Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 22
sig gengur að .sérstökum lás. t>að er’ engu líkara en að hver líkami íeli í sér efnivið í þessi mótefni, efnivið sem fljótlegt er að smíða úr, hvaða gerð sem hafa þarf. — Hugsaðu þér smiðju lyklasmiðs með miklum fjölda af ótilsniðnum lyklum. Þegar lykla- smiðurinn er beðinn um einhverja sérstaka gerð af lykli, verður hann fyrst að þreifa sig ófram, unz hann íinnur hið rétta form. Þetta getur orðið seinlegt, en þegar það hefur tekizt, á lyklasmiðurinn hægt um hönd að smíða eins marga lykla og þörf krefur, og sé hann forsjáll, mun hann geyma sýnishorn af lyklinum, ef á skyldi þurfa að halda síðar.“ .,Er þetta ekki það sem kallast ó- næmi gagnvart veikindum,“ sagði Tompkins. „Já, einmitt,“ var svarið, „og til þess rö skapa þetta ónæmi, spýtum við damðum bakteríum ;nn í æð þess manns, sem á að gera ónæman. Þess- ar dauðu bakter'ur geta ekki æxlazt og eru þessvegna ekki lífshættulegar, en samt geta þær fengið líkamann til að framleiða mótefni sem síðar geta komið að gagni ef líkaminn verður fyrir árás af samskonar bakteríum. Þessi aðferð . . . Bíðum v;ð,“ hrópaði Streets læknir, og bagnaði, stóð síðan upp og reyndi að handsama einhvern hlut sem var á floti í blóðvökvanum fyrir utan rauða blóðkornið. „Nú.held ég að ég viti hvað gengur að þér.“ Milli f.'ngranna hélt hann á ein- hverju sem var hált og sleipt, og á stærð víð epli. „Er þetta baktería?“ spurði Tomp- kins. „Ekki aldeilis. Ef það væri baktería, mundi hún vera í hlutfall: við núver- andi stærð okkar ámótá 02 hundur. Þetta er veira og ég mundi þqra að setja embættisheiður minn að veði fyr- ir því að betta sé inflúensuveira“. „Já, inflúensa," sagði Tompk.'ns, og létti stórum. „Þá þarf ég engu að kvíða.“ „Stundum getur nú inflúensa orðið býsna vond. En samt held ég bú hafir rétt fyrir þér, og ég skal segja þér hvers vegna.“ Um leið og hann sagði þetta, sló Streets læknir í það sem hann hélt á, og klofnaði það þá þegar í tvennt, í vinstri hendi hélt hann þá eftir hnattlaga hlut, en í hægri hafði hann hálfkringlu, og var það skelin utan af hinu. „Líttu ó, sagði hann, „þessi kúla hérna er inflúensuveira. Hún er eitt mólikúl samsett af mörgum rrrlljónum atóma. Þú hefur eflaust lesið um þær veirur sem að hálfu leyti geta talizt lifandi og að hálfu leyti ekki og við nefnum lifandi mólikúl. Bakteríur eru nokkurskonar jurtir, sem gefa frá sér eiturefni til þess að eitra þann líkama sem þær hafa tekið sér bólfestu í, en veirurnar eru sjálfar lifandi eitur. Þær eru mól.'kúl samsett úr mörgum frumefnum, og samsetningin er ávallt hin sama, en annars líkjast þær lifandi verum að því leyti að þær geta skipzt endalaust. Margir sjúkdómar, svo sem lömunarveiki hjá mönnum, gin- og klaufaveiki hjá nautpeningi, og mósa- ikveiki hjá tóbaksjurtinni, stafa af veirum, en ekki bakteríum. Og þegar þú veikist af einhverjum sjúkdómi, sem ve:rur valda, tekur líkaminn til sinna ráða að- gera sér úr þeim efni- víð, sem fyrir hendi er, þau mótefni, sem gagna. Tóma skelin,! sem ég,held á, er mótefni gegn inflúensuveirunni og getur ráð.'