Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 38

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 38
Frá Tékkó- slóvakíu: WELLIT-einangrunar- plöSur þola raka og íúna ekki WELLIT plötur eru mjög, léttar og auðveldar í meðíerð WELLIT einangrunarplötur ' kosta aðeins: 5 cm þykkt: kr. 73,15 íerm. asbestplötur fyrir utan- hússklæðningu frá 6 mm til 10 mm þykktir, asbestplötur fyrir inn- anhússklæðningu, 6 mm þykktir, ISOPLAT — þilplötur — texplötur og asbest- plötur límdar saman, 14 mm þykkt, asbest frárennslisrör og tengistykki. asbest þrýstivatnspíp- ur og tengistykki. asbest báruplötur á þök og þakhellur. WELLIT-plata 1 cm á þykt einangrar jafnt og: 1,2 cm asfalteraður korkur 2,7 cm tréullarplata 5.4 cm gjall-ull 5.5 cm tré 24 cm tígulsteinn 30 cm steinsteypa Birgðir fyrirliggjandi: Mars Trading Co.f Klapparstíg 20. Sími 17373 Hús í smíðum brunafryggj- um við með hinum hagkvœmustu skilmólum SAMVS MMlUTTOYiE (HEMŒÍÆm Sambandsbúsinu, sími 17940 Þegsr Petrúnella... Framh. af 12. síðu. stæðið við höfnina 02 i>aðan stolið ákavítisflösku úr læstum skáp, ásamt skiptimynt úr kassa. Þegar fréttist um afturgöngu Jónasar drukkins fyrr um morguninn, þóttust menn ekki þurfa þjófs að leita. En loksins var hann horfinn fyrir fulit og allt, því hann hafði sézt fara upp í rútubílinn suð- ur, og það skipti meginmáli fyrir vel- líðan bæjarbúa. Þeimsem hlut áttu að máli var þá sama um pytlufjand- ann, þeir gátu hvorteð er ekki ver- ið þekktir fyrir að £era veður útaf henni. Ef þeir voru ekki þegar góðir og gildir meðlimir Bindindisfélagsins og búnir að vera það lengi, ætluðu þeir víst áreiðanlega að láta skrá sig á aðalfundinum um næstu helgi. En það er af Petrúnellu Patreks að segja, að hún kom að hádegisverðar- borði sínu strax á mánudag, stund- víslega klukkan tólf, eins o.g hún var vön. Schultz Vertshússhaldari gekk til hennar í eigin persónu, kvað það gleðja sig stórlega að sjá hana aftur og spurði undan og ofan ,af um líð- an hennar. (Enginn spurði Petrún- ellu Patreks að neinu umbúðalaust). Hún vildi sem minnst gera úr lasleika sínum, en fór þeimmun fleiri brð- um um þau elskulegheit vertsins að hafa afgreitt pöntun gærdagsins bæði fljótt og vel; borgaði síðan reikning- inn — og brosti. Hún var venju frem- ur fljót að gera mat sínum skil þenn- an dag, og aldrei þessu vant tók hún vænan pakka af smurðu brauði heim með sér. En ekkert af þessu var þó neitt undrunarefni í samjöfnuði við hitt — að þann tíma sem hún stóð við í mat- sal Vertshússins heyrðist hún ekki tauta aukatekið orð. Hún vann að mat sínum, ósköp látlaust og þó með nokkr- um hraða, einsog henni lægi á, venju fremur. Og kannski var augnaráð hennar flóttalegra en endranær; nema hvað enginn tók sérstaklega eftir því. Það var ekki fyrren hún var farin, að frammistöðustúlkan og aðrir átt- uðu sig á því til fulls, að ungfrú Petrúnella hafði komið og farið án þess að tauta, án þess að píra aug- un í heift, án þess að líkjast því djöf- ullega heksi sem hún var þekkt fyr- ir að vera. Um hádegi næsta dag, á þriðju- degi, var hún aftur orðin söm og jöfn hvað það snerti, að hún gaf sér nægan tíma til að borða og drekka kaffið sitt á eftir matnum; og það var ekkert flóttalegt fremur venju við augnaráð hennar. En hún tautaði ekki. Menn gáfu henni gaum fremur venju. Hvað hafði komið fyrir? Já, það er nefnilega það: hvað hafði kom- ið fyrir? Enginn vissi til þess, að neitt hefði komið fyrir, en sv0 mikið var víst — að ungfrú Petrúnella Patreks var hætt að tauta. Vel má vera það komi engum við, að títtnefnd Petrúnella brá einn- ig að öðru leyti vana sínum nokkr- um vikum síðar: Þessi virðulega dama, tradisjón Broddeyrar holdi- klædd, einhver fas.tasti siðferðispunkt- urinn í bæjarfélaginu, konan sem fyr- ir mörgum árum var sezf að á æsku- stöðvum sínum heimsnúin frá útlönd- um fyrir fullt og allt, hún tók sér fyrirvaralaust ferð á hendur suður tii Reykjavíkur. En. þá sögu þykjumst vér þó ekki kunna lengri. 33) — JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.