann ; . átt Þóru laundóttur séra Gunnars .1. JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS — ^23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.