ð niðurlögum hennar. Sjáðu hve nákvæmlega ytra borð veir- unnar fellur að innra borði skeljar- innar, eins og lás að lykli sem hann gengur að. Af þessum „lyklum“ er nú mikill fjöldi í blóði þínu, og eru þeir a ðélta uppi veirurnar, reka þær 22) — JÖJLABLAÐ ÞJÖÐVILJANS saman í hópa, gleypa þær og koma -þe'm að síðustu burtu úr líkama þ;n- um. Eyrst þessi veira sem ég tók upp, og nókkrar aðrar, sem ég hef séð, er þegar ’kgmin í fangbrögð við mótefni sitt, má búast við að lítið verði úr þessum veikindum þínum. Ég held varla að þú þúrfir að leggjast í rúm- ið.“ „Þetta er stórmerkiiegt lyklakerfi,“ sagði Tompkins, „en hver skyldi lyklasmiðurinn vera?“ " • „Það veit ég ekki með vissu,“ sagði Streets lækn'r. „os ég held jafnvel að. góðvinur minn Linus Pauling, sem. hefur gert þessa u,ppgötvun, viti það ekki heldur. Það er raunar auðséð að þeirri aðferð er beitt að hagnýta sér samdrátt atóma i l'kama árásaraðil- ans, og atómanna í mótefninu (sem er að myndast). Ég h.lýt að kannast v'ð að það má virðast lygilest svo ósamsettir kraftar sem beir sem í atómi felast, skuli mejna að gera svona margbrotna og vandaða smíð- isgripi; en til samanburðar má taka hinn furðulega skapnað dropsteina, sem ekki eru gerðir úr nejnu nema steinsöltUm. uppleystum í vatni, sem lekur niður úr hellisloftum.“. Læknirinn setti nú veiruna kyrfi- lega innan í skelina, svo hún gæti ekkert illt gért af sér, og fleygði henni svo út í blóðið. „En heldurðu ekki að mótefnin kunni að ráðast á mig, eða geta þau þekkt mig frá skaðvænni bakter:u,“ safeði Tompk.'ns og fór um hann hroll- ur. „Það mundu þau gera ef þau fyndu þig,“ sagði læknirinn. ,,En fyrst þú ert ekki nema einn, og kannt eng- in ráð til að skipta þér í tvo eða fleiri e'nstaklinga, getur liðið lang- ur tími áður en þau verða vör við þig. Samt gerist hað oft að mótefni ráðast á agnir i blóð'nu, sem líkam- anum eru gagnlegar. Þessvegna þarf að hafa olla aðgæzlu við þegar gefið er blóð.“ „Já, bað eru blóðflokkarnir sem þú átt við.“ sagði Tcmpkins. „Aldrei datt mér í hug að seíja þá í samband við sóttvarnarráð ■ líkamans.“ „Það er nú samt samband þar á milli,“ svarað; læknirinn. „Ef ein- hverjum yrði það á að spýta inn í æðar þínar blóði úr hundi eða svíni, mundirðu verða fárveikur, því mót- efnin mundu efna til grimmilegrar styrjaldar gegn þessu framand; blóði. Þú mundir líklega deyja úr þrombos- is, eða blóðséga. begar valhrannirnar eftir bardagann ræki inn í háræð- ámar. Og jafnvel þó að blóðið væri úr manni, gæti farið svona, því þó að samsetning blóðsins sé lík hjá öllum mönnum, er hún þó ekk; eins. I mannsblóði eru meðal margra ann- arra tvennskonar eggiahvítuefni, sem kallast A og B. í. blóðvökvanum geta hinsvegar fyrirfundizt mótefni gegn þessum efnum, and-A OH and-B-efni. Sumir hafa hvorugt mótefnið og þeir þola bæði A- og B-efni í líkama sín- um, og eru þau látin óáre.'tt. Blóð- flokkur þessara manna kallast A—B. Hjá öðrum mönnum vantar annað- hvort and-A eða and-B, og rauðu blóð- kornin hafa þá annaðhvort A eða B (eftir því hvort andefnið vantar). Þetta eru blóðflokkarnir A og B, Stundum eru bæði mótefnin til stað- ar, og kallast sá flokkur 0-flokkur, og ér þar hvorugt eggjahvituefnið til, A eða B. Hjá hverjum einstakling er jafnvægi milli eggjahvituefna og and- efna fullkomið frá fósturlífi, og allt í fullkomnu lagi. Sé manni gefið blóð úr öðrum manni af sama blóðflokki, á ekkert að geta ko'mið fyrir. En sé manni af B-flokki gefið blóð úr manni af A-ílokki, mun and-efnið þegar ráð- ast á rauðu blóðkornin í hinu íram- andi blóði. Þessi bardagi er óft upp á líf og dauða.