Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 37

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 37
Brúðkaupsnótt Framh. a£ 9. síðu. ur, cg þannig er því farið um þig og mig, vegna þess að þú kannt ekki að haga orðum þínum sæmilega. Hef ég svikið þig? Hversu má það verða? Hef ég leitt til þín brúði, sem ekki er ó- spjöhuð mær og ekki verð þess að ganga upp hin sjö þrep í fang guðs- ins? Eða hef ég fengið þér konu, sem ekki væri heiðarleg, eða vanburða til líkamans, eða tæki til að væla vegna sársaukans, sem þú hefur bakað henni, eða væri þér ekki þjónustusöm og fús til að láta að vilja þínum í frygð? Hef ég svikið þig með þvílíkum hætti?“ „Nei,“ sagði Jakob, „ekki með þeim hætti. Lea er mikil kona til gétnaðar. En þú hefur blekkt mig og tælt og villt mér sýn, ég hélt alla nóttina að Lea yæri Rakel og hef gefið rangri konu alla sál mína og allt, sem ég átti bezt, og svíður mér þetta svo, að ég má ekki mæla. Þetta hefur þú gert mér, varg- menni!“ „Cg þú kallar þetta svik og líkir mér án blygðunar við dýr merkurinnar og illa anda vegna þess að ég gætti lenzku og iandsiða sem heiðarlegur maður og gerðist ekki svo djarfur að bjóða helg- um venjum birginn? Ekki veit ég, hver siður er í landinu Amurru eða- landi Gogs konungs, en í voru landi er það ekki venja, að yngri dóttirin sé manni geíin á undan hinni eldri, það væri brot á öllum lögum guðs og manna, og ég er maður löghlýðinn og gæti virð- ingar minnar í hvívetna. Þess vegna gerði ég það sem ég gerði og fórst vit- urlega þegar þú kunnir ekki fótum þinum forráð, mér fórst eins og föður sæmir, sem veit sínar föðurlegu skyld- ur. Því að þú hefur móðgað mig stór- lega í ást minni til eldri dóttur minn- ar, þegar þú sagðir mér: „Lea tendrar ekki karlmannsgirnd mína“ Áttirðu kannski ekki skilið ráðningu fyrir það? Nú geturðu séð, hvort hún hefur ekki tendrað í þér neistann." „Ég hef alls ekkert séð!“ hrópaði Jakcb. „Það var Rakel sem ég faðm- aði,“ „Já, það kom nú 1 ljós í morgurfsár- inu,“ svaraði Laban hæðnislega, „en það er nú mergur málsins, að Rakel litla þarf ekki að kvarta. Því að Lea var veruleikinn, en Rakel draumurinn. Þó hef ég látið þig kynnast draumn- um þar sem Lea var, og hver sem það nú verður sem þú faðmar fram- vegis, þá verður hennar veruleikinn og draumurinn." „Ætlarðu þá að gefa mér Rakel?“ spurði Jakob .... „Að sjálfsögðu", sagði Laban. „Ef þú vilt hana og greiðir mér svo sem lög mæla fyrir, þá máttu fá hana“. Þá hrópaði Jakob: „En ég ,hef þjónað .þér í sjö ár fyriv Rakel!“ „Þú hefu.r“, svaraði Laban virðulegur á svip og fastmæltur, „þjónað mér fyr- ir dóttur minni. Ef bú vilt fá hina dótturina, sem ætti ekki að vera mér óskapfellt, þá verður þú að borga í annað sinn.“ Jakob þagði „Ég skal,“ sagði hann loks, „útvega kaupverð . og - sjá um að þér verði greiddur mundur. Skal ég taka að láni eina mörk silfurs hjá mönnum, er ég þekki og fara með káupskap, einnig munu sjálfsagt verða. ráð á gjöf, einni eða • tveimúr, til að. binda við belti brúðarinnar, þvi að alla þessa stund hafa mér. óvaent. aukizt .nokkuð álnir og -.geng ekki lengur með öreign-:svo sem l>á- er ég. bað dóttur þinnar hið .íyrsta- skipti'V J ' • í^Þarná-- mælir ■ þú faftur án ' alínac'1' -kurtérsiv1: sagði Laban; og hiááti höfuð-rf ið' vírðálé|át'-%ita&rjgá! sem þú ættir að fela vandlega í brjósti þínu og mátt þakka þínum sæla, að ókunnugir færi þetta ekki í tal og ávíti þig, en þú ferð með þetta í há- mæli og birtir öllum heimi svo að maður má blygðast sín fyrir annars manns hönd, þvi að sá hinn sami gerir það ekki. Ég kæri mig ekkert um ó- væntar álnir þínar og annað sem mér er raun að. Ekki vil ég þiggja silfur þitt að mundi og engan kaupeyri vil ég að brúðargjöf, hver sem hann á, en ég vil þú þjónir mér fyrir yngri dótt- ur minni jafnlengi og fyrir hinni fyrri.“ „Vargmenni!" öskraði Jakob og missti nær alla stjórn á sér. „Svo. þú ætlar ekk’i að gefa mér Rakel fyrr en eftir sjö ár?‘‘ „Hver segir það?“ svaraði Laban kæruleysislega. „Hver hefur svo mikið sem vikið að því? Það ert þú sem talar eins og þú sért örvita og líkir mér strax við vargúlfa, því að eg er faðir og vil .ekki, að dóttir mín örmagnist af þrá til karlmanns þangað til hann er ellihrumur orðinn. Fa.r þú nú til þíns bústaðar og dvel þar heiðarlega vikuna alla. Þá skal þér gefin yngri dóttirin svo lítið beri á og sem bóndi hennar þjónar þú mér fyrir henni í önnur sjö ár.“ Jakob þagði hneigðu höfði. „Þú þegir.“ mælti Laban, ,,og lætur ekki svo lítið að falla mér til fóta. En mér er með vissu mikil forvitni á að vita hvort ég muni fá mýkt hjarta þitt til þakklætis. Þótt ég standi hér á skyrtunni í morgunsárinu, rifinn upp úr rúminu og þótt mér sé svefns þörf og ræði viðskipti við þig, þá nægir það sýnilega ekki til þess að vekja í þér slíka tilfinningu. Ég hef ekki enn getið þe-ss, að með hinni dótturinni færðu einnig aðra ambáttina, sem ég keypti. Því að Silpu gef ég þér með Leu í heimanmund og með Rakel gef ég þér Bílu, einnig vil ég skipa svo til um hin síðari konukaup, að þeir tveir þriðju hlutar úr mörk silfurs, sem ég ætla að gefa ykkur, verði taldir með í kaup- unum. Hefur þú þá fengið fiórar konur í einni svipan og átt kvennabúr svo sem konungar hafa í Babel og Elam, en varst til þessa einn sveinkarl skorp- inn og einmana." Jakob þagði sem fyrr. „Harðlyndi maður,“ sagði hann lok-s og stundi. „Þú veizt ekki. hvað þú hef- ur gert mér, þú veizt það ekki og ger- ir þér þess ekki grein, ég verð víst að sannfæra mig um það, og þú getur ekki ímyndað þér það, svo járnkalt er geð þitt. Ég hef sólundað sál minni og öllu mínu bezta í ranga konu þessa nótt, sárt brennur mér um hjarta vegna hinnar réttu, sem þetta var ætl- að, og skal. nú stunda Leu til loka brúðkaupsvikunnar, og þesar hold mitt er lúið orðið, því að ég er bara maður, og það hefur fengið fylli sína og -sál mín orðin várfleys tjí flugs, þá skal mér auðnast að fá hina réttu, Rakel, diásn mi'tt. En þú hussar sem svo, að allt sé gott og blessað. En aldrei verður það bætt, sem bú hefur gert mér og Rakel, barni þínu, og svo einnig Leu, sem situr uooi í rúmj pg grætur vegna þess að ég hafði hana ekki í huga rrúnum." „Á að skilja þetta svo,“ spurði Laban, „að eftir brúðkaupsvikuna méð Leu verðir þú ekki framar sá karlmáður, að þú getir gert hina dótturina frjó- sama?“ „Að vísu ekki, það banni guðsvar- aði Jakob. „Þá er allt hitt heilaspuni," sagði Laban, „blóðvana þvættingur. Gengurðu að:þessunfi nýja sáttmálá og skal hann vera í gildi eða- ekkí-. -með. mér ög þér?“ ; * ;-y ■ :-i. ■ | „Já, bóndi, hann skal vera. í gUdi," :éd9f;'ög': gekk áfttiÞ á’iíShd': Leu.' 4 ’: t FORD-P ARSON S i RÁTAVÉLARNAR eru ódýrustu bátavélarnar á mark- aðnuni og bera af í gæðum og ör- yggi í gangi. 4 OG 6 STROKKA 42 HÖ 56 HÖ 86 HÖ 100 HÖ FOBD SVEIIMIM EGILSSONp FRÁ FINNLANDI • % V | Elaðapappír — Bókapappír — Skrifpappír — Pappi til iðnaðar — Umbúðapappír — Smjörpappír — Toiletpappír — Pappírspokar. S. ÁRNASON & Co. fíafnarstræti 5, Sími 5-22-14 •4” ,>'■ ií-W ■ *■ ö'5' :J 1 ití •; JÓLABLAÐ ÞJj&ÐVILJANS - -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.