Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 43

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 43
HALLDÓBA B. BJÖRNSSON: Blaðaútgáfa í Lundarreykjadal A áiunum 1895—’99 var gefið út taýsna merkilegt sveitarblað í Lundafreykjadal. Blaðið var handskrif- að í einu eintaki og sent boðleið miili bæja í dalnum. Það hét því skrítna naí'ni. ,.Hann og Hún“ og gætir lík- lega áhriía frá Jóni Thoroddsen í nafn- giftinni. Blaðið er til að mestu í hand- ritatíeild Landsbókasafnsins. .íftgeiendur °S ritstjórar þessa biaðs eru þeir sr. Öíafur Ölafsson prestur á Luncii, sem var mikill áhugamaður um öli menningarmál og má óefað eigna honnm herðurínn af því að nleypa þessu af stckkunum, — og Þórður Davíðsson frá Vörðufelli, en hann er skráður í.héimjIismaðUr“ á Lundi árin 1894*— ’95 og hefur líkiega verið þar meðfram tii náms hjá sr. Ölafi, því hann er ekki skrifaour vinnumaður og suður fer hann á uinfánuðum. Hanh á tvímælalaust snjallastan penna, þeirra sem skrifa í blaðið. Þetiá er prýðilegasta blað og gaman að les'a það, og er það meira en hægt er að segja um mörg smáblöð frá þéim tíma. Er það t.d. ólíkt skemmtilegra og fjöibrcyttara en Arní'irðingur Þorsteins Eriingssönar svo eitthvað sé nefnt. Rit- stjórar þess eru stútfullir af áhuga og iáta fátt sér óviðkomandi, einkum hafa þeir þé brennandi áhuga á framförum og menningu héraðs síns og fitja uppá mörgu þörfu málefni. Manni verður hugsaö til þess hverju þessir áhuga- sömu ritstjórar hefðu getað komið í verk á stærra vettvangi. Þá dreymir um það að vekja þjóð sína og hefja hana upp úr drunga og vonleysi, og þó fyrst og fremst þá sem standa þeim næst, sjálfa Lunddæli. Auk venjulegra sveitarmálefna, sem haía sitt rúm í hverju blaði, skrifa þeir m. a. um: Söngkennslu sundkennslu og byggingu sundlaugar menntun kvenna og réttindi sveitarhátíð vissan dag á hverju sumri Jrirkjuorgel' vatnsvirkjun og áveitur mylnu við Englandshver kaupfélög og pólitík prjcnavélakaup ábyrgðarsjóð fyrir kýr. Fyrsti árangur er 16 tbl. og má það iieita vel að verið. Fáir skrifa undir naíni í fyrstu blöðin, en það mun ör- uggJega vera Þórður Davíðsson sem 'skrjfar grein urn vatnsvirkjun. Hún hefst svona: ,.Á þessari uppgötvana og framfaraöld þegar menn fá alltaf meira og meira va'.d yfir náttúrukröptunum til að nota þá í þjónustu sína, til að létta undir með sér við vinnuna, þá er einsog maður fari að veita því meiri eptirtekt hvar þessir kraptar liggja ó- notaðir hjá oss. Það er einkum vatns- aflið,. þetta óþreytandi afl í ánum og lækjunu.m, sem býður oss þjónustu snia. Þó vér höfum ekki vélar til að knýja með vatnsafli, þá sýnist þó að 'vér gætum notað það tii að mala fyr- ir okkur kornið eins og tíðkast læfur i'áðitr fyrri, en r.nna svo „Baunverjum" -þess að éta maurinn í mjölinu sínu :'sjálfir“. Þá bendir hann á það að íslendingar "eigi áö.