“ „Nú veit ég hvernig stendur á því að þe'r nota blóðvatn." sagði Tomp- kins. „Ef engin rauð blóðkorn eru til staðar, verður enainn bardaainn." „Þetta er ekki fjarri lasi, en þó ekki alveg rétt,“ svaraði læknirinn. „Jafnvel bó að engin rauð blóðkorn séu í blóðgjöf. nni, eru samt í því mót- efnin, og þau mundu ráðast á rauðu kornin i blóði viðtakandans, nema ef blóðgjafinn væri af A-B-flokki. Gald- urinn er sá, að blanda í réttu hlut- falli blóðvatni úr mönnum af ýmsum flokkum, þannig að bó að mótefnin séu ekki öll af réttrj tegund, sé þó svo lítið af þeim sem ekki mega vera, að það geti engan skaða gert. En nú held ég að þetta sé að verða of fræði- legt hjá mér, og okkur væri líklega nær að skoða ýmislegt annað, sem við eigum óskoðáð. Ég á eftir að sýna þér hormón og vítamín.“ „Eru bað l:ka lifaridi mól.'kúl?“ spurði Tompkins. „Nei, nei,“ svaraði læknirinn-. „Oft- ast eru þau lítið samsett, og sum eru^ gerð úr ólífrænum efnasamböndurri. T.d. eru sum hormón (dregið af grískrj sögn: hormao. — að hvetja eðá æsa) gerð úr tveimur tylftum af atómum. Ekki eru þau hið æðsta framkvæmdavald líkamans, fremur ber að skoða þau sem fyrirskipanir þessara framkvæmdavalda. Þau eru eins og fregnmiðSr, sem hraðboðar eru látnir bera út, og getur líkaminn með engu móti án þe'rra verið. Taktu við stækkunarglerinu mínu og skoð- aðu í þlóðvatnið, sem fiýtur hérna hjá, þú munt verða margs v:sari.“ Tompkins fór að ráðum læknisins og gaf nánar gætur að þvi sem fyrir har. Þá kom hann auga á merkilegan og furðulegan hlut, þetta var líkast drekamyndum þeim sem siá má á götum í kínverskum þcrgum um ný- ár'ð. Það var minna en tveir millí- metrar á lengd, og í því voru ekki nema tuttugu og tvö atóm. „Þetta er adrenal'nmólikúl, eða ..hræðsluhormónið“, og framleiðist í kirtlum nokkrum í grennd við nýrun í hvert skipti sem maður verður hræddur. Þetta hormón berst svo óð- fluga með blóðinu um allan líkam- ann, og hjartað fer að slá örar fyrir t lverknað þess, æðarnar herpast sam- an, og blóðþrýstingurinn hækkar og liírin sleppir nokkru af forða sínum af sykri út í blóðið, og afleiðingin verður sú að manninum eykst afl og þor t.l að sigrast á því sem hann hræðist. Þetta mólikúl, sem þú sást, hefur ugglaust komið fram áðan þeg- ar þú hélzt að þú værir staddur í neðansjávarbát, sem væri að sökkva. Mörg önnur hormón stjórna líkam- anum, svo sem sekretínið, sem hefur áhrif á briskirtilinn og kemur honum t'l að auka framleiðslu sína á melt- ingarsafa, testosteron, sem gerir mann að karlmanni, og þeolin, sem gerir mann að kvenmanni.“ „En hvað er þá að segja um víta- mínin?“ spurði Tompkins. „Eru þau líka sýnileg í blóði mínu?“ „Það þyk'st ég vita,“ svaraði Streets læknir, „því ég efast ekki um að kon- an þin gefi þér góðan og hollan mat að éta. Þú veizt að við fáum vítamín úr matnum, svo framarlega sem hann er góður, og að þau eru nauðsynleg • heilsu manns. Það eru rúmlega tólf vitamín, sem við þörfnumst, öll nokk- uð einföld að samsetningu, og flest þeirra kunna menn nú að framle'ða í rartnsóknarstofum og á-efnafræðileg- an hátt. Þú hlýtur að hafa lesið eitt- hvað um C-vítamínið, sem svo mikið er-áf í spínati, aPpelsínusafa og tómat- safa, og 'raunaj- miklu fleiri fæðuteg- undum. Ef þú íærð minna en sextíu millígrömm af þessu vitamíni, færðu óðara snért af skyrbjúg; það fer að blæða úr gómunum og tennumar losna. Vanti þig hins vegar Á-vitamín, sem mest er af í smjöri, fejti og lýsi, sýkjast augun og þú verður nátt- blindur, en D-v:tamín (sem mikið er af í þorskalýsi) varnar beinkröm, sem annars afskræmir beinin -og varnar iþví að tennurnar nái réttum þroska. En um allt þetta áttu að geta fræðzt af bókum um næringarefnafræð;.“ „En farðu nú varlega því við erum að komast inn í eina af þarmatotun- um á smáþörmunum. Hérna er það sem maturinn, sem þú borðaðir í morgun. og nú er orðinn að . fullmeltu mauki, síast í gegn og fer út í blóð- ið. Og síðan flytur það öll þessi efni um líkamann og færir þau hverri einustu frumu. Ef þú lítur í gegnum þennan þunna, gagnsæja frumuvef, sem er milli okkar og „innhverfunn- ar“ á innyflum þínum, muntu sjá móleitt mauk, sem orð.'ð er til úr því sem í morgun var egg o.g flesk. Melt- ingarsafarnir hafa síðan verið að vinna úr þessu næringarsafa. Matur- inn sem við neytum daglega, er að- allega samsettur úr bremur efnasam- böridum: eggjahvítuefnum, fitu og kol- vetnum. Efnakljúfarnir tripsýn, amyl- ase og Iipase vinna hver á sinu efni og í þeirri röð sem ég taldi þá og þau, og breyta þeim í einfaldari efna- sambönd. H;n stóru og þungu eggja- hvituefnasambönd eru klofin niður í miklu einfaldari amínósýrur, kolvetn- unym breytt í sykur og fita klofin ■ í glýserín og fitusýrur. Öll þessi efni leysast upp í vatnj og þau smjúga gegnum hina örþunnu veggi á þarma- tctunum. Og þegar amínósýrurnar og sykurinn eru komin í gegn, smeygja þau sér inn í háræðarnar. og berast , síðan rakleitt út um allan líkamann, , þar sem hungraðar frumur taka við þessu og hafa sér til vaxtar og við- ( halds. Það er seinlegra og margbrotnara verk að melta f.'tu. í stað þess að fara hina beinustu og fljotustu leið með blóðinu sem rennur í æiunum, snigl- ast fitukúlur með sogæðavökvanum inn í sogæðakerfið. Þú veizt að það er sogæðavökvinn, sem fyllir bilið milli frumanna í líkamsvefjunum. Úr honum verða lækir og fljót, sem fara um sogæðarnar, og er þetta nokkurs- konar vatnsveitukerfi, sem er álíka vandað og margbrotið og skurðirnir í frumskógunum á Florjda, þar sem eng- inn ratar nema innfæddir Indíánar. Og likt og vatnið í þeim skurðum er kyrrstætt, eins er sogæðavökvinn, hann hreyfist hægt um æðar sínar, Þessvegna vilí það oft til að fitan sezt fyrir á ýmsum stöðum í líkam- anum, og verður að ístru eða fitu- keppum í holdi.“ „Sagðir þú,“ sagði Tompkins, sem nú var um það leyti hættur að taka eftir, „sagð.'r þú að eitthvað væri eft- ir af eggjunum og fleskinu, sem ég át í morgun, hinumegin við vegginn á þarmatotunum? Sé svo, þá held ég að mig langi til að borða þetta aftur. Ég fékk engan hádegismat.‘‘ Ekki var hann fyrr búinn áð sleppa siðasta orðinu, en hann fór út af blóðkorninu, og á leiðinni inn um . vegginn á þarmatotunni. ' . ■ ' f h'íi'3WL' „Gerðu þetta ekk.?,“ sagði læknjirinn 1 örvinglaður, „ef þú gerir það éta 1 magasafarnir þig upp til agná.“ „Æ, hver skol!inn,“ bætti hann við, ■ þegar hann sá að Tompkins varð ekki stöðvaður. „Ég ætlaðj að fara að segja horium frá æxlunum — þegar maður meltir magann í sjálfum sér“. • (M.E. þýddi).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.