Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 30
-Laufási Guanarssonar. Það 'var 9. okt. 1834. Þau eignuðust dóttur árid 1837, Þórunni Sigríði. Þessi stúlka var ári eldri en Jón Benediktsson, og það er stutt komið þeirra lífdögum þegar þessi almáttugu klerkar ákveða að þau Jón og Sigríð- ur skuli verða hjón og nú var fylling þess tíma komin, er þau voru bæði á tvítugsaldi, enda lágu hér nú ekki -! hrakhólarnir fyrir ungum elskendum, þar sem var að setjast í ríkasta bú á Islandi. Hin sjúklega yfirbót séra Benedikts lætur enn til sín taka í lífi þessa einkabarns. Hann átti margar ágætar i jarðir, og það virtist eins og sjálfsagt, að ungu hjónin fengu einhverja þeirra til ábúðar. Slík umhyggja hæfir ekki þessu barni. Séra Benedikt reisir nýjan bæ heima á Hólum, snertuspöl frá þeim gamla, handa þessum óskabörn- ! um hamingjunnar og þarna var allt foetur um foúið en annars staðar gaf að líta meðal alþýðu þessa lands. Aldrei hefur það verið á orðspori, né að neinu kannað, hvaða skilyrði séra Benedikt bjó Jóni til búskapar á Hólum. Sjálfur var hann þar bóndi ,! og kóngur, en það er misjafnt hvernig kóngar búa að nýlendum sínum. Það eitt er víst að Jóni verður brátt eigi rúmur hagur í nýja bænum, en ekki fæst önnur skýring á því, en að Jón hafi enginn bóndi verið og spillt efn- 1 um í óráðsíu. Það er gamalt tal um 5 nýlendur. Það var um 1860, sem allt þetta var kornið- í kring og það ár segir séra Benedikt af sér prestsskap, aðeins 63 ára að aldri og hafði þá haldið aðstoð- arpresta í 20 ár. Sést á öllu þessu, að séra Benedikt hefur eigi gengið heill til skógar í lengri tíma, og sjálfsagt hefur það bitnað meira á Jóni en öll- um öðrum, það, sem hann brast á fulla heilsu. Nú þrengdi brátt að Jóni og allir töldu það hans sök, maðurinn bjó í nýjum „alfærum" bæ, átti unga konu og von í miklum arfi, hvað skyldi hann þurfa meira með? Ekki sýnist hafa verið til neins að kvarta fyrir kónginum og lífið á Hólum hefur aldr- ei komið undir neina smásjá um hið innra borð, hið ytra verður aftur á móti dómur yfir Jóni. Allmjög hefur þrengt að honum, og það lýsir um leið sambandi hans við föður sinn, að hann tók til að selja jarðir hans upp á arfsvonina í þeim, og nú kom-st séra Benedikt að þessu og líkaði stór- um illa, því það var ekki í hans stjórn- arskrá, að selja jarðir, heldur kaupa þær. Nú höfðu þeim Jóni og Sigríði fæðzt 3 börn, og hét elzti sonur Bene- dikt. Séra Benedikt tók ráð í sam- ræmi við öll sín fyrri ráð um uppeldi á Jóni. Hann gerði hann með nokkr- um hætti ómyndugan. Hann tók að gefa börnum Jóns jarðirnar og gaf Benedikt Hóla með öllu tilheyrandi, Þóru gaf hann Hofstaðasel, hina gömlu útibúsjörð biskupsstólsins, en Halldóri gaf hann Kálfsstaði. Eftir það dó séra Benedikt árið 1868, en móðir Jóns bjó áfram á Hólum. Tengdafaðir hans dó árið eftir og nú fyrst barst Jóni for- raeði í auði karlanna og tengdamóðir hans, Þóra Gunnarsdóttir flutti til hans í Hóla. En nú var Jón ekki sami maður. Faðir hans skildi við hann, sem eins konar dæmdan mann, hálfóráðandi mann, og þetta sezt svo að Jóni, að hann fer nálega ekki að heiman, og segir það sína sögu um hans andlega heilsufar. Hann var leiguliði á Hólum. Hann hafði vanizt á vínnautn nokkra, sem var tímans háttur, en nú tók steininn úr um það; hann sat við vín- ið, og hafði útréttingamenn á þörfum sínum í félagslífinu og sínum eigin viðskiptum við aðra menn. Mjög þótti það horfa til ódrýginda á efnum hans og urðu sérstakar sögur af og enda forlög. Haustið 1879 vígðist ungur prestur að Felli í Sléttahlíð. Það var Einar Jónsson, sem hefur verið getið í þessu máli, afkomandi Erlendar Árnasonar, og vissi um frændsemi sína við Hóla- Jón, eins og hann var nú nefndur. Hann er þarna prestur í nokkur ár, og meðan þrýtur allt um á Hólum. Hann fylgist vel með, sem þarna ger- ist. Löngu seinna skrifar þessi maður Ættir Austfirðinga, þar sem Hóla-Jón á ættarrætur. Þar minnist hann Jóns í stuttu máli og er það aðallega í sama anda og yfirleltt var uppi um Jón, fyrr og síðar. Honum -fer eins og öðr- um að leiða hug að þeim einkennilegu . örlögum, sem hér hafa orðið í lífi manns, sem í upphafi studdist . við mikinn auð, og segir höfundurihn: „Hefur mikill auður sjaldan farið. jáfn hrapallega." Um Jón segir hann: „Hann var hvorki hneigður til bóknáms né vinnu og ósýnt um öll fjármál. Ann- ars var hann sæmilega vel greindur og stundum orðheppinn. Og meinleys- ismaður var hann og ótortrygginn við þá menn, er hann beitti fyrir sig, og prettalaus í viðskiptum.“ Þrátt fyrir þetta almenna orðslag sem höfundur hefur á greinargerð sinni um Jón, hyggur hann þó dýpra að rökum þess, sem hér hefur gerzt. Hann getur þess að þeir, sem hafi haft mest upp úr viðskiptum við Jón — þ. e. haft af honum í viðskiptum — hafi litla blessun haft af þeim gróða, þyí sumir þeirra hafi farið á sveitina. Það hefur verið eitt í tíðindunum, sem bor- izt hafa • út í Sléttahlíð sunnan úr Hólahreppi, þegar höfundur sat þar. Rúmlega fertugur maður er búinn að eyða einum mesta auði, sem sam- an hefur komið á landinu „frá Arnheið- arstöðum, Garði, Mælifelli og Sauða- nesi.“ Benedikt Jónsson seldi svo Hóla 1881. Þóra Gunnarsdóttir dó 1882. Si’gríður kona Jóns 1883, og sjálfur fór Jón til Ameríku 1887, vetri miður en fimmt- ugur. Hinn „valti vinur“ hafði látið eftir sig vitnisburð, sem ef til vill má lengi skoða og í mörgu skoöa. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Bæjarútgerð Haínarfjarðar Vesturgötu 12 HafnarfirBi Togaraútgerð - Har&fiskverkun - Salffiskverkun S'imar: 50-107 - 50-117 - 50-118 Simnefni: BœjarúfgerB £jQ) — JÓLABLAÐ ÞJÖÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.