-nata heitu lækina meira en þeir gera, t.d. byggj t við þá mylnur og sundlaugar. „Eg hef opt verið að velta því fyrir mér hvort ekki rnundi gjörlegt að byseja myliu við hveralæk- inn hjá Englandi, m4r sýnist hann vera einkar hentugur myllulækur, þar mætti rnala vetur og sumar, því læk- inn leggur aldrei. — __ En hverjir ættu nú helst að byg&ja þessa myllu? Mér finnst það liggja beinast við að bændur hér i fram Dalnum kæmu sér upp myílu í félagi — Kostnaðurir.n mundi ekki verða mjög þungþær^fyrir' hvern einstakling ef 6—10 bændur tækju þátt í fyrirtæki þessu“., Þessi ágæti lækur var ekki ýkjalangt frá hinum köldu æskuslóðum Þórðar og sjálfsagt hefur hann sem ungúi drengiir fengið tækifæri til að hoppa yfir hann og eins að dást ur fjarlægð að heitri gufunni uppúr freðinni jörð, því móðursystir hans Sigríðu.r Davíðs- dóttir býr þar rétt á næsta bæ, Iðunn- arstö.ðum, og þar er Englandshver í leiðinni þegar farið er milli Iðunar- staða og Vörðufells. Hann hefur einn- ig komið þar váxinn úr grasi, því hann gerir slcýra grein fyrir stað- háttum og kostum þessa læks, sem ekki leggur þó aðrir frjósi og ekki er háður i'lóðum og leysingum einsog köldu fjallaiækirnir, sem þá nýlega hata sópað burtu. mylnum bænda í Borgarfirði, bæði í Eístabæ og á Brekku á Hvalfjarðarströnd og var síðan ekki lagt í að reisa þær aftur. Þá er önnur hugmynd þeirra ekki síður skemmtileg, en það er að nota gas úr hesthúshaugum til- ljósa og hit- unar, hvaðan sem þeim nú hefur kom- ið það í koll. En þarna eru þeir einsog oftar drúgan spöl á undan sínum tíma, það er víst lítið þekkt á éesturlöndum til skamms tíma að virkja haugagas. Sr. Ólafur hvetur kvenþjöðina í sókn sinni svo ósleitilega til þátttöku að strax í 3ja tbl. er löng grein eftir konu, en því miður nafnlaus, máski veit þó einhver ennþá hver hún var. önnur kallar sig Úndínu. Framhalds- saga er þar og líklega eftir konu. Munaðarleysingjar. Þá taka þeir einn- ig að láta til sín heyra Vigfús á Gull- berastöðum, St^fán á Fitjúm, Vigfús í Vörðufelli og Bjcrn í Grafarholti o;g nú eru menn orðnir svo ófeimnir að flestir skrifa undir fullu nafni eða setja fangamark sitt undir. Þá segir frá því í frétt að Baróninn á Hvít- árvöllum hafi meðal annarra kært yfir útsvarinu. því hreppsnefndin vildi leggja útsvar á allar hans eigur bæði utanlands og innan og heimtaði að hann gæfi allt upp til slcatts, sem hann ætti í útlöndum! Þá lætur sr. Ólafur þess getið í blað- inu þegar líða tekur á vetur, að nú hafi annar ritstjórinn orðið að bregða sér suður til róðra, en segist vona a? hann g'evmi ekki blaðinu þeirra er sendi því efni úr fjarlægðinni. Hann bregzt heldur ekki, en sendii þvrí bæð greinar og ljóð og bökasafni .syeitarinn- ar sendir hann nýútkomnar bækur að gjöf. Einnig eftfr að Þórðði; ey..alf!utt: ur úr hérað'.r.u VésWr'-á ‘finhid he'dún hann áfram að sknfa í b’aö-ð. Greina- flokkar hans: Að vestanc bsra af öðr-u sem skrifað er í það í óbundnu máli. Þar segir hann frá ýmsum vestfirzkum siðum og talsháttum og. lýsir vinnu og búskaparháttuih sem, honum koma ný- st’árlega fyrir sjónir. Segist hann sækja margt af þeim fróðleik til sr. Þorvald- ar Jakobssonar á Brjánslæk. Gamansöm lýsing á kjörfundi einum í héraðinu dregur dám af Heljarslóð- arorustu: „------Þennan dag var veður spakt og kyrlátt. Á kjörstaðnum voru hús eigi reisuleg og þinghúsið eigi stæðilegra en léleg skemma. Framund- an bænum var flötur mikill og renn- sléttur. Það var til nýlundu að á hon- um_ mið.iu-m var reist tjaldbúð mikil og gátu sumir til að vera mundi veit- ingaskáli. Þá er líða ték að hádegi kom úr austurátt mikill flokkur snvrfiiega klæddra manna á lífuðum eæðingum. Þótti flokkur sá all vígmann’egur, og æt’.uðu margir að riddara’ið betta mundi hafa sigurinn í hendi sér. En e>ei ’eð á löngu áður sorta mikinn dr*g unp f vesturátt o.g færðist hann hægt en ianft og drjúgum inn með siönum. Sáú mpv'n br-átt að þet>a var F'tgfi.ngu1:ð rrennt, en lítt skrevtt að búninei: á grúm og .arútarbræ'Wum skinn- s‘öt-Vi<m. F>tt varð af kveð’um néefi UAsdeildu.m bessnm, en bóttu kömútnenn 'h'ta hýrt til tipidbúfiarmn- pr,dq kom bafi brátt f ’iös að Ke:r áttu. hafian pffis afi vmnta. þvi betta yor’! le’?”>n,ffiár Cnn’o„’s er hann hafði um lanean a’dur sn«’ð úr b’ófi mér« óg aUa sómak’finn- rpcii og siö’fstónfii.11, Bíað þetta köm síðast út í marz 1899 og er þá sý.nilega íarið nokkuð að rifa siglin. Sr. Ólafur flutti einnig alfarinn burt úr héraðinu uppúr alda- mótum, illu heilli, sótti um Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en fékk ekki. Borg- firðingar þekktu víst ekki sinn vitjun- artíma. Hann var gáfaður og skáld- mæltur vel, hrókur alls fagnaðar á mannfundum og atla tíð Ijinn mætastt maður. Hann var síðan lengi prestur í Hjarðarholti. í Dölum og hélt þar unghngaskóla. Álfadans — „nóterað kvæði“ Tónlist var mjög í hávegum höfð á Lundi meðan sr. Ólafur sat staðión, ekki sízt meðan Þórður dvaldist þar. Heyrt hef ég að einhverju sinni hafi Davíð í Vörðútelli verið þar nætur- gestur og til þess að g’.eðja gamla manninn léku þeir saman á fiðlu og orgel lengi kvölds. Loks spurði prest- ur Davíð gamla hvort honum þætti þetta ekki skemmtilegt. Nei, sagði Davíð, þetta er það leiðinlegasta sem ég heyri. Tilsvar Davíðs rifjar upp fyrir manai það sem Eggert Steíánsson segir í einni bók sinni: „Ég þekkti enga tónlist sem hæfði þessu landi eftir að ég heyrði óm þann er dynur í óbyggðum þess“. Það þarí því ekki að kasta neinni rýrð á söng hljóðfæranna á Lundi, þótt Davíð gamli tæki simfóníur ör- æfanna framyfir. Eftir að Þórðu.r er farinn vestur og er við söngkennslu og barnafræðslu á Brjánslæk, lætur si’. Ólafur þess get- ið að Þórður hafi, ar.k þess sem hann sendi blaðinu efni skrifað heilt blað og sent að vestan. I þyí sé.m.a, „nót- erað kvæöi“. Þetta tö’ubláð er með nokkuð öðru sniði en hin. Það er eina blaðið sem er myndskreytt. Á forsíðu þess er teikning og lagið ,,nóteraða“ handskrifað. Þ. D. gerir þessa athuga- semd við það neðanmáls: „Álfadans þennan hef ég lært á Auðshaugi aE unglingspilti, hafði harrn heyrt ísfiriV inga syngja hann í Flatey, annað veit ég ekki um höfund lagsins eða vísunn- ar“. Vel gæti hvorttveggja verið eftir Þórð sjálfan, þó hann felist svona, að minnsta kosti er nótnaskriftin hans. JÖLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS —' (43